Morgunblaðið - 07.03.2015, Side 35

Morgunblaðið - 07.03.2015, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 ✝ Gunnar SigurðurMagnússon fæddist 27. sept- ember 1930. Hann lést á Vífilsstöðum 22. febrúar 2015. Foreldrar hans voru Magnús Skúla- son, f. 11.6. 1896, d. 31.1. 1963, húsa- smíðameistari, og Magnesína Val- gerður Pétursdóttir, f. 22.11. 1905, d. 7.12. 1987. Systur Gunnars eru Þorbjörg Elsa, f. 1.9. 1928. Ásdís Sigrún, f. 15.12. 1932. Fóstursystir Gunnars er Rakel Kristín Malmquist, f. 22.3. 1924. Gunnar kvæntist 21.2. 1949 Sigríði Kristínu Davíðsdóttur, f. í Ólafsdal, Dalasýslu, 25.10. 1930. Þau skildu 1966, hún lést 31.3. 2011. Foreldrar hennar voru Davíð Óskar Grímsson og Geir- laug Sigríður Kristjánsdóttir. Börn Gunnars og Sigríðar eru: 1) Magnús Óskar, f. 11.8. 1949, kvæntur Svanfríði Kristjáns- dóttur. Börn þeirra eru Sandra Ósk, f. 8.9. 1988, og Gunnar Sig- urður, f. 24.12. 1992. 2) Davíð Geir, f. 10.6. 1956, kvæntur Janyu Khunthong. Börn Davíðs eru Ágúst Ingi, f. 29.8. 1980, móðir ara Jean Heiberg. Hann var kennari Gunnars. Eftir þriggja ára nám í Noregi árið 1952 hélt Gunnar áfram námi í Frakklandi og á Spáni og vann að gerð vatns- litamynda á Ítalíu. Þegar Gunnar sneri heim til Ís- lands tók hann virkan þátt í lista- lífinu á Íslandi. Hann kenndi myndlist við Myndlistaskólann og Æfingadeild Kennaraháskóla Ís- lands. Árið 1957 beitti Gunnar sér fyrir stofnun gallerísins Sýning- arsalarins á Hverfisgötu 8-10 ásamt eiginkonu sinni og var for- stöðumaður þess. Gunnar hélt sína fyrstu op- inberu sýningu með Félagi ís- lenskra frístundamálara 1947. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann í Ásmundarsal við Freyju- götu árið 1949 og aðra sama ár á Akureyri. Hann hélt fjölda sýn- inga hér á landi og erlendis. Gunnar stofnaði Íslenska sjón- menntaháskólann en fjöldi ungra og upprennandi myndlist- armanna hefur notið leiðsagnar hans og kennslu. Hann gaf út ljósmyndabókina Mynd dagsins árið 2007. Verk Gunnars má víða sjá í listasöfnum landsins. Meðal safna sem eiga verk eftir hann eru Listasafn Íslands við Fríkirkju- veg, Listasafn alþýðu við Grens- ásveg og Listasafn Árnesinga á Selfossi auk fleiri safna. Útförin fer fram frá Kirkju óháða safnaðarins v/Háteigsveg í dag, 7. mars 2015, kl. 13. hans er Ólöf Þóra Sigurðardóttir. Fyrrverandi eig- inkona Davíðs er Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir, dætur þeirra eru Sigríður Kristín, f. 22.7. 1983, og Þor- björg Katrín, f. 21.2. 1994. 3) Ásdís Sól, f. 3.1. 1959, sonur hennar er Kristinn Ingi Hrafnsson f. 12.2. 1977, faðir hans var Hrafn Svein- bjarnarson, f. 17.5. 1952. d. í sjó- slysi 22.1. 1984. 4) Gunnar Máni, f. 1.3. 1960, d. 11.4. 1963. 5) Gunn- ar Bolli, f. 25.2. 1963, sonur Ómar Sigurvin, f. 21.12. 1984, móðir hans er Hólmfríður Lillý Ómars- dóttir, f. 11.5. 1962. Barnabarnabörn Gunnars eru orðin sjö. Hann stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskólanum og Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hann fór í kynnis- og námsferðir til ýmissa Evrópulanda, t.d. Frakklands, Ítalíu og Hollands, og til framhaldsnáms við lista- skólann í Ósló (Statens Kunst- akademi) frá haustinu 1949. Henri Matisse átti lærisvein við skólann, hinn þekkta norska mál- Atvikin höguðu því þannig að við Gunnar ásamt fjölskyldum okkar áttum um það bil tvö ár heima hvor á sinni hæð í sama húsi, Bergstaðastræti 48A. Það mun hafa verið kringum 1958-59, báðir á þrítugsaldri. Það var sá stutti tími sem ég var virkur í Æskulýðsfylkingunni og hún hafði þá fengið húsnæði í risinu á Tjarn- argötu 20. Reynt var að skipu- leggja svolitla menningardagskrá þennan vetur og meðal annars kynnti Þorgeir Þorgeirsson kvik- myndalist og Gunnar S. Magnús- son myndlist. Sumarið eftir tók Gunnar þátt í undirbúningi að myndlistarsýningu á heimsmóti æskunnar í Vínarborg 1959 ásamt Benedikt Gunnarssyni listmálara. Eftir það dvaldist ég erlendis nokkur ár og sá Gunnar varla á meðan en þegar ég kom aftur hafði ýmislegt gengið á fyrir hon- um. Óhætt er að segja að Gunnar var einn þeirra góðu manna sem fremur mega kallast sérvitrir en samheimskir. Uppátæki hans þóttu stundum nýstárleg en æv- inlega rökvís. Þegar ég kynntist honum fyrst var hann uppfullur af því sem hann nefndi manneldis- mál, en í því fólst reyndar ekki mikið annað en hollustusamlegt mataræði. Önnur hugðarefni áttu eftir að taka hug hans fanginn hvert á fætur öðru. Hann var hrif- næmur og gat verið skjótráður. Smálegt dæmi um það er frá því hann sýndi eitt sinn í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þegar hann kom að sýningu lokinni að ganga frá málum við þjóðminjavörð spurði Þór Magnússon hvort hann hefði nokkuð orðið var við köttinn sinn sem væri horfinn. Ja, það hafði komið svona líka listnæmur köttur á sýninguna og skoðað hana af mestu athygli. Gunnar vissi engin deili á kettinum og tók þennan happagrip heim með sér þar sem hann var í góðu yfirlæti. Hann skilaði kettinum strax og gaf Þór málverk í miskabætur. Við Gunnar umgengumst ekk- ert að staðaldri eftir þessi fyrstu tvö ár en hittumst stöku sinnum og þá jafnan með kærleikum. Hann kom ósjaldan í afmæli til mín ef þau voru öllum opin. Stund- um kom hann þá með listaverk færandi hendi. Seinast sá ég hann í áttræðisafmæli sameiginlegs vin- ar okkar Erlings Gíslasonar leik- ara. Árni Björnsson. Í mínum augum var Gunnar S. Magnússon nokkurs konar engill í mannsmynd sem hógvær og lítil- látur, gekk um meðal okkar hinna og auðgaði lífið með nærveru sinni. Frá honum streymdi rósemi og æðruleysi þess sem öðlast hef- ur reynslu og visku á langri við- burðaríkri ævigöngu. Gunnar var góðlyndur og ljúflyndur enda hvers manns hugljúfi. Hann dæmdi heldur ekki nokkurn mann, hvað þá að hann léti styggð- aryrði falla um aðra; ekki svo að skilja að hann hafi verið skaplaus, síður en svo. En umburðarlyndi, rósemi og manngæska voru í fyr- irrúmi og einkenndu hann á efri árum. Ekki var nokkur maður svo ómögulegur í augum Gunnars að hann ætti sér ekki viðreisnar von. Ef einhver hegðaði sér óskemmti- lega kaus hann einfaldlega að leiða slíkt hjá sér og snúa sér að mikilvægari málefnum. Ég kynntist Gunnari fyrst árið 1997 þegar hann fór að venja kom- ur sínar á Grettisgötuna þar sem ég bjó ásamt Þorgeiri Rúnari Kjartanssyni, en þar hittust ýmsir andans menn og ræddu veraldar- málin og djúphugul fræði, lista- menn, skáld, fræðimenn og alls konar fólk. Gunnar hafði sérstak- an virðingarsess í hópnum, enda átti hann langan og litríkan feril að baki og naut þess nú að vera aldursforseti, virðulegur mynd- listarmaður og meistari. Þegar á reyndi og erfiðleikar og alvarleg veikindi steðjuðu að hjá mér og Þorgeiri reyndist þessi nýi vinur okkar afar traustur, skiln- ingsríkur og hjálpsamur. Enga hugmynd hafði ég um það þá að Gunnar bjó einmitt yfir mikil- vægri lífsreynslu og þekkingu sem gerði honum kleift að skilja okkur og þar með hjálpa í hremm- ingum okkar. Gunnar hafði oft góð og róandi áhrif á þá sem voru í kringum hann; í nærveru hans var ekki annað hægt en að slaka á, æs- ingur og óánægja fjöruðu út í brosi og hlátri. Gunnar bjó yfir mikilsverðum eiginleikum sem gerðu að verkum að gott var að leita til hans með ýmis trúnaðarmál. Hann var tilbú- inn að ljá manni eyra og lagði aldr- ei dóm á það sem honum var trúað fyrir. Fullur skilnings og væntum- þykju laumaði hann kannski að manni einhverjum viturlegum at- hugasemdum og allt í einu gat maður sjálfur leyst vandamálið áreynslulítið. Gunnar fylgdist af áhuga og stolti með því þegar myndlistar- maðurinn vaknaði í mér aftur eftir fimmtán ára dvala og hvatti mig með ráðum og dáð gegnum árin. Að ýmsu leyti var hann mér fyr- irmynd og föðurímynd og hann kenndi mér margt bæði um lífið og listina. Hann var afar trygglyndur vinur og einnig örlátur. Gunnar var aldrei svo fátækur að hann hefði ekkert til að gefa og hann bjó yfir miklum andlegum auði. Ver- aldleg auðæfi skiptu minna máli enda sagðist hann ekki selja mál- verk sín; annað mál var svo að hann þurfti stundum að „kaupa sér peninga“ með þeim. Elsku Gunnar, ég er innilega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að vini þessi nítján ár. Með ljúfri nærveru umvafðir þú okkur samferðamenn þína ljósi; megi ljós og ástúðar- birta líka umvefja þig um eilífð. Börnum þínum, barnabörnum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Rúna Knútsdóttir Tetzschner. Góður vinur er genginn. Það eru líkast til 44 ár síðan að ég kynntist páfanum í Vatíkaninu, fyrst. Hann var einn af drykkju- félögum, en samt einhvernvegin öðruvísi. Það var meiri reisn og myndarskapur í óreglunni þegar Páfinn var við stjórn heldur en ef óreglan var stjórnlaus. Minni áhyggjur fyrir áhyggjufullan að- standanda, enda hugsaði Páfinn alltaf um að menn færu í sund og híbýlin væru þrifin á löngum drykkjutúrum. Það var árið 1985, þegar allt partíið hafði farið á Freeport og öðlast nýja staðfestu í margra ára edrúmennsku, að ég var staddur á efstu hæð á Laugavegi 18, að myndlistarmaðurinn vatt sér inn í Arsenal búning skreyttur fánum og treflum, hafði hátt um nýjustu áformin, fór út á svalir en þegar mannfjöldinn heyrði ekki til hans, var stikið tekið niðrá Lækjartorg þar sem fundinn var kassi og hald- in ræða. Eitthvað var framtakið mistúlkað og í fylgd lögreglu var horfið af vettvangi og farið í langt og strangt ferðalag í leit að bata og ráðum til að eiga við þunglyndi og maníu. 1992, var í mínu lífi tímabil þeg- ar seint var farið að sofa en vakn- að snemma til að átta sig á tilgangi lífsins. Einn vormorgun sé ég kunnuglegt andlit á morgungöngu og ég kalla út um gluggann á Njálsgötunni, „Gunnar, Gunnar, bíddu við“ og hleyp út og fagna vini mínum vel og spyr hverju sæti að hann sé á ferð svona snemma dags? „Bíddu Siggi, nú er það mynd dagsins“ og þarna var fyrsta mynd dagsins tekin af mér. Þær urðu margar og nú hlýnar mér um hjartarætur að horfa á margar þeirra. Nú voru nýir tímar, ný tækni og maðurinn kynnti sig „GSM, ekki gemsi“, og kúrsinn var tekinn út til að taka aftur þátt í samfélaginu og takmarkið að sinna hugðarmál- um sínum, myndlistinni og sam- skiptum við fólk. Síðan þennan morgun höfum við GSM ekki gemsi verið sam- ferða í ótalmörgum leiðöngrum. Einu sinni bjuggum við í sama húsi og betri nágranna var ekki hægt að hugsa sé, og þó það væri þröngt á Grundarstígnum, þá var alltaf mikið ævintýri að koma upp til hans og skoða verk hans frá þeim tíma þegar Gunnar S. var einn af áhrifamestu og efnilegustu myndlistarmönnum samtímans. Sýningar í Hveragerði voru nokkrar, og á einni voru fjórar myndir sem voru nokkuð ungæð- islegar og þegar ég spurði hann, hvaðan koma þessar. „Ég málaði þær þegar ég var 12 ára strákur í Skerjafirðinum en svo fóru þær þegar brann hjá mér á Laugavegi, svo ég málaði þær bara aftur“. Ég keypti þær allar, óborganlegar myndir sem ég hef alltaf jafn gam- an af að horfa á. Gunnar S. Magnússon, var góð- ur drengur, hann átti fölskvalausa væntumþykju á öllum sem voru minnimáttar, hann fór aldrei í manngreinarálit og oft var maður ekki alveg viss hvort hann var þiggjandi eða skipuleggjandi þjónustu Geðhjálpar, en víst er að þar var hann mörgum styrkur á sama tíma og hann sótti þangað frið og ró hugans. Leikni hans í að vera bæði þiggjandi og gefandi kom vel fram í myndlistarverki hans til margra ára „Mynd dagsins“, þegar mynd var tekin og síðan framkölluð var alltaf komið með eintak handa myndefninu, þannig tókst Gunn- ari að taka myndir af fólki og oft við leynileg störf eins og á AA fundum. Allt fyrirgafst honum, því GSM var græskulaus. Ég spurði bróður minn, þegar Gunnar S. Magnússon dó, hvers hann minntist helst úr hans fari. „Hann var alltaf svo góður vinur“. Þannig var Gunnar S. Magnús- son, og far vel góði vinur á vit feðr- anna. Sigurður Haraldsson. Mjög góður vinur minn, Gunn- ar S. Magnússon myndlistarmað- ur, er fallinn frá eftir erfið veik- indi. Ég kynntist Gunnari (GSM) fyrir allmörgum árum í gegnum dóttur hans Ásdísi Sól. Kynni mín af honum voru alltaf mjög góð og tók hann mér alltaf eins og ég væri einn af hans nánustu ættingjum. Reyndar kom hann svoleiðis fram við alla sem hann þekkti. Þegar ég var á ferð með honum og við hitt- um annað fólk sem ég þekkti ekki kynnti hann mig alltaf með nafni: „Þetta er vinur minn, yfirstýri- maður hjá Landhelgisgæslunni og besti ljósmyndari Gæslunnar.“ Ég kynntist einnig sonum hans þrem- ur vel, mest þó Gunnari Bolla. Gunnar var mjög skemmtileg- ur maður og mannblendinn og þekkti mikinn fjölda fólks, háa sem lága og vildi allt fyrir alla gera. Hann var alltaf mjög hress, þrátt fyrir veikindi sín síðustu ár. Hann var mjög slæmur í fótum og átti ekki gott með gang, samt var hann alltaf á ferðinni með stafinn sinn og frönsku berettuna á höfð- inu og virtist óstöðvandi. Oft var glatt á hjalla hjá Gunnari þegar hann hélt upp á afmæli sín og opn- aði sýningar, þar mætti oft fjöldi fólks. Hann bjó við Lindargötu og Hverfisgatan var næst honum, það var stutt að fara í bæinn og upp á Laugaveg. Hann þekkti marga þarna í nágrenninu og vildi hvergi annars staðar búa en mið- svæðis, í návist við bæjarlífið. Allt- af var hann með myndavélina í vasanum og tók myndir af fólki sem hann hitti á förnum vegi og átti orðið mikið safn af myndum. Hann gaf út bók með fjölda þess- ara mynda, „Mynd dagsins“ hét hún. Gunnar hafði einn vana þegar hann hitti fólk sem hann hafði ekki hitt áður, að spyrja hvenær það væri fætt. Hann vissi allt um stjörnumerki og þeim viðkomandi og vissi hvenær þekkt fólk var fætt. Þá sagði hann oft við viðkom- andi: „Þú ert fæddur sama dag og Jón Jónsson.“ Ég var honum tals- vert innan handar síðustu árin ásamt dóttur hans Ásdísi Sól sem var honum mjög kær og hún hon- um. Ásdís Sól var alltaf í mjög góðu sambandi við föður sinn og voru þau mjög góðir vinir alla tíð. Hann treysti mikið á hana. Nú er þessi merki myndlistarmaður og höfðingi fallinn frá og er hans sárt saknað. Ég kveð þig með söknuði, kæri vinur minn, og orð skáldsins geri ég að mínum: Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Ég votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Jón Páll Ásgeirsson. Gunnar Sigurður Magnússon Lilla frænka mín var fædd og uppal- in í Reykjavík. For- eldrar hennar höfðu lítið milli handanna en gáfu fátæktinni aldrei tækifæri til að buga and- ann. Hvert tækifæri skyldi nýtt til mennta. Lilla var námfús og hafði hvatninguna úr foreldra- húsum að leiðarljósi og fór á alls konar námskeið. Á unglingsárunum kynntist Lilla honum Bjarna og giftust þau árið 1948. En fleiri hrifust af henni. Hannes Sigfússon skáld var einn þeirra. Ljóðabókin Dymb- ilvaka er tileinkuð Lillu, þar eru þessar hendingar: Með gullinni skyttu og glitrandi þræði Guðný Gestsdóttir ✝ Guðný Gests-dóttir fæddist 9. september 1922. Hún lést 24. febr- úar 2015. Útför hennar fór fram 6. mars 2015. óf sumarið nafn þitt í söknuð minn. Þegar Bjarni varð stöðvarstjóri í Loftskeytastöðinni í Gufunesi fluttu þau þangað upp eftir. Ég kom oft í heimsókn. Stund- um var ég þar ein en oftast voru fleiri krakkar úr fjöl- skyldunni. Þarna var töfraheim- ur óralangt frá bænum. Dúfna- kofi, tjörn og melar. Sjoppa í kjallaranum sem seldi Hers- hey’s-súkkulaði og þegar opnað var inn í vinnusalinn heyrðust píp og tíst. Eitt sinn þegar ég var hjá Lillu spurði hún mig hvort hún mætti ekki bjóða mér apakúk í hádeginu. Jú, takk sagði ég, sannfærð um að Lilla gæti gert góðan mat úr apakúk. Svo sauð hún kokteilpylsur og við stung- um í þær prjóni, böðuðum í tóm- atsósu og sinnepi og átum apa- kúk þar til við stóðum á blístri. Bjarni fór oft til útlanda starfs síns vegna. Lilla fór með, sótti námskeið, keypti falleg föt og hælaskó númer 35. Þá skó sem hún var hætt að nota gaf hún frá sér. Það var ekki ama- legt að fara í mömmó á pinna- hælum sem smellpössuðu. Ég man eftir Lillu og Rósu þar sem þær voru að spjalla saman heima hjá ömmu á Ásó. Umræðuefnið er gleymt en þrjú orð sitja eftir í minni mínu: Lek- ker, elegant, fix. Lilla var, eins og Laxness sagði um eina kvenpersónu sína: bomba, þó ekki bomba sem var ætluð til sprengs, heldur kyn- bomba. Hún var bráðfalleg, handsmá og hýreyg, hlý, mjúk, góð og skemmtileg. Hún lét engan ósnortinn. Næm á tilfinn- ingar annarra og lét sér annt um sína nánustu, reiðubúin að hlaupa undir bagga og sá alltaf hið góða í hverjum manni. Þegar Bjarni lét af störfum í Gufunesi fluttu þau til Reykja- víkur. Lilla fór að vinna hjá rit- símastjóra og nutu margir tengsla hennar þar með sumar- vinnu. Á þessum árum ágerðust veikindi Bjarna – drykkjan. Lilla átti oft erfitt en bar sorgir sínar ekki á torg. Eftir að Bjarni dó hófst nýtt tímabil. Lilla fór í öldungadeild í MH og varð stúd- ent. Hún fór til Spánar á nám- skeið í spænsku. Einlægt var hún að, stöðugt að bæta við menntun sína. Svo var það árið 1988 að Hannes Sigfússon flutti heim til Íslands. Leiðir þeirra lágu sam- an fyrir tilviljun á Mokka og það varð upphafið að rómantísku ævintýri. Hjörtu þeirra slógu í takt. Þau voru jafnaldrar, þau voru jafningjar, þau virtu hvort annað og elskuðu. Þau áttu sam- an níu góð ár og hin gullna skytta með sinn glitrandi þráð óf fegurð og gleði í lífsvef þeirra. Eftir að Hannes féll frá fór Lillu smám saman aftur. Hún saknaði hans. Og Elli kerl- ing sótti að en Lilla streittist lengi á móti. Hún flutti í Sóltún. Hún var ekki ánægð með þá breytingu fyrr en henni datt í hug að hún væri á ferðalagi, stödd á ansi þokkalegu hóteli og færi bráðum heim. Mér er efst í huga gleðin yfir að hafa átt hana að og þakklæti fyrir allt hið góða sem hún gaf mér og mínum. Þessi fíngerða, fótnetta kona markaði djúp spor í sálu mína. Ingveldur Róbertsdóttir. Meira: mbl.is/minningar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Davíð Ósvaldsson útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.