Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 18
M adrid er borg sem allir verða að heimsækja, þó ekki sé nema einu sinni. Prado-listasafnið eitt og sér kallar á pílagrímsför til höfuðborgar Spánar. Prado er eitt af mikilvægustu listasöfnum veraldar og oft nefnt í sömu andrá og Metropolitan-safnið, Louvre og Hermitage. Spánn hefur fært okkur marga af fremstu lista- mönnum sögunnar, og í Prado búa mörg þeirra bestu verk, í bland við verk annarra evrópskra meistara. Er rétt að staldra sérstaklega við hrikaleg verk Goya, og alls ekki missa af bráðskemmtilegu málverki Velázquez af fjölskyldu Felipe IV. Og fyrst kóngafólk barst í tal, þá er rétt að minna á að konungs- höllin er opin almenningi. Þar má drekka í sig arkitektúrinn og ganga um gyllta sali. Konungshöllin er í vesturhluta miðbæjarins en Prado í austurhlut- anum. Þar mitt á milli er Lækj- artorg Madrídarbúa, Puerta del Sol, stórt og fallegt torg umkringt kaffihúsum og verslunum. Þaðan liggja göngugötur í allar áttir og vinsælar verslunarkeðjur á hverju strái. Þeir sem vilja slípa greiðslu- kortið ættu að líta á verslun Corte Ingles, sem er eins konar Macy’s Spánverja. Fnac er svo búðin fyrir þá sem eru að leita að góðri bók, tónlist eða nýrri myndavél. Eitt má ekki gleymast í ferðinni til Madrídar, og það er að heim- sækja verslanir Museo del Jamon. Er um að ræða sælkeraverslanir helgaðar spænsku Íberíuskinkunni. Íberíuskinkan, Jamón ibérico, er gerð úr sverum lærum svarta Íber- íugríssins, sem fær að lifa afslöpp- uðu og áhyggjulausu lífi á úrvals- fóðri þar til kemur að slátrun. Lærið er saltað og þurrkað eftir kúnstarinnar reglum í tólf mánuði hið minnsta. Ætti ekki að koma á óvart að skinkan er ekki ódýrasti maturinn sem finna má, en er samt hverrar evru virði. Hjá Museo del Jamon er gott að panta „bocadillo“. Er þá nýbakað smábrauð skorið í tvennt, smurt, strimill af Íberíuskinku settur á milli, og borðað standandi. Einfaldari gerast réttirnir varla, en útkoman er algjört lostæti og kost- aði bara eina evru síðast þegar greinarhöfundur var í bænum. Með glasi af köldum bjór eða rauðvíni er þarna komin matarupplifun sem verður einn af hápunktum ferð- arinnar. Ljósmynd/Wikipedia – Marcus Obal Skinkusafnið er staður sem sælkerar mega ekki missa af. Þar fæst „bocadillo“ á eina evru. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR MADRID Dramatískur Goya og ómótstæðileg Íberíuskinka Í HJARTA SPÁNAR ER HÖFUÐBORG SEM IÐAR AF MANNLÍFI, RÍK AF MENNINGU OG LJÚFFENGUM MAT. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðalög og flakk Hugguleg flugstöð *Icelandair flýgur beint til Madrid yfir sumarið,frá 20. júní til 5. september. Er flogið út síð-degis á laugardögum og til baka til Íslandsseint um kvöld sama dag vikunnar. Lent er áBarajas-flugvelli, sem er gríðarstór og fjölfar-inn völlur og þykir nokkuð fallega hannaðmannvirki. Má alveg muna eftir að ganga hægt í gegnum flugstöðvarbygginguna og njóta óvenjulegs arkitektúrsins. Spánverjar hafa það fyrir sið að borða kvöldverð mjög seint um kvöld. Ferða- menn ættu að vara sig á að veit- ingastaðir eru oft ekki opnaðir fyrr en kl. átta að kvöldi og um fáa kosti að velja ef hungrið læt- ur á sér kræla um kl. sex, eins og vaninn er með íslenska maga. Er þá fátt í stöðunni annað en að kíkja á bar og sjá hvort ekki má panta tapas eða ann- að snarl, nú eða einfaldlega líta inn á næsta McDonalds og panta ostborgara til að slá á sárasta sultinn þar til þjónarnir á veit- ingastöðunum láta svo lítið að taka úr lás. Prado-listasafnið geymir gersemar á borð við Las Meninas. Konungshöllin er opin almenningi og er þar gaman að spássera um flúraða sali og garða. UNDARLEGIR MATMÁLSTÍMAR Hungurverkir til klukkan átta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.