Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/RAX Samhentar í listinni Kristín Edda og Sólveig Eva teiknuðu báðar myndirnar sem verða á sýningunni. gerð á endurunnin Andrésblöð, en þá hafði ég teikninguna kolsvarta af því hún er á pappír sem er svona mikið líf í.“ Pappírinn fer í blender Kristín Edda segir vinnsluna á pappírnum vera mjög tímafreka. „Fyrst þarf að tæta pappírinn niður og flokka hann eftir gerð, hvort það er hvítur pappír með letri eða ekki með letri, litríkur pappír eða annarskonar pappír, en ég blanda þessu líka stundum saman. Síðan set ég tætta papp- írinn í vatn þar sem hann liggur um ákveðinn tíma og hægt er að flýta fyrir sér með því að hafa vatnið sjóðandi heitt. Að því loknu set ég pappírsgrautinn í blender, en ég verð að passa að mauka hann ekki of mikið því þá verða trefjarnar of stuttar og pappírinn lélegur. Að þessu loknu set ég pappírinn á tuskur og hengi ark- irnar upp á snúru. Þegar hann er orðinn þurr þarf síðan að pressa hann og strauja.“ Kristín segir að mikið kusk komi úr endurunnum pappír og því hafi hún lent í því þegar hún vann lokaverkefnið sitt í Listahá- skólanum, sem var bók úr endur- unnum pappír, að enginn vildi prenta á slíkan pappír. „Ég endaði því á að kaupa mér ódýran bleksprautuprentara og sé alfarið sjálf um prentunina.“ Dóttirin hefur myndskreytt fyrir Starbucks Sem grafískur hönnuður seg- ist Kristín Edda hafa mjög ríka efniskennd. „Ég hef gaman af efni sem slíku, áferð, þykkt og pælingum tengdum því. Ég vildi líka hafa starf mitt umhverfisvænt, ég vildi endurskapa eitthvað úr pappír í allri þessari sóun í nútíma- samfélaginu. Ég spurði mig hvort ég gæti búið eitthvað til úr endur- unnum pappír sem ég gæti selt og ég byrjaði þá í smáum stíl og fór að búa til bókamerki fyrir Safna- búð Þjóðminjasafnsins. Ég fékk Sólveigu Evu dóttur mína til liðs við mig þar, en hún er mynd- skreytir af Guðs náð og hefur meðal annars myndskreytt fyrir stór fyrirtæki eins og Starbucks í Englandi. Við Sólveig höfum und- anfarið unnið að myndunum sem verða á sýningunum og sumar þeirra eru eftir mig og sumar eftir hana.“ Hægt er að kynna sér þá fjölmörgu viðburði sem eru á Hönnunarmars á vefsíðunni: www.honnunarmars.is/dagskra. Litríkt Þessi eðla er sérlega litrík. Hafmeyja Með mann við brjóst. Listaverk Úr endurunnum pappír. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Mercedes-Benz Glæsilegir notaðir eðalbílar Árgerð 2013, ekinn 24 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 170 hö. Búnaður: Metallic lakk, Artico leðuráklæði, hlíf undir vél, hiti í framsætum, 16" álfelgur, hærri fjöðrun o.fl. Verð 6.490.000 kr. E 300 CDI HYBRID C 220 CDI Árgerð 2014, ekinn 11 þús. km, sjálfskiptur, dísil, 205 hö. Búnaður: Krómpakki, hlíf undir vél, skrautlistar í innréttingu, rafdrifinn afturhleri, skyggðar rúður, minnispakki fyrir sæti og stýri o.fl. Verð 7.590.000 kr. GLK 250 CDI 4MATIC Árgerð 2013, ekinn 13 þús. km, sjálfskiptur, dísil/Hybrid, 205 hö. Búnaður: Leðuráklæði, nálgunarvarar, sóllúga, 17” álfelgur, hiti í framsætum, Avantgarde pakki ofl. Verð 9.190.000 kr. Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 • www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16Bílaármögnun Landsbankans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.