Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015
Púls tímans er heiti yfirlits-sýningar á verkum EinarsHákonarsonar í vestursalKjarvalsstaða. Sýningin
spannar um hálfa öld og skiptist sal-
urinn í þrjá meginhluta: í grófum
dráttum má rekja sig frá elstu verk-
unum frá 7. og 8. áratugnum hægra
megin í salnum, í gegnum verk frá 9.
og 10. áratugnum í miðhlutanum, og
loks til yngstu verkanna, sem flest
hafa verið gerð síðasta áratuginn og
staðsett eru vinstra megin í salnum.
Stíll Einars er auðþekkjanlegur; í
þröngu myndrýminu sjást iðulega
fremur langleitar mannverur í for-
grunni. Formgerð verkanna og lita-
notkun gæðir verkin ákafa sem
tengist myndefninu og endurspeglar
viðleitni listamannsins til að tjá
reynslu sína og samtímann, eða „að
hafa fingurinn á púlsi tímans“, eins
og segir í sýningarskrá. Umfjöll-
unarefni Einars tengjast t.d. líf-
færaígræðslu, jafnréttisbaráttu,
skipbroti, tölvuvæðingu, persónu-
legum minningum og nátt-
úrureynslu, eða trúmálum. Þá eru
nokkur portrettverk af þjóðkunnum
mönnum til sýnis og skera þau verk
sig úr m.a. fyrir dempaða litanotkun
og yfirvegaða túlkun. Eldri mynd af
Eiríki Briem er undantekning en
þar setja áhrif frá popplist glettn-
islegan svip á portrettformið.
Einar var einn þeirra listamanna
sem komu fram á sjónarsviðið á 7.
áratugnum og fengust við fígúratíft
málverk. Sjá má af elstu verkunum
að hann hefur mátað sig með góðum
árangri við afstraktlistina á náms-
árunum í Myndlista- og handíða-
skólanum. Um miðbik áratugarins
(þegar Einar var við nám í Svíþjóð)
gætir fljótlega áhrifa frá list-
straumum samtíðarinnar, t.d. notar
hann viðarplötur og bílaparta í mál-
verkunum og skapar þannig þrí-
víddaráhrif (tilraunir í anda op-
listar sjást einnig í notkun plex-
íglers í tveimur verkum frá 10.
áratugnum). Verk hans verða fí-
gúratíf og gætir þar einkum áhrifa
frá breskum listmálurum, sem
kenndir hafa verið við „Lundúna-
skólann“, ekki síst þeirrar hlöðnu
tilvistarangistar sem einkennir verk
Francis Bacon. Sterk áhrif sjást
einnig frá David Hockney og popp-
list. Þessi hluti sýningarinnar varp-
ar áhugaverðu ljósi á mótun lista-
mannsins.
Í miðhluta salarans er býsna
dramatískur og litsterkur kafli;
naktar manneskjur í dimmleitu
landslagi en einnig skyrtuklæddir
menn í biblíusögum sem hafa verið
heimfærðar upp á samtímann.
Leynifundir og gullkálfur koma við
sögu í öðrum verkum sem einnig
fela í sér þjóðfélagsádeilu eða at-
hugasemdir um samtíðina. Flest
verkanna eru stór og hanga þau þétt
saman. Verkin eru ágeng í formi og
verður sjónrænt áreitið nokkuð yf-
irþyrmandi og því njóta einstök
verk sín ekki sem skyldi. Í nýjustu
verkunum má sjá hvar Einar færist
nær ljóðrænni tjáningu: verur leys-
ast upp og renna saman við um-
hverfið, áherslan er á samspil lína,
lita og forma. Notkun á stenslum og
spraututækni endurspeglar stað-
fastan áhuga listamannsins á til-
raunum með myndbyggingu, lita-
meðferð og málunaraðferð –
greinilega er mikill hugur í mál-
aranum nú um stundir. Líkt og í
miðhlutanum er rýmið yfirhlaðið af
verkum. Skýringartextar á spjöld-
um hjá völdum verkum fá áhorfand-
ann til að staldra við en í heild ein-
kennist framsetning sýningarinnar
hins vegar af óþarflega miklum
ákafa – líkt og til að skapa áríðandi
tilfinningu fyrir þessum ólgandi
„púlsi tímans“. Einar var mikil-
virkur á sviði íslenskrar grafíkur um
árabil og maður veltir fyrir sér
hvers vegna engin grafíkverk eru á
sýningunni. Hið tiltölulega yfirveg-
aða og upplýsandi yfirlit yfir feril
Einars, sem hefst í nyrðri enda sal-
arins, leysist upp í miðrýminu og
færist áherslan yfir á magn verka
sem skyggir jafnframt á tjáning-
arstyrk hvers verks fyrir sig – flest
búa þau yfir myndrænum eig-
inleikum og frásögn sem þarfnast
andrýmis. Aukið samræmi í sýn-
ingaráherslum myndi án efa skila
sér í heildstæðari mynd af kraft-
miklum ferli listamannsins.
Morgunblaðið/RAX
Hálf öld Einar Hákonarson við eitt verka sinna á sýningunni Púls tímans. Sýningin spannar um hálfa öld.
Hið ákafa málverk
Listasafn Reykjavíkur –
Kjarvalsstaðir
Einar Hákonarson – Púls tímans
bbbnn
Til 15. mars 2015. Opið alla daga kl. 10-
17. Aðgangur 1.400 kr., árskort 3.300
kr., námsmenn og hópar 10+ 800 kr., 18
ára og yngri og öryrkjar: ókeypis. Sýn-
ingarstjóri: Ingiberg Magnússon.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Bergljót Svan-
hildur Sveins-
dóttir sýnir
vatnslitamyndir
sínar í sal Ís-
lenskrar graf-
íkur á Tryggva-
götu 17, hafnar-
megin. Sýningin
er opin fimmtu-
daga til sunnu-
daga milli kl. 14
og 18. „Þetta er tólfta einkasýning
Bergljótar, en hún hefur lengi notið
leiðsagnar hinna frábæru kennara í
Myndlistarskóla Kópavogs í því ein-
staka og hvetjandi andrúmslofti
sem í þeim skóla ríkir. Myndirnar á
sýningunni bera ekki nöfn, þær eru
eiginlega hugarflug þar sem gætir
áhrifa náttúrunnar allt í kringum
okkur, en ekki síst hinnar einstöku
fegurðar sem ríkir í Álftafirði
vestra og þar í kring við Ísafjarð-
ardjúp,“ segir m.a. í tilkynningu.
Sýningin stendur til 22. mars.
Sýnir vatnslita-
myndir sínar
Bergljót Svanhild-
ur Sveinsdóttir
Ný vefsíða um franska lækninn,
leiðangursstjórann og heimskauta-
farann Jean-Baptiste Charcot
(1867-1936) hefur verið opnuð á
vefslóðinni charcot.is. Franska haf-
rannsóknaskipið Pourquoi-pas?
strandaði í fárviðri við Straumfjörð
á Mýrum árið 1936 og fórust 38
menn, þ.á m. Charcot.
„Leiðangrar rannsóknaskipsins
Pourquoi-pas? voru hágæðarann-
sóknaleiðangrar í Suður- og Norð-
urhöfum á fyrri hluta síðustu aldar,
þar sem fjölda sýna var aflað. Nið-
urstöður þeirra rannsókna birtust í
fjölmörgum tímaritsgreinum og
bókum. Charcot og áhöfn hans á
rannsóknaskipinu Pourquoi-pas?
voru því nánast í samskonar rann-
sóknum og kennarar og nemendur
við Háskóla Íslands eru í í dag. Það
er því við hæfi að minnast þessa
merkilega manns, áhafnar hans og
rannsóknaskipsins Pourquoi-pas?,
sem fórst við Íslandsstrendur, með
fjölbreytilegum hætti, m.a. með
þessari heimasíðu,“ segir í tilkynn-
ingu um vefsíðuna sem er á ís-
lensku og frönsku og hluti af Char-
cot-verkefninu sem var hleypt af
stokkunum árið 2005. Jörundur
Svavarsson, prófessor í sjávar-
líffræði við Háskóla Íslands, hafði
forgöngu um verkefnið og ábyrgð-
ar- og umsjónarmaður vefsíðunnar
er Friðrik Rafnsson.
Vefsíða opnuð um lækninn og heim-
skautafarann Jean-Babtiste Charcot
Merkur Portrett af Charcot eftir
eiginkonu hans, Marguerite Cléry.
Boðið verður upp á svonefnt
óperu-sing-a-long á Tjarn-
arbarnum í Tjarnarbíói í
kvöld og hefst uppákoman
kl. 20.
„Marga söngfugla dreym-
ir um að syngja uppáhalds-
aríurnar sínar eða -dúettana
með uppáhaldsóperu-
söngvurunum sínum, eins og
til dæmis „Là ci darem la
mano“-dúettinn með Bryn
Terfel og Renée Fleming úr
Don Giovanni eftir W.A.
Mozart eða „Nessun Dorma“
úr Turandot eftir Giacomo
Puccini með Plácido Dom-
ingo sjálfum. Ótrúlegt en
satt þá verður þetta gert
mögulegt á Tjarnarbarnum
í Tjarnarbíói.
Ekki verður horft á heila
óperu og sungið með, eins
og oftast er gert erlendis á
líkum viðburðum, heldur
velur fólk atriði fyrirfram
sem það elskar og dreymir
um að syngja og allir mega
taka undir,“ segir m.a. í tilkynningu.
Frestur til að koma með uppá-
stungur rennur út í dag, en skipu-
leggjendur óska eftir því að uppá-
stungur að atriðum séu settar inn á
facebookviðburðasíðu sem nefnist
Óperu sing-a-long á Tjarn-
arbarnum.
Gestum býðst að syngja með uppáhalds-
óperusöngvurum sínum í Tjarnarbíói
Dúett Bryn Terfel og Renée Fleming sungu
saman í Don Giovanni.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00
Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00
Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Sun 26/4 kl. 19:00
Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Mið 29/4 kl. 19:00
Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Fim 30/4 kl. 19:00
Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 3/5 kl. 19:00
Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00
Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00
Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00
Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00
Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00
Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fös 20/3 kl. 20:00 Frums. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k
Sun 22/3 kl. 20:00 2.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas.
Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k
Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k
Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k.
Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k
Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas.
Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k.
Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k.
Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas.
Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fim 12/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00
Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00
Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00
Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00
Sprenghlægilegur farsi
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Minnisvarði (Aðalsalur)
Fös 13/3 kl. 20:00 Sun 22/3 kl. 20:00 Fös 27/3 kl. 20:00
Lau 14/3 kl. 20:00 Mið 25/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 20:00
Nazanin (Aðalsalur)
Fim 19/3 kl. 20:00
Eldberg - Útgáfutónleikar (Aðalsalur)
Fös 20/3 kl. 20:00
Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar (Aðalsalur)
Fim 26/3 kl. 20:00
Dirt! The Movie (Aðalsalur)
Þri 24/3 kl. 17:00
Vatnið (Aðalsalur)
Lau 28/3 kl. 20:00 Sun 29/3 kl. 14:00 Mið 1/4 kl. 20:00