Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Hann er svívirðilegur í rauninni. Að hann skuli ekki skila sér betur út til fólksins. Bankarnir líða engan skort. Sigurður Magnússon Mér líst ekkert á þetta. Það er eitthvað gruggugt við þetta allt saman. Þorkell Kristinsson Morgunblaðið/Eggert Þetta er skelfilegt miðað við þjónustuna sem þeir veita. Viðar Guðmundsson Þetta er bara bull. Það lýsir því best. Gróðinn er orðinn allsráðandi. Elínborg Svavarsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING DAGSINS HVAÐ FINNST ÞÉR UM MIKINN HAGNAÐ VISKIPTABANKANNA Á SÍÐASTA ÁRI? Þórey Ásgeirsdóttir er í kvennaliði Stjörnunnar í hópfim- leikum, sem vann sögulegan sig- ur á WOW-mótinu í hóp- fimleikum á Akureyri um síðustu helgi og batt þar með enda á tíu ára sigurgöngu kvennaliðs Gerplu. Hún er kempa vikunnar. Heilsa 24 Í BLAÐINU Morgunblaðið/Árni Sæberg Hvenær byrjaðirðu að syngja og leika? Ég byrjaði svona aðeins að raula í 10. bekk en þetta byrjaði svona af einhverri alvöru í nemó-söngleiknum Með allt á hreinu sem var settur upp í fyrra en á undan því hafði ég aldrei leikið neitt. Fótbolti eða dans? Satt best að segja er ég meiri fótbolastrákur. Fótbolti hefur fylgt mér alla mína ævi en dans er nefnilega frek- ar nýtt áhugamál fyrir mér þar sem ég hafði ekkert dansað fyrr en núna í ár. Er Tony Manero fyrirmynd þín í lífinu eða gætuð þið ekki verið meira ólíkir? Ég myndi nú seint líta á hann Tony sem fyrirmynd, þó að vissulega sé hægt að tileinka sér margt í hegðun hans og framkomu. Það er nefnilega oftast sem svona aðal- persónur eru á krossgötum í lífinu og eru þar með rosa sveiflukenndar. Myndirðu fara út á lífið í hvítum jakkafötum? Ég hugsa nú að hvít jakkaföt séu liðin tíð. En tískan gengur víst í hringi svo ég afskrifa ekkert! Hvað er svona gott við að stunda nám við Verzlunarskóla Íslands? Verzló er rosalega góður grunnur fyrir lífið, hvort sem það er í list- um, félagslífi eða námi. Þetta er einhvern veginn bara pakkadíll sem ég myndi eindregið mæla með fyrir alla. Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir stúdentspróf? Framtíðin verður bara að fá að leiða það í ljós en ég vona að það tengist söng eða leiklist. Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson Þú kemst þinn veg nefnist nýr einleikur sem frumsýndur verður í Norræna húsinu um helgina. Finnbogi Þorkell Jónsson leikari og leikskáld og Árni Krist- jánsson leikstjóri ræða um tilurð sýningarinnar sem veitir góða innsýn í heim öryrkja og fólks með geðfötlun. Menning 56 Er fjölskyldan að skipuleggja næsta frí? Ef Disney- land í París verður fyrir valinu eða Disney World í Florida þá er gott að vita að verðmun- urinn er misjafn eftir löndum og árstíðum. Ferðin kostar sitt en svona ævintýri gleymist seint, sér í lagi hjá börn- unum. Ferðalög 20 Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgef- enda hófst í gær og er haldinn undir stóru stúk- unni við Laugardalsvöll líkt og á síðasta ári. Á mark- aðnum eru um 7.000 titl- ar af nýjum bókum til sölu og annað eins af forn- bókum. Bækur 58 Helgi Valur leikur aðalhlutverkið í söng- leiknum Saturday Night Fever sem Nem- endafélag Verzlunarskóla Íslands setur upp. Framundan eru tvær sýningar í Austurbæ 1. mars og aukasýning 5. mars. Hópurinn fer svo norður og sýnir tvær sýningar í Hofi á Akureyri laugardaginn 14. mars. Leik- stjóri er Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Aðalpersóna á krossgötum HELGI VALUR GUNNARSSON SITUR FYRIR SVÖRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.