Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 33
Morgunblaðið/Eggert Allir hjálpast að í hádegis- verðarboðinu á Álftanesi. 1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Fyrir 3-4 1 dós soðnar/niðursoðnar kjúklingabaunir 1-2 stór hvítlauksrif 2 msk. tahini (sesammauk) 1,5 msk. sítrónusafi 1 tsk. tamari-sósa smá klípa cayenne-pipar eða paprikukrydd 1⁄4 tsk, broddkúmen (cumin) 20 ml vatn eða sojamjólk 40 ml ólífuolía salt (Himalaya- eða sjáv- arsalt) eftir smekk svartur pipar eftir smekk Hellið öllu vatni af kjúklingabaun- unum og setjið þær í mat- vinnsluvél. Maukið í um 10 sek- úndur. Afhýðið hvítlaukinn, saxið hann smátt/pressið hann og bætið hon- um út í ásamt tahini, sítrónusafa, tamari-sósu, cayenne-pipar og cumin. Maukið allt saman í um 30 sekúndur eða skemur ef þið viljið grófari áferð. Kryddið með meiri tamari-sósu og svörtum pipar. Einnig má bæta aðeins við af tah- ini ef þið viljið meira bragð af því. Á meðan vélin vinnur skuluð þið hella ólífuolíunni út í hummus- inn í mjórri en stöðugri bunu. Ef þið viljið hummusinn þynnri má bæta vatni eða sojamjólk út í. Berið fram í skál og dreifið smá klípu af cayenne-pipar yfir. Einnig er gott að setja 1 tsk. af ólífuolíu yfir hummusinn ásamt kjúklinga- baunum og kóríander ef þið viljið. Hummus Sigrún var undir áhrifum frá öllum þeim Miðjarðarhafs- og Mið-Austurlanda- veitingastöðum sem þau hjónin hafa heimsótt hvað mest í London, eins og Yalla Yalla, Gallipoli, Souk og fleiri sem allir bjóða upp á frábær- an hummus. Hann er án mjólkur, glúteins, eggja og hneta, og hann er vegan. Maukið er bæði gott með brauði sem og með pasta. 3-4 rauðar paprikur 60 g valhnetur 30 g pistasíuhnetur, skurn- lausar og ósaltaðar 40 g furuhnetur 1 speltbrauðsneið (mjólk- urlaus, án fræja og vegan) 1-2 hvítlauksrif 1 msk. sítrónusafi 1-2 tsk. granateplamólassi (má sleppa og nota meira af stevíu eða hlynsírópi í staðinn og bæta við 1 tsk. sítrónusafa). ½ tsk. salt (Himalaya- eða sjávarsalt) 1 tsk. broddkúmen (kummin) 10 g jalapenó (niðursoðið) eða 1 rautt chilialdin 1 msk. valhnetu- eða jómfrú- arólífuolía. Skerið paprikurnar í 4 sneiðar langsum og fræhreinsið þær. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Leggið paprikurnar á plötuna og látið hýðishliðina snúa niður. Grill- ið við 200°C í 40-50 mínútur eða þar til paprikurnar eru orðnar mjög dökkar/svartar að ofan. Látið paprikurnar kólna í ofninum og ríf- ið hýðið af þeim (gott er að nota lítinn hníf og hægt er að grilla papr- ikurnar deginum áður til að flýta fyrir). Setjið paprikurnar til hliðar en fleygið hýðinu. Afhýðið hvít- laukinn og skerið í nokkra bita. Hitið pönnu á háum hita og rist- ið allar hneturnar í 6-7 mínútur eða þar til þær fara að ilma. Hristið pönnuna af og til svo að hneturnar ristist jafnt. Setjið hneturnar og brauðsneiðina í matvinnsluvél og blandið í um 10 sekúndur eða þar til hneturnar eru nokkuð smátt saxaðar. Ekki taka þær úr skálinni. Bætið paprikunum út í ásamt hvít- lauk, sítrónusafa, granateplamó- lassa, olíu, salti, broddkúmeni og jalapenó. Blandið í um 10 sekúndur eða þar til allt hefur blandast vel saman og er aðeins maukað. Berið fram með ristuðu pítu- brauði, hrískexi eða öðru sem ykk- ur finnst gott að dýfa í svona mauk. Geymist í kæliskáp í allt að 2 vikur en einnig má frysta maukið. Líbanskt hnetu- og paprikumauk Maukið er vegan, mjólk- urlaust og án eggja. Gerir 1 brauð 500 g rúgmjöl 2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt (Himalaya- eða sjávarsalt) 4 tsk. xanthan-gúmmí 500 ml sojamjólk eða önnur mjólk 2 msk. kókosolía 2 tsk. mólassi 4 msk. sólblómafræ Sigtið saman rúgmjöl, matarsóda, salt og xanthan- gúmmí í stóra skál. Hitið sojamjólk, kókosolíu og mó- lassa í litlum potti yfir vægasta hita, rétt til að losa mó- lassann og leyfa honum að blandast hinum vökvanum. Hellið vökvanum saman við þurrefnin og hrærið vel. Deigið ætti að vera eins og loftkenndur leir og á alls ekki að vera of blautt. Klæðið bökunarform með bök- unarpappír. Smyrjið deiginu vel ofan í formið og gætið þess að það fari vel út í öll horn. Skerið rauf eftir endi- löngu brauðinu, um 1 cm að dýpt. Dreifið sólblóma- fræjunum yfir brauðið. Bakið við 200°C í um 45-50 mínútur. Látið brauðið standa í um 30 mínútur á vír- grind áður en þið skerið það í sneiðar. Rúgmjölsbrauð með sólblómafræjum Rúgmjölsbrauðið er vegan, án eggja og hneta og mjólkurlaust. Rúgmjöl er unnið úr öllu rúgkorninu og er ríkt af trefjum, mangan, fosfór og kopar. Passar vel með fiski, grænmeti og kjöti. Gerir um 500 g. 1 laukur 1 hvítlauksrif 50 g þurrkaðar apríkósur 3 perur, ekki of þroskaðar 1 tsk. kókosolía 1 tsk. broddkúmen (kummin) ½ tsk. negull ½ tsk. kanill 1 tsk. kóríanderfræ 80 ml rauðvínsedik 50 g kókossykur eða rapadura- hrásykur ½ tsk. salt (Himalaya- eða sjáv- arsalt) Afhýðið og saxið lauk og hvítlauk smátt. Saxið apríkósur smátt. Setjið til hliðar. Afhýðið perurnar, kjarn- hreinsið þær og saxið fremur smátt. Setjið til hliðar. Hitið kókosolíu í potti og léttsteikið laukinn í um 7 mínútur. Bætið hvítlauknum svo út í og léttsteikið í 3 mínútur til við- bótar. Bætið apríkósum, perum, broddkúmeni, negul, kanil, kórían- derfræjum, rauðvínsediki, kók- ossykri og salti í pottinn. Látið malla í um 45 mínútur eða þar til vökvinn Peru- og apríkósumauk hefur minnkað töluvert og maukið er orðið þykkt, með stórum bitum í. Hrærið í maukinu öðru hvoru. Berið fram eða setjið strax í sótt- hreinsaðar krukkur. Maukið geymist í um viku í kæliskáp en einnig má frysta það. Þetta mauk er vegan, glútenlaust, mjólkurlaust, án eggja og án hneta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.