Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 45
1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 einnig álpaðist á þennan kattarstíg nýtískunnar fyrir skömmu. Persónuvernd virðist byggja á þeirri túlkun að sé eitthvað ekki beinlínis leyft þá sé það þar með bannað. Það stendur þó hvergi í stjórnarskránni, sem ein gæti skipað fyrir um þvílíka reglu, svo gilt væri. Ef Per- sónuvernd hefur þetta leiðarljós upp í framtíðinni hef- ur hún tryggt sér ærin verkefni. Það er sumt sem mælir með því, að embætti eins og Umboðsmaður Alþingis og Persónuvernd gætu stöku sinnum fremur verið til gagns en hitt. En verði sjálf- hverf athyglisþrá, í bland við óskiljanlega feimni við heilbrigða skynsemi, helsti drifkrafturinn verður gagnsemin sjaldgæf. Hvernig gat þetta gerst? En rétt er að víkja nánar að hinni vænlegu hugmynd um virkt samstarf ríkja í Evrópu, hugmynd sem villt- ist því miður af leið. Um hana er þegar orðinn meiri ófriður í álfunni en um nokkra hugmynd aðra. Þau ill- indi eru mikil undur, því helstu þrýstingsmenn um samrunaþróun ESB halda því helst á lofti, sem rök- semd, að sambandið hafi tryggt frið í Evrópu frá og með stofnun sinni og án þess brysti á stríð. Það er auð- vitað meinloka. En rétt er að spyrja sig hvers vegna sífellt fleiri hafa vara á hugmynd, sem var svo góð í gerðinni. Þegar heilbrigður samstarfsvettvangur var kominn áleiðis var eins og menn misstu sig og þekktu engin vébönd lengur. Allt í einu var þetta samstarfsverkefni komið með forseta, utanríkismálastjóra, þjóðfána, þjóðsöng, sendiráð út um allar jarðir, sameiginlega mynt og seðlabanka, framtíðaráform um sameiginlegan her og farið að setja reglur um stórt og smátt, án þess að nokkur væri spurður. Þessir þættir samandregnir segja að stofnað hafi verið til sambandsríkis, án þess að það hafi verið viður- kennt með sáttmála og án þess að nokkur þjóð, inn- limuð í það, hafi verið um það spurð. Þær lúta sama lögmáli og hernumin þjóð gerir. Það er ekki undur að víða sjóði í fólki þegar það áttar sig. Undrið er hitt, af hverju er ekki löngu soðið upp úr. Réttlætingin En samrunamenn eru að lenda í vandræðum. Þessi gjörð og áform um að stíga enn frekari skref í sömu átt krefjast ríkrar réttlætingar. Það er engin smágjörð að kæfa fullveldi tuga þjóðríkja í lýðræðislausri óhemju, sem stýrt er af andlitslausum skattfrjásum ofurlauna- mönnum í Brussel. Eina burðuga réttlætingin sem þeir hafa fundið er að Evrópusambandið hafi, með einhverjum dularfullum hætti, tryggt frið í Evrópu! Þetta er étið upp, ekki síst á hátíðarstundum, eins og heilög sannindi séu, eins og þau séu fengin úr gömlu helgiriti, sem óviðeigandi sé að efast um. En gallinn er sá, að þetta er blaður, sem ekki er fótur fyrir. Í mörg ár var Evrópu skipt með múr og gaddavír. ESB hafði ekkert með það að gera og því minna með það að gera, að hvort tveggja hvarf. Vestan megin, þar sem ESB hafði sinn vettvang, var fyrir löngu búið að stofna varnarbandalagið NATO. Er lík- legt að stríð hefjist á milli meðlima varnarbandalags með sameiginlega herstjórn? (Landhelgisstríð undan- skilin). Bandaríkin höfðu að auki 100 þúsund hermenn í Evrópu. Jafnvel háspennu fótboltaleikir með þúsund fullar fótboltabullur hefðu ekki komið löndum á ESB- svæðinu í stríð. Falleinkunn „friðarbandalags“ ESB hefur ekki haft neitt með frið í Evrópu að gera. Reyndar vill friður heldur ekki hafa neitt með ESB að gera. Þegar allt fór í bál og brand í ríkjum gömlu Júgó- slavíu, eftir að þeir voru báðir fallnir, múrinn og Tító marskálkur, lá beint við að Evrópuríkin og hið mikla „friðarbandalag“ þeirra gripu í taumana. „Þetta er bakgarðurinn ykkar“ sagði Clinton forseti við Brussel- liðið, þegar honum ofbauð getuleysi þess og hik. Og það mátti það lið auðvitað eiga, að það hélt fleiri neyðarfundi vegna balkanstríðanna en tölu varð á komið. Sjálfsagt hefur eftir atvikum verið fremur frið- samlegt á þessum neyðarfundum. En þeir skiluðu engu. Þegar óhugnaðurinn fór vaxandi og hollenskir frið- argæslumenn höfðu t.d. horft á slátrun á óbreyttum borgurum, án þess að hafast að, töldu Bandaríkin sig nauðug til að taka forystu í málinu. Komið var á friði undir merkjum NATO og sat bréfritari marga lokaða fundi þar sem ákvarðanir þess voru teknar, undir öruggri forystu Bandaríkjanna. ESB kom þar hvergi nærri. Sambandið hafði koðnað undan ábyrgð á fyrstu metrunum og getuleysi þess og skömm blasti við öll- um. Næstu afskipti sambandsins af stríði og friði voru í Úkraínu. Þar var ýtt undir eðlilega fullveldisvon ný- frjálsrar þjóðar og látið líta út eins og þeim hvatn- ingarorðum og stuðningsyfirlýsingum fylgdi annað og meira en fagurgalinn einn. Forystumenn ESB þyrpt- ust til landsins og sátu fyrir á myndum við blómahafið til virðingar við hina föllnu. Það þótti kannanavænlegt heima fyrir. Framhaldið varð hins vegar einkar dapurlegt. Þegar Pútín forseta var misboðið og brást við með sínum hætti, sást undir hælana á leiðtogum ESB. Seinasta dæmið og ekki það besta var þegar þýski kanslarinn flaug til Washington fyrir fáeinum vikum til að koma í veg fyrir áform Obama forseta (sem sæk- ir þó ekki í stórræði) um að senda Úkraínumönnum loksins vopn til að styrkja baráttu þeirra gegn ofurefli liðs. Kanslarinn virtist óttast að „vopnahléið í Minsk“ gæti raskast hæfu Bandaríkin að senda vopn. Merkel fékk sitt fram. En „vopnahléið í Minsk“ er ekki líklegt til að standa jafn lengi og vopnahléið í fótboltastríðinu mikla, sem enn stendur. Það liggur raunar þegar fyrir að vopna- hléið í Minsk stóð skemur en „hlé“ standa að jafnaði á frumsýningum í Þjóðleikhúsinu. Ef það hljómar svo, að haldreipi áhlaups ESB gegn sjálfstæði ríkja álfunnar sé það eitt, að þar fari sam- band, sem tryggt hafi „frið í álfunni“, þá virðist eitt- hvað hafa misfarist illa í þýðingu. Sé nákvæmari þýðing hins vegar sú, að ESB hafi náð að tryggja „frið hjá álfunum“ sem trúa á það, þá er vissulega kominn vísir að viti í fullyrðinguna. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.