Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umræða umfjár-málalæsi hefur sjaldan ver- ið meiri en um þessar mundir og ekki er vanþörf á, því að erfitt er að ofmeta mikilvægi þess að kunna að umgangast pen- inga. Í gær var haldin ráðstefna um fjármálalæsi við Háskól- ann í Reykjavík sem hluti af alþjóðlegri peningalæsisviku þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal frummælenda. Í máli ráð- herrans kom fram að neyslu- lán væru algeng meðal Íslend- inga. Yfirdráttarskuldir Íslendinga væru nú 100 millj- arðar króna og færu vaxandi. Fyrir tveimur árum hefðu yf- irdráttarlán samtals verið 88 milljarðar króna. „Ég veit að það þarf mikið átak til þess að komast aftur upp á núllið og það er erfitt að átta sig á því að maður átti í raun aldrei þennan pening,“ sagði Bjarni og kvaðst tala af reynslu. Það er auðvelt að þusa um óskynsemi þess að eyða um efni fram. Hvað er hins vegar til ráða þegar allir vinirnir eru komnir með nýjasta snjallsím- ann eða það þolir enga bið að komast yfir nýjustu leikja- tölvuna? Möguleikar ungs fólks á að eyða peningum eru miklir. Spjaldtölvur, fartölvur, leikjatölvur, miðar á tónleika, íþróttaskór, merkjavörur; listinn er endalaus og auðvelt getur verið að ná í peninga. Greiðslukortið er í vasanum og bíður þess að verða dregið fram. Eitt símtal og smálánið er komið inn á reikninginn. Eyða núna og borga síðar. Gildir þá einu þótt ekkert bendi til þess að meiri pen- ingar verði til staðar þá held- ur en nú. Bresk könnun leiddi í ljós að tveir af hverjum þremur Bretum komust í einhvers konar peningavandræði á fyrstu árum fjárhagslegs sjálfstæðis og 15% sögðust hafa misst stjórn á skuld- unum. Íslendingar eru örugg- lega engir eftirbátar Breta í þessum efnum. Það er ekki auðvelt fyrir fólk á Íslandi að stíga fyrstu skrefin í húsnæðismálum. Húsnæði er dýrt, hvort sem ætlunin er að leigja eða kaupa. Bjarni Benediktsson sagði í gær að húsnæðisvandi ungs fólks væri sér hugleikinn og talaði um leiðir til að spara og leggja til hliðar. Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, var mikið niðri fyrir í viðtali í Morgun- blaðinu í gær þeg- ar hann talaði um „okurlána- starfsemi“ bank- anna og gagnrýndi „þann ótrúlega vaxtamun“ sem hér væri. Ungt fólk, sem reyndi að borga niður húsin sín, væri í vinnu hjá bönkunum og næði ekki að borga neitt nema vaxtahlutann. Þá sagði Ármann að hér kæmust heilu árgangarnir ekki út á húsnæðismarkaðinn og kvaðst telja að of miklar kröfur væru gerðar í greiðslu- mati „í ljósi þess að unga fólk- ið á að geta leigt fyrir 200 þús- und á mánuði en ekki borgað 150 þúsund af íbúðaláni“. Lánastarfsemi bankanna fór úr böndum áður en þeir hrundu og því er ekki ástæðu- laust að nú skuli vera strang- ari skilyrði fyrir lánveitingum en var á þeim árum þegar fólki var nánast þröngvað til að taka lán á lán ofan án þess að það virtist skipta máli hvort sennilegt væri að það gæti nokkurn tímann staðið í skilum. Það vekur hins vegar spurningar hvort nálaraugað sé orðið of þröngt þegar bank- arnir komast að þeirri nið- urstöðu að fólk hafi ekki bol- magn til að borga af láni þegar það getur sýnt fram á að það hafi reglulega getað greitt mun hærri upphæð í húsaleigu. Stofnun um fjármálalæsi undir forustu Breka Karls- sonar hefur átt þátt í að ýta undir peningavitund lands- manna. Það er spurning hvenær eigi að byrja fræða börn um peninga og þá hvernig. For- eldrar leika þar vitaskuld stórt hlutverk bæði með for- dæmi sínu og einnig ráðum og kennslu. Í grunnskólum er víða boðið upp á fjármál sem valgrein. Á fundinum í gær var Bjarni Benediktsson spurður hvort taka ætti upp fjármála- kennslu í grunnskólum. Hann kvaðst telja að slík kennsla ætti heima þar og bæri að byrja sem fyrst. Bretar settu kennslu í fjár- málalæsi á námskrá skóla- stigsins, sem nær frá 11 til 16 ára, í fyrra. Það sama ber að gera í grunnskólum hér og þyrfti ekki að vera á kostnað annars námsefnis. Það er ákveðin kjarabót að kenna fólki í fyrsta lagi að hætta að henda peningum út um gluggann og í öðru lagi sé það staðráðið í því að fyrst þurfi peningarnir að vera í hendi. Íslendingar skulda 100 milljarða króna í yfirdrátt} Læsi á peninga Á þessum vettvangi hefur áður ver- ið fjallað um goðsagnir og hvern- ig við búum til – í sameiginlegu ímyndunarafli okkar – þann sannleika sem stýrir raunveru- leikanum. Mannréttindi, peningar, hlutafélög og svo framvegis. Allt saman eru þetta fyrir- bæri sem eiga sér enga stoð í efnisheiminum og eru aðeins til í hugmyndaflugi fólks. Við leggjum ríka áherslu á mannréttindavernd vegna þess að við trúum því í sameiningu að til sé eitthvað sem heiti mannréttindi og að verndarhjúpur þeirra nái yfir tiltekin svið mannlegrar tilvistar, önnur ekki. Lögregla og dómstólar sjá til þess að þessari vernd sé framfylgt og starf þeirra grundvallast á texta íslenskra laga, en þau eru auðvitað annað dæmi um tilbúning sem breytt hefur verið í sannleika. Margar af þeim goðsögnum sem við teljum okkur trú um eru verulega gagnlegar og án þeirra væri mannlegt samfélag óhugsandi – sameiningarmáttur þeirra er ótvíræður. Eins og það er áhugavert og skemmtilegt að láta hug- ann reika um skáldskapinn sem mannlegt samfélag er smíðað saman úr er ekki síður fróðlegt að spá aðeins í þær goðsagnir sem við kjósum ekki að telja okkur trú um. Eitt dæmi er dýravernd. Hvernig skyldi standa á því að menn hafa ekki séð ástæðu – nema að mjög takmörk- uðu leyti – til þess að festa í lög ákvæði um réttindi dýra? Frá því að hinn viti borni maður hóf að leggja undir sig jörðina fyrir þúsundum ára hefur hann, einn og óstudd- ur, valdið því að milljónir dýrategunda hafa dáið út. Hér skal fúslega viðurkennt að það að ætla sér að slá einhverju föstu um sársauka og óhamingju dýra felur í sér alls konar harð- kjarna-heimspekileg vandamál, ekki síst í ljósi þess að sársauki er að hluta til hug- lægur, þ.e. neikvæð afstaða til taugaboðsins, sem dýr eru þögul um eins og annað. Hvað um það. Hér er fullyrt að maðurinn hefur í áranna rás kallað óheyrilegar þján- ingar yfir aðrar dýrategundir. Líklega hafa þær tegundir sem hagnýttar eru í landbúnaði fengið hvað mest að finna fyrir mennskri grimmd og vægðarleysi, enda höfum við ekki látið nægja að útrýma þeim af yfirborði plán- etunnar eins og óteljandi mörgum öðrum, heldur unnið ötullega að því að breyta tilveru þeirra í skipulagt helvíti á jörð. Við höfum sem sagt, af einhverjum ástæðum, ekki kos- ið að telja okkur sjálfum trú um að velferð eða hamingja þessara dýra skipti einhverju máli, kannski af því þau kvarta ekki upphátt og sækjast ekki eftir því að lýsa að- stæðum sínum í hjartnæmum helgarviðtölum þar sem tilfinningar þeirra eru flattar út og gerðar tvívíðar, ein- faldar og aulaheldar svo allir geti skilið þær, verið sam- mála og yljað sér við eigin samkennd og réttvísi. Hvernig eigum við að hugsa um hlutskipti okkar á jörðinni? Getum við verið stolt af okkur sjálfum fyrir að vinna að eigin velsæld – sama hvað það kostar – eða ætt- um við réttilega að nýta vitsmuni okkar líka í þágu þeirra sem lifa við hlið okkar en þegja um það? Halldór Armand Pistill Þögult helvíti STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkrir fyrrverandi starfs-menn Isavia hafa farið ímál við fyrirtækið vegnauppsagnar. Isavia hefur þurft að greiða allmörgum bætur vegna ólögmætrar uppsagnar en fengið sjónarmið sín viðurkennd í öðrum tilvikum. Ásmundur Friðriksson alþingis- maður vakti athygli á starfslokum þriggja reyndra starfsmanna Isavia í síðustu viku. Taldi hann illa gert að segja mönnunum upp án ástæðna, annarra en skipulagsbreytinga, og gefa þeim ekki kost á færa sig til í starfi innan fyrirtækisins. Ekki brotlegir Kristján Jóhannsson, formaður og framkvæmdastjóri Félags flug- málastarfsmanna ríkisins (FFR), segir að mennirnir hafi verið kallaðir til yfirmanna eftir að þeir mættu til vinnu að morgni, allir á kafi í vinnu og í veigamiklum störfum innan deild- arinnar, og sagt að ekki væri lengur þörf fyrir þá. Hann segir að þegar mönnum er sagt upp telji yfirmenn yfirleitt að þeir hafi gert eitthvað af sér eða verið erfiðir í samskiptum. Í þessu tilviki virðist ekkert slíkt hafa verið uppi á teningnum. Í svari Isavia við fyrirspurn Morgunblaðsins fyrr í vikunni kom fram að breytingar á skipulagi flug- verndar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar miði að því að stytta boðleiðir og auka skilvirkni. Kristján telur að lítið sé við þessu að gera. Fyrirtæki hafi heimild til að hagræða. Hins vegar megi hafa skoðanir á hvernig staðið er að mál- um. „Við höfum gagnrýnt að svolítið hörð starfsmannastefna er rekin hjá Isavia og mannlega þáttinn skorti,“ segir Kristján. Isava bendir á að 700 fastráðnir starfsmenn séu að jafnaði hjá félag- inu auk starfsmanna í dótturfélögum, rúmlega 900 stöðugildi alls. Starfs- mannavelta hafi verið að meðaltali 6,7% sl. fjögur ár sem sé umtalsvert lægra hlutfall en almennt gildi á vinnumarkaðnum. Kristján nefnir að starfsmönn- unum hafi ekki verið gefinn kostur á að hafa trúnaðarmann með sér á fundinn þar sem þeim var sagt upp. Þeim hafi verið boðið að skrifa undir samkomulag á staðnum um starfslok þar sem þeir fengju heldur lengri uppsagnarfrest en samningar kveða á um og gert að yfirgefa vinnustaðinn eins og þeir hefðu brotið eitthvað af sér. Í því felist ákveðin niðurlæging. Einn starfsmaðurinn skrifaði undir starfslokasamning á staðnum en hinir gerðu það síðar. Kristján segir að ekki hafi verið annað fyrir þá að gera, annars hefðu þeir tapað þessum aukatíma. Isavia óskar ekki eftir að fjalla um einstaka starfsmenn á opinberum vettvangi. Talsmaður Isavia sagði þó í svari til Víkurfrétta að reynsla af því að færa starfsmann neðar í skipulagi fyrirtækisins væri ekki góð en Ás- mundur Friðriksson kallaði sér- staklega eftir því að stjórnendur fyr- irtækisins skoðuðu þann möguleika. Alltaf væru störf að losna og fram- undan að ráða í fjölda sumarstarfa. Ganga ekki í annað Mennirnir eru á aldrinum frá fimmtugu til sextugs. Einn þeirra hefur unnið hjá ríkinu allan sinn starfsaldur og átti fá ár eftir í 95 ára regluna svonefndu sem þýðir að hann hefði getað farið á eftirlaun. Kristján segir að þeir hafi allir gegnt sérhæfð- um störfum og gangi ekki í aðra vinnu á Suðurnesjum, að minnsta kosti ekki sambærileg störf. Segir að mannlega þáttinn skorti Morgunblaðið/Sigurgeir S. Flugstöð Keflavíkurflugvöllur er stór vinnustaður en Isavia er einnig með starfsmenn víðar. Alls eru yfir 900 stöðugildi hjá fyrirtækinu. Öryggisvörður sem Isavia sagði upp störfum 2009 vann mál gegn fyrir- tækinu og fékk dæmdar bætur fyrir ólögmæta uppsögn. Hæstiréttur dæmdi að starfsmaðurinn hefði haldið þeim réttindum sem hann ávann sér hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum fyrir sameiningu á Keflavíkur- flugvelli og því hefði verið óheimilt að segja honum upp störfum án undangenginnar áminningar. Við ákvörðun bóta leit Hæstiréttur til þess að maðurinn var 54 ára þegar hann missti starf sitt og atvinnumöguleikar litlir. Þá var litið til þess að uppsögnin og þær ávirðingar sem bornar voru á manninn væru til þess fallnar að gera honum erfiðara fyrir við leit að nýju starfi. Einnig var talið að framganga Isavia við slit á ráðningarsamningi hefði verið meið- andi í hans garð og falið í sér ólögmæta meingerð gegn honum. Niður- staða Hæstaréttar var talin fordæmisgefandi og fengu að minnsta kosti tveir aðrir fyrrverandi starfsmenn Isavia bætur. Bætur vegna uppsagnar ISAVIA DÆMT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.