Morgunblaðið - 07.03.2015, Page 36

Morgunblaðið - 07.03.2015, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 ✝ Kolbeinn Sig-urjónsson fæddist í Hafn- arfirði 17. júlí 1960. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. febr- úar 2015. Foreldrar hans voru Sigurjón Steinþór Júlíusson skipstjóri, f. 9.10. 1929, d. 20.2. 1988, og Ásgerður M. Sveins- dóttir saumakona, f. 23.3. 1928, d. 26.1. 2005. Systkini Kolbeins eru: Einar, f. 30.6. 1953, Dóra, f. 1.10. 1956, d. 19.6. 2006, Hrefna, f. 14.1. 1959, og Halla, f. 1.2. 1963. Samfeðra eru: Rósa, f. 25.2. 1973, og Júlíus, f. 26.10. 1976, sem faðir hans átti með seinni eiginkonu sinni, Arndísi Krist- insdóttur, f. 4.11. 1932. björnssonar í Garðabæ, en sjó- mennskan varð hans ævistarf sem hann stundaði í hartnær 40 ár. Hana hóf hann með föð- ur sínum, en Sigurjón var skipstjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði og átti bátinn Sig- urjón Arnlaugsson GK 16. Kolbeinn flutti á Sauð- árkrók 1979 þar sem hann kynntist eiginkonu sinni sum- arið 1980. Þau keyptu sína fyrstu íbúð 5. maí 1981 á Víði- grund 4. Þau giftu sig á sjó- mannadaginn, 1. júní 1996, og hafa þau búið í Birkihlíð 3 frá september 1986. Sjómennskuna stundaði hann lengst af á togurum gerðum út frá Sauðárkróki, eða frá árinu 1981, en frá 1. september árið 2007 var hann á togaranum Brimnesi RE 27 hjá útgerðarfélaginu Brimi hf. Hans líf og yndi var fjöl- skyldan og samvera með henni og var hann einstaklega dug- legur að halda sambandi við alla stórfjölskylduna. Útför Kolbeins fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 7. mars 2015, kl. 14. Eftirlifandi eig- inkona Kolbeins er Kristín L. Lúð- víksdóttir, f. 3.9. 1962. Foreldrar hennar voru Guð- rún Jakobsdóttir, f. 7.5. 1930, d. 21.1. 2003, og Lúðvík Magn- ússon, f. 19.8. 1925, d. 2.9. 2003. Kolbeinn og Kristín eignuðust þrjú börn, elstur er Atli Freyr, f. 21.3. 1984. Þá Guðrún Ása, f. 30.1. 1989, sambýlismaður hennar er Elvar Pálsson, f. 30.5. 1989, og yngstur er Fannar Logi, f. 15.8. 1992. Kolbeinn ólst upp í Garða- bæ og sótti barna- og grunn- skóla þar. Hann fór snemma að vinna, meðal annars á véla- verkstæði Sigurðar Svein- Horfinn er á braut þú ynd- islegi eiginmaður minn og besti vinur og stórt skarð hefur verið höggvið í litlu fjölskylduna okkar við ótímabært fráfall þitt. Sökn- uðurinn er mikill, en í sorginni er dýrmætt að ylja sér við minn- ingar og myndir af fjölskyldu okkar og vinum. Þú varst einstakur maður, traustur, glaðlyndur, nákvæmur og vandvirkur, bæði í orðum og gjörðum. Umhyggja þín var aug- ljós, og varst þú góðmennskan uppmáluð og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef einhvern vantaði aðstoð. Líf þitt og yndi var fjölskyldan, samvera með henni, og varst þú einstaklega duglegur að halda sambandi við alla stórfjölskylduna. Lagðir mikið á þig að hóa henni saman við hin og þessi tækifæri. Á sumrin átti útilegulífið allan okk- ar hug. Við áttum gjarnan fleiri nætur að heiman en heima á sumrin. Minningarnar sem ég á um þig mun ég geyma um ókomna tíð. Við áttum svo ótalmargar góðar stundir saman og er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru þinnar. Ég kveð þig hér með litlu ljóði sem á vel við þig, elsku Kobbi minn. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín eiginkona, Kristín. Elsku pabbi. Ég trúi því að þér líði vel þar sem þú ert núna; hjá afa, ömmu og Dóru frænku. Það er svo margt sem hefur farið í gegnum huga mér síðustu vik- ur. Þú, pabbi minn, ert farinn. Ég vil þakka þér fyrir allt gam- alt og gott. Ég vil þakka þér fyr- ir að hafa verið mér góður faðir og hugsað um mig öll þau ár sem við áttum saman og hjálpað mér við allt sem ég hef þurft á að halda. Ég vil þakka þér fyrir að hjálpa mér með húsið mitt og allt sem þú gerðir fyrir mig þar. Vil þakka þér fyrir öll ferðalögin okkar saman. Ég man fyrstu ferðalögin þegar ég var lítill drengur og við vorum í tjaldi. Svo keyptum við tjaldvagn, þá fellihýsi og loks hjólhýsi sem við áttum frábæra tíma saman í; ég, þú, mamma og systkini mín. Ég gleymi aldrei siglingunni sem við fórum í saman. Þegar við og mamma fórum til Þýskalands með þér. Í þrjá daga fyrir sigl- inguna vorum við að veiða og það var meiriháttar að sjá hvernig þú vannst. Ég var með þér úti á dekki að hjálpa þér að vinna en það var eina skiptið sem ég fór út á sjó og það á togara, það var æðislegt að vera með þér. Þú gerðir allt fyrir mig sem þú gast, hvenær sem var. Ég hlakkaði alltaf til þegar þú varst að koma heim af sjónum. Ég var alltaf niðri á bryggju, hvort sem það var á Sauðárkróki eða í Reykja- vik, þegar þú varst að koma í land og hlakkaði alltaf jafnmikið til að hitta þig. Þú varst minn besti vinur, traustur eins og klettur og verndaðir mig eins og sjáaldur augna þinna. Ég minn- ist reglulega lagsins sem við hlustuðum mikið á saman og sér í lagi í útilegum, Mýrdalssands með GCD, og Reiðmanna vind- anna með Helga Björns. Alltaf hækkuðum við í botn þegar þessi lög komu í útvarpinu eða annars staðar. Eins minnist ég allra hestaferðanna sem þú komst með mér og afa í þótt þú hafir aldrei haft neitt sérstaklega gaman af þeim. Það skipti bara aldrei máli hvað ég bað þig um, alltaf varstu tilbúinn og stóðst með mér í gegnum súrt og sætt. Þú hringdir í mig á hverjum degi og bauðst mér í heimsókn þegar þú varst heima, þú hjálpaðir mér alltaf með bílinn minn þegar eitt- hvað var bilað. Ég elska þig elsku pabbi, ég sakna þín meira en nokkur orð fá lýst og mun aldrei gleyma þér. Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Myrkur dauðans megnar ekki að hylja mannlund þína, tryggð og fórnarvilja – eftir því sem hryggðin harðar slær hjarta þitt er brjóstum okkar nær. Innstu sveiflur óskastunda þinna ennþá má í húsi þínu finna – þangað mun hann sækja sálarró sá er lengst að fegurð þeirra bjó. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver – athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Þinn sonur, Atli Freyr. Elsku besti pabbi minn. Það eru erfiðir tímar hjá mér þessa dagana, þú ert farinn og kemur ekki aftur. Tilhugsunin ein um að þetta sé veruleikinn er óraunveruleg en ég verð að sætta mig við orð- inn hlut og halda áfram. Þú varst mér svo margt, þú gerðir svo mikið fyrir mig og mömmu og systkinin mín, þau Atla og Guð- rúnu. Tímarnir sem við áttum saman á Brimnesi RE 27 árin 2012 og 2013 eru mér meira virði en orð fá lýst, þú kenndir mér eins mikið og hægt var á stuttum tíma hvernig skal gera við netin og mun ég halda heiðri þínum á lofti um ókomin ár fyrir dugnað, manngæsku og ást sem þú sýnd- ir mér og öllum sem þér kynnt- ust. Ég á eftir að hugsa til þín alla daga með gleði og sorg í hjarta og bera höfuðið hátt hvar sem ég kem og minnast þín fyrir hvað þú varst. Minningin um hversu góður kokkur þú varst, hversu hjálpsamur þú varst, hversu góður maður þú varst og heill fram í fingurgóma er mér hvatning og mun ég feta í þín spor hvar sem ég get komið því við alla tíð. Allir fengu hjá þér tækifæri hversu ungir, gamlir, leiðinlegir eða skemmtilegir þeir voru, þú gafst öllum séns og allir elskuðu þig, þú í raun gerðir allt sem góðan mann prýðir og að besta pabba í heimi. Þú varst og verður alltaf pabbi minn og þeg- ar ég verð svo lánsamur að eign- ast mína konu og börn mun ég kynna þau fyrir þér sem besta afa í heimi, segja þeim gaman- sögur af okkur og því sem við upplifðum saman. Þegar við hitt- umst á ný gerir þú mér greiða og grillar eins og eitt stykki úrbein- að lambalæri og brúna sósu með kartöflum og við förum í gegnum árin sem við misstum af saman og tengjumst okkar sterku bönd- um á ný. Elsku pabbi ég kveð þig með söknuði, miklu táraflóði og sorg í hjarta og lofa þér því að halda fast utan um mömmu og systkini mín. Far þú í friði elsku besti pabbi. Þinn sonur, Fannar Logi. Elsku pabbi minn. Það er mér svo fjarri að ég skuli sitja hér og skrifa minningargrein um þig. Tilfinningarússíbaninn sem er búinn að einkenna nánast allt ár- ið 2015 er sá stærsti sem ég hef upplifað. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við það sem búið er að gerast og ég hreinlega hef ekki hugmynd um hvernig lífið mun halda áfram. Einhvern veginn kemur samt alltaf nýr dagur og tíminn flýgur áfram. Þar sem þú varst sjómaður finnst mér oft bara eins og þú sért úti á sjó og í raun er auð- veldast að fela sig á bak við þá hugsun. Ég á margar góðar minningar um þig sem ég mun halda í alla mína ævi. Að missa pabba sinn er flestum mjög erfitt en ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu erfitt það er í raun. Mann eins og þig er ekki hægt að finna hvar sem er. Allt sem þú gerðir og allt sem þú tókst þér fyrir hendur var 110%. Þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur og það sem þér fannst allra skemmtilegast var að fá allt þitt uppáhaldsfólk, bæði fjölskyldu og vini, saman og hafa gaman. Þá standa upp úr tvær rausn- arlegar veislur sem þið mamma hélduð; fimmtugsafmælið þitt og útskriftarveislan hennar mömmu. Það skipti þig svo miklu máli að halda fjölskyldunni sam- an og það sem mér finnst ennþá skemmtilegra er að ég upplifi það sama. Mér hefur alltaf fundist gam- an að tala um þig við annað fólk og ég hef og mun alltaf vera stolt af því að hafa þau forréttindi að kalla þig pabba minn. Þú sagðir oft við mig: „Guðrún, þú átt besta pabba í öllum heiminum? Er það ekki, er ég ekki besti pabbi í öllum heiminum?“ Að sjálfsögðu svaraði ég því játandi og brosti allan hringinn. Ég veit að ef ég hugsa eða geri hlutina eins og þú hefðir gert er ég að gera rétt. Sárast af öllu finnst mér að þú hafir ekki upplifað afahlutverkið vegna þess að ég veit að þú hefð- ir orðið mjög góður afi og dekrað við barnabörnin í hvívetna. Ég man að einu sinni þegar ég bjó á Akureyri birtist þú allt í einu, ákvaðst að taka smárúnt og kíkja í heimsókn. Rétt áður en þú fórst aftur heim spurðirðu hvort þú mættir nokkuð fá Dimmu aðeins lánaða með þér á Krókinn. Það sem þú gast stjan- að við hana var ótrúlegt og hún kunni sko alveg á þig. Hún vissi nákvæmlega að með því að horfa bara aðeins á þig fékk hún eitt- hvað gott að éta, hvort sem það var úr ísskápnum eða að þú hreinlega eldaðir eitthvað fyrir hana. Börnin mín munu fá að heyra margar sögur af Kobba afa og ég mun reyna mitt besta í að vera þeim foreldrið sem þú varst mér. Hjá þér fengu allir tækifæri, sama hver fortíð fólks var. Það sem mér finnst enn mikilvægara er að þú kunnir að fyrirgefa fólki, það vil ég tileinka mér og kenna mínum börnum. Ég hef alltaf verið hrædd við dauðann en eftir að þú fórst, elsku pabbi minn, er ég ekki hrædd við hann lengur. Ég hlakka til þegar minn tími kem- ur og við hittumst á ný. En þar til mun ég varðveita allar góðu minningarnar sem ég á í hjarta mínu. Elsku pabbi minn, ég kveð þig með miklum söknuði og tára- flóði. Þín dóttir, Guðrún Ása. Í dag 7. mars kveðjum við elskulegan bróður okkar. Elsku Kobbi, þú sem kvaddir okkur alltof fljótt hinn 20. febrúar sl. á dánardegi föður okkar, það er sárt að þú sért farinn frá okkur, söknuðurinn mikill, hver hefði trúað því að þú færir svona ung- ur. Pabbi yfirgaf okkur alltof snemma, aðeins 58 ára, en þú 54 ára. Þú varst svo líkur pabba, þið báðir svo yndislegir og góðhjart- aðir að aðra eins öðlinga er erfitt að finna. Báðir vilduð þið allt fyr- ir alla gera. Það var svo gott og gaman að koma norður til þín og Stínu. Alltaf svo vel tekið á móti okkur og þú vildir alltaf fá alla fjöl- skylduna til ykkar og alltaf var gleðin við völd. Gott dæmi um hvað það var gott að koma til ykkar að alltaf fékk maður grill- að læri að hætti Kobba, úrbeinað og besta lærið í bænum. Það var ansi gaman að vera með þér í útilegum, það þótti þér ansi skemmtilegt og mikið var brallað Kolbeinn Sigurjónsson Hjartans þakkir til allra er heiðruðu minningu ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR ÁRNADÓTTUR, Uppsölum, Akrahreppi, er lést miðvikudaginn 18. febrúar. Guð blessi ykkur. . Árni Bjarnason og fjölskylda. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KATRÍNAR R. MAGNÚSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Mörk, áður til heimilis að Lynghaga 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir alúð og góða umönnun. . Jón M. Björgvinsson, Grétar Ó. Guðmundsson, Erla S. Kristjánsdóttir, Inga Hanna Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR ERNU ÓLAFSDÓTTUR frá Lambhaga í Ölfusi. Sérstakar kveðjur með þakklæti fyrir alúð og góða umönnun til starfsfólks dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði. . Anna María Jónsdóttir, Benedikt G. Eggertsson, Magnús Flosi Jónsson, Sigrún Ágústsdóttir, Halldór Jónsson, Ólöf Jónsdóttir, Steindór Gestsson, Kristján Einar Jónsson, Kristín Ólafsdóttir og fjölskyldur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU KRISTÍNAR KRISTVALDSDÓTTUR, Skúlagötu 11, Stykkishólmi. Guð blessi ykkur öll. . Tómas Magni Bragason, Anna Ragna Bragadóttir, Margrét Steinunn Bragadóttir, Valdimar Ólafsson, Hólmfríður Jóna Bragadóttir, Geir S. Sigurjónsson, Bogi Th. Bragason, Sólveig J. Ásgeirsdóttir, Sigríður L. Braga Carson, William S. Carson, barnabörn og barnabarnabörn. Yndislegur unnusti minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, VALDIMAR RÚNAR GUÐMUNDSSON, Hlíðarhjalla 51, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 27. febrúar. Útför hans verður frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. mars kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á reikning barna hans, 0156-15-380687, kt. 300609-3330. . Daðey Arnborg Sigþórsdóttir, Júlíus Elfar Valdimarsson, Sunneva Valey Valdimarsdóttir, Þóranna Þórðardóttir, Margrét Unnur Akselsdóttir, Erik Andersson, E. Ásrún Guðmundsdóttir, Árni Ragnarsson, Sigþór Valdimar Elíasson, Sonja Elín Thompson, Elfar Rafn Sigþórsson, Rakel Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.