Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lið Menntaskólans í Reykjavík bar sigur úr být- um í úrslitaviðureign Gettu betur gegn liði Fjöl- brautaskólans í Garðabæ í gærkvöldi. Lið MR skipa þau Kristín Káradóttir, Jón Kristinn Ein- arsson fyrirliði og Atli Freyr Þorvaldsson. MR sigraði FG með 41 stigi gegn 18, en þetta er í 19. sinn sem MR vinnur keppnina. „Tilfinningin er ansi góð og við erum að uppskera eftir mikla vinnu,“ sagði Jón Kristinn glaðbeittur. MR lagði Garðbæinga að velli í Gettu betur Morgunblaðið/Golli Skúli Halldórsson sh@mbl.is Verð á sjónvörpum í verslunum Elko hér á landi er í einhverjum tilfellum næstum tvöfalt hærra en á sömu sjónvörpum í Noregi. Viðmiðunar- verð er það sem norska raftækjabúð- in Elkjøp birtir á vefsíðu sinni, en Elko á Íslandi er með heildsölusamn- ing við Elkjøp í Noregi. Sem dæmi um þetta má nefna að 55 tommu Samsung þrívíddar- og snjall- sjónvarp kostar 319.995 kr. í Elko á sama tíma og uppgefið verð í Noregi er 9.995 norskar krónur, eða sem nemur rúmum 172 þúsund krónum. Norska verðið er þannig aðeins 54 prósent af því íslenska. Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Elko, segir í samtali við Morg- unblaðið að erfitt sé að útskýra verð- muninn. „Við höfum fylgst með þessari þró- un og höfum verið að berjast fyrir því að fá lægra innkaupsverð. Þetta á þó ekki við um öll sjónvörp og eru það jafnan ákveðnar tegundir og gerðir sjónvarpa sem eru á lægra verði úti,“ segir Gestur. Tvær skýringar mögulegar Að hans sögn skýrist það að ein- hverju leyti af verðsamkeppni milli raftækjaverslanakeðja í Skandinavíu. „Þá er kannski ákveðin vara á útleið af markaði og er þá miklu ódýrari sökum þessarar samkeppni. Í sumum tilfellum væri jafnvel ódýrara fyrir okkur að kaupa tækið í smásölu held- ur en að fá það í gegnum heildsöluna.“ Hann segir að Elko hafi komið á framfæri kvörtunum við Elkjøp. „Þá hefur viðkvæðið verið að þeir geti ekkert að þessu gert því að lækk- unin sé aðeins svar við lækkun ann- arrar keðju sem þeir eru þá í harðri samkeppni við,“ segir Gestur og bendir á að tvær skýringar séu mögu- legar. „Annaðhvort erum við ekki að fá aðgang að jafngóðu verði eða þá að þeir eru að selja þessi völdu sjónvörp álagningarlaust eða undir kostnaðar- verði.“ Að sögn Gests hafa sjónvörp þó lækkað stöðugt í verði undanfarin ár. „Það er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna í. Frá okkar sjón- arhorni erum við að horfa á tíu til fimmtán prósenta verðlækkun í upp- siglingu, án þess þó að ég geti lofað einhverju varðandi það,“ segir hann, en bætir við að þróunin hafi einnig verið í þessa átt. „Sjónvarp sem kostaði eina og hálfa milljón fyrir nokkrum árum kostar núna 400 þúsund. Þetta er bara þessi hringrás. Við fáum alltaf sífellt betra verð á sjónvörpum en svo koma að sjálfsögðu glænýju tækin sem hafa eitthvað nýtt fram að færa og eru þá í öðrum verðklassa.“ Er verðhækkun á næsta leiti? Einhverjar blikur gætu þó verið á lofti og veldur því lækkandi olíuverð. „Gengi norsku krónunnar hefur verið að falla og þeir kaupa inn í evr- um og bandaríkjadölum. Við höfum því verið að velta fyrir okkur hvað muni gerast um næstu áramót hjá þeim, hvort verðhækkun sé jafnvel á næsta leiti,“ segir Gestur. „En er á meðan er og ástandið er ágætt í bili. Þó við lítum kannski illa út þegar einstök sjónvörp eru borin saman við Skandinavíu þá stöndum við vel að vígi hérna heima.“ Nær helmingi ódýrari í Noregi  Sjónvörp í Noregi eru í einhverjum tilfellum næstum helmingi ódýrari en hér á landi  Fram- kvæmdastjóri Elko segir það erfitt að útskýra verðmuninn  Blikur á lofti í kjölfar fallandi olíuverðs Morgunblaðið/Ómar Raftæki Flatskjáir er mun dýrari hér í Elko en í Elkjøp í Noregi. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Ég hef hugsað um þetta lengi og mér finnst skipta máli að fólk fái að ráða málum sínum sjálft. Auðvitað vilja foreldrar fá að ráða hvað barnið þeirra á að heita,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra sem kallar nú eft- ir sjónarmiðum almennings um hugs- anlega endurskoðun mannanafnalag- anna. Á vefsíðu innanríkisráðuneytisins eru lagðir fram þrír möguleikar til umræðu og skoðanaskipta um málið; að lögin verði ekki endurskoðuð, að á þeim verði gerðar tilteknar breyting- ar og í þriðja lagi að allar takmark- anir á nafngjöf verði felldar úr lögum. Niðurstöðurnar hyggst Ólöf nýta til að meta hvort lagðar verði til breytingar á gild- andi lögum. „Þetta er kannski ekki stór- pólitískt mál, en þetta er eitt af þeim málum sem mjög margir hafa skoðun á. Mig lang- ar þess vegna til að fá að vita hvað fólki finnst um þessa löggjöf,“ segir Ólöf. Til að heyra enn fleiri sjónarmið almennings í þessu máli ætlar hún að bæta spurningum um þetta í spurn- ingavagn skoðanakannana á næst- unni. „Ég myndi t.d. vilja vita hvern- ig skoðanirnar eru eftir kynslóðum. Kannski eru þeir, sem eru á þeim aldri að eignast börn, með sterkustu skoðanirnar á þessu.“ Skoðar að ganga lengra Frumvarp 14 þingmanna um breytingar á mannanafnalögum er nú til meðferðar allsherjar- og menntamálanefndar. Ólöf segir að- komu sína ekki tengjast frumvarp- inu. Hún hafi lengi haft áhuga á mál- inu og það heyri undir hennar ráðuneyti. „Frumvarpið, sem liggur fyrir, felur í sér breytingar á lögum. Það sem ég er að skoða er að ganga lengra, að afnema þessi lög algerlega í heild sinni. Mér finnst það vel koma til greina.“ Íhugar að afnema nafnalög  Innanríkisráðherra leitar nú sjónarmiða almennings um mannanafnalögin  Hefur lengi haft áhuga á málinu Ólöf Nordal Kafarar frá sérsveit ríkislögreglu- stjóra leituðu í gær að munum og ummerkjum um konu sem fannst látin í sjónum við Sæbraut í fyrra- dag. Þyrlu frá Landhelgisgæslunni var flogið yfir svæðið í tvígang en leitin skilaði ekki árangri að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yf- irmanns rannsóknardeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan óskaði eftir upplýs- ingum frá almenningi í gær og sagði konuna hafa verið um sex- tugt, 165 sentimetrar á hæð, um það bil 80 kíló og með ljóst stutt hár. Var hún með gyllt armband á vinstri úlnlið og áberandi ör á vinstri fæti. Friðrik segir talsvert af ábend- ingum hafa borist. „En það hefur ekki leitt til þess að kennsl hafi ver- ið borin á þessa konu,“ segir hann og bætir við að kennslanefnd rík- islögreglustjóra hafi verið kölluð til, en hlutverk hennar er að bera kennsl á óþekkt lík. Kafarar leituðu um- merkja við Sæbraut Snjóflóð féll fyrir ofan þrjú íbúðar- hús á Tálknafirði, að líkindum milli klukkan 20 og 21 sl. þriðjudags- kvöld. Flóðið, sem olli engum skaða, féll úr hlíðum Geitárhorns og er það vel innan marka hættu- svæðis C. Engar snjóflóðavarnir eru á þessu svæði en flóðið er talið vera um 3.000 rúmmetrar að stærð. Snjóflóð féll við byggð á Tálknafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.