Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er búinn að verahundalabbari eða þaðsem á ensku heitir„Dog-walker“, hér í Brooklyn í þrettán ár og kann því afskaplega vel,“ segir Gunnar Sig- urður Guðmundsson sem hefur bú- ið í New York undanfarin tuttugu ár. „Ég ætlaði nú bara að vera hér í eitt ár, en ílengdist aðeins,“ segir hann og hlær, en hann kom þangað upphaflega til að gæta barna, var „Au-pair“-piltur. „Ég var hjá íslenskri fjöl- skyldu fyrsta árið mitt hér, hjá henni Siggu í Blátt áfram og Dadda diskó, passaði krakkana þeirra, Benedikt og Erlu. Ég er þeim afar þakklátur fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri, ég var ósköp sein- þroska strákur og þau voru mjög góð við mig. Eftir það fór ég til Kaliforníu og starfaði þar sem au- pair í eitt ár, síðan aftur hjá Siggu í hálft ár og að því loknu var ég hjá bandarískri fjölskyldu í fimm ár.“ Þurfti að fá mitt frelsi Gunnar var aðeins tuttugu og tveggja ára þegar hann flutti í aðra heimsálfu og segir ævintýraþrána vissulega hafa togað í sig. „Ég þurfti að komast eitthvað í burtu frá Íslandi, ég hafði átt erf- itt í skóla og ég er næstyngstur í fimm systkina hópi, svo ég þurfti að fá mitt frelsi. Ég þurfti að kom- Viðrar 30 hunda daglega í New York Hann flutti frá Íslandi til New York aðeins 22 ára, af því hann vildi fara út fyrir boxið og öryggið heima. Ekki stóð til að staldra lengi við en árin eru orðin tuttugu og nú starfar Gunnar þar sem hundalabbari ásamt konu sinni. Þau sækja hunda heim til fólks að morgni og sjá um þá yfir daginn, hreyfa þá og leika við þá. Gunn- ar er mikill dýravinur og hann segir að Imba á Rauðsgili í Hálsahreppi, sem hann var í sveit hjá sem strákur, hafi gefið honum gott veganesti út í lífið. Vígalegur Gunnar með tveimur af vinum sínum sem hann passar á daginn. Góðir vinir Hundunum semur ótrúlega vel og þeir kúra gjarnan saman. Alltaf er eitthvað áhugavert um að vera á öllum stöðvum Borgarbóka- safnsins. Í dag verður haldin barna- og unglingabókaráðstefna í Gerðubergi þar sem fjallað verður um raunsæi í barna- og unglingabókum undir yfir- skriftinni Hvunndagshetjur á köldum klaka. Í barna- og unglingabókaútgáfu undanfarin ár hefur fantasían verið allsráðandi en nú verður breytinga vart. Í erindum ráðstefnunnar verður m.a. fjallað um endurnýjun raunsæis í unglingabókum, hina geðþekku bræð- ur Jón Odd og Jón Bjarna, sköpun tengda bókum og fræðibækur fyrir börn og ungmenni. Fyrirlesarar eru Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum, rit- höfundarnir Gunnar Helgason og Ill- ugi Jökulsson og Kristín Ragna Gunn- arsdóttir, bókmenntafræðingur og teiknari. Markmiðið með ráðstefnunni er að stefna saman þeim aðilum sem bera hag barna- og unglingabóka fyrir brjósti, svo sem rithöfundum, fræði- mönnum, kennurum, bókasafnsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur ókeypis. Í Menningarhúsi bókasafnsins Gróf- inni við Tryggvagötu verður á morgun, sunnudag kl. 15-16, listasmiðja fyrir börn á Barnadegi í Borgarbóksafninu. Freyja Eilíf Logadóttir myndlistar- maður ætlar að segja frá sýningunni Litaðu og lærðu um íslenska nútíma- list og leiðbeina börnum í endur- vinnslu á íslenskri myndlist. Litaðu og lærðu um íslenska nú- tímalist er bókverk sem inniheldur 94 útlínuteikningar eftir verkum ís- lenskra myndlistarmanna. Freyja Eilíf Logadóttir teiknaði myndirnar, hann- aði forsíðuna og gaf verkið út á út- skriftarsýningu úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands í fyrravor. Sýn- ingin og bókin fjalla á áhugaverðan hátt um endurvinnslu myndlistar og nálgun á listaverkum í gegnum hvers- dagslega framsetningu á formi lita- bókar sem bæði hentar börnum og fullorðnum. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is Hvunndagshetjur á köldum klaka og listasmiðja fyrir börn Helgarnar eru frábær tími fyrir fjöl- skylduna til að gera eitthvað saman, hvort sem það eru foreldrar og börn, amma og afi og börn, nú eða systkini, frænkur eða frændur. Í dag er kjörið tækifæri, því þá verður haldinn hinn árlegi örnámskeiðadagur nemenda- og foreldrafélags Laugalækjarskóla, sem gengur undir heitinu Öndin 2015. Dagskráin, sem verður kl. 13– 16, er fjölbreytt að vanda, má þar nefna zumba, brjóstsykursgerð, fjár- málafræði, skyndihjálp, eldað með Ebbu og margt fleira. Allir eru velkomnir og er fjöl- skyldufólk úr hverfinu sérstaklega hvatt til að mæta. Þetta er fjölskyldudagur þar sem nemendur og foreldrar geta, hvort heldur sem er, miðlað þekkingu sinni eða aukið við hana. Vakin er sérstök athygli á danssmiðju fyrir litlu börn- in, því allir finna eitthvað við sitt hæfi. Námskeiðin eru að mestu leyti ókeypis en sums staðar þarf að greiða efniskostnað og því gott að hafa með sér reiðufé. Kaffihúsastemning verður á Önd- inni 2015 því útskriftarnemar munu sjá um sölu veitinga á meðan nem- endur Laugó skemmta viðstöddum. Síðustu ár hefur þetta verið ein- staklega skemmtilegur dagur þar sem nemendur og fjölskyldur þeirra hafa notið dagsins saman. Þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn og eru skólinn, nemendur og foreldrar hæstánægðir með þenn- an árvissa viðburð. Nánar um Öndina 2015 á heimasíðu skólans: www.Laugalækjarskóli.is. Kaffihúsastemning og nemendur skemmta gestum á Öndinni 2015 Morgunblaðið/Kristinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir Matgæðingur, heilsukokkur og mamma, hér með börnum sínum í eldhúsinu en hún verður með örnámskeið í dag á Öndinni. Zumba, brjóstsykursgerð, fjármálafræði, skyndi- hjálp, eldað með Ebbu og ótalmargt fleira LISSABON 16.-20. APRÍL YNDISLEG SUÐRÆN BORG, HAGSTÆTT VERÐLAG, EIN ÓDÝRASTA STÓRBORG EVRÓPU. ÍSLENSK FARARSTJÓRN. Gisting í 4 nætur með morgunnmat. NETVERÐ FRÁ 99.900 KR. NÁNAR Á UU.IS Innifalið er flug, gisting, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn, 20 kg taska og handfarangur. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Gaman Börnin fá að lita og læra um íslenska nútímalist á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.