Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 22
Heilsa og hreyfing Réttingar við tölvuna *Kyrrseta hefur margvísleg neikvæð áhrif á lík-amann, ekki síst á líkamsstöðu okkar. Eftir lang-an tíma við tölvu slappast vöðvarnir sem sjá umað halda líkamanum réttum. Gott er að teygjahendurnar reglulega upp fyrir höfuð og hreyfaaxlir inn á milli þegar setið er við tölvu til aðauka blóðflæði til vöðvanna. Besta ráðið til að sporna við neikvæðum áhrifum kyrrsetu er þó auðvitað að sitja ekki lengi kyrr. H rós er góð leið til að tengjast öðru fólki, það byggir upp heilbrigð samskipti og kalla fram bros og gleði. Árið 2003 tók sig saman hópur fólks í Hollandi og ákvað að fara af stað með hrósdaginn sem ákveðið var að skyldi vera 1. mars ár hvert. Þann dag ætti fólk að leggja sig fram um að hrósa hvað öðru, hvort sem er með orðum, skilaboðum eða bara að brosa meira þann dag. Hugmyndafræðin á bak við daginn byggist á því að búa til dag sem hefur það eitt að markmiði að gleðja og láta fólki líða vel. Enginn á að hagnast á deginum, ólíkt mörgum öðrum dögum sem orðnir eru markaðs- væddir líkt og Valentínusardagur, konudagur, bónda- dagur og fleiri. Árið 2011 breiddist átakið um hrós- daginn til Belgíu og Noregs og fyrir tveimur árum var ákveðið að dagurinn skyldi verða að alþjóðlegum degi –Alþjóðlega hrósdeginum eða World Compliment Day eins og hann heitir á ensku. „Á Alþjóðlega hrósdeginum erum við einfaldlega að horfa til þeirrar grunnþarfar mannfólksins að hljóta viðurkenningu. Enginn græðir á þessu í peningum en allir græða tilfinningalega. Þar liggur krafturinn í deginum,“ segir um daginn á vefnum www.world- complimentday.com. Sunnudagurinn 1. mars er ábyggilega ekki verri en hver annar til að nýta í að minna annað fólk á að það skiptir máli. Aðstandendur hrósdagsins leggja til að það sé gert með orðum frekar en gjöfum. Einlægt hrós kostar jú ekkert en getur skilað sér margfalt í andlegu ríkidæmi hjá þeim sem við því tekur … og án vafa í stórbættri geðheilsu beggja. eyrun@mbl.is Upplýsingar um tilurð hrósdagsins má finna á vefnum www.world- complimentday.com en dagurinn er einnig með athvarf á samfélags- miðlunum Facebook og Twitter. Morgunblaðið/Eggert 1. MARS ER ALÞJÓÐLEGUR HRÓSDAGUR Ætlarðu að hrósa einhverj- um í dag? HINN 1. MARS ÁR HVERT ER HALDIÐ UPP Á ALÞJÓÐLEGAN HRÓSDAG – WORLD COMPLIMENT DAY – EN ÁTAKIÐ HÓFST FYRIR MEIRA EN ÁRATUG Í HOLLANDI. N ærri eitt af hverjum fimm 5 ára börnum í bænum Seinäjoki í Finnlandi var talið í mikilli yf- irþyngd þegar heilsufar var kannað þar fyrir sex árum. Nú hefur sá ár- angur náðst að aðeins eitt af hverjum tíu 5 ára börnum er talið vera í yfirþyngd. Eins og greint er frá í frétt um árangurinn hjá finnska sveitarfélaginu á vef Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar þá náðist hann ekki á einni nóttu. Samstillt átak ýmissa stofnana þurfti til. Heilsugæsla staðarins vann náið með leik- skólum, skólum og skipulagsyfirvöldum á svæðinu til að allir þættir er varða daglegt líf og starf barnanna væru teknir með í reikn- inginn. Ákveðið var að leitast við bæði að gera allt sem hægt væri til að auka hreyf- ingu og bæta næringu í daglegu lífi barnanna. # Skipulagsyfirvöld staðarins bættu leik- svæði barnanna í þeim tilgangi að gera þau þannig úr garði að þau hvetji til hreyfingar. #Aukið var við fræðslu til mötuneyta skóla og leikskóla um næringarinnihald og mark- visst dregið úr sykri á öllum stöðum. #Heilsugæslan tók upp árlega heilsufars- skoðun fyrir börn þar sem foreldrar fá einnig fræðslu um næringu. Reyndar hafa Finnar gengið lengra en aðrar þjóðir í því að samþætta heilsugæslu við aðrar stofnanir sveitarfélaga. Þannig hef- ur sveitarfélögum verið gert kleift að ráða fleira heilbrigðisstarfsfólk sem starfar beint með skólum, leikskólum og veitir ráðgjöf um næringu og heilbrigðan lífsstíl til foreldra og barna. Að sögn Oili Ylihärsila, sem hefur haft um- sjón með heilsueflingunni í Seinäjoki, er mik- ilvægt að fá foreldrana með. Góð næring í skólamötuneytum og hreyfing barna á skóla- tíma og í frístundum sé vissulega mikilvæg, en þátttaka foreldra og fræðsla til þeirra um næringu og hreyfingu sé þó algjört lykilatriði eigi að sporna við alvarlegum heilsufars- vandamálum sem stafað geta af ofþyngd barna. Samvinna heimila og allra sem koma að vinnu með börnum sé nauðsynleg til að árangur náist. Finnskum skólum er skylt að bjóða upp á fríar máltíðir í skólum, en fram til þessa hef- ur skort upp á að næringarinnihald sé nægi- lega gott. Með því að fá heilbrigðisstarfsfólk sem er sérhæft á sviði næringar inn í skólana vonast Finnar til að breyta þessu og færa skólabörnum hollari mat. Árangur náðst gegn offitu barna í Finnlandi Ofþyngd barna á skóla- og leikskólaaldri er áhyggjuefni í Finnlandi líkt og víðar í hinum vestræna heimi. Samstarf heilsugæslu, skóla, leikskóla og heimila hefur gefist vel þar í landi til að sporna við vandanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.