Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.3. 2015 Á Háskóladaginn, sem er í dag, laugardag, býður Listvinafélag Hallgrímskirkju í sam- vinnu við tónlistardeild Listaháskólans til tónleika klukkan 16 í kirkjunni. Tónlistarnemar á selló, gítar, flautu, klarin- ett, píanó og orgel koma fram og flytja fjöl- breytta efnisskrá með verkum eftir Bach, Messiaen, Purcell, Saint-Saëns, Jón Nordal, Martial Nardeau og Ian Clarke, auk þess sem Kammerkór Tónlistardeildar LHÍ flytur þrjú lög eftir Poulenc, Byrd og Gesualdo undir stjórn Steinars Loga Helgasonar, nemanda í kirkjutónlistardeild Listaháskólans. Tónleikarnir hafa það markmið að kynna nemendum skólans töfra Klais-orgelsins og ómrými Hallgrímskirkju. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. TÓNLEIKAR Í HALLGRÍMSKIRKJU LISTVINIR OG LHÍ Boðið er til tónleika í Hallgrímskirkju í dag, Há- skóladaginn. Nemendur í LHÍ syngja og leika. Morgunblaðið/Kristinn Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina við leik- ritið. Hann hampar hér Golden globe-styttunni. AFP Útvarpsleikhúsið á Rás 1 flytur á morgun, sunnudag klukkan 13, leikrit Hávars Sigur- jónssonar „Englabörn“. Hávar leikstýrir einnig uppfærslunni, sem er frá árinu 2005, en tónlist er eftir Jóhann Jóhannsson sem flytur hana auk Eþos kvartettsins. Hafnarfjarðarleikhúsið frumflutti „Engla- börn“ árið 2001. Jóhann Jóhannsson frum- samdi tónlist fyrir sýninguna og var það fyrsta tónlistin sem hann samdi fyrir drama- tískt verk. Tónlist Jóhanns er einnig í útvarps- leikgerðinni sem er nú endurflutt meðal ann- ars til að heiðra tónskáldið, sem í ár hefur verið tilnefnt til þrennra alþjóðlegra verð- launa fyrir kvikmyndatónlist. ENGLABÖRN Í ÚTVARPINU HEIÐRA JÓHANN Þórarinn Eldjárn heldur á sunnudag klukkan 15 fyr- irlestur í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar á Laug- arnesi í tengslum við sýninguna „Listamaður á söguslóðum“. Á henni eru teikningar sem hinn snjalli danski myndlistarmaður Johannes Larsen teiknaði á slóðum Íslendingasagna sumrin 1927 og 1930. Erindi Þórarins nefnist „Þarfur arfur og hirðdrápur“. Í tengslum við sýninguna á teikningum Larsens ætlar hann að lesa úr eigin verkum og spjalla um það sem hann og aðrir hafa ort og skrifað út frá íslenskum bókmennta- og sagnaarfi. Meðal annars kem- ur hann inn á og fer með drápur sem hann flutti þjóðhöfðingjum Norðurlanda vegna nýrra þýðinga á Íslendingasögum sem út komu á síðasta ári. LARSEN Í LISTASAFNI LSÓ DRÁPUR SKÁLDS Þórarinn Eldjárn Þrjár íslenskar nýbyggingar voru í hópi þeirra 420 bygginga í Evrópu sem voru til- nefndar til hinna virtu Mies van der Rohe- arkitektúrsamkeppni sem Evrópusambandið veitir verðlaun í annað hvert ár, fyrir athygl- isverðustu bygginguna sem risið hefur í Evr- ópu árin tvö á undan. Tónlistarhúsið Harpa hreppti þau fyrir árið 2013. Hverfisgata 71a, viðbygging hönnuð af Studio Granda við gömul hús við Hverfisgötu, komst síðan í úr- val fjörutíu bygginga. Nú hefur verið tilkynnt að fimm bygg- ingar standi eftir í keppninni og er engin af þeim íslensku þar á meðal. Hins vegar er ís- lenskur arkitekt, Jórunn Ragnarsdóttir, sem er meðeigandi arkitektastofunnar þýsku LedererRagnarsdóttirOei, einn höfunda ný- byggingar listasafnsins í Ravensburg sem er ein bygginganna fimm sem keppa til úrslita. Menningarhús eru áberandi í úrslitunum í ár en þau eru þrjú. Fyrir utan listasafnið í Ravensburg eru það nýja danska Sjóferða- safnið, sem er á Helsingjaeyri, og sannkölluð tónleikahöll Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Szczecin í Póllandi. Hinar byggingarnar eru annars vegar athyglisverð nýbygging á Ant- inori-vínekrunni, sem er skammt frá Flórens á Ítalíu, og hins vegar stúdentamiðstöðin Saw Swee Hock við London School of Economics í Lundúnum. Dómnefnd, sem skipuð er virtum sérfræð- ingum á sviði akitektúrs og skipulags, mun á næstu vikum skoða allar byggingarnar og verður síðan tilkynnt um val þeirra í byrjun maímánaðar. Verðlaunin eru kennd við þýsk- bandaríska arkitektinn Ludwig Mies van der Rohe, sem var einn áhrifamesti arkitekt lið- innar aldar. VALIÐ ÞRENGT Í MIES VAN DER ROHE-KEPPNINNI Fimm byggingar keppa til úrslita JÓRUNN RAGNARSDÓTTIR ER EINN ARKITEKTANNA Á BAK VIÐ NÝBYGGINGU LISTASAFNSINS Í RAVENSBURG. HÚN ER EIN BYGGING- ANNA SEM KEPPA UM VIRTUSTU ARKITEKTAVERÐLAUN EVRÓPU. Listasafnið í Ravensburg í Þýskalandi. Verk arkitektastofunnar LedererRagn- arsdóttirOei, þremenninganna Jórunnar Ragnarsdóttur, Arno Lederer og Marc Oei. Menning Ég fann strax að þetta væri saga sem égyrði að segja. Þetta er einstök sagasem byggist á persónulegum sigri, en sem listamanni finnst mér spennandi að vinna með slíka sögu, segir Finnbogi Þorkell Jónsson, leikari og leikskáld, um sögu Garð- ars Sölva Helgasonar sem birtist í ein- leiknum Þú kemst þinn veg. Verkið, sem frumsýnt verður í Norræna húsinu annað kvöld kl. 20, er í leikstjórn Árna Kristjáns- sonar sem jafnframt er dramatúrg, en tónlist samdi Svavar Knútur. Að sögn Finnboga og Árna er Þú kemst þinn veg heimildaleikrit sem ætlað er að gefa góða innsýn í heim öryrkja og fólks með geðfötlun á Íslandi – og að hægt sé að lifa góðu lífi þrátt fyrir erfiðleika, en Finn- bogi byrjaði að vinna handrit sýningarinnar fyrir tveimur árum þegar hann komst í kynni við Garðar. „Þegar ég var að klára nám mitt í ritlist frá Háskóla Íslands haustið 2013 benti góður vinur minn, sem er sál- fræðikennari, mér á spennandi verkefni sem hann hélt að gæti verið eitthvað fyrir mig og þannig komst ég fyrst í kynni við Garðar,“ segir Finnbogi og rifjar upp að Garðar hafi strax verið tilbúinn að segja sér sögu sína ef það gæti orðið til þess að hjálpa einhverjum út úr andlegum erfiðleikum. Hægt að lifa góðu lífi „Skilaboð verksins áttu, að hans sögn, að vera skýr. Það er að vissulega fylgi því mik- ill sársauki að glíma við þennan sjúkdóm en það er hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir erf- iðleikana,“ segir Finnbogi og bendir á að Garðar sé í dag um sextugt, en hann hafi verið með geðklofa frá því hann var tán- ingur. „Garðar býr yfir góðum skipulags- og bókunarhæfileikum sem hann hefur nýtt sér til góðs, en hann þróaði umbunarkerfi fyrir sjálfan sig til að takast á við geðfötlunina og lífið – og lifir í dag góðu lífi þrátt fyrir erf- iðleikana. Hann er á mínútukaupi hjá sjálf- um sér, á sínum lágu örorkubótum, við að halda fyrirlestra úti í skólum og fyrirtækjum um fötlun sína og umbunarkerfið áheyr- endum að kostnaðarlausu,“ segir Finnbogi. Spurðir um samstarf þeirra Árna rifjar Finnbogi upp að þeir hafi fyrst starfað sam- an árið 2008 þegar þeir settu upp spunaverk- ið Ástverk ehf. í miðju hruni. Í framhaldinu unnu þeir saman að barnaleikritinu Karlinn sem gat kitlað sjálfan sig árið 2011. Að sögn Árna aðstoðaði hann Finnboga við lestur upp úr verkinu á alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. október sl. og síðar mætti Finnbogi með verkið á ritlistarnámskeið fyrir leikskáld sem Árni hélt í Tjarnarbíói. „Það lá því beint við að ég fengi Árna til að leikstýra,“ segir Finnbogi. „Mér finnst alltaf mjög áhugavert þegar starf höfundarins og leikarans renna saman í spurningunni um hvað listamaðurinn hafi að segja,“ segir Árni og tekur fram að sér finn- ist það ekki aðeins á ábyrgð stofnanaleikhús- anna að hlúa að íslenskri leikritun. „Að mínu mati ber grasrótin alveg jafnmikla ábyrgð á því að þróa íslenska leikritun,“ segir Árni. Spurðir nánar um einleikinn segir Finn- bogi verkið byggt upp eins og fyrirlestur. „Aðalpersóna verksins er Guðmann, sem er besti vinur Garðars, sem Garðar hefur fengið til að halda fyrirlesturinn fyrir sig. Guðmann er frekar meðvirk og stressuð týpa,“ segir Finnbogi og upplýsir að þau persónueinkenni sæki hann að hluta til í eigin lífsreynslu. „Leikhúsið brýst smám saman inn í fyrirlest- urinn þegar ýmislegt gengur á afturfótunum. Þá brýst líka athyglisbresturinn fram hjá Guðmanni og hann fer að segja sögur af Garðari,“ segir Finnbogi og tekur fram að á tímapunkti í verkinu hverfi Guðmann inn í Garðar. „En í þessu ferðalagi uppgötvar Guðmann sjálfan sig. Hann kemst að því að lífið fer ekki alltaf eins og maður hafði ímyndað sér, en maður kemst sinn veg,“ seg- ir Finnbogi. „Með sama hætti og Guðmann rennur inn í Garðar sem persónu reynum við að láta leikhúsið renna inn í raunveruleikann eins og geðraskanir renna inn í venjulegt líf. Leik- hús er frábær staður til að gefa fólki aðgang að þessu umfjöllunarefni og í þessari sýningu er allt lagt að jöfnu vegna þess að þetta er ekki aðskilið,“ segir Árni. „Það eru ótrúlega áhugaverð líkindi með ranghugmyndum og leikhúsinu. Ranghugmyndir er eitthvað sem ekki er satt nema fyrir þeim sem sjá og upp- lifa það og það sama gildir um leikhús. Við leikum okkur meðvitað með þessi mörk,“ segir Finnbogi. Bjóða upp á opið samtal Árni bendir á að einleikjaformið sé af- skaplega krefjandi form og spennandi. „Mér finnst spennandi að skoða hvaða möguleika maður hefur á að skipta um leikhúsform inn- an hvers verks. Mér finnst líka áhugavert að sjá hvað það er orðin viðtekin venja hjá leik- húsfólki á Íslandi að setja upp a.m.k. einn einleik um ævina,“ segir Árni sem sjálfur hefur skrifað einleik, leikið einleik og leik- stýrt einleik. „Ég held að það liggi m.a. praktískar ástæður fyrir því að fólk kjósi að setja upp einleik. Þá þarftu t.d. ekki að biðja vini þína um að gefa vinnu sína. Að leiklist- arnáminu og ritlistarnáminu loknu hugsaði ég oft af hverju ég ákvað að læra þetta allt og leggja í þennan kostnað. Ég hef ekki unn- ið neitt að ráði við þetta, hef aðallega unnið við smíðar, garðyrkju og svo í heilbrigð- isgeiranum. Ég finn hins vegar öðru hverju fyrir ólmum sögumanni sem verður að fá að komast út, segja frá góðri sögu og leyfa fólki að njóta. Kannski er þetta eins hjá mér og Guðmanni, þetta fer ekki alltaf nákvæmlega eins og maður hafði ímyndað sér, en maður kemst sinn veg,“ segir Finnbogi. „Í gegnum allt verkið, hvort heldur horft er á formið eða innihaldið, þá finnst okkur mikilvægt að geta lært af Garðari og til- EINLEIKURINN ÞÚ KEMST ÞINN VEG FRUMSÝNDUR Í NORRÆNA HÚSINU Saga sem varð að segja NÝTT ÍSLENSKT HEIMILDALEIKHÚSVERK SEM VEITIR EINSTAKA INNSÝN Í HEIM ÖRYRKJA OG FÓLKS MEÐ GEÐFÖTLUN Á ÍSLANDI VERÐUR FRUMSÝNT Í NORRÆNA HÚSINU ANNAÐ KVÖLD. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.