Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Þjóðin verkar líka vel á Caitlin. „Íslendingar eru sjálfstæðir og sjálfum sér samkvæmir og það kann ég að meta. Björk er mjög gott dæmi. Mín upplifun er sú að Íslendingar séu gestrisið, opið og hlýtt fólk og svo tala allir ensku sem kemur sér vel fyrir okkur Banda- ríkjamenn. Það eru hins vegar alltof margir stafir í götuheitunum.“ Þau hlæja. Erlingur festi nýlega kaup á eintaki af Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness og færði eiginkonu sinni með þeim orðum að þessa bók yrði hún að lesa til að skilja Íslendinga. „Ég hef nýlokið við lesturinn og lærði heilmargt um land og þjóð. Ég hef hins vegar ekki rekist ennþá á neinn sem jafn úrill- ur og þrjóskur og Bjartur í Sumarhúsum.“ Cailtin gerir fastlega ráð fyrir því að búa á Íslandi í framtíðinni, alltént í einhvern tíma. Erlingur verður að lík- indum áfram í sendiráðinu í Washington í tvö ár til við- bótar en sjaldgæft er að starfsmenn utanríkisþjónust- unnar séu lengur en fimm ár á sama stað. „Verði ég áfram í utanríkisþjónustunni er klárt mál að ég verð kallaður heim á ein- hverjum tímapunkti,“ segir hann. „Þá gefst mér tækifæri til að læra ís- lensku,“ segir Caitlin. „Núna kann ég bara örfá orð.“ Erlingur segir þetta vitaskuld virka í hina áttina. Fái Caitlin spennandi starf annars staðar, til dæmis á vesturströnd Bandaríkj- anna, kæmi vel til greina að hann fylgdi henni þangað. „Í þessu sambandi búum við að því að hafa bæði flust til reglulega í starfi og höfum fyrir vikið skilning á aðstæðum hvors annars. Sem diplómat getur maður ekki planað langt fram í tímann.“ Í Afganistan á sama tíma Að loknu háskólanámi starfaði Erlingur um þriggja ára skeið í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík en gekk til liðs við utanríkisþjón- ustuna fyrir áratug. Árið 2009 fór hann til Kabúl á vegum friðargæslunnar í sex mánuði og að þeim tíma loknum réð hann sig til Sameinuðu þjóðanna og sinnti áfram verk- efnum í Afganistan næstu tvö árin. „Það er svo merkilegt að Caitlin var í Afganistan á sama tíma. Við hittumst þó aldrei þar.“ Caitlin tekur upp þráðinn: „Ég var tals- maður bandaríska sendiráðsins í Kabúl 2009–11 og við Erlingur þekkjum sama fólk- ið í Afganistan. Samt lágu leiðir okkar aldrei saman í Kabúl. Það myndi ég muna, hann er svo hávaxinn.“ Hún brosir. „Ég er sannfærð um að þessi sameiginlega reynsla hjálpaði okkur að skilja hvort annað strax í upphafi. Hafandi verið á stað eins og Afganistan sjálfur, á maður auðveldara með að skilja hvers vegna aðrir myndu vilja vera þar líka.“ Erlingur kinkar kolli. „Caitlin var líka í Írak. Var meðal fyrstu óbreyttu borgaranna sem fóru þangað 2003. Það þótti mér mjög spennandi. Varð eiginlega svolítið afbrýði- samur.“ Þau gangast bæði við því að vera æv- intýragjörn. „Fyrir mér er þetta 30% æv- intýragirni og 70% áhugi á heimsmálum og stórviðburðum. Ég lærði hernaðarsögu í skóla og langaði alltaf að reyna hana á eigin skinni. Það gerði ég í Afganistan, bað Sam- einuðu þjóðirnar beinlínis að senda mig á hættulegustu svæði landsins til að öðlast betri skilning á átökunum.“ Sama á við um Caitlin. „Mér fannst ekki nóg að sitja við skrifborð í Washington og lesa um átökin í Írak og Afganistan. Mig langaði að fara á vettvang, skynja andrúms- loftið og tala við fólkið í þessum stríðshrjáðu löndum. Það var mikil lífsreynsla.“ Gæsahúð í hvert skipti Caitlin var talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í hálft annað ár og aðstoð- artalsmaður í tvö ár þar á undan. Banda- ríkjaforseti er formaður ráðsins en varafor- setinn, utanríkis- og varnarmálaráðherrann eiga einnig eiga aðild að því ásamt æðsta yf- irmanni hersins og fleirum. Hlutverk ráðsins er að taka afstöðu til brýnustu varnar- og utanríkismála hverju sinni. Það var Harry S Truman sem setti ráðið á laggirnar í forseta- tíð sinni 1947. „Þetta var ótrúlegur tími og mikil forrétt- indi fyrir mig að fá tækifæri til að gegna þessu starfi. Ég fékk gæsahúð í hvert skipti sem ég gekk inn um hlið Hvíta hússins. Þetta er mjög erilsamt starf og langtímum saman var ég hlekkjuð við skrifborðið mitt, ef svo má að orði komast. Og þegar ég var heima var ég í símanum, að fást við atburði í Íran, Sómal- íu eða annars staðar. Erling- ur sýndi þessu alveg ótrúleg- an skilning. Við höfðum lítinn sem engan tíma fyrir okkur,“ segir hún. Hann staðfestir þetta. „Þegar ég vaknaði var hún venjulega komin í símann og þegar ég sofnaði var hún ennþá í símanum. Stundum vaknaði ég um miðja nótt og þá stóð hún álengdar – í símanum. Þá hugs- aði ég með mér að nú hefði eitthvað alvar- legt gerst! Hafandi sagt það þá var sjálfsagt mál að hún fengi sitt svigrúm. Það er ábyrgðarstarf að vera talsmaður stórveldis og sjálfur hefði ég ekkert á móti því að gegna slíku starfi.“ Alltaf til taks Caitlin segir málið í raun einfalt, talsmaður þjóðaröryggisráðsins þurfi alltaf að vera til taks. Mál geti komið upp að degi sem nóttu og eðli nútímafjölmiðlunar samkvæmt þoli upplýsingagjöfin enga bið. Það eigi ekki síst við um Washington, þar sem allir vilji vera fyrstir með fréttina, fyrstir með „tístið“. „Það þýðir að talsmaður þjóðaröryggisráðs- ins þarf alltaf að vera viðbúinn, þegar mál koma upp er ekki boðlegt að ekki sé hægt að ná í Hvíta húsið eða það hafi ekkert fram að færa.“ Og ekki dugar að segja hvað sem er. „Ég þurfti að vinna mjög hratt, setja mig á auga- bragði inn í mál sem ég þekkti jafnvel ekki neitt og tjá mig um þau við fjölmiðla. Allt sem kemur frá Hvíta húsinu er skoðað í mjög gagnrýnu ljósi þannig að hver einasta setning sem ég lét hafa eftir mér þurfti að standast skoðun. Þetta var mikil pressa.“ Ekki dró það úr pressunni að tíminn sem Caitlin var aðaltalsmaður þjóðaröryggisráðs- ins var mjög viðburðaríkur, líkt og Erlingur bendir á. „Sýrland fuðraði upp, Rússar réð- ust inn í Úkraínu og Snowden stakk af með öll leyniskjölin. Þegar það mál kom upp varð okkur tveimur raunar ekki um sel, því eitt af því fyrsta sem Snowden sagði í viðtalinu í Hong Kong var að hann vildi fara til Íslands. Á því augnabliki horfðumst við í augu og hugsuðum með okkur: Þetta er ekki gott!“ Caitlin tekur upp þráðinn. „Ég horfði spurnaraugum á Erling. Myndi Ísland taka við honum? Í öllum bænum segðu mér að svo sé ekki! Samband Bandaríkjanna og Ís- lands hefur alltaf verið mjög gott, okkur hef- ur varla greint á um nokkurn skapaðan hlut, fyrir utan hvalveiðar, þetta hefði því mögu- lega getað orðið erfitt. Til allrar hamingju fór Snowden annað.“ Ekkert vandamál of smátt Spurð hvað ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna mest nú um stundir segir Caitlin það vera margt. „Loftslagsbreytingar, hryðjuverk, netöryggi er stórmál um þessar mundir, mannréttindamál verða áfram ofarlega á baugi, smitsjúkdómar og margt fleira. Þetta snýst ekki heldur bara um Bandaríkin. Það eru vandamál út um allan heim sem alþjóða- samfélagið gerir ráð fyrir að Bandaríkin stígi inn í, hvort sem þau tengjast okkur með beinum hætti eður ei. Frá bæjardyrum bandarískra stjórnvalda er ekkert vandamál * „Maðurinner þanniggerður að hann á alla jafna vont með að einbeita sér að ógn sem stigmagnast í rólegheitunum, svo sem lofts- lagbreytingum.“Geir H. Haarde, fyrrverandi for-sætisráðherra, tók við embættisendiherra Íslands í Washington um áramótin og samstarfið við hann leggst vel í Erling. „Það er mjög gott að vinna með Geir. Hann er auðvitað mjög hæfur maður, kraftmikill og áhugasamur. Hann er bæði fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra og kemur til með að verða verðugur fulltrúi lands og þjóðar á erlendri grundu.“ Hann segir mörg brýn verkefni bíða starfsliðs sendiráðsins og tækifærin séu óþrjótandi. „Áhugi Bandaríkjamanna á Ís- landi hefur aldrei verið meiri, alla vega ekki lengi. Varnarsamstarf þjóðanna er ennþá traust og engin þjóð fjárfestir meira á Íslandi en Bandaríkin. Þá vekur íslensk menning stöðugt meiri áhuga vestra, nú styttist til dæmis í opnun á risasýningu Bjarkar í MoMA í New York, og íslenskar hljómsveitir ferðast reglulega um landið. Sendiráðið reynir að vera þessu fólki innan handar eftir þörfum, nema auðvitað Björk, hún þarf ekkert á okkur að halda lengur.“ Hann brosir. Allir til Íslands! Caitlin tekur undir það að áhugi almenn- ings í Bandaríkjunum á Íslandi sé stöðugt að aukast. „Fyrir tíu til fimmtán árum þekkti ég engan sem hafði komið til Ís- lands. Í dag er ég alltaf að heyra í eða af fólki sem er á leiðinni hingað. Þetta hefur breyst mikið á skömmum tíma. Ég er ekki hissa að tekjur af ferðamönnum séu að snaraukast hérna.“ Erlingur upplifir þetta eins. „Þegar ég var í háskólanámi í Boston á tíunda ára- tugnum vissi fólk upp til hópa ekkert um Ísland. Aðeins að Ísland væri grænt og Grænland ísilagt. Nú er ég alltaf að rekast á fólk sem veit eitt og annað um landið og reynir jafnvel að bera fram orðið Eyja- fjallajökull – með hroðalegum árangri. Jörðin er með öðrum orðum frjó og það er mjög gaman að kynna Ísland fyrir Band- ríkjamönnum, hvort sem það er á fundum, söfnum eða á samskiptamiðlum. Við erum mjög lánsöm að koma frá landi sem er svona einstakt, fallegt og áhugavert.“ Að sögn Erlings vinnur íslenska sendi- ráðið náið með sendiráðum hinna Norður- landanna að ýmsum málum í Washington og þrátt fyrir fámennt starfslið, aðeins fjóra, sé það á algjörum jafnréttisgrunni. Ísland hafi sömu vigt og hinar þjóðirnar. Áhugi eykst á norðurslóðum Málefni norðurslóða hafa verið í brenni- depli um skeið og Erlingur segir Banda- ríkjamenn nýlega vera farna að gefa þeirri umræðu gaum. „Loftslagsbreytingar eru hvergi hraðari og skýrari en á norð- urslóðum. Í apríl taka Bandaríkin við for- mennsku í Norðurskautsráði næstu tvö ár- in sem þýðir að menn þurfa að móta stefnu í þessum málaflokki. Að því hefur verið unnið undanfarið hálft annað ár eða svo, stefnu sem brýnt er að byggja á, líka eftir að Bandaríkin láta af formennsku í ráðinu. Öldunga- og fulltrúadeildarþingmenn frá Alaska eru eðli málsins samkvæmt í fylk- ingarbrjósti í þessari umræðu og við í sendiráðinu höfum verið í mjög góðu sam- starfi við þá, ekki síst Lisu Murkowski öld- ungardeildarþingmann sem hefur margoft komið til Íslands.“ Caitlin viðurkennir að hún hafi ekki kynnt sér málefni norðurslóða náið, önnur mál hafi brunnið heitar á henni undanfarin misseri, en gæti vel hugsað sér það. „Nema hvað, þú gætir átt eftir að búa þar í framtíðinni,“ segir Erlingur hlæjandi. „Það er alveg rétt, það að giftast Íslend- ingi hefur fært mig nær norðurslóðum.“ Íslandsáhugi aldrei verið meiri Reuters Erlingur segir nýjan sendi- herra, Geir H. Haarde, verð- ugan fulltrúa lands og þjóðar. Morgunblaðið/Golli Björk er í hópi íslenskra listamanna sem njóta hylli í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.