Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Golli Upp í loft Að sjálfsögðu voru þessir krakkar vel útbúnir með hjálm á höfði þegar þeir brugðu á leik í snjónum og sýndu listir sínar á snjóbretti í Vogahverfi í Reykjavík. Aukin framleiðni, hagræðing eða hvað menn vilja kalla hug- takið, hefur verið mik- ið í umræðunni síðustu misseri og var ein af megináherslum nýaf- staðins Iðnþings Sam- taka iðnaðarins. Í margumtalaðri skýrslu McKinseys er talað um 20% minni fram- leiðni en í þeim lönd- um sem við viljum bera okkur sam- an við. Í nýútkominni skýrslu Heildarsamtaka vinnumarkaðarins í febrúar 2015 „Í aðdraganda kjarasamninga“ er einnig komið inn á lélega framleiðni. Ég sat Iðnþing Samtaka iðnaðar- ins og þar var mikið talað um að auka framleiðni, en alltaf skautað framhjá því hvað veldur lélegri framlegð hjá okkur Íslendingum. Dagvinnulaun eru svo lág að eng- inn getur lifað á þeim. Það fram- kallar hvata til að fá eftirvinnu svo hægt sé að hafa heildarlaun til að framfleyta sér. Enda er alltaf mið- að við heildarlaun þegar verið er að vitna í laun. Hafa Samtök atvinnurekenda virkilega ekki velt því fyrir sér að þessi mikla vinna okkar Íslendinga byggist á þörf fyrir hærri laun, ekki vegna hins margumtalaða dugnaðar eða það sé svona leið- inlegt heima hjá viðkomandi? Margar stéttir kalla á þá breytingu að auka framleiðni og hærri dag- vinnulaun til að eiga líf eftir vinnu með fjölskyldum sínum. Það er alltaf skautað fram hjá því í allri umræðunni, að ef stytta á vinnutíma og auka framleiðni þá verða dagvinnulaunin að vera í samhengi við raunverulegan framfærslukostnað. Eitt af því sem skapar aukna framleiðni er meðal annars úthvílt og ferskt starfsfólk. Svoleiðis ástand skap- ast ekki hjá fyr- irtækjum með lág dagvinnulaun. Ef ekki er boðið upp á yf- irvinnu er einstakling- urinn í tveimur ef ekki þremur störfum og er sí- þreyttur. Það er voða fínt að vera með öll þessi fínu hugtök og fara með þau fram þegar hentar. Ef hins vegar er einhver vilji til að ná árangri í atvinnulífinu um að auka fram- leiðni, þá verður það ekki gert nema með ásættanlegum dag- vinnulaunum sem duga til fram- færslu. Reynum að einbeita okkur að kjarna málsins til að finna leiðir til aukinnar framleiðni, ekki vera með flotta frasa og skauta framhjá raunveruleikanum. Lág dag- vinnulaun eru orsök bágrar stöðu okkar á þessu sviði, förum í það verkefni í komandi kjarasamn- ingum að hækka dagvinnulaun og þá mun framleiðni aukast mjög hratt. Eftir Guðmund Ragnarsson »Eitt af því sem skap- ar aukna framleiðni er meðal annars úthvílt og ferskt starfsfólk. Guðmundur Ragnarsson Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Samhengi fram- leiðni og lágra dagvinnulaunaAlmennt er talið aðíslamstrú krefjist ekki aðeins tilbeiðslu heldur jafnframt að fylgt sé ákveðnum reglum sem bera einkenni feðra- veldisins. Enda þótt Evrópubúar láti sér í léttu rúmi liggja hverju fólk „trúir“ er hinu sama ekki að heilsa um reglur samfélagsins. Evrópubúar eru ekki tilbúnir að gefa afslátt af lýðræði og mannréttindum. Norðar í álfunni vilja menn jafnframt standa vörð um velferðarkerfið sem hefur fram til þessa einkennt norræn samfélög. Hér á landi gera flestir fjölmiðlar lítið úr árekstrum íslams við lýðræði og mannréttindi. Eru tilraunir þeirra sem vilja ræða slíka árekstra flokk- aðar sem íslamafóbía og hat- ursáróður. Í umfjöllun RÚV og fyr- irsagnafjölmiðlanna um íslamstrú er litið svo á að „trúfrelsi“ feðranna standi framar mannréttindum eig- inkvenna þeirra og barna. Enginn kippir sér upp við þótt íslenskir karl- menn, sem aðhyllast íslam, mæli op- inberlega með „skipulögðu hjóna- bandi“. Karlinn hefur jú frelsi um hverju hann „trúir“. Gagnrýnislaus umfjöllun af þessu tagi hefur því mið- ur viðgengist á Norðurlöndum með þeim afleiðingum að nú ríkja þar tveir siðir sem í eðli sínu stangast á. Var það þó aldrei ætlunin, því þeir sem lofsungu innflytjendastefnuna töldu almenningi trú um að innflytjendur myndu aðlagast. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er því nú spáð að velmegun í Svíþjóð, sem hefur tekið við flestum innflytjendum, muni hrapa á næstu árum og skiptir þá ekki máli þótt Sví- ar séu í Evrópusambandinu. Hverju er um að kenna? Í opinberri umræðu eru einkum gefnar tvær skýringar á árekstrum milli íslams og Vesturlanda. Annars vegar eru þeir sem segja Vestur- landabúum að horfa í eigin barm. Hins vegar eru þeir sem telja að ástæðuna sé að rekja til kjarna íslamstrúar. Fyrri hópurinn bend- ir á nýlendustefnuna, afskipti Vesturlanda af Mið-Austurlöndum, ná- in samskipti Bandaríkj- anna við Sádi-Arabíu, stuðning þeirra við Ísr- ael og stuðningsleysi við arabíska vorið. Síðari hópurinn bendir á að íslam sé ekki aðeins andlegs heldur jafnframt veraldlegs eðlis. Kjarni ísl- amstrúar samræmist ekki frelsi ein- staklingsins og grundvallargildum vestrænna samfélaga, svo sem tján- ingarfrelsi, kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna. Hinir sömu benda á að lýð- ræði sé almennt ekki fyrir að fara í samfélögum Mið-Austurlanda. Um sé að ræða ættarsamfélög þar sem oftar en ekki ríki spilltar einræðisstjórnir. Menntun almennings sé vanrækt, at- vinnutækifæri fá og stór hluti íbúanna því hnepptur í fjötra. Samfélögin skorti öflugar stjórnsýslustofnanir og óháða dómstóla. Arabíska vorið hefði því aldrei getað sprungið út. Stærsta hindrunin sé þó sú að fólk úr þessum samfélögum sé ekki reiðubúið að kasta lífsstílnum sem fylgi trúnni og geti þar af leiðandi ekki notið ávaxta frelsisins. „Og fólkið var svo skelkað að það flúði undan þeim“ Fólkið sem flýr lönd múslima tekur gjarnan trúna og siði hennar með sér. Velferðarkerfi Norðurlandanna hefur tekið vel á móti þeim og gert litlar sem engar kröfur um aðlögun þeirra. Múslimar hafa því byggt upp sam- hliða samfélög með öðrum siðum. En stangist siðirnir á sýnir reynslan okk- ur að það vilji sjóða upp úr. Í verstu tilvikunum ákalla múslimar guð sinn og fremja hryðjuverk. Nýverið bár- ust fréttir um hryðjuverk í Frakk- landi og Danmörku vegna þess að tjáningarfrelsinu og íslam lenti sam- an. Margir kipptust síðan við þegar mörg hundruð manns mættu í jarð- arför hryðjuverkamanns til þess að hylla hann og málstað hans. Í stað þess að horfast í augu við að íslam stangist á við lýðræði og mann- réttindi stinga stjórnmálamenn á borð við Helle Thorning Schmidt höfðinu í sandinn og segja að íslam séu trúar- brögð friðar. Almenningi er talin trú um að myrkum öflum sé um að kenna. Sádi-Arabar seilast til valda Nú hyggjast Sádi-Arabar greiða fyrir byggingu mosku í Reykjavík. Þeir eru hins vegar ekki aðeins þekkt- ir fyrir olíuauð heldur líka sjaríalög, kúgun kvenna og hryllilegar lík- amlegar refsingar. Það er mikill ein- feldningsháttur að halda að fjármagni til að byggja mosku fylgi ekki um leið krafa um áhrif. Austurríkismenn hafa þess vegna með lögum bannað að moskur séu byggðar fyrir slíkt fé. Þeir telja nauðsynlegt að koma í veg fyrir þau áhrif sem slíku fjármagni fylgir. Hjá RÚV telst það ekki meðal frétta vikunnar að Sádi-Arabar séu á leiðinni inn um aðalinnganginn. Kollegar þeirra í Samfylkingunni ríghalda sér í trúfrelsið. Þeir telja sjálfsagt að halda friðinn með því að bjóða hinn nýja sið gagnrýnislaust velkominn. Í þeirra huga eru siðir Sádi-Araba nauðsyn- legir fyrir mótun fjölmenningarsam- félagsins. Fordæmið hafa þeir frá Sví- um með þeim afleiðingum sem þeir kljást nú við. Slík samfélagstilraun er hins vegar fráleit hér á landi. Á Alþingi eru nokkrir þingmenn sem eru þekktir fyrir þor og sjálf- stæðar skoðanir. Ég vil beina því til þeirra að leiða í lög að trúfélögum líkt og stjórnmálaflokkum verði bannað að taka við styrkjum frá ríkjum eða samtökum sem virða hvorki lýðræði né mannréttindi. Eftir Mörtu Bergmann » Fólkið sem flýr lönd múslima tekur gjarnan trúna og siði hennar með sér. Marta Bergmann Höfundur er fv. félagsmálastj. í Hfj. Innreiðin er hafin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.