Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.02.2015, Qupperneq 57
menn fagna og gleðjast á allt að því öfga- fullan hátt, með sterkri líkamstjáningu.“ Rakel segist ekki áhugasöm um knatt- spyrnu sem slíka en samtöl hennar við áhugamenn hafi verið afar áhugaverð. „Mér finnst gaman að skoða hvernig fas venjulegra dagfarsprúðra karlmanna breyt- ist yfir leikjum, þeir æsast upp við að horfa, öskra og bölva og taka tap nærri sér. Fót- bolti er ákveðinn vettvangur samskipta og ég skoðaði það í mínu nánasta umhverfi.“ Út frá ímyndum karlmennsku Hún umbreytir þessum tilfinningum sem birtast í fréttamyndum í fagurfræðilega hluti, í málverk. „Jú, ég skoða þetta út frá ímyndum karl- mennskunnar, hvernig leikmennirnir eru óhræddir við líkamlega snertingu og að sýna væntumþykju, með mikilli leikrænni tjáningu. Og þeir gera það fyrir framan tugi þúsunda manna og vita að milljónir eru að fylgjast með í sjónvarpi. Ég tek ljósmyndirnar og breyti engu hvað varðar stellingarnar en ég strípa þetta allt til að skoða tilfinningar og afhjúpa þær; ég fjarlægi allt sem tengir tilfinningarnar við íþróttina, völlinn, boltann og áhorf- endur.“ Rakel er að sýna í fyrsta skipti í Hverf- isgalleríi og segir það mikinn heiður og gaman að vinna með frábæru fólki sem þar stjórnar. „Þá eru mjög góðir listamenn þar fyrir sem ég lít upp til og gaman að fá að vinna á sama vettvangi og þeir.“ „Menn fagna og gleðjast á allt að því öfgafullan hátt, með sterkri líkamstjáningu,“ segir Rakel um fótboltamyndirnar sem hún notar í málverk sín. Morgunblaðið/Ómar 8.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Þeir sem eru á höfuðborg- arsvæðinu um helgina ættu að gera sér dagamun og upplifa einhver þeirra áhuga- verðu atriða eða sýningar sem settar hafa verið upp í tengslum við hina fjölbreytilegu Vetrarhátíð. 2 Á laugardag kl. 13 til 16 verður haldið í Þjóðar- bókhlöðu málþing og sýning um Hafstein Guðmunds- son, hönnuð, bókagerðarmann, prentsmiðjustjóra og bókaútgefanda. Þá verður líka opnuð sýningin „Prentsmiðjueintök“ með bókum frá öllum prentsmiðjum frá um 1530. 4 Ömurleg brúðkaup var opnunarmynd franskrar kvik- myndahátíðar á dögunum og líka sú vinsælasta. Hún var í kjölfarið tekin í almennar sýningar í Háskólabíói og hefur verið sýnd fyrir fullu húsi – fáið ykkur miða … 5 Á sunnudag klukkan 14 mun Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, ganga ásamt Hörpu Þórsdóttur forstöðumanni um sýningu á fatnaði úr forsetatíð sinni, sem er í Hönn- unarsafni Íslands. Þá gefst einstakt tækifæri til að heyra sögur um það sem fram fór bak við tjöldin, til að mynda um hefðir varðandi fataval. 3 Í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu hefur verið opnuð sýning á markverðu ljósmyndaverkefni eftir Siggu Ellu, myndröðinni „Fyrst og fremst er ég“. Hún samanstendur af portrettmyndum af 21 einstaklingi með Downs-heilkennið. MÆLT MEÐ 1 þeirri seinni, hún er hraðari og ég gerði meira spennandi útgáfur af lögunum en fyrir nýju söguna samdi ég alveg nýja tónlist. Það var rosalega mikilvægt að gera eitthvað nýtt því eftir áttunda þátt í síðustu seríu var ég orðinn leiður á aðalþemalaginu, ég verð að viðurkenna það,“ segir Ólafur. – Þetta er tilfinningaþrungin tónlist, líkt og þættirnir. Raftónlist með strengjum, er það rétt lýsing? „Eða strengjatónlist með rafi,“ svarar Ólafur að bragði. Ólafur segist hafa fengið mun fleiri til- boð um að semja tónlist við sjónvarpsþætti og kvikmyndir eftir að hafa hlotið BAFTA-verðlaunin. Tilboðin séu líka stærri og áhugaverðari en áður. „Ég er í raun og veru ekki búinn að ákveða neitt hvað ég ætla að gera. Mig langar ekki að gera bíó eða sjónvarp alveg strax aftur, þetta er búin að vera svo mikil vinna,“ seg- ir Ólafur. „Maður þarf frelsi til að gera sínar eigin plötur á milli og mig langar að gera það næst,“ segir hann. Hann hafi ver- ið nærri því að taka að sér stærðarinnar verkefni, tónlist fyrir PlayStation-tölvuleik sem hefði tekið hann heilt ár að vinna. „Degi fyrir undirskrift fríkaði ég út og hætti við. Ég sá fyrir mér enn eitt árið sem ég hefði ekki tíma til að anda, með umboðs- manninn á bakinu að ýta á eftir plötu,“ segir Ólafur og hlær. Verkefnin séu næg, að fylgja eftir Chopin-verkefninu, sinna hljómsveitinni Kiasmos sem hann skipar með Janusi Rasm- ussen og vinna að næstu sólóplötu. Ólafur segir umboðsmann sinn hafa rétt fyrir sér í því að ekki megi líða of langur tími milli platna. „Ég er að byrja að hugsa um næstu plötu,“ segir Ólafur og hlær. Ólafur Arnalds segist vera að ögra klassíska heiminum á vissan hátt, í samstarfinu við píanóleikarann Alice Söru Ott. Þau eru hér við upptökur. Ljósmynd/Héðinn Eiríksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.