Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Blaðsíða 57
Nýbygging Antinori-vínekrunnar ítölsku er verk arkitektastofunnar Archea Associati. Ljósmynd/Pietro Savorelli Fílharmóníuhöllin nýja í Szczecin í Póllandi. Þetta óvenjulega útlít- andi tónlistarhús er verk arkitektanna Alberto Veiga frá Eistlandi, og hins ítalska Fabrizio Barozzi. Ljósmynd/Simon Menges Saw Swee Hock-stúdentamiðstöðin er við London School of Economics og er verk Sheila O’Donnell, John Tuomey og Willie Carey. Ljósmynd/Dennis Gilbert/VIEW Ljósmynd/Roland Halbe Danska Sjóferðasafnið á Helsingjaeyri hefur vakið mikla athygli. Það er verk arkitektanna Bjarke Ingels og David Zahle. Ljósmynd/Rasmus Hjortshoj 1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Sýningunni #Komasvo lýk- ur í Listasafni ASÍ við Freyju- götu um helgina. Listamenn- irnir sex verða á staðnum, ræða við gesti og á sunnudag klukkan þrjú verður bingópanell með vegleg- um verðlaunum. 2 Rannveig Fríða Braga- dóttir messósópran- söngkona kemur fram á ljóðatónleikum í Hann- esarholti við Grundarstíg klukkan 16 á sunnudag, og leikur Gerrit Schuil undir á píanó. Á efnisskránni eru nokkur af frægustu söngljóðum Franz Schuberts. 4 Kvikmyndahátíðin Stock- fisk, sem kennd er við skreið, stendur yfir í Bíó Paradís og sýndur er fjöldi áhugaverðra kvikmynda. Í veðri eins og nú lemur á landinu er gott að gleyma sér yfir góðri bíómynd … 5 Lokasýningin á söngleiknum Björt í Sumarhúsi verður í Tjarnarbíói í dag, laugardag, klukkan 15. Þetta er nýr ís- lenskur söngleikur fyrir börn á öllum aldri eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Þórarin Eldjárn og hefur fengið fram- úrskarandi viðtökur. Textinn byggist á ljóðum úr bók skáldsins, „Gælur, fæl- ur og þvælur“. 3 Hin árlega og sívinsæla ljós- myndasýning Blaða- ljósmyndarafélags Íslands, á bestu blaða- og tímarita- myndum liðins árs, verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardag, klukkan 15. Um leið verður opnuð í húsinu sýningin „Ljósið“ með verkum Ragn- ars Th. Sigurðssonar ljósmyndara. MÆLT MEÐ 1 einkað okkur hans lífsgildi fremur en bara sýna þau. Öll uppfærslan tekur mið af Garðari. Nú tilheyrir hann þeim þjóðfélags- hópi sem nefnist öryrkjar og líka þeim hópi sem nefnist fólk með geðfatlanir. Garðar upplifir að ekki séu margir sem taki mark á honum í ljósi þess að hann tilheyri þessum tveimur þjóðfélagshópum. Við leggjum hins vegar áherslu á það er heilmikið vit í þessum manni,“ segir Árni. Spurðir um val á sýningarstað segja þeir félagar það draum sinn að sýningin nái til áhorfenda utan lista- og menningargeirans. „Við viljum gera heiðarlega sýningu sem er í virku samtali við áhorfendur þar sem lagt er að jöfnu að vera leikhúsunnandi eða tengdur þessum málefnum og leyfa einu sviði að fræða annað. Við völdum að sýna í Norræna húsinu til að leggja áherslu á hugmyndina um samtal í rými. Norræna húsið hefur skapað sér virðingu sem fyrirlestrarrými og þar með er spennandi að setja þar upp fyr- irlestur sem fer úrskeiðis, en staðsetningin gefur umræðuefninu líka ákveðinn status. Síðan hefur komið okkur skemmtilega á óvart hvað allt samstarfið við starfsfólk húss- ins hefur verið framúrskarandi. Það er lúxus út af fyrir sig,“ segir Árni. Þess má að lokum geta að fram að 3. mars nk. stendur leikhópurinn fyrir söfnun á Kar- olina hópfjármögnunarsíðunni fyrir húsaleig- unni í Norræna húsinu með það að markmiði að geta sýnt tíu sýningar í marsmánuði þar sem aðgangur verði ókeypis, en þeir sem styrkja verkið á Karolina tryggja sér jafn- framt sæti í salnum á sýningu. „Við erum vongóðir um að okkur takist að safna því sem til þarf, en við erum þegar komnir með 75%,“ segir Árni. „Okkur fannst mjög mik- ilvægt að hafa aðganginn ókeypis, því það rímar við hugsjón Garðars sem sjálfur held- ur fyrirlestra sína ókeypis. Fjárhagsstaða á ekki að vera fyrirstaða fyrir því að fólk kynnist því sem verkið hefur fram að færa,“ segir Finnbogi og tekur fram að uppsetn- ingin sé styrkt af velferðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Geðhjálp. „Þar er um nokkra lága styrki að ræða sem duga fyrir lágmarkslaunum okkar við uppsetningu verksins,“ segir Árni og tek- ur að lokum fram að verkið hafi mikilvægt samfélagslegt gildi. Allar nánari upplýsingar um sýningartíma verksins í mars má nálgast á vefnum norraenahusid.is. Árni Kristjánsson og Finnbogi Þorkell Jónsson í sýningarrýminu. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.