Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.03.2015, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2015 Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar stóð fyrir boði í New York í fyrrakvöld sem var hluti af stóru kynningarverkefni sem er kallað „Way out“. Þessa dagana er mikil áhersla á myndlist í borginni og taka Íslendingar þátt í því; sýning Bjark- ar í MoMA er umtöluð og koma fleiri íslenskir listamenn þar að málum og þá er i8 með sýningarrými á list- kaupstefnunni Armory Show. Kynningarmiðstöðin bauð á fimmtudagskvöldið til fyrsta „Way out“-boðsins í íbúð og vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur myndlist- arkonu, sem einnig kallar sig Shop- lifter, í Greenpoint-hverfinu í Brook- lyn. Þangað var boðið galleristum, sýningarstjórum, blaðamönnum og öðrum sem koma að myndlistar- málum á ýmsan hátt, auk íslenskra listamanna og listnema. Áformað er að vera með fleiri slík boð í framtíð- inni, í borgum þar sem stórir mynd- listarviðburðir eiga sér stað. Gestir voru fræddir um íslenska myndlist, Gjörningaklúbburinn bauð upp á gjörninginn „Hot Speech“, Egill Kalevi Karlsson og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir upp á sannkall- aðar myndlistartertur og þá voru sýnd myndbandsverk. Framkvæmdastjóri KÍM, Björg Stefánsdóttir, segir marga íslenska listamenn búsetta erlendis en þeir séu þó þátttakendur í íslensku lista- lífi. Einn tilgangurinn hafi verið að styðja þá með bættri kynningu. „Hér stefnum við fólki saman og tengjum. Við notum tækifærið þegar Armory-vikan er í borginni, til að ná til áhrifafólks í myndlistarlífinu. Hér erum við á vinnustofu listamanns og við það myndast áhugaverð nánd. Við viljum síðan gjarnan fá þessa gesti til Íslands og erum búin að gera kynningarefni þar sem við tengjum íslensku listsenuna við þá alþjóðlegu.“ Ragnheiður Gestsdóttir sér um framkvæmd „Way out“. „Þar sem ís- lenskir myndlistarmenn taka þátt í stórum fjölþjóðlegum viðburðum komum við og fylgjum þátttöku þeirra eftir, auk þess sem við viljum styðja betur við listamenn sem eru búsettir erlendis. Það er nýtt að vera með kynninguna inni á vinnustofu ,,en það er stórskemmtilegt og spennandi fyrir alla.“ Hrafnhildur hefur búið og starfað í New York í rúm 20 ár og finnst skemmtilegt að bjóða öllum þessum gestum heim. „Við maðurinn minn erum vön að halda stóra veislur hérna og mér finnst þetta frábært verkefni hjá Kynningarmiðstöðinni. Mér finnst þetta skynsamlegt, að kynna íslenska list í borgum eins og New York, þar sem svo margt er í gangi. Ég sló því til – enda er þetta mjög gott fyrir mig og aðra íslenska listamenn hér,“ segir hún. efi@mbl.is Morgunblaðið/Einar Falur Myndlistarþing Gestir fylltu íbúð og vinnustofu Hrafnhildar Arnardóttur í Greenpoint-hverfinu í Brooklyn. Boðið var upp á listaverkakökur, horft á gjörning og rætt um myndlist fram eftir kvöldi. „Stórskemmtilegt“ Teygja Jóní Jónsdóttir og samstarfskonur hennar í Gjörningaklúbbnum hófu gjörning sinn á því að fara um stofur Hrafnhildar Arnardóttur með einskonar teygjuverk, sem þær strekktu vel á milli gesta. Hotsauce Gjörningaklúbburinn, Sigrún Hrólfsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir, nálgast hátind gjörnings síns um sterka sósu, fyrir framan gestina í eldhúsinu hjá Hrafnhildi Arnardóttur í New York.  KÍM með kynningu hjá Hrafnhildi Arnardóttur í New York Guðlaugur Bjarnason opnar ljós- myndasýningu í Anarkíu, Hamra- borg 3 í Kópavogi, í dag kl. 15. Á sýningunni verða myndir frá Berlín og Íslandi, teknar 1998-2005 í Berl- ín og 2008-2012 á Íslandi. Um kl. 16 verður tónverkið „Veðrabrigði“ eftir Ingibjörgu Azimu frumflutt, við ljóð Guðlaugs. Flytjendur eru básúnukvartettinn Los Trombones trans Atlantico og Magga Stína. Á myndinni sést Magga Stína æfa verkið með básúnuleikurum í An- arkíku, miðvikudaginn sl. Opnun og „Veðrabrigði“ frumflutt Morgunblaðið/Árni Sæberg Söfn • Setur • Sýningar Laugardagur 7. mars kl. 14: Ókeypis barnaleiðsögn Sunnudagur 8. mars kl. 14-16: Þjóðbúningadagur Ókeypis aðgangur fyrir gesti sem klæðast þjóðbúningum Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Á veglausu hafi í Bogasal Hvar, hver, hvað? í Myndasal Húsin í bænum á Veggnum Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar • Til sjávar og sveita, Gunnlaugur Scheving • Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga. • 15/15 – Konur og myndlist, úr safneigninni. 24. janúar – 26. apríl Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Bjargar Erlingsdóttur verkefnastjóra fræðsludeildar A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur. KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is LISTAMAÐUR Á SÖGUSLÓÐUM Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930. 31.1–22.3.2015. Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið sunnudaga kl. 14-17. Largo - presto Tumi Magnússon Á gráu svæði David Taylor Opnun laugardag 7. mars kl. 15 Samtal við hönnuð Sunnudag 8. mars kl. 15 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÓKEYPIS AÐGANGUR HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU ÞRIÐJUDAGINN 10. MARS KL.12:15 SÓLRÚN BRAGADÓTTIR SÓPRAN ANTONÍA HEVESI píanó VERDI - MASCAGNI WAGNER - GIORDANO ÁSTIR TRYGGLYNDRA KVENNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.