Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 59
Georges Simenon er ekki Frakki frekar en Joël Dicker, hann er Belgi. Hann skrifaði þó á frönsku og er þekktastur fyrir skáldsögur sínar um franska lög- regluforingjann Jules Maigret, en af þeim ríflega 200 bókum sem Simenon sendi frá sér voru 75 um Maigret og foringinn birtist líka í 28 smásögum. Fyrsta Maigret-bókin, Pietr-le-Letton, kom út 1931, en sú síðasta, Maigret et Monsieur Charles 1972. Á íslensku hafa komið út sex Maigret-sögur eftir Simenon, síðast kom Í helgreipum ef- ans 1974, en einnig kom út bókin Bræðurnir Rico: saga frá amerísku maf- íu-samtökunum 1970. Belgísk-franskur lögregluforingi 1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Fornleifafræðingurinn Fré- dérique Audoin-Rouzeau tók sér listamannsnafnið Fred Vargas og er margverðlaunuð fyrir bækur sínar og með helstu glæpasagnahöfundum Evrópu. Þrjár bækur hennar hafa verið gefnar út á ís- lensku. Kallarinn kom út 2005 og Varúlfurinn 2007, en Bjartur gaf þær báðar út að nýju 2010 og líka þriðju bók- ina, Þríforkinn. Vargas, sem er sérfræð- ingur í svarta dauða, hóf að skrifa glæpasögur sér til skemmtunar. Bækur Vargas sem komið hafa út á íslensku eru allar um lögregluforingj- ann Jean-Baptiste Adams- berg. Fred Vargas og Adamsberg Það er mikið um að vera í bókmenntaborginni Reykja- vík, bókamarkaður í Laugardalnum og svo verður bók- menntahátíð í Hörpu í tengslum við Matarmarkað Búrsins sem haldinn verður nú um helgina. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Penninn Ey- mundsson skipulögðu bókmenntahátíðina í tengslum við matarmarkaðinn og átta rithöfundar munu lesa úr verkum sínum og ræða þau við Egil Helgason. Upp lesa Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðs- son, sem eru handhafar Íslensku bókmenntaverð- launanna árið 2014 í flokki barna- og ungmennabóka og fagurbókmennta, Sigurður Pálsson, Gerður Kristný, Elías Knörr Gerður Kristný Valgerður Þóroddsdóttir Sigurður Pálsson Björk Þorgrímsdóttir Bryndís Björgvinsdóttir Yrsa Sigurðardóttir Yrsa Sigurðardóttir, Björk Þorgrímsdóttir, Elías Knörr og Valgerður Þóroddsdóttir. Bókmenntadagskráin verður í salnum Vísu, sem er fyrirlestrasalur á fyrstu hæð. Dagskráin er svohljóðandi: Í dag, laugardag, kl. 13.00 lesa Valgerður Þóroddsdóttir, Björk Þorgrímsdóttir og Elías Knörr úr verkum sínum og ræða um forlagið Meðgönguljóð. Kl. 14.00 les Andri Snær Magnason og Gerður Kristný kl. 14.30. Á sunnudag les Ófeigur Sigurðsson kl. 13.00, Yrsa Sigurðardóttir kl. 13.30, Bryndís Björgvinsdóttir kl. 14.00 og Sigurður Pálsson kl. 14.30. BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í BÓKMENNTABORG Ófeigur Sigurðsson, Forlagið hefur gefið út skáldsög- una Ævintýri eftir danska rithöf- undinn Jonas T. Bengtsson. Bók- in segir frá dreng sem veit ekki hvað hann heitir en notar nafnið Peter. Hann er í felum með föð- ur sínum sem fæst við sitthvað misjafnt – kennir drengnum ým- is gagnleg fræði og þar á meðal að stela og ljúga til að bjarga sér. Sagan er þroskasaga, hefst á níunda áratugnum og stekkur síðan fram á miðjan tíunda ára- tuginn þegar pilturinn „Peter“ er orðinn unglingur og smám saman kemur í ljós hvers vegna þeir feðgar lifðu á jaðri sam- félagsins þegar veruleikinn tekur við af ævintýrunum sem faðirinn notaði til að skemmta piltinum og sætta hann við lífið. ÆVINTÝRI OG VERULEIKI Höfundur metsölubókarinnar Sannleikurinn um mál Harrys Quebert, Joël Dicker, er reyndar ekki Frakki, hann er Svisslendingur, en bókin var skrifuð á frönsku og kom út samtímis í Sviss og Frakklandi fyrir þremur árum. Hún sló og í gegn í Frakklandi, seldist þar í yfir milljón eintaka og hlaut fjölda verðlauna. Í kjölfarið var bókin svo gefin út víða um heim, meðal annars hér á landi í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Bókin segir frá ungum rit- höfundi, Marcus Goldman, sem sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni en er nú í leit að innblæstri fyrir næstu sögu. Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Framúrskar- andi franskir reyfarar CRIMINALITÉ FRANÇAIS FRANSKUR REYFARI, ALEX, EFTIR PIERRE LEMA- ITRE, ER SÖLUHÆSTA BÓKIN Í EYMUNDSSON UM ÞESSAR MUNDIR, EINS OG SJÁ MÁ Á METSÖLU- LISTANUM HÉR TIL HLIÐAR. FLEIRI FRANSKIR REYFARAR HAFA NOTIÐ HYLLI HÉR Í GEGNUM ÁRIN, ÞÓTT ÞEIR SÉU KANNSKI EKKI ALLIR FRANSKIR OG SUMIR KANNSKI EKKI REYFARAR. Skáldsagan Litla stúlkan og sígar- ettan eftir Frakkann Benoît Du- teurtre, sem kom út á íslensku fyrir fimm árum, er ekki dæmigerð glæpasaga. Bókin segir frá miðaldra karlmanni sem sakaður er um kyn- ferðislega áreitni. Það er þó ekki eini glæpurinn sem hann er sekur um, heldur sefur hann fram eftir, reykir í laumi, borðar góðan mat og vill fá að vera í friði. Óvenjulegur glæpamaður BÓKSALA 18.-24. FEBRÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AlexPierre Lemaitre 2 AfturganganJo Nesbø 3 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 4 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 5 Hreint mataræðiDr.Alejandro Junger 6 Risasyrpa - SjóræningjarWalt Disney 7 Etta og Otto og Russel og JamesEmma Hooper 8 Kuggur 13 TölvuskrímsliðSigrún Eldjárn 9 Heimsmetabók Skúla skelfisFrancesca Simon 10 Aftur á kreikTimurVermes Íslenskar kiljur 1 AlexPierre Lemaitre 2 AfturganganJo Nesbø 3 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 4 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 5 Etta og Otto og Russel og JamesEmma Hooper 6 Aftur á kreikTimurVermes 7 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 8 Bonita AvenuePeter Buwalda 9 Fimmtíu dekkri skuggarE. L. James 10 VilltCheryl Strayed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.