Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á neðangreindri eign í Bolungarvík
verður háð á henni sjálfri, miðvikudaginn 11. mars nk. kl.
14.30.
Þuríðarbraut 15, fasteignarnr. 212-1784, þingl.eig. Ufsir ehf., gerðar-
beiðandi Sjóvá – Almennar tryggingar hf.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
6. mars 2015.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Fífurimi 4, 204-0416, Reykjavík, þingl. eig. Sigurbjörg Helga Birgis-
dóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf., Íbúðalánasjóður, Orkuveita
Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkurborg, miðvikudaginn 11. mars
2015 kl. 11.30.
Starengi 68, 222-4088, Reykjavík, þingl. eig. Kristey Jónsdóttir og
Stefán Viðar Guðmundsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og
Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
6. mars 2015.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hallveigarstígur 4, 200-5684, Reykjavík, þingl. eig. Bogi Örn Emilsson,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf.,
Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn
12. mars 2015 kl. 11.00.
Rauðalækur 11, 201-6516, Reykjavík, þingl. eig. Stefán Óli Sæbjörns-
son og Vala Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og
Tollstjóri, fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 10.30.
Skerjabraut 9, 206-8183, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Guðrún Helga
Rúnarsdóttir, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur og Sjóvá-
Almennar tryggingar hf., fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 11.30.
Stigahlíð 28, 203-1030, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Margrét Þrastar-
dóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, fimmtudaginn
12. mars 2015 kl. 10.00.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
6. mars 2015.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Arnarhraun 2, 0101, (207-3314), Hafnarfirði, þingl. eig. Sóley
Víglundsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Rúnar Þór
Árnason, miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 14.30.
Erluhraun 2b, 0101, (207-4589), Hafnarfirði, þingl. eig. Arnar Már
Ólafsson og Steinunn Hildur Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Hafnar-
fjarðarkaupstaður og Landsbankinn hf., miðvikudaginn 11. mars 2015
kl. 15.00.
Hjallabraut 21, 0102, (207-5523), Hafnarfirði, þingl. eig. Guðrún Ma-
lena Ágústsdóttir og Guðjón Haukur Ingólfsson, gerðarbeiðendur
Gildi - lífeyrissjóður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Hjallabraut 21,húsfélag
og Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 13.30.
Hjallabraut 5, 0202, (207-5447), Hafnarfirði, þingl. eig. Ásta Guðríður
Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 11.
mars 2015 kl. 14.00.
Hringbraut 21, 0101, (207-6055), Hafnarfirði, þingl. eig. Sigrún
Kristinsdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður, Íbúðalána-
sjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 11. mars 2015
kl. 11.00.
Hringbraut 4, 0103. (207-6031), Hafnarfirði, þingl. eig. Ewa Zubrzycka,
gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður, Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf. og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 11. mars
2015 kl. 10.00.
Hringbraut 4, 0204, (224-1968), Hafnarfirði, þingl. eig. Guðbjörg
Aðalh. Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður,
Hringbraut 4, húsfélag ogTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 11.
mars 2015 kl. 10.30.
Hringbraut 51, 0101, (222-4024), Hafnarfirði, þingl. eig. Eygló
Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður, Landsbankinn
hf., Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Sameinaði lífeyrissjóðurinn
og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 11. mars 2015 kl.
11.30.
Suðurgata 39b, 0101, (207-5740), Hafnarfirði, þingl. eig. Benedikta
Björnsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11.
mars 2015 kl. 09.30.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
6. mars 2015.
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Mig langar að
minnast afa míns,
Oddbergs Eiríks-
sonar, í nokkrum
orðum. Afi var ein af stóru per-
sónunum í mínu lífi. Hann var
skipasmiður, einn eigenda
Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur,
hann var í pólitík og um skeið í
bæjarstjórn Njarðvíkur, hann
söng í kirkjukórnum og hann
var vinmargur. Fyrir mér var
hann afi. Ég ólst upp við að eiga
gott skjól og nánast annað heim-
ili hjá ömmu og afa í Njarðvík.
Þær voru ófáar helgarnar sem
ég tók rútuna til þeirra á föstu-
degi til að vera þar um helgina
og á sumrum var ég oft nokkrar
vikur í einu hjá þeim. Alltaf var
nægur tími fyrir stelpuna og
þannig hefur það einnig verið öll
mín fullorðinsár.
Afi hafði mikla ánægju af því
að ferðast, bæði innanlands og
erlendis, og hafði farið víða. Oft
fékk ég að vera með á ferðalög-
um þeirra ömmu og afa hér
heima. Þá var farið á bílnum og
ekið um sveitir og oft langt inn á
öræfi. Þau áttu vini víða um land
og við gistum gjarnan hjá þeim
en einnig var tjaldað. Við afi fór-
um einnig í marga og skemmti-
lega bíltúra um Suðurnesin, oft
út að Garðskagavita sem var
einn af uppáhaldsstöðunum mín-
um. Í einum bíltúrnum stopp-
uðum við og gengum á Þorbjörn
og alltaf sagði hann mér frá
staðnum og fólkinu. Amma og
afi fóru einnig með mér á góð-
viðrisdögum í „piknik“ á strend-
urnar í Hraunsvík við Grindavík
og í Sandvík úti við Hafnir. Eitt
sinn þegar ég var lítil og sem
oftar í sundi með afa gerðist það
að ég hljóp frá honum og datt út
í laugina. Afi brást snöggt við,
veiddi mig upp úr og lét ekki þar
við sitja. Hann skráði mig fjög-
urra ára á sundnámskeið í
Njarðvíkunum og nokkrum vik-
um seinna var ég komin með
bréf upp á að vera synd.
Afi hafði ákaflega gott auga
fyrir umhverfinu og náttúrunni
og sótti þangað m.a. sérkenni-
lega steina og rekavið. Hann
hafði trú á að nýta mætti reka-
við betur og lét t.d. gera parket
á gólfið hjá sér á Grundarveg-
inum úr því efni. Einnig fann
hann skemmtilega steina sem
hann nýtti á frumlegan hátt og
það var eins með þessa hluti og
staðina sem við heimsóttum að
þeir áttu sér flestir skemmtilega
sögu.
Síðustu árin eftir að afi var
orðinn einn var það ég sem bauð
í bíltúr. Þá bjó afi í Reykjavík og
þegar ég spurði hann hvert ferð-
inni skyldi heitið þá var ósk hans
nánast undantekningalaust á þá
leið að við færum suðureftir. Í
haust fórum við í okkar síðasta
bíltúr um Reykjanesið og við
stoppuðum við skipasmíðastöð-
ina í Njarðvík. Við töldum skipin
og bátana sem voru inni og á
brautunum og afi var ánægður
með hvað það voru mörg skip í
slippnum og að það væri nóg að
gera. Við spáðum í nöfn skip-
anna, hvaðan þau væru og
hverrar tegundar. Eftir góða
heimsókn fórum við að vanda á
Duushús og fengum okkur kaffi
og köku áður en heim skyldi
haldið.
Í huga mér er þakklæti fyrir
ástina og umhyggjuna sem afi
umvafði mig alla tíð. Hans ferð
er á enda eftir langa og góða ævi
og ég er þess fullviss að vel hef-
Oddbergur
Eiríksson
✝ Oddbergur Ei-ríksson fæddist
15. september
1923. Hann lést 27.
febrúar 2015. Odd-
bergur var jarð-
sunginn 6. mars
2015.
ur verið tekið á
móti honum fyrir
handan af ömmu,
ættingjum og vin-
um sem á undan
eru farnir.
Guðrún H.
Sveinsdóttir.
Í dag kveð ég afa
Oddberg. Minn
glæsilega afa. Mér
þótti hann afi alltaf svo virðu-
legur maður og merkilegur.
Kannski var það hvernig hann
bar sig eða kannski vegna þess
að hann átti hatta. Það er erfitt
að segja, þannig var það bara.
Afi var fróður maður enda las
hann mikið og fékk ég oft að
heyra sögur og einnig um tím-
ann þegar hann var að alast upp.
Bókaherbergið hans var fullt af
fróðleik og alltaf fannst mér það
merkilegt að vera þar inni og
skoða. Mér er þó sérstaklega
minnisstætt þegar afi var eitt
skiptið búinn að kveikja upp í
arninum í stofunni og hann sett-
ist á stól þar fyrir framan og las
upp úr bók fyrir mig. Ég man
ekki hvort ég var eina barna-
barnið þá að hlusta eða hvort
aðrir voru á staðnum en ég man
mjög sterkt að ég horfði á afa og
hugsaði að hann gæti verið jóla-
sveinninn, það vantaði bara fötin
og skeggið.
Minn kæri afi er nú kominn til
ömmu og unir sér líklegast vel.
Ætli þau grípi ekki í einn kapal
eða svo. Takk fyrir allt elsku afi
minn og skilaðu kveðju til
ömmu.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðahnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þórhildur.
Mikinn öðling og höfðingja
hefur Elli kerling nú að velli
lagt. Oddbergur Eiríksson hefur
lokið langri lífsgöngu.
Ég sem þetta rita varð honum
samferða spölkorn á ævileiðinni,
það var ómetanlegt.
Ég kynntist Oddbergi fljótt
eftir að ég fluttist í Njarðvík-
urnar, ungur maður og óreynd-
ur. Það var margt sem stuðlaði
að því að kunningsskapur okkar
varð náinn og langur. Báðir vor-
um við á vinstri kantinum í
stjórnmálum, Oddbergur ein-
dreginn sósíalisti, ég þjóðvarn-
armaður og báðir höfðum við
áhuga á að taka þátt í félagslegu
stússi og urðum svo flokksbræð-
ur þegar Alþýðubandalagið varð
til. Við byggðum okkur svo hús
hlið við hlið við Grundarveginn
og höfðum um það nokkra sam-
vinnu.
Oddbergur var „þéttur á velli
og þéttur í lund“ svo gripið sé til
hendingar úr þekktum söng.
Hann var skarpgreindur og
hæfileikaríkur, fjölfróður um
menn og málefni.
Ég minntist áður á stjórnmál
og félagsstörf. Á þeim vettvangi
farnaðist honum vel og hann
naut virðingar bæði samherja og
andstæðinga. Hann var mikill
unnandi góðra lista, bókmenntir,
leiklist og myndlist voru í miklu
uppáhaldi enda víðlesinn og
fróður í þeim efnum.
Við Oddbergur áttum það
sameiginlegt að hafa áhuga á
ferðalögum um Ísland – jafnt
byggðir sem óbyggðir. Þegar
efni leyfðu eftir húsbyggingarn-
ar við Grundarveginn eignuð-
umst við báðir rússajeppa – tor-
færubíla þess tíma – og margar
urðu ferðirnar langar og stuttar.
Stundum voru fleiri með í för
en alltaf var það Oddbergur sem
var foringinn. Sumir menn eru
einfaldlega fæddir foringjar.
Ferðalög Oddbergs takmörk-
uðust ekki við rússajeppann –
fjarri því. Hann var röskur og
þolinn göngumaður, gekk á
Hvannadalshnjúk meðan sú leið
var harla fáfarin og fór í margra
daga gönguferðir um eyðibyggð-
irnar í Fjörðum og á Horn-
ströndum. Hann unni landi sínu
af heilum hug, var annt um
gróður þess og dýralíf.
Ríkur þáttur í skapgerð Odd-
bergs var lífsgleðin og lífsnautn-
in – lífsnautnin í hinni góðu og
jákvæðu merkingu þess orðs.
Heimili þeirra hjóna, hans og
Fjólu, var um langt árabil sama-
staður þar sem fleiri eða færri
úr stórum hópi vina og kunn-
ingja hittust og glöddust saman.
Þau voru samhent í því hjónin að
taka vel á móti fólki, veita af
rausn og gleðjast með glöðum.
Þetta voru oft gáskafullar gleði-
stundir þar sem var sungið og
höfð uppi gamanmál. Stundum
slegið á aðra strengi, lesin upp
ljóð eða valdir kaflar úr bók og
inn í þetta allt saman fléttuðust
svo umræður um stjórnmál og
trúmál, lífið og tilveruna, ekkert
undan skilið.
Oddbergur var söngmaður
ágætur og sögumaður, hafði
jafnan lag á því að draga fram
skoplegu hliðarnar á hverju því
sem bar á góma. Hann var hrif-
næmur, bæði á stundum gleði og
sorgar. Hann kunni manna best
að gleðjast með glöðum og fáir
miðluðu jafn ríkulega huggun og
trausti á sorgarstundum.
Og svo var Oddbergur skáld.
Þegar hann vildi tjá hug sinn af
einlægni þá brá hann fyrir sig
ljóðformi án ríms. Þar náði hann
þeim fágæta en eftirsóknarverða
árangri að tjá í fáum, einföldum
orðum hughrif og tilfinningar
með eftirminnilegum hætti. Lítt
hampaði hann þeim verkum og
sýndi fáum.
Þegar ég hugsa um Oddberg
nú að leiðarlokum er mér efst í
huga virðing fyrir fjölhæfum og
skemmtilegum drengskapar-
manni og þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta samfylgdar hans
á lífsleiðinni um skeið.
Sigmar H. Ingason.
Sem ungur maður fór Odd-
bergur frá sínum heimaslóðum
og til Njarðvíkur að nema þar
skipasmíði. Þar varð síðan hans
starfsvettvangur og ævistarf við
að vinna við smíðar og viðhald
bátaflotans á einn eða annan
hátt.
Oddbergur var einn stofnenda
Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur
og starfaði þar lengst af sinni
starfsævi. Hann var virkur þátt-
takandi í þeirri uppbyggingu
sem þar átti sér stað og eftir að
tekin var í notkun ný dráttar-
braut var stöðin með fullkomn-
ustu dráttarbrautum á landinu
með geymslupláss fyrir rúmlega
30 báta á plani. Það var því oft
mannmargt þegar stöðin var full
af bátum sem þörfnuðust að-
hlynningar og margar hendur
þurfti til að vinna verkin. Var
Slippurinn um tíma einn af fjöl-
mennustu vinnustöðum á Suð-
urnesjum og voru þar í vinnu
allt að 100 manns þegar mest
var um háannatímann og það
voru margir sem stigu þar sín
fyrstu spor á atvinnuferlinum.
Oddbergur stjórnaði lengi
uppsátrinu, við að taka upp
bátana, setja þá á sinn stað og
sjósetja aftur eftir að viðeigandi
umhirða eða viðgerð hafði verið
framkvæmd. Og það voru marg-
ir sem þurftu að komast í slipp
sum árin og mönnum lá mis-
mikið á. Setningsstjórinn varð
þá að vera fastur fyrir og Odd-
bergur stjórnaði því með sínu
lagi.
Það eru margar minningar
sem koma upp þegar farið er að
rifja upp gamla tíma, en eftir
stendur þó upp úr minning um
manninn, um vinnufélagann sem
nú er fallin frá. Við þökkum
Oddbergi samfylgdina og vott-
um fjölskyldunni samúð okkar
um leið og við kveðjum góðan fé-
laga.
Fyrir hönd samstarfsmanna í
Skipasmíðastöð Njarðvíkur,
Jón Haukur Aðalsteinsson.
Þegar ég flutti til Keflavíkur
fyrir 45 árum til að gerast kenn-
ari hér í bæ þekktum við hjónin
afar fáa hér á svæðinu og vorum
svolítið einmana. En á því átti
heldur en ekki eftir að verða
breyting eftir að við villtumst
inn á fund hjá Alþýðubandalag-
inu og Oddbergur Eiríksson
bauð okkur heim að fundi lokn-
um. Þar var nú ekki aldeilis í kot
vísað hjá þeim hjónum Oddbergi
og Fjólu, dýrlegar veitingar
bornar fram af húsfreyju og hví-
líkt skemmtilegar samræður
sem teygðu sig langt inn í nótt-
ina og allt í einu var maður kom-
inn í samband við skemmtileg-
asta og besta fólk sem ég hefi á
ævi minni kynnst, þau hjónin,
Sólveigu og Jónatan, og síðar
Eyjólf og Þorbjörgu og marga
fleiri sem minnisstæðir eru.
Auðvitað hefur týnst úr þess-
um hópi eftir því sem árin hafa
liðið og nú síðast er genginn
sjálfur höfðinginn, Oddbergur
Eiríksson, sem vissulega var á
sínu æviskeiði einn af þeim sem
gáfu tilverunni lit. Kona hans,
Fjóla, var fædd hefðarkona, afar
glæsileg og framkoman og lát-
bragðið hefði sómt sér í sölum
lávarða, hún er einhver elskuleg-
asta manneskja sem maður hef-
ur kynnst og Oddbergur, alltaf
glaður og góður, vildi öllum
hjálpa. Þau voru einstaklega
samhent hjón og manni fannst
þau óaðskiljanleg. Þau unnu
saman í Skipasmíðastöð Njarð-
víkur en Oddbergur hafði lært
skipasmíðar.
Í frítíma sínum lögðust þau
gjarnan í ferðalög og þá var
maður stundum svo heppinn að
maður fékk að ferðast með þeim
og það var nú ekki amalegt.
Oddbergur var hafsjór af
skemmtilegum sögum og þjóð-
legum fróðleik og svo var hann
aldeilis liðtækur söngmaður,
söng í kór í áratugi og það var
ógleymanlegt að heyra hann
syngja og ég tala nú ekki um að
fá að taka undir. Svo laumaðist
maður út að reykja með Fjólu
sem var slíkur snyrtipinni að
þótt við værum stödd uppi á
öræfum þá tók hún upp úr fór-
um sínum silfuröskubakka og
krafðist þess að aska og allur
annar úrgangur væri settur þar.
Ekki mátti svína út náttúruna.
Það er ekki lítils virði að fá slíkt
uppeldi.
Ég verð að segja hér eina
sögu af Oddbergi sem mágur
hans sagði í 70 ára afmæli Fjólu.
Þegar Oddbergur var fimm ára
prestssonur á Sandfelli í Öræf-
um var einu sinni von á bisk-
upnum í vísitasíu. Oddbergur
litli var mjög spenntur en
nokkru áður en biskupinn kom
var búið að dúka og leggja á
borð í borðstofunni, sviða-
kjamma á fötum með tilheyrandi
meðlæti. Oddbergi litla mun
hafa fundist hausarnir nokkuð
snautlegir og tók til sinna ráða
og þegar biskupinn gekk til
stofu var búið að þræða eyrna-
lokka móður hans í eyrun á svið-
unum. Mér hefur alltaf fundist
þessi saga sýna innræti Odd-
bergs vel. Að gera það besta fyr-
ir gestina, það voru hans ær og
kýr.
Fjóla hélt mikið upp á lagið
We’ll meet again og það var
sungið afar fallega þegar hún
var jörðuð. Mig langar til að
trúa að nú muni þessi yndislegu
hjón hittast aftur á öðru tilveru-
stigi og njóta þess að vera sam-
an í eilífðinni. Þeim var ekki
skapað að skilja.
Við gamla Alþýðubandalags-
fólkið þökkum fyrir samfylgdina.
Sigríður, Ásgeir, Eyjólfur,
Þorbjörg og Sólveig.