Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 47
1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Listasafns Íslands en börn þeirra eru Guð- björg Tómasdóttir, tónlistarmaður og graf- ískur hönnuður og Tryggvi Tómasson, nemi í lyfjafræði. Guðbjörg fékk frí frá starfi sínu sem graf- ískur hönnuður til að geta sinnt tónlistinni að fullu en hún er atvinnutónlistarmaður, í hljómsveitinni My bubba sem stofnuð var í Kaupmannahöfn fyrir um fimm árum en hún spilar á gítar og banjó. Sveitin hefur gefið út nokkrar breiðskífur og ferðast um heiminn, spilað á Iceland Airwaves, Hróarskelduhátíð- inni og hitað upp fyrir listamenn á borð við Damien Rice, Matthew E. White og Ninu Persson. Í lífi Tómasar skipar tónlistin einnig stórt hlutverk og í gegnum tíðina hefur hann skipulagt tónleika, kynnt íslenskar hljóm- sveitir í Svíþjóð og öfugt: erlendar sveitir hérlendis. Tónleika-Tómas er á kreiki þessa dagana og er að vinna í því að koma einum þekktasta djasspíanóleikara Svía hingað til lands. Áður en við förum út í hvernig stendur á því að læknir hringir í tónlistarmenn án þess að þekkja þá og biður þá að halda tónleika – hver er þinn tónlistarlegi bakgrunnur? „Ég lærði á fiðlu sem strákur og er for- eldrum mínum þakklátur fyrir að hafa hvatt mig til þess þrátt fyrir að ég hafi nú ekki verið meiri maður en svo að ég skammaðist mín fyrir að spila á hana gagnvart félögum mínum. Á þeim tíma var ég bara ekki þroskaðri en þetta og tók stríðnina sem þessu fylgdi nærri mér. Í dag held ég að krakkar sem eru flinkir í tónlist sjái möguleikana, að það er til dæmis hægt að fara út í popptónlist, stofna hljóm- sveitir og gera það sem mann dreymir um. Ég hætti í fiðlunáminu um 16 ára gamall og ég segi það ennþá, bæði í gríni og ekki, að það hjálpaði ekki að ég var skammaður fyrir að æfa mig ekki jafnvel og nemandinn sem var á undan mér í tíma, hún Sigrún,“ en sá nemandi var Sigrún Eðvaldsdóttir. „Þetta var óskaplega óhagstætt fyrir mig og óheppni að vera þarna beint á eftir henni. Þetta latti mig nú frekar en hitt!“ Þess má geta að íþróttir tóku þarna yfir en Tómas unir sér ekki á jafnsléttu nema vera í sundi eða á hlaupum eða í skvassi – hann er jú formaður Skvasssambands Ís- lands og var í landsliðinu. Við reynum að koma að því síðar. En tónlistin fylgir þér samt áfram? „Já, hún er stór hluti af lífi mínu, bæði er ég alltaf með tónlist í gangi, á skurðstofunni, jafnt heima og yfir pappírsvinnu, hvar og hvenær sem er og svo hef ég undanfarin ár komið að því að skipuleggja ýmsa tónleika. Þegar ég var í sérnámi í Lundi í Svíþjóð uppgötvaði ég djassinn. Þar er mikil hefð fyrir þeirri tónlist, einn þekktasta djassklúbb Norðurlanda er þar að finna, og fremstu djassgeggjarar heims hafa komið þangað til að spila. Svo var ég svo heppinn að besti vin- ur minn í Svíþjóð hafði persónuleg tengsl við marga þekktustu djassista Svíþjóðar í gegn- um plötuverslun sem hann rak og ég kynnt- ist þeim örlítið í gegnum hann. Á þessum árum var Sigur Rós að byrja og Múm og ég heillaðist af þeim, sá um að smala fólki á tónleika með þeim sveitum þeg- ar þær spiluðu í Lundi og Malmö. Og svo kynntist ég tónlist Jagúar í gegnum dóttur mína sem var þá að hlusta á þá. Ég var svo heillaður af því sem var að gerast í tónlist- arsenunni á Íslandi, og verandi sá sem ég er: að vilja breiða út fagnaðarboðskapinn, fór ég að kynna íslenska tónlist fyrir fólki í kring- um mig sem hafði jafnvel ekkert verið að hlusta mikið á tónlist. Ég dró það með mér á tónleika og skipulagði forpartí á undan til að búa til stemningu og þetta vatt upp á sig. Á endanum ákvað ég að hringja í Samúel J. Samúelsson, forsprakka Jagúar, og spyrja hvort þeir vildu ekki koma til Svíþjóðar og halda tónleika.“ Tómas þekkti hvorki haus né sporð á þeim persónulega og viðurkennir að þeir hafi kannski orðið svolítið hissa þegar hann kynnti sig sem Tómas, lækni í Lundi sem hefði mikinn áhuga á músík. Jagúar kom út til Svíþjóðar og Tómas leigði sendiferðabíl og keyrði með hljómsveit- ina um Svíþjóð þar sem þeir héldu meðal annars útitónleika í Lundi og í Malmö og síð- an hefur þeim félögum í Jagúar og Tómasi verið vel til vina. Á döfinni að flytja inn djasspíanista Þetta hefur líka virkað í öfuga átt. Tómas hefur tekið með sér tónlistarmenn og hljóm- sveit að utan. Fyrir rúmum áratug flutti hann til landsins surferbandið Langhorns og skipulagði tónleika með þeim á Nasa ásamt Trabant. Þannig fékk hann forsvarsmenn staðarins til að halda tónleika með hljómsveit sem Íslendingar könnuðust ekkert við, með því að fá eitt heitasta band Íslands á þeim tíma til að vera með. Tómas skýtur því inn í að Ragnar Kjart- ansson, fyrrum söngvari Trabant, sé í miklu eftirlæti hjá sér, bæði sem tónlistarmaður og svo í því sem hann fór að gera síðar í mynd- listinni. Eftir að Tómas flutti heim eftir nám, bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð, ákvað hann að nýta tengsl sín við djassinn í Svíþjóð og hélt áfram að rífa upp símann og biðja tónlist- armenn að koma til Íslands sem og að sannfæra tón- leikahaldara hér heima að það væri góð hugmynd. Hann hefur farið ýmsar leið- ir til að koma slíkum áform- um í verk því sú vinna við tónleikahald er ólaunuð sem hann segir allt í lagi meðan það sé gerlegt, það sé ánægjunnar virði. „Einu sinni sótti ég um styrk til Nordisk Kulturfond, hafði svipaðan hátt á og þeg- ar ég sæki um styrki til lækningarannsókna. Ég fékk styrkinn, ágætisstyrk, og notaði hann til að fara með danska djass- bandið Hot and Spicy í tónleikaferðalag um öll Norðurlöndin og Grænland.“ Tómas hefur fengið nokkra af þekktustu djasspíanista Svíþjóðar hingað til lands. And- ers Widmark kom á Listahátíð í Reykjavík árið 2006. Nokkrum árum síðar kom Esbjörn Svensson til landsins og spilaði fyrir til- stuðlan Tómasar. Svensson lést í köfunar- slysi aðeins ári eftir þá tónleika en þá höfðu þeir Tómas verið að skipuleggja fleiri tón- leika hér á landi. Morgunblaðið/Kristinn * Konan mínhefur stund-um sagt við mig að ég verði að muna að ég hafi ekkert endilega verið kosinn maður ársins á Grenimel 41. Fjölskyldan; Tryggvi Tómasson, nemi í lyfjafræði, Tómas sjálfur og eiginkona hans, Dagný Heiðdal listfræðingur, og Guðbjörg Tómasdóttir, tónlistarmaður og grafískur hönnuður. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.