Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015
Formaður Samfylkingarinnarsegir að hann „næri reglulega
efa“ sinn um hvort aðild að ESB sé
rétt fyrir Ísland. Og ekki nóg með
það, hann „er stöðugt að reyna að
endurvekja“ efann. Þessi mikla
innri glíma hlýtur
að taka á en sem
betur fer fyrir for-
manninn eru efa-
semdirnar þó ekki
meiri en svo að
hann segir skoðun
sína þá „í dag að
það sé langflest
sem mælir með því að aðild að
ESB sé farsæl leið fyrir Ísland og
stærsta ástæðan fyrir því er sú að
Ísland væri skelfilegur staður án
ávinningsins af Evrópusamrun-
anum. Ísland hefur breyst á þann
hátt að það er eiginlega óþekkj-
anlegt, atvinnulíf hér og mannlíf
frá 1990. Það er fyrst og fremst
fyrir opnun landsins og EES-
samninginn.“
Þetta er á ýmsan hátt sérstökröksemdafærsla. Formaðurinn
telur Ísland hafa þróast mjög í
rétta átt án þess að vera aðili að
ESB en dregur þá ályktun að þess
vegna sé þörf á aðild en ekki að
hún sé óþörf.
Hitt er ekki síður sérstakt aðformaðurinn skuli álíta að Ís-
land væri „skelfilegur staður“ ef
EES-samningurinn hefði ekki kom-
ið til. Hann telur að þá væri hér
eins umhorfs og árið 1990 og
væntanlega að þá hafi Ísland verið
„skelfilegur staður“.
En hvernig var þróunin næstualdarfjórðunga á undan? Var
allt eins árið 1965 og árið 1990 hér
á landi? Eða eins árið 1940 og árið
1965?
Formaðurinn mætti að ósekjunæra efann ögn betur áður en
hann tjáir sig næst um aðild Ís-
lands að ESB.
Árni Páll Árnason
Skelfilegur staður?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.3., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 3 skýjað
Akureyri 3 skýjað
Nuuk -17 léttskýjað
Þórshöfn 8 skúrir
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 súld
Stokkhólmur 6 skýjað
Helsinki 1 slydda
Lúxemborg 8 heiðskírt
Brussel 8 skýjað
Dublin 10 skýjað
Glasgow 8 upplýsingar bárust ekki
London 12 heiðskírt
París 11 heiðskírt
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 8 skýjað
Berlín 7 heiðskírt
Vín 6 léttskýjað
Moskva 2 skýjað
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 16 heiðskírt
Róm 11 léttskýjað
Aþena 17 skýjað
Winnipeg -8 léttskýjað
Montreal -12 heiðskírt
New York -6 heiðskírt
Chicago -8 léttskýjað
Orlando 17 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:15 19:03
ÍSAFJÖRÐUR 8:24 19:05
SIGLUFJÖRÐUR 8:07 18:48
DJÚPIVOGUR 7:46 18:32
Ísfisktogarinn Ottó N.
Þorláksson RE er kominn
aftur á veiðar eftir að hafa
verið frá veiðum í rúma
þrjá mánuði vegna bilunar
í aðalvél. Togarinn var að
veiðum suðvestur af
Reykjanesi en kom til
hafnar í Reykjavík í gær-
morgun.
„Við fórum í prufutúr sl.
föstudag eftir viðgerðina
og allt gekk svo vel að
skipið tók ís sl. laugardag og í framhaldinu fór það á veiðar. Aflabrögðin
hafa verið góð, aðalvélin hefur gengið án vandræða og við erum mjög
ánægðir með hvernig til tókst með viðgerðina,“ segir Gísli Jónmundsson,
skipaeftirlitsmaður hjá HB Granda, í samtali við heimasíðu fyrirtækisins.
Hann hafði yfirumsjón með viðgerðinni.
Bilunin, sem varð í lok nóvembermánaðar sl., fólst í því að höfuðlega í
aðalvél skipsins gaf sig. Einnig urðu skemmdir á sveifarási og öðrum vél-
búnaði. Samið var við Stálsmiðjuna – Framtak um að sjá um viðgerðina og
brugðið var á það ráð að fá notaða vél frá Hollandi. Úr henni var hægt að
nýta vélarblokkina, sveifarásinn og botnrammann auk annarra hluta.
Þetta er blokk frá árinu 2005 og annar vélbúnaður er frá 2002. Þetta eru
því nánast nýir hlutir ef miðað er við aðalvélina úr Ottó sem er frá 1978 og
búið var að keyra frá 1981, segir á heimasíðu HB Granda.
Ottó N. Þorláksson RE
Ottó til veiða eftir mikla viðgerð á aðalvél
Ljósmynd/HB Grandi
Háskerpurásir á myndlyklum, svo-
kallaðar HD-rásir, eru í eigu síma-
fyrirtækjanna. Viðræður RÚV og
365 við þau um að bæta fleiri HD-
rásum við ganga hægt.
Útsendingar frá íþróttaviðburðum
í háskerpu eru af skornum skammti
hér á landi. Reyndar er það svo að
háskerpa hér er aðeins helmings-
háskerpa, sent er út í 720 x 1280
punktum en venjuleg háskerpa er í
1920 x 1080 punktum og munar ansi
miklu á gæðum í mynd og hljóði.
Munurinn er jafnmikill og á DVD-
disk og VHS-spólu, segja kunnugir.
Fjórar sjónvarpsstöðvar hér á
landi senda íþróttaefni út í háskerpu;
RÚV HD, Stöð 2 Sport HD, Stöð 2
sport 2 HD og Golfstöðin. Innlent og
erlent íþróttaefni er sýnt á þessum
stöðvum.
RÚV 2-rásin, sem hét áður RÚV
íþróttir, sendir ekki út í háskerpu en
búist er við að það verði komið í lag á
næsta ári samkvæmt upplýsingum
frá RÚV. Nafni stöðvarinnar var
breytt í byrjun ársins.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2 sports, segir að
draumurinn sé að bjóða áskrifendum
enska boltans upp á háskerpuútsend-
ingu, alveg sama hvaða lið þeir
styðja.
„Eins og ég skil þetta, þá er 365
búið að setja einhvern þrýsting á
símafélögin. Við þurfum að treysta á
að símafélögin vinni með okkur í
þessum málum, þeir stjórna umferð-
inni um afruglarana, háskerpurás-
irnar eru nefnilega rásir í þeirra
eigu.
Ráðum ekki hraðanum
Það hefur lengi verið vilji okkar í
sportinu að fjölga HD-rásum. Helst
þannig að sportrásir okkar, þrjú,
fjögur og fimm, séu líka sendar út í
HD eins og golfstöðin, sem er HD-
rás. Það gengur hins vegar hægt og
því miður ráðum við ekki hraðanum.
Í hinum fullkomna heimi myndum
við bjóða áskrifendum okkar upp á
HD-rásir en það er erfitt eins og
staðan er í dag og það er leiðinlegt,“
segir Óskar.
Málið er flókið tæknilega en kostar
365 líka mikla peninga. Þannig þurfti
fyrirtækið að sýna leik Liverpool og
Burnley í opinni dagskrá á miðviku-
daginn til að koma Liverpool í há-
skerpu. Á sama tíma var leikur New-
castle og Manchester United á Stöð 2
sport 2 og var hann sýndur í há-
skerpu.
Brugðu Óskar og félagar á það ráð
að bjóða upp á þennan möguleika.
Stuðningsmenn annarra liða eru
vanir því að sjá liðið sitt í svokölluðu
SD, en það eru mun minni myndgæði
og minnir einna helst á gamla góða
enska boltann þar sem Bjarni Fel.
var að lýsa.
Hvorki Síminn né Vodafone svör-
uðu fyrirspurn Morgunblaðsins.
benedikt@mbl.is
Háskerpan í eigu símafélaganna
Símafyrirtækin stjórna umferðinni um myndlyklana og eiga háskerpurásir
Draumur 365 er að bjóða öllum stuðningsmönnum að sjá liðin sín í HD
AFP
Mun skýrara Daniel Sturridge var
sýndur í háskerpu á miðvikudag.