Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 35
forsætisráðherra 2013 og var auk þess dómsmálaráðherra 2014. Þú ert mikill húsfriðunarsinni forsætisráðherra? „Ætli sé ekki óhætt að segja það. Reyndar eru ýmsar ástæður fyrir því að það er skynsamlegt að vernda sögulega byggð. Það er mik- ilvægt til að viðhalda tengingu sam- tímans við söguna og af menningar- legum ástæðum. Auk þess hefur það praktískt gildi og bein áhrif á líðan fólks og jafnvel sköpunarkraft. Vel varðveitt söguleg byggð hefur einstakt aðdráttarafl sem felur í sér mikil verðmæti. Upp úr slíku um- hverfi spretta líka ný verðmæti. Fallegur kjarni gamalla húsa getur skipt sköpum fyrir heilu borgirnar. Þeir skapa jákvæða ímynd og stað sem er sameiginlegt svæði íbúanna allra, auk ferðamanna. Fallegir bæ- ir sem viðhalda tengslum við sög- una laða að íbúa, ferðamenn og fyr- irtæki, því fyrirtæki vilja fjárfesta þar sem fólkið vill vera. Það er mik- ið tilhlökkunarefni að sjá ný lög um verndarsvæði í byggð verða að veruleika en þau geta skipt sköpum við að bæta umhverfi okkar hér á landi.“ Er erfitt að vera hvoru tveggja í senn, góður fjölskyldufaðir og góð- ur forsætisráðherra? „Það er auðvitað oft á tíðum flók- ið að flétta saman starfinu og góð- um stundum með fjölskyldunni. En við njótum þeim mun betur þess tíma sem við eigum saman, höfum t.d. ákaflega gaman af því að ferðast saman, bæði innanlands og utan.“ Fjölskylda Eiginkona Sigmundar er Anna Sigurlaug Pálsdóttir, f. 9.12. 1974, mannfræðingur og fjárfestir. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrv. forstjóra Toyota, og Elínar Jóhann- esdóttur húsfreyju. Dóttir Sigmundar og Önnu er Sigríður Elín, f. 19.1. 2012. Systkini Sigmundar eru Sig- urbjörn Magnús Gunnlaugsson, f. 6.4. 1977, starfsmaður Kaupþings í Reykjavík, sambýliskona hans er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, að- stoðarmaður utanríkisráðherra; Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, f. 9.4. 1978, MBA nemi í HR, búsett í Garðabæ, en maður hennar er Sig- urður Atli Jónsson framkvæmda- stjóri MP banka. Foreldrar Sigmundar eru Gunn- laugur M. Sigmundsson, f. 30.6. 1948, cand.oecon., framkvæmda- stjóri og fyrrv. alþm. Framsókn- arflokksins, og Sigríður Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, f. 5.10. 1948, líf- eindafræðingur og kennari. Sigmundur Davíð verður að heiman á afmælisdaginn. Úr frændgarði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Guðbjörg Þóroddsdóttir húsfr. á Ísafirði, af Thorbergsætt Hálfdan Bjarnason skipasmiður á Ísafirði Heiðveig Hálfdánardóttir bankastarfsm. í Hafnarfirði Sigurbjörn Þórðarson prentmyndasm. í Hafnarfirði Sigríður Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir lífeindafr. og skrifstofustj. í Rvík Sigríður Grímsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Þórður Þórðarson sjóm. í Hafnarfirði Óskar Hálfdánarson bílstj. á Ísafirði Hálfdán Óskarsson forstjóri Örnu mjólkursamsölu í Bolungarvík Aðalsteinn Þórðarson járnsm. í Hafnarfirði Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt. Helga Sigurbjörnsóttir húsfr. í Hafnarfirði Guðmundur K. Karlsson tölvunarfr. hjá Advania Herdís Sigurbjörnsd. hjúkrunarfr. í Hafnarfirði. Sigurður Daði Friðriksson matreiðslumeistari Filippus Gunnlaugsson skrifstofustj. Haukur Filippusson tannlæknir Orri Hauks- son forstj. Skipta Jón Richard tæknifr. í Rvík. Stefán Jónsson forstj. prentsm. Eddu Erla Stefánsdóttir píanókennari og álfafræðingur Magnús Jónsson yfirverkstj. í Rvík Jón Hjaltalín verkfr., framkv. stj. og fyrrv. form. HSÍ Ólafur Jónsson forstj. Electric Daníela Kristín Brandsdóttir húsfr. á Ísafirði Sólveig I. Sveinbjarnardóttir húsfr. í Hafnarfirði Kristján Loftsson forstj. Hvals hf Gunnlaugur Jónsson hjá Samskipum Marta Magnúsdóttir húsfr. á Ytra-Ósi, af Skildinganesaætt Gunnlaugur Magnússon b. á Ytra-Ósi í Strandasýslu Nanna Gunnlaugsdóttir snyrtisérfr. í Rvík Sigmundur Jónsson fjármálastj. í Rvík Gunnlaugur M. Sigmundsson viðskiptafr. og framkv.stj. í Rvík Sesselja Stefánsdóttir húsfr. á Kambi, bróðurdóttir Snæbjarnar Kristjánssonar hreppstj. í Hergilsey, af Ormsætt Jón Hjaltalín Brandsson b. á Kambi í ReykhólasveitJón Hjaltalín læknir Snjólaug Ólafsdóttir fyrrv. skrif- stofustj. hjá Norðurlandaráði ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Jónas fæddist í Reykjavík 12.3.1941. Foreldrar hans voruGústav Adolf Jónasson, ráðu- neytisstjóri í Reykjavík, og Steinunn Sigurðardóttir f. Sívertsen hús- freyja. Gústav var sonur Jónasar Egg- erts Jónssonar, oddvita í Norðtungu og Örnólfsdal í Þverárhlíð, og s.k.h., Kristínar Ólafsdóttur húsfreyju, en Steinunn var dóttir Sigurðar Péturs- sonar Sívertsen, prófessors og vígslubiskups í Reykjavík, og k.h., Þórdísar Helgadóttur Sívertsen húsfreyju. Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Kristín Gyða Jónsdóttir félags- ráðgjafi og eignuðust þau tvær dæt- ur. Jónas lauk stúdentsprófi frá MR 1961, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1968 og öðlaðist hdl.-réttindi sama ár. Jónas var fulltrúi á málflutnings- skrifstofu Arnar Þór hrl. 1968-70 og sinnti lögfræðistörfum á eigin veg- um. Hann var fulltrúi hjá yfirborg- ardómaranum í Reykjavík frá 1970, aðalfulltrúi þar frá 1976, varð borg- arfógeti í Reykjavík 1979 og héraðs- dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1991. Þá var hann dómari í Félags- dómi 1986-89 og varaforseti dómsins 1992-93. Jónas var m.a. gjaldkeri í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur 1982-85 og sat í stjórn Dómarafélags Íslands 1985-87. Í minningargrein um Jónas sagði Bergsteinn Gizurarson: „Hann var óvenjulega lifandi persóna sem skoðaði allt til hins ýtrasta fullur áhuga. Hann kynnti sér almennt mál afar vel og tók síðan afstöðu til þeirra á grundvelli eigin sannfær- ingar en ekki álits fjöldans. Hann naut trausts og virðingar bæði innan sinnar stéttar sem og annarra er honum kynntust á lífsleiðinni. Hann gekk að öllu með áhuga. Þetta átti jafnt við um starf hans sem og heim- ili, íbúðarhús og umhverfi. Garð- ræktina, heimilisstörfin svo og skíðaferðir sem voru hans líkams- rækt.“ Jónas lést 10.10. 1993. Merkir Íslendingar Jónas Gústavsson 95 ára Guðrún Valdimarsdóttir Sigríður Konráðsdóttir 90 ára Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir Stefanía Jónsdóttir Þorbjörg Kristinsdóttir 85 ára Guðný Hannesdóttir 80 ára Ásta Valmundardóttir Emilía Jónasdóttir Guðrún S. Snjólfsdóttir Helga M. Ingvarsdóttir Karl Bergdal Sigurðsson Margrét Sigurjónsdóttir 75 ára Elín Pétursdóttir Gunnar Sólnes Sigrún K. Valdimarsdóttir Sjöfn Árnadóttir Úlfar Sveinbjörnsson Ægir Pétursson 70 ára Alda Sveinsdóttir Bergþóra Þórðardóttir Bragi Eyjólfsson Jón H. Þorsteinsson Jón Þ. Kristjánsson Kjartan Helgason Kristján Gunnþórsson Markús R. Þorvaldsson Sigurður Þ. Gunnarsson Þorbjörg Jónasdóttir 60 ára Ásbjörn G. Guðmundsson Eyrún Kristín Júlíusdóttir Gunnlaugur I. Sigfússon Ólafur Gunnar Þórólfsson Sigþór Ragnar Sigþórsson Smári Elvar Þórðarson Steinunn Sölvadóttir Valgerður Hróðmarsdóttir 50 ára Atli Frans Adamsson Birna G. Gunnarsdóttir Einar Tryggvason Guðmundur Hallbjörnsson Guðrún Hólmgeirsdóttir Gunnar Þór Brynjarsson Hjörtur Kristinn Hjartarson Jón Einar Eyjólfsson Jökull Smári Barkarson Magnús Trausti Svavarsson Ólafía Gústafsdóttir Ólafur Tryggvason Ragnhildur Ágústsdóttir Sesselja Traustadóttir Torfi Guðlaugsson Þórir Jónsson 40 ára Ester Sigurjónsdóttir Gunnar Atli Fríðuson Hafsteinn Björn Ísleifsson Haraldur Harðarson Jóhanna S. Jafetsdóttir Linda Margaretha Karlsson Sæunn Helga Björnsdóttir Þorvaldur Guðmundsson Þröstur Jóhannsson Örvar Helgason 30 ára Andri Þór Halldórsson Arna Þrándardóttir Elísabet Karlsdóttir Erna Björnsdóttir Garðar Hrafn Sigurjónsson Haraldur Anton Haraldsson Jónína Svavarsdóttir Kristrún Ingadóttir Lárus Sveinsson Margrét G. Jóhannsdóttir Máni Frímann Jökulsson Óskar Bjarnason Til hamingju með daginn 30 ára Silja ólst upp í Búðardal, býr í Reykjavík, lauk MA-prófi í ljós- myndun og starfar á Ljós- myndastofu Rutar. Maki: Hrafn Einarsson, f. 1984, forritari hjá Þjóð- skrá Íslands. Dóttir: Kolka, f. 2012. Foreldrar: Kristinn Thorlacius, f. 1955, húsa- smíðameistari, og Elín- borg Eggertsdóttir, f. 1955, stuðningsfulltrúi við Grunnskólann í Búðardal. Silja Rut Thorlacius 30 ára Baldvin ólst upp í Danmörku og á Akureyri, býr þar, lauk prófum í al- þjóðaviðskiptum í Banda- ríkjunum og starfar hjá Sjóvá. Maki: Jónína Íris Ás- grímsdóttir, f. 1986, í fæð- ingarorlofi. Börn: Andri Bjartur, f. 2011, og Jóhanna Björt, f. 2014. Foreldrar: Ólafur Vals- son, f. 1959, og Jóhanna Baldvinsdóttir, f. 1961. Baldvin Ólafsson 30 ára Eva Dögg býr í Reykjavík, lauk sjúkraliða- prófi og sveinsprófi í kjóla- saum, þjálfar eldri borgara og er Herbalife- leiðbeinandi. Maki: Magnús Þorgeirs- son, f. 1976, blikksmiður. Börn: Þórdís Lilja, f. 2005, Bryndís Sunna, f. 2010, og Arnar Páll, f. 2013. Foreldrar: Helga Ragn- arsd., f. 1962, og Sig- tryggur Sigtryggss., f. 1959. Eva Dögg Sigtryggsdóttir Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Fastus ehf. • Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is FA S TU S _H _0 9 .0 3 .1 5 VINNUSKÓR Hágæða vinnuskór fyrir fagfólk á heilbrigðisstofnunum og í matvælaiðnaði á tilboði í mars 20% AFSLÁTTUR Í MARS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.