Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi í 40 ár, hefur und- anfarin ár átt í deilum við endur- skoðendaráð, sem m.a. hefur það hlutverk, lögum samkvæmt, að sjá til þess að að reglulegt gæðaeftirlit með störfum endur- skoðenda og end- urskoðunarfyr- irtækja fari fram. Deilunum lyktaði með því í fyrravor að ráðið lagði til við Ragnheiði El- ínu Árnadóttur, viðskiptaráð- herra, að réttindi Guðmundar yrðu felld niður. „Aðdragandi þessa er hið svokall- aða gæðaeftirlit, sem hefur verið í gangi í fjögur ár hjá Félagi löggiltra endurskoðenda, eftir að ný lög um endurskoðendur tóku gildi árið 2009,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að árið 2011 hafi verið farið að framkvæma gæðaeftirlit á grundvelli alþjóðlegra endurskoð- unarstaðla. „Þessir staðlar eru ein- faldlega ekki í gildi á Íslandi, vegna þess að þeir hafa hvorki verið þýddir á íslenskt mál né formlega birtir,“ sagði Guðmundur. Hann segir að endurskoðendaráð hafi beitt alveg gríðarlega harðri stefnu og fullyrði að staðlarnir séu í gildi á Íslandi, án þess að geta sýnt fram á það. „Það hefur komið fram í máli for- manns Félags löggiltra endurskoð- enda, sem ég hef verið félagi í í 40 ár, að tveir þriðju í stéttinni noti al- þjóðlegu staðlana og fari eftir þeim, en það eru mestmegnis stóru endur- skoðunarskrifstofurnar, sem verða að nota þá staðla vegna alþjóðlegs samstarfs,“ sagði Guðmundur, „en þá er um þriðjungur félagsmanna eftir, flestir eldri endurskoðendur, sem ekki eru með þennan alþjóðlega samstarfsgrunn, sem ekki vinnur samkvæmt hinum alþjóðlegu stöðl- um, heldur á grundvelli svokallaðrar góðrar endurskoðunarvenju, sem m.a. byggist á þekkingu og reynslu fyrri ára.“ Guðmundur segir að þeir sem eldri séu í hettunni í endurskoð- unargeiranum séu gamaldags og þeir viti vel af því. „En það er verið að reyna að þvinga okkur inn í vinnu- brögð, sem okkur er gjörsamlega ómögulegt að framkvæma,“ sagði Guðmundur. „Endurskoðendaráð leggur því til við ráðherra …, að réttindi Guð- mundar Jóelssonar endurskoðanda verði felld niður.“ Þannig hljóðar niðurlag bréfs endurskoðendaráðs til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, sem dag- sett er 28. apríl, 2014. Ekki farið eftir meðalhófsreglu Um þetta segir Guðmundur að augljóst sé að málsmeðferð endur- skoðendaráðs sé ekki í samræmi við 12. gr. stjórnsýslulaga um meðalhóf og vísar m.a. máli sínu til stuðnings í bréf Sturlu Jónssonar, formanns Fé- lags löggiltra endurskoðenda, til við- skiptaráðherra og umsögn Guð- mundar Ágústssonar, hrl. Skoða má samskipti Guðmundar við endurskoðendaráð, viðskipta- ráðherra og fleiri á heimasíðu hans: gjoelsvsendurskodendarad- .blog.com. Samkvæmt upplýsingum úr við- skiptaráðuneytinu í gær er málið í vinnslu í ráðuneytinu og von á nið- urstöðu á næstu dögum. Vill svipta mann starfsréttindum  Tillaga frá endurskoðendaráði um niðurfellingu á réttindum löggilts endurskoðanda hefur legið á borði viðskiptaráðherra í rúmlega tíu mánuði  Málið verður afgreitt í ráðuneytinu á næstu dögum Morgunblaðið/Golli Venja Góð endurskoðunarvenja byggist m.a. á þekkingu og reynslu. Í bréfi formanns Félags löggiltra endurskoðenda til viðskiptaráðherra frá því 26. maí 2014 kemur fram að formaðurinn og stjórn FLE taki undir að lagaleg óvissa sé til staðar um gildi alþjóðlegu endurskoðunarstaðlanna hvað varðar beitingu íþyngjandi viðurlaga vegna brota á þeim og ef þeim er ekki fylgt. Orðrétt segir í bréfinu: „Niðurfelling réttinda endurskoðenda eru ein- staklega íþyngjandi viðurlög og vegur mjög að atvinnufrelsi viðkomandi einstaklings. Slíkum viðurlögum getur því ekki verið beitt nema í sér- stökum og alvarlegum tilfellum.“ Síðar segir: „Er það álit undirritaðs að áminning sem fylgt hefði verið eftir með endurteknu eftirliti hefði verið hæfileg viðurlög í ljósi eðlis þeirra brota á lögum um endurskoðendur sem hér um ræðir. Væri slík málsmeðferð í samræmi við 12. gr. stjórnsýslulaga um meðalhóf … Er því niðurstöðu endurskoðendaráðs hér með mótmælt.“ Einstaklega íþyngjandi viðurlög FÉLAG LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA Guðmundur Jóelsson „Við teljum að þetta muni auka öryggi okkar töluvert miðað við þann búnað sem við höfum í dag,“ segir Reynir Garðar Brynjarsson, flug- virki hjá Landhelgisgæslu Íslands, en stofnunin hefur nú fest kaup á færanlegu neyðarspili sem nýst getur í allar þrjár þyrlur Gæslunnar. Að sögn Reynis Garðars eru þyrlur Landhelg- isgæslunnar vanalega útbúnar tveimur spilum, aðalspili og varaspili, sem nýst geta við björgun og önnur verkefni. „En í einstökum tilfellum kemur það upp að við erum bara með eitt spil á vélinni. Þá þurfum við að geta gripið til búnaðar sem hægt er að taka með ef spil bilar [um borð],“ segir hann og bendir á að búnaður þessi sé af sömu tegund og bandaríska strandgæslan not- ast við í þyrlum sínum. „Þessi búnaður er betur þekktur í Bandaríkjunum en er nú að hasla sér völl í Evrópu,“ segir hann og bætir við að norska strandgæslan hafi, þegar hún frétti af tækinu hér á landi, sýnt því áhuga. Munu þeir fylgjast náið með reynslu Landhelgisgæslunnar af því. Á meðfylgjandi mynd má sjá Reyni Garðar (t.h.) og bandaríska verkfræðinginn Terry Asc- herin, hjá fyrirtækinu Skyhook Rescue Systems (t.v.), setja hið nýja spil saman um borð í TF- SYN. khj@mbl.is Landhelgisgæslan hefur fest kaup á færanlegu neyðarspili sem nýst getur í allar þyrlur stofnunarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt örygg- istæki fyrir gæsluþyrlur Loðnuskipið Sighvatur Bjarnason fékk á sig brot í gærmorgun undan Reykjanesi þegar skipið var á leið frá Vestmannaeyjum á miðin í Breiðafirði. Rúða brotnaði í stýrishúsi og tölvuskjáir skemmdust í brú. Skipið fór inn til Þorláks- hafnar þar sem kanna átti tjónið nánar og gera við búnaðinn. „Það brotnaði ein rúða bakborðsmegin í brúnni og við það fer sjór inn sem svo lendir á nokkrum skjáum,“ segir Guðni Ingvar Guðnason, yfirmaður viðhalds skipa og fasteigna hjá Vinnslustöðinni, og bætir við að um smávægilegt tjón hafi verið að ræða. Aðspurður segir hann leiðindaveður hafa verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað og reiknaði Guðni Ingvar fastlega með að skipið myndi halda aftur út á miðin í gærkvöldi. Mörg skipanna hrepptu mjög slæmt veður er þau héldu til löndunar á þriðjudag. Nokkur loðnuskip voru í skjóli norðan við Snæfellsnes síðdegis í gær og biðu þess að sjór gengi niður. Í hrotunni um og eftir helgi var loðnan einkum suðvestur af Bjargtöngum, en nú vona menn að hún sé komin inn í Breiðafjörð, nær Snæfellsnesi. Hefðbundin gönguleið gæti bætt í Mikið var af loðnu í torfunni sem veiðst hefur úr í vikunni og hrognaþroski mismikill. Því er talið að menn hafi næstu viku til að veiða og hugsanlega einhverja daga í viðbót, ef meira gengur suður með Vestfjörðum. Svo gæti líka bæst í af hefðbundinni gönguleið með Suðurland- inu. Sjór komst inn í brú eftir brot  Sighvatur Bjarnason fékk á sig brot  Rúða brotnaði og tölvuskjáir skemmdust Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Saumaskapur Vaskir menn unnu við það í gær að bæta loðnunætur á bryggjunni á Norðfirði. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut þrenn verðlaun og þrjár við- urkenningar á fagverðlaunum Fé- lags íslenskra teiknara (FÍT) sem afhent voru í gær við hátíðlega at- höfn á KEX hosteli, mest allra aug- lýsingastofa. Stofan var m.a. verð- launuð fyrir Tívolí-veggspjöld Stuðmanna og myndskreytingar fyrir Zombís frá Kjörís. Brandenburg með flest verðlaun á FÍT Sigur Vinningshafarnir voru að vonum kampakátir með glæstan árangur sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.