Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 16
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Mikil vetrar- og útivistarhátíð, Ice-
land Winter Games, stendur yfir á
Akureyri og nær hámarki á laugar-
dag þegar fram fer snjóbrettamót og
keppni í skíðafimi (free ski) í Hlíð-
arfjalli, þar sem fjöldi erlendra kepp-
enda spreytir sig ásamt bestu Ís-
lendingunum. Sjá www.iwg.is.
Keppt verður í snjósleðastökki
við Glerártorg annað kvöld og í
sleðaspyrnu í Hlíðarfjalli á laug-
ardag. Til gamans má geta að í kvöld
fer fram vasaljósaganga í Hlíðar-
fjalli! Fjöldi Akureyringa tók þátt í
Vasagöngunni í Svíþjóð á dögunum
og gaman að sjá hvort þeir mæta.
Aukafundur verður í bæjar-
stjórn Akureyrar í dag að ósk minni-
hlutaflokkanna. Á dagskrá verður af-
greiðsla skipulagsnefndar vegna
húss við Hafnarstræti, sem verið er
að gera upp en stefnt var að, skv.
miðbæjarskipulagi, að yrði flutt.
Ragnar Sverrisson, félagi í Sam-
fylkingunni, gagnrýndi leiðtoga
flokksins í bæjarstjórn, Loga Má
Einarsson, harðlega á dögunum í
grein sem birtist í Akureyri viku-
blaði. Krafðist þá afsagnar hans. Í
kjölfar þess var farið fram á auka-
fundinn, sem hefst kl. 17.
Akureyringar eru ekki vanir að
monta sig af veðrinu og ekki verður
tekið upp á því hér. Þess er þó vert
að geta að meðfylgjandi mynd var
tekin í gær …
Sinfóníuhljómsveit Íslands
heldur tónleika í Hofi á morgun,
föstudag. Þetta er í þriðja sinn sem
hljómsveitin leikur í húsinu. Flutt
verður sama dagskrá og í Hörpu í
Reykjavík í kvöld; verkið EXPO
(2009) eftir Finnann Magnus Lind-
berg, flautukonsert eftir Spánverj-
ann Joaquín Rodrigos þar sem Ás-
hildur Haraldsdóttir er einleikari og
Sinfónía nr. 1 í e-moll eftir Jean Sibe-
lius. Hin finnska Anna-Maria Hels-
ing stjórnar Sinfóníunni að þessu
sinni.
Opnuð verður sýning á verkum
hins kunna þýska myndlistarmanns
og Íslandsvinar, Jan Voss, í Lista-
safninu á Akureyri á laugardaginn.
Voss hefur verið að í áratugi en yf-
irlitssýningar hans í gegnum tíðina
ku mega telja á fingrum annarrar
handar. Myndlistarmönnum þykir
því mikill fengur af því að Voss skuli
setja upp slíka sýningu nyrðra.
Bubbi Morthens og Dimma halda
tónleika á Græna hattinum í kvöld og
annað kvöld. Flutt verða lög af plötu
Utangarðsmanna, Geislavirkir, og
Lily Marlene, plötu Das Kapital.
Hljómsveitin Nýdönsk heldur
tvenna tónleika á Græna hattinum á
laugardagskvöldið.
Áhugamönnum um leiklist ætti
ekki að leiðast þessa dagana. LA
sýnir ævintýrið um Lísu í Undra-
landi og í Freyvangsleikhúsinu var
Fiðlarinn á þakinu frumsýndur um
síðustu helgi. Ólíkar sýningar en
báðar bráðskemmtilegar.
Morgunblaðið/Skapti
Vetur Risastór snjókarl neðan við Samkomuhúsið minnir á vetrar- og útivistarhátíðina IWG sem lýkur um helgina.
List í miðbæ og upp til fjalla
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Suðurstrandarvegur hefur bjargað
oft í vetur, bæði okkur og öðrum,“
segir Kjartan Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar
Sterna, sem stendur fyrir hópferð-
um með ferðafólk, meðal annars um
Gullna hringinn.
Athygli vakti hvað Suðurstrand-
arvegur virtist lítið ekinn í fyrradag
þótt Hellisheiði og Þrengsli hefðu
lokast vegna óveðurs. Fólk safnaðist
upp beggja vegna við heiðina, meðal
annars rútufarþegar í Hveragerði.
Opinn allan daginn
Suðurstrandarvegur var opinn
allan daginn. G. Pétur Matthíasson,
upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar,
segir að þegar vegir lokist eigi þjón-
usta Vegagerðarinnar að færast yfir
á aðra opna vegi, í þessu tilviki Suð-
urstrandarveg. Hann tekur fram að
vegurinn sé aðeins mokaður tvisvar
í viku og því megi búast við að klaki
safnist upp og hálka sé á veginum.
Aðstæður voru þannig í fyrradag
að Reykjanesbrautin var lokuð en
fram eftir degi var Krísuvíkurleiðin
til Hafnarfjarðar opin. „Við miðum
við að fara Grindavíkurveg út á
Reykjanesbraut. Við förum ekki
með farþega inn á veg sem ekki er
mokaður, eins og Krísuvíkurleið,“
segir Kjartan Ólafsson en hluti veg-
arins frá Krísuvík til Hafnarfjarðar
er aðeins mokaður tvisvar í viku.
Aflýstu öllum ferðum
Veturinn hefur verið einstaklega
erfiður, bæði fyrir Vegagerðina og
ferðaþjónustufyrirtækin. Í fyrradag
var til dæmis fjöldi erlendra ferða-
manna í vandræðum á Gullna
hringnum. Dæmi voru um fastar
rútur. Þá voru margir ferðamenn á
bílaleigubílum í erfiðleikum, fólk
sem kannski hefur aldrei lent í slík-
um aðstæðum áður og kann ekki á
þær.
„Við aflýstum öllum ferðum, eins
og við gerum við slíkar aðstæður.
Það var augljóst á mánudagskvöld
að brjálað veður yrði á þriðjudag.
Við fellum frekar niður ferðir en að
fara með fólk í einhverja óvissu, það
fylgir því mikil ábyrgð að aka með
farþega,“ segir Kjartan. Hann seg-
ist byrjaður að fylgjast með veð-
urspánni fyrir föstudag og laugar-
dag enda geti orðið enn verri
hvellur þá daga.
Suðurstrandar-
vegur oft bjargað
Fáir muna eftir Suðurstrandarvegi
þegar Hellisheiði og Þrengsli lokast
Morgunblaðið/Golli
Stormur Hætt er við að ferðamenn
geti áfram átt erfitt með að fóta sig.
Áfram stormar
» Veðurstofan spáir áframhald-
andi illviðri.
» Gert er ráð fyrir að hann
gangi í suðaustan storm seinni-
partinn á morgun, föstudag,
með rigningu, einkum sunn-
anlands og vestan. Hlýnar í
veðri.
» Á sunnudag gengur aftur í
suðaustan hvassviðri eða storm
með rigningu um allt land.
Vorheftið 2015
komið út
Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og
menningu — hefur nú komið út í tíu ár
í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári —
vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst
í lausasölu í helstu bókabúðum og
nokkrum stórmörkuðum, en
ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr.
Áskriftarsími: 698-9140. Ugla
Garnaveiki hefur
verið staðfest í
sauðfé á bæ í
Skútustaða-
hreppi sem er í
Skjálfandahólfi í
Mývatnssveit.
Þetta kom fram í
tilkynningu frá Matvælastofnun í
gær. Bóndinn greindi einkenni í
tveimur kindum og kallaði til dýra-
lækni sem sendi í kjölfarið sýni á
Keldur og var veikin staðfest í lið-
inni viku. Garnaveiki greindist síð-
ast í Skútustaðahreppi árið 2013.
Garnaveiki er tilkynning-
arskyldur sjúkdómur af völdum
bakteríunnar Mycobacterium pa-
ratuberculosis sem er náskyld
berklabakteríunni. Smitið berst
með saur en bakterían leggst eink-
um á slímhúð mjógirnis þar sem
hún veldur langvinnum bólgum.
Einkennin koma fram rúmlega
tveimur árum eftir smit og lýsa sér
helst í vanþrifum og skitu. Veikin
getur í sumum tilfellum dregið
kindur til dauða. Þá er þekkt að
heilbrigðir smitberar viðhaldi sjúk-
dómnum á sauðfjárbúum.
Engin lækning er til staðar við
garnaveiki. Hægt er að bólusetja
gegn sjúkdómnum en skylt er, sam-
kvæmt reglugerð um garnaveiki og
varnir gegn henni, að bólusetja fé á
þeim svæðum landsins þar sem hún
er landlæg. Einnig er óheimilt að
flytja sauðfé, geitur eða nautgripi
til lífs frá garnaveikibæjum í tíu ár
frá síðustu greiningu sjúkdómsins.
Garnaveiki í sauðfé
í Mývatnssveit