Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 26
Heimili og hönnun *Þrjú verkefni frá Íslandi hafa verið tilnefnd til arkitekta-verðlauna Mies van der Rohe, sem eru ein virtustuarkitektaverðlaun í heimi. 40 verk komast áfram ogeiga möguleika á að verða valin til að hljóta verðlaun.Verkefnin sem tilnefnd hafa verið frá Íslandi eru bygg-ingarnar H71a eftir Studio Granda, Einbýlishús viðKálfaströnd eftir VA arkitektar, og FMOS eftir A2F arkitektar. Verðlaunin verða veitt hinn 8. maí næst- komandi. Þrjú íslensk verkefni tilnefnd Í búð Sylvíu Lovetank liggur vel við birtu. Stórir gluggar snúa í suður og gefa heimilinu notalega um- gjörð. Sylvía hefur hreiðrað um sig og son sinn í stórri og vel skipu- lagðri íbúð sem hún festi kaup á fyr- ir um það bil ári en þá var nýbúið að gera hana upp. Heimilisstíllinn ein- kennist af góðum kokteil eldri muna, áhugaverðs litavals og fallegrar mynd- listar. „Ég er mjög smámunasöm og þarf því að ganga hægt um gleðinnar dyr og leyfa hlutunum svolítið að koma til mín. Ég vel heim til mín húsgögn og fylgihluti sem mér þykja fallegir og líklegir til að standast tímans tönn svo ég hef flutt með mér heim alls- kyns skemmtileg húsgögn að utan sem ég gat ekki hugsað mér að lifa án.“ Sylvía hefur átt mörg heimili og verið á flakki vegna náms og vinnu og hefur því þurft að koma sér fyrir á ólíkum stöðum. „Ég hef lært að endurskipuleggja og gera eins vel úr kringumstæðum og hægt er, hvort sem það er skammtíma leiguíbúð eða hótelherbergi.“ Sylvía segir mikilvægast að sér og sínum líði vel inni á heimilinu og því eru þægindi og funksjón fyrirrúmi. Spurð hver sé griðastaður litlu fjöl- skyldunnar nefnir Sylvía notalegan legubekk sem komið hefur verið fyrir við fallegan bogadreginn glugga sem vísar út í stóran garð. „Þar tökum við einkasonurinn vídeókvöldin.“ Morgunblaðið/Eggert Sylvía Lovetank velur húsgögn og fylgihluti sem henni þykja fallegir og líklegir til að standast tímans tönn Legubekkurinn í stofunni er í miklu uppáhaldi hjá mæðginunum en þar taka þau notaleg vídeókvöld saman. HÚSGÖGN OG FYLGIHLUTIR SEM STANDAST TÍMANS TÖNN Góður kokteill í Hlíðunum SYLVÍA DÖGG HALLDÓRSDÓTTIR, SEM GENGUR UNDIR LISTAMANNSNAFNINU LOVETANK, BÝR ÁSAMT SEX ÁRA SYNI SÍNUM Í GLÆSILEGRI ÍBÚÐ Í HLÍÐUNUM Í REYKJAVÍK. SYLVÍA ER MYNDLISTARMAÐUR OG STARFAR EINNIG VIÐ BÚNINGA Í KVIKMYNDUM OG SJÓNVARPSÞÁTTUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Stofan er björt og rúmgóð en málverkin á veggjunum eru eftir Sylvíu sjálfa. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.