Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 13
islegt praktískt: venjulega hluti sem notaðir eru í eldhúsinu, hvað matvaran heitir, til að auðvelda þeim að tjá sig í búðinni og ým- islegt um líkamann, til dæmis svo þær geti sagt hvar þeim er illt ef farið er til læknis. Kenndum þeim að hringja í skólann til að tilkynna að barnið sé veikt og að biðja um frí í vinnunni; áður höfðu þær beð- ið um að fá að hætta, til dæmis ef þær þurftu til læknis. Það gat mis- skilist,“ segir Bryndís Birgisdóttir, formaður kvenfélagsins Ársólar. „Svo kenndum við þeim að sjálf- sögðu að biðja um launahækkun!“ Kennslustundirnar voru alls 60, tvö kvöld í viku, hálfur annar tími í senn, í 12 vikur. „Þær voru mjög áhugasamar; vildu varla fara í pásu því þeim fannst svo gaman,“ segir Bryndís. Ratleikur og jólaboð Emilia rifjar upp að einu sinni fór nemendahópurinn í óvissuferð með öllum í kvenfélaginu „og okkur fannst það mjög skemmtilegt. Svo var farið í ratleik og haldin veisla á eftir og við vorum með jólagleði þar sem pólsku konurnar bjuggu til pólskan jólamat og þær íslensk- an buðu upp á það sem venjulega er borðað hér á jólunum.“ Allir voru alsælir. „Ég tala við krakkana í leikskól- anum og geri mitt besta. Ég þarf líka að panta vörur og tala ótrú- lega mikla íslensku þó hún sé ekki alltaf rétt,“ segir Emilía. Hún tekur virkan þátt í sam- félaginu. „Ég er í kvenfélaginu, fer á fund einu sinni í mánuði og er líka í saumaklúbbi. Ég var að spá í að stofna sauma- eða matarklúbb með Pólverjum því mér finnst þeir vera svolítið mikið hver heima hjá sér og fara ekki út eftir að þeir eru búnir að vinna, jafnvel ekki þeir sem eiga börn.“ Emilia kom til Íslands í nóv- ember 2006 til að vinna, hugðist vera hér í eitt eða tvö ár og halda svo heim á ný. Fluttist strax til Suðureyrar. „Pabbi minn kom á eftir mér 2007 og ári seinna komu mamma mín og systir. Pabbi er strætóbílstjóri í Reykjavík.“ Systir Emiliu er nýflutt til Suð- ureyrar og farin að vinna þar. „Ég ætla ekki að flytja aftur til Póllands,“ segir Emilia ákveðin. Hún hefur tekið ástfóstri við Vest- firði. „Við keyptum okkur hús hér árið 2008 og ég reikna ekki með að flytja frá Suðureyri. Að minnsta kosti ekki til Reykjavíkur, en kannski til Ísafjarðar einhvern tíma. Ég vil vera á Vestfjörðum og mér finnst gott að búa á litlum stað.“ Duglegir aðstoðarmenn í eldhúsi leikskólans. Frá vinstri: Manda Malinda Ævarsdóttir, Lena Sankowska, Emilia Górecka og Friðrikka Líney Sigurðardóttir. Íslenskukennslan á Suðureyri er hluti tilraunaverkefnisins Menntun núna, sem hrundið var af stað í Norðvestur- kjördæmi og í Breiðholti í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Markmið verkefnisins um aukna menntun í Norðvestur- kjördæmi var að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnu- stað, auka samstarf atvinnulífs og fræðenda um starfstengt nám, fjölga þeim sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunn- áttu innflytjenda í kjördæminu, að sögn verkefnisstjórans, Geirlaugar Jóhannsdóttur hjá Háskólanum á Bifröst. Mikil ánægja Bryndís Birgisdóttir, formaður kvenfélagsins Ársólar, sem sá um íslenskukennsluna á Suðureyri, er mjög ánægð með hvernig til tókst og segir fullan hug á því að taka upp þráðinn aftur í haust. „Þrjár konur í félaginu eru kennara- menntaðar og við pössuðum okkur á því að alltaf var að minnsta kosti ein þeirra í hverri kennslustund; undir- bjuggu jafnframt tíma og út- bjuggu kennsluefni,“ segir Bryndís. Í kjölfar námskeiðsins eru fjórar pólskar konur komnar í kvenfélagið. „Partur af þessu var einmitt að kenna þeim á samfélagið og þær hefðir sem hér eru; fá þær til að taka þátt,“ segir Bryndís. Menntun núna 1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Líklega má segja að systurnar Hulda Rúna, Tinna og Sigurlína Stefánsdætur á Akureyri séu sam- rýmdar. Þær voru alltjent býsna samstiga á mánudaginn. Þegar Hulda Rún lyfti öðrum fæt- inum sakleysislega upp á stól á heimili foreldra sinna small í hnénu, því fylgdi svo mikill sársauki að eng- um stóð á sama. Hulda var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri í sjúkrabíll og gefið morfín til að lina kvalirnar. „Pabbi hringdi í mig, sagði Huldu hafa farið úr hnjálið – hann er stund- um dálítið dramatískur! – og bað mig að fara niður á spítala til henn- ar,“ segir Sigurlína, Sísí, sem er hjúkrunarfræðingur og var einmitt á leið á næturvakt á lyfjadeildinni síð- ar um kvöldið. Þegar Sísí kom til systur sinnar leið henni sjálfri ekki sérlega vel. „Það líður stundum yfir okkur syst- ur og við þekkjum því tilfinninguna. Ég var alveg að líða út af og fékk að leggjast í rúm við hlið Huldu.“ Hjúkrunarfræðingurinn sem sinnti þeim systrum fannst staðan skondin og tók svo til orða að nú vantaði aðeins þriðju systurina á staðinn. Hvar hún væri eiginlega. Systurnar svöruðu nánast sam- hljóða: „Hún liggur uppi í fæðing- ardeild.“ Þá var hlegið. AKUREYRI Þrjár saman á sjúkrahúsinu! Hulda Rún, Tinna og Sigurlína Stefánsdætur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vantar bara þá þriðju … Magnús Stefánsson bæjarstjóri er farinn að skrifa reglulega pistla, Mola úr Garði, á vef bæjarins. Tveir kollegar hans fást við slík skrif fyrir: Ásgeir Eiríksson í Vogum og Kjartan Már Kjartansson, í Reykjanesbæ. Bæjarstjórar blogga Sagt verður frá Saura-Gísla og samferðamönnum hans, í Byggðasafni Dalamanna í Búðardal í dag, sunnudag, kl. 15. Gísli Jónsson fæddist 1820 í Rauðbarðaholti og var lengst af bóndi á Saurum í Laxárdal. Hann var kvæntur, en barnsmæður hans margar, en þekktastur fyrir fjölmörg málaferli með mismiklu flækjustigi. Gísli fluttist til Vesturheims 1876 og dó þar 1894, 74 ára að aldri. Saura-Gísli og samferðamenn hans Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi Sölustaðir: Húsasmiðjan, BYKO, Heimkaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.