Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.03.2015, Síða 57
Nýbygging Antinori-vínekrunnar ítölsku er verk arkitektastofunnar Archea Associati. Ljósmynd/Pietro Savorelli Fílharmóníuhöllin nýja í Szczecin í Póllandi. Þetta óvenjulega útlít- andi tónlistarhús er verk arkitektanna Alberto Veiga frá Eistlandi, og hins ítalska Fabrizio Barozzi. Ljósmynd/Simon Menges Saw Swee Hock-stúdentamiðstöðin er við London School of Economics og er verk Sheila O’Donnell, John Tuomey og Willie Carey. Ljósmynd/Dennis Gilbert/VIEW Ljósmynd/Roland Halbe Danska Sjóferðasafnið á Helsingjaeyri hefur vakið mikla athygli. Það er verk arkitektanna Bjarke Ingels og David Zahle. Ljósmynd/Rasmus Hjortshoj 1.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Sýningunni #Komasvo lýk- ur í Listasafni ASÍ við Freyju- götu um helgina. Listamenn- irnir sex verða á staðnum, ræða við gesti og á sunnudag klukkan þrjú verður bingópanell með vegleg- um verðlaunum. 2 Rannveig Fríða Braga- dóttir messósópran- söngkona kemur fram á ljóðatónleikum í Hann- esarholti við Grundarstíg klukkan 16 á sunnudag, og leikur Gerrit Schuil undir á píanó. Á efnisskránni eru nokkur af frægustu söngljóðum Franz Schuberts. 4 Kvikmyndahátíðin Stock- fisk, sem kennd er við skreið, stendur yfir í Bíó Paradís og sýndur er fjöldi áhugaverðra kvikmynda. Í veðri eins og nú lemur á landinu er gott að gleyma sér yfir góðri bíómynd … 5 Lokasýningin á söngleiknum Björt í Sumarhúsi verður í Tjarnarbíói í dag, laugardag, klukkan 15. Þetta er nýr ís- lenskur söngleikur fyrir börn á öllum aldri eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Þórarin Eldjárn og hefur fengið fram- úrskarandi viðtökur. Textinn byggist á ljóðum úr bók skáldsins, „Gælur, fæl- ur og þvælur“. 3 Hin árlega og sívinsæla ljós- myndasýning Blaða- ljósmyndarafélags Íslands, á bestu blaða- og tímarita- myndum liðins árs, verður opnuð í Gerðarsafni í dag, laugardag, klukkan 15. Um leið verður opnuð í húsinu sýningin „Ljósið“ með verkum Ragn- ars Th. Sigurðssonar ljósmyndara. MÆLT MEÐ 1 einkað okkur hans lífsgildi fremur en bara sýna þau. Öll uppfærslan tekur mið af Garðari. Nú tilheyrir hann þeim þjóðfélags- hópi sem nefnist öryrkjar og líka þeim hópi sem nefnist fólk með geðfatlanir. Garðar upplifir að ekki séu margir sem taki mark á honum í ljósi þess að hann tilheyri þessum tveimur þjóðfélagshópum. Við leggjum hins vegar áherslu á það er heilmikið vit í þessum manni,“ segir Árni. Spurðir um val á sýningarstað segja þeir félagar það draum sinn að sýningin nái til áhorfenda utan lista- og menningargeirans. „Við viljum gera heiðarlega sýningu sem er í virku samtali við áhorfendur þar sem lagt er að jöfnu að vera leikhúsunnandi eða tengdur þessum málefnum og leyfa einu sviði að fræða annað. Við völdum að sýna í Norræna húsinu til að leggja áherslu á hugmyndina um samtal í rými. Norræna húsið hefur skapað sér virðingu sem fyrirlestrarrými og þar með er spennandi að setja þar upp fyr- irlestur sem fer úrskeiðis, en staðsetningin gefur umræðuefninu líka ákveðinn status. Síðan hefur komið okkur skemmtilega á óvart hvað allt samstarfið við starfsfólk húss- ins hefur verið framúrskarandi. Það er lúxus út af fyrir sig,“ segir Árni. Þess má að lokum geta að fram að 3. mars nk. stendur leikhópurinn fyrir söfnun á Kar- olina hópfjármögnunarsíðunni fyrir húsaleig- unni í Norræna húsinu með það að markmiði að geta sýnt tíu sýningar í marsmánuði þar sem aðgangur verði ókeypis, en þeir sem styrkja verkið á Karolina tryggja sér jafn- framt sæti í salnum á sýningu. „Við erum vongóðir um að okkur takist að safna því sem til þarf, en við erum þegar komnir með 75%,“ segir Árni. „Okkur fannst mjög mik- ilvægt að hafa aðganginn ókeypis, því það rímar við hugsjón Garðars sem sjálfur held- ur fyrirlestra sína ókeypis. Fjárhagsstaða á ekki að vera fyrirstaða fyrir því að fólk kynnist því sem verkið hefur fram að færa,“ segir Finnbogi og tekur fram að uppsetn- ingin sé styrkt af velferðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Geðhjálp. „Þar er um nokkra lága styrki að ræða sem duga fyrir lágmarkslaunum okkar við uppsetningu verksins,“ segir Árni og tek- ur að lokum fram að verkið hafi mikilvægt samfélagslegt gildi. Allar nánari upplýsingar um sýningartíma verksins í mars má nálgast á vefnum norraenahusid.is. Árni Kristjánsson og Finnbogi Þorkell Jónsson í sýningarrýminu. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.