Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m Vegna afnáms Vörugjalda nú kr. 6.990 m2 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkeppniseftirlitið telur dagvöru- verslanir ekki hafa skilað styrkingu krónunnar á síðustu misserum til neytenda. Raungengi krónu er á uppleið og hefur ekki verið jafn hátt síðan í ágúst 2008. Sú þróun kemur fram í grafinu hér til hliðar en þar má sjá hvernig vísitala gengis ann- ars vegar og smá- söluverðs inn- fluttra mat og drykkjarvara hins vegar hefur þróast frá árs- byrjun 2011. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir- litsins, segir skýrsluna sýna að frá síðari hluta árs 2012 hafi ís- lenskir neytendur ekki notið styrk- ingar krónu í vöruverði dag- vöruverslana. „Á síðustu misserum hefur verð á innfluttum dagvörum ekki fylgt gengis- styrkingunni, en sú mynd er ekki jafn skýr og ef horft er á allt hruntímabilið. Svo eru vissu- lega fleiri þættir sem geta haft áhrif á verðþróunina, eins og til dæmis laun. Skýringar á verðhækkunum eru þess vegna ekki einhlítar. Hitt liggur fyrir að þær er ekki hægt að skýra eingöngu með ytri aðstæðum eins og var hægt 2012.“ Ekki lengur ytri aðstæður „Við birtum í byrjun árs 2012 skýrslu um dagvörumarkaðinn og þá var ljóst að verðhækkanir mátti þá að verulegu leyti rekja til ytri að- stæðna, fyrst og fremst gengis- þróunarinnar. Myndin er ekki eins skýr núna. Það er ekki okkar hlut- verk að segja hvað matvöruverð á Ís- landi ætti að vera. Okkar hlutverk er að skapa aðstæður fyrir samkeppni. Meiri samkeppni á dagvörumarkaði myndi koma sér til góða fyrir neyt- endur. Það er borð fyrir báru í því efni,“ segir Páll Gunnar og bendir m.a. á tölur um afkomu verslana. Leiða þær í ljós að hagnaður Haga, Kaupáss, Samkaupa og 10-11/ Iceland jókst úr 3 milljörðum 2011 í 4,8 milljarða 2013 og eiginfjárhlutfall úr 26,7% í 39,7%. „Almenn ályktun okkar er sú að efla þurfi samkeppni til að tryggja að neytendur fái bestu kjör sem völ er á,“ segir Páll Gunnar. „Samþjöppun á matvörumarkaði er aðeins að minnka. Stöðug sókn Bónuss, Haga og forvera frá því und- ir lok síðustu aldar stóð fram á árið 2009 en síðan hefur hlutdeild Haga lækkað jafnt og þétt,“ segir Páll Gunnar og bendir á að markaðs- hlutdeild Haga á höfuðborgarsvæð- inu hafi verið 61-62% árið 2008. Eins og skífuritið hér fyrir ofan sýnir hefur það hlutfall lækkað. „Minni og einkum nýjar verslanir hafa tekið við sér en minni breyting orðið hjá Samkaupum og Kaupási. Víðir, Kostur og Iceland hafa komið inn á markaðinn. Í þessu sambandi skiptir máli að 10-11-keðjan var seld út úr Högum og er nú í eigu sömu að- ila og eiga Iceland. Það hefur líka haft þýðingu fyrir möguleika nýrra aðila til að komast inn á markaðinn að það hefur orðið breyting í verð- stefnu Bónuss, sem um árabil fyrir 2008 lofaði neytendum að vera lægstur í öllum vörum,“ segir Páll Gunnar og rifjar upp að árið 2008 voru Hagar sektaðir um 315 millj- ónir fyrir undirverðlagningu á mjólk. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir rangt að fyrirtækið hafi ekki skilað gengisbreytingum síðustu missera til neytenda. „Ég vísa á okk- ar ársreikning. Í fyrsta lagi hefur okkar álagning og framlegð minnkað á tímabilinu sem um ræðir. Í öðru lagi sýnir efni skýrslunnar fram á að þessi fullyrðing er ekki rétt. Það er misræmi milli þess sem sagt er og þeirra gagna sem eru í skýrslunni,“ segir Finnur og vísar til mynda- gagna í skýrslunni, máli sínu til stuðnings, nánar tiltekið grafs sem sýnir vísitölu gengis annars vegar og vísitölu matar- og drykkjarverðs hins vegar, frá árinu 2006. Framlegðin sú sama og 2010 „Krónan hefur lækkað í verðmæti um 100% en innflutningsverðið hefur hækkað um 80%,“ segir Finnur og vísar því næst til töflu á blaðsíðu 47 í skýrslunni. Hún sýni að vegið meðal- tal í framlegð stærstu aðila á mat- vörumarkaði árin 2010 og 2014 sé það sama, eða 20,2%. „Við höfum haldið því fram – og ég stend við það hvar sem er – að við höfum skilað til okkar viðskiptavina breytingum á innkaupsverði, hvort sem þær eru á verðinu sjálfu eða gengi. Við erum skráð félag og birt- um okkar álagningu fjórum sinnum á ári. Á okkar heimasíðu liggur fyrir Taka til sín gengisstyrkingu  Samkeppniseftirlitið segir dagvöruverslanir ekki hafa lækkað verð í takt við styrkingu krónu  Forstjórar Haga og Krónunnar hafna þessari niðurstöðu  Samþjöppun á markaði minnkar Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það alvarlegt mál að gengisstyrking hafi ekki skilað sér til neytenda. „Það þarf að tryggja eftirfylgni með skýrslunni … Neytenda- samtökin hafa ítrekað bent á þessa tregðu. Þegar krónan styrk- ist gengur seint og illa að fá það út í verðlagið. Þegar krónan veikist er það hins vegar fljótt að skila sér út í hækkun verðlags. Þetta stað- festir Samkeppniseftirlitið og Neytendasamtökin hljóta að gagn- rýna það mjög harðlega.“ Jóhannes kveðst einnig taka undir þann hluta skýrslunnar sem snýr að matarsóun. Vísar hann þar til að Samkeppniseftirlitið telur brýnt að taka til skoðunar hvort endurskoða beri núgildandi samn- ingsákvæði um rétt dagvöruversl- ana til að geta skilað og fengið endurgreiddar vörur sem ekki seljast fyrir síðasta ráð- lagða neyslu- dag. Miklu sé hent af til dæmis unnum kjötvörum og fersku kjöti og fiski vegna þessa. „Þetta eru samningar sem þarf að endurskoða frá grunni. Það þarf að tryggja að þegar síðasti neyslu- dagur er að renna upp setji versl- anir vörur á tilboð og lækki verðið það mikið að varan seljist áður, svo ekki sé verið að henda mat- vælum. Ég veit að þetta er þungur baggi á kjötiðnaðarfyrirtækjum. Þau láta þetta út í verðlagið. Neyt- andinn þarf að borga brúsann.“ Alvarlegt mál ef neytendur njóta ekki gengisstyrkingar NEYTENDASAMTÖKIN GAGNRÝNA KAUPMENN Markaðshlutdeild verslana á höfuðborgar- svæðinu árið 2014 *Aðrar verslanir eru t.d. Kostur, Melabúðin og Miðbúðin Heimild: Samkeppniseftirlitið Hagar - 53-54% Bónus 39-40% Hagkaup 13-14%Kaupás - 23-24% Krónan 17-18% Nóatún 5-6% Samkaup - 5-6% Nettó 4-5% Samkaup-Úrval 0-1% Samkaup-Strax -1% 10-11/Iceland - 6-7% 10-11 3-4% Iceland 3-4% Fjarðarkaup - 3-4% Aðrar verslanir* - 4-5% Víðir - 3-4% Vísitala gengis og smásöluverðs innfluttra mat- og drykkjarvara Innfluttar mat- og drykkjarvörur Gengisvísitala 2011 2012 2013 2014 120 115 110 105 100 95 90 Heimild: Samkeppniseftirlitið hver okkar framlegð hefur verið undanfarin ár og á tímabilinu sem um ræðir. Ég tek það því ekki til mín að gengisbreytingar hafi ekki skilað sér hjá okkur. Ef við værum að halda eftir ávinningi af styrkingu krón- unnar hjá okkur kæmi það fram í okkar birtingartölum,“ segir hann. Innlendi hlutinn ekki hækkað Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, kveðst „ekki sjá rök fyrir því“ að verslanir hafi ekki skilað gengis- styrkingu. „Ég get ekki svarað fyrir hluti sem gerðust áður en við komum að þessu fyrirtæki en ég fæ ekki bet- ur séð en að síðastliðið ár hafi menn skilað öllum gengisleiðréttingum. Mér sýnist sem að í gegnum tíðina hafi þessum leiðréttingum verið skil- að. Það er líka vert að benda á að innfluttar mat- og drykkjarvörur eru ekki nema um þriðjungur af matar- körfu neytenda. Hlutur innlendra framleiðsluvara er næstum 70%,“ segir Jón sem telur skýrslu eftirlits- ins sýna að síðustu ár hafi „smá- söluverð innlendra matar- og drykkjarvara hækkað mun minna en vísitala framleiðsluverðs“. Festi keypti verslanir Kaupáss af Norvik í fyrra, þ.m.t. Krónuna. Páll Gunnar Pálsson Finnur Árnason Jóhannes Gunnarsson Ragnar Björn Ragnarsson, gjald- eyrismiðlari hjá Arion banka, segir það stefnu Seðlabankans að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evru. Krónan hafi hins vegar veikst gagnvart bandaríkjadal og þá m.a. vegna styrkingar í gengi dalsins. „Þegar evran veikist svona mikið þarf krónan líka að gefa eftir á móti öðrum myntum en haldast stöðug á móti evru,“ sagði Ragnar Björn og bendir á að dalurinn kost- aði í gær 139,67 krónur en 127,50 kr. sl. gamlársdag. Dalurinn hefur því styrkst um 10% gagnvart krónu á árinu. Evran kostaði 154,27 krón- ur á gamlársdag og hefur því veikst um 4,36% gagnvart krónu. Nafngengi krónu gagnvart banda- ríkjadal var sterkast 4. nóvember 2011, þá kostaði dalurinn 108,52 krónur. Að sögn Ragnars Björns er vægi evru í utanríkisverslun þjóð- arinnar, samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans, nú um 38%. Þá vegi danska krónan um 10% en gengi hennar er tengt evru. Krónan sé stöðug gagnvart evru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.