Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.03.2015, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver er aðgangsharður og vill komast nær þér en þú kærir þig um. Láttu allt slúður sem vind um eyru þjóta og mynd- aðu sjálfur skoðun á vinnufélögum þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Óvænt atvinnutilboð eða aðferðir til þess að auka tekjur þínar gætu borist þér í dag. Leyfðu þér að njóta tímamótanna áður en þú heldur ótrauður áfram. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur meðbyr og átt að not- færa þér hann til þess að koma áhuga- málum þínum í höfn. Leggðu á ráðin um bæta heimilisaðstæður þínar til langframa. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það sem ykkur kann að finnast skipta öllu máli getur öðrum virst þýðing- arlítið. Varastu alla áhættu í fjármálum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Finn- ist þér þú vera að bogna skaltu fá aðra til liðs við þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Í dag má auðveldlega leysa deilumál sem upp hafa komið milli vina. Reyndu að kynna þér málin sjálfur og kveða upp dóm á þínum eigin forsendum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Rólyndi þitt hefur góð áhrif á aðra, en þú þarft líka á næringu að halda. Annars áttu á hættu að allt fari úrskeiðis. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú finnur til kennda sjálfstæðis og uppreisnar í dag og vilt ekki að nokkur maður segi þér fyrir verkum. Að gefa und- irbýr það að þiggja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þennan morgun skaltu hugleiða allt sem er gott, til að bægja burt óþægind- unum. En skyndilausn er eðli málsins sam- kvæmt tímabundin. Ræddu málin af kaldri skynsemi en með heitu hjarta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vilt sýna einstaklingshyggju þína og sjálfstæði og skalt ekki hika við það. Mikið vill meira! Hættu því að gangast upp í kunningsskapnum og menntaðu sjálfan þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það reynir á hvern mann þú hef- ur að geyma þegar þú verður vitni að sam- tali sem ekki á að koma fyrir þín eyru. Fimmtán mínútur á dag eru fljótar að safn- ast saman. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú leggur hart að þér en þeim sem skilja ekki vinnuna þína finnst það ekki. Leit- aðu ráða. Veldu rétta augnablikið og vertu vandlátur á það sem þú lætur fara frá þér. Síðasta vísnagáta var eftir Guð-mund Arnfinnsson: Bert landsvæði blasir við. Blásið út er líffærið. Víst hér mjúkur mosinn er. Mun ei spretti linna hér. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Nú varð ég kima að kemba og kanna ýmis svið, en það mun vera þemba sem þarna átt er við. Helgi R. Einarsson svarar: Konur lokka kemba, karl er stundum remba, dropar margir demba, í dag er lausnin þemba. Árni Blöndal ræður gátuna þannig: Í uppblásturs þembuna sáði, uppþemdan sá þar lembinginn, í mosaþembunni áði , og mátti svo ríða þembinginn Guðmundur svarar sjálfum sér: Þemba er hygg ég hrjóstur bert. Heilsu fær lungnaþemba skert. Mosaþemba, hve mjúk þú ert! Margt er í einni þembu gert. Og lætur þembu-limru fylgja: Úr réttunum Tóti með rembinginn kom ríðandi Freyfaxa kembinginn í ausandi dembu, með iðraþembu af því að ríða þembinginn. Síðan heldur Guðmundur upp- teknum hætti og sendir gátu í Vísnahorn: Fyrirheiti frestun á. Á fési hverju má hann sjá. Jafnan stunda á miði má. Mengun valda þykir sá. Davíð Hjálmar Haraldsson minnir á áform um stórfellt nið- urrif ónýtra skipa og umfangs- mikið laxeldi við Eyjafjörð. Á það að koma í stað hvalaskoðunar. Hver mun elta hvalatorfur fús í hvítalogni og mildum aftanroða ef ryðguð skipaflök og laxalús líka má um allan fjörðinn skoða? Ólafur Stefánsson segist líka já- kvæður og sjá „tækifæri í stöð- unni“ eins og sagt er. Er túristarnir taka land og tékka á góðum kaupum, hillir uppi við svartan sand sveittan karl á hlaupum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þembulimra í kjölfarið Í klípu „GLEYMUM ÞVÍ EKKI HVERT ALVÖRU FÓRNARLAMBIÐ ER. SKJÓLSTÆÐINGUR MINN HEFUR VERIÐ HUNDELTUR, HANDTEKINN, HALDIÐ GEGN VILJA SÍNUM, DREGINN HINGAÐ INN OG NEYDDUR TIL ÞESS AÐ STANDA FYRIR MÁLI SÍNU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VILTU AÐ ÉG NÁI Í INNKAUPAKERRU?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það er svo sárt að skiljast að. HVERNIG VAR MATURINN ÞINN? AUÐGLEYMANLEGUR GÆTIRÐU FRÍSKAÐ UPP Á MINNIÐ MITT? ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ NÚ SÉ ÚTI UM OKKUR! KANNSKI EKKI... ÞEIR GÆTU VERIÐ AÐ PLATA! Fyrstu áratugir síðustu aldar heillaVíkverja. Hann hefði viljað vera uppi á þeim tíma þegar Reykjavík var að stækka og bæjarbragurinn að taka á sig mynd. Það er eitthvað heillandi við þetta tímabil þar sem kýr og hestar gengu um moldar- götur bæjarins við hlið prúðbúinna góðborgara sem klæddust sínu fín- asta pússi. Þeir þurftu oftar en ekki að stikla yfir skítinn á götunum til að komast leiðar sinnar. Á sama tíma voru kvikmynda- húsin að ryðja sér til rúms þar sem þessi nýi miðill þótti heillandi. x x x Víkverji hefur nefnilega reynt aðtemja sér það að þegar hann dettur í sjálfhverft kvart og kvein yf- ir hlutskipti sínu í nútímasamfélagi þá hugsar hann til þess hvernig for- feður og -mæður höfðu það á þessum tíma. Þá var oftar en ekki öllu erf- iðara að eiga í sig og á svo ekki sé talað um að vera kona í þessu sam- félagi. Þá tekur Víkverji sig saman í and- litinu og þakkar fyrir það sem hefur áunnist og í raun hvað hann hefur það býsna gott. x x x Undanfarið hefur Víkverji nefni-lega verið að lesa bókina Saga þeirra, saga mín eftir Helgu Guð- rúnu Johnson. Bókin segir sögu þriggja kvenna, Katrínar Thor- steinsson Briem (1881-1919), Ingi- bjargar „Stellu“ Briem (1902-1967) og Katrínar Stellu Briem (f. 1935). Sú síðastnefnda er heimildamaður ævisöguritarans. Verkið er kafla- skipt þar sem jafn margir kaflar eru tileinkaðir hverri persónu. Sagan er virkilega góð. Tvinnað saman sagnfræðifróðleik um tíma liðinnar aldar og inn á milli kemur sviðsetning á hugsunum og gjörðum sögupersónanna. Þetta fléttast vel saman. x x x Það sem stendur upp úr er aðraunveruleikinn getur oft verið lygilegri en skáldskapurinn sjálfur. Það er forvitnilegt að sjá hvernig fólk tekst á við lífið eftir mikinn missi. Lesning sem Víkverji mælir með. víkverji@mbl.is Víkverji Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi nein- um velgjörðum hans. (Sálmarnir 103:1-2) mbl.is alltaf - allstaðar Undirþrýstingur í miðeyra með vökva. Eftir þrýstingsjöfnunmeðOtoventblöðru, miðeyrað opið og engin vökvi. Otovent meðferðin er til að létta á undirþrýsting í miðeyra. Getur fyrirbyggt og unnið á eyrnabólgu og vanlíðan með því að tryggja að loftflæði og vökvi eigi greiða leið frá miðeyra. Meðferð getur dregið úr eyrnabólgum, sýklalyfjanotkun, ástungumog rörísetningum. Læknar mæla með Otovent. Klínískar rannsóknir sýna gagnsemi við lokun í miðeyra, skertri heyrn eftir eyrnabólgur, óþægindum í eyrum við flug, sundferðir eða köfun. Otovent er einfalt og þægilegt fyrir börn og fullorðna. Rannsóknir sýna góðan árangur. CE merkt. Fæst í apótekum Fyrsta hjálp til að laga og fyrirbyggja eyrnabólgur Viðurkennd meðferð Umboð Celsus ehf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.