Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Fyrir liggur að ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem er í mestum vexti í sam- félaginu. Kannanir meðal gesta sem heimsækja landið sýna að náttúran er ótvírætt helsta að- dráttaraflið. Þörf er fyrir op- inbera stefnumótun og langtímaáætlun í greininni. Við sem samfélag þurfum að leggja af mörkum til að hafa áhrif á þróun þessara mála. Mestu skiptir að þróunin verði í sátt við náttúruna okkar. Ferðaþjónustan á inni fyrir útgjöldum Þær náttúruperlur sem mest á mæðir eru í raun ekki margar. Setjum viðhald og verndun þeirra á fjár- lög. Ferðaþjónustan „á inni“ fyrir þeim út- gjöldum úr ríkissjóði. Þannig sleppa allir við þann hvimleiða hátt, að settir verði upp rukkunarskúrar út um hvippinn og hvappinn. Ferðaþjónustan er orðin afger- andi langstærsta gjaldeyrisskap- andi atvinnugreinin hér á landi. Tekjur íslenskra fyrirtækja af er- lendum ferðamönnum námu í fyrra rúmlega 300 milljörðum, tæpri milljón á hvern Íslending og voru rúmlega fjórðungi meiri en tekjur af sjávarútvegi. Tekjur af íslenskum ferðamönnum eru hér ekki teknar með í reikninginn. Ferðamönnum er jafnt og þétt að fjölga um allan heim, sér í lagi í Norður-Evrópu. Ríkið, þ.e. við, hefur skyldur í þessum efnum, við náttúruna og komandi kynslóðir. Tekjustofninn er fyrir hendi og hann er sannarlega stór. Greinin er atvinnuskapandi fyrir mikinn fjölda fólks og það er hagkvæmt fyrir samfélagið. Um helmingur allra nýrra starfa sem skapast hafa í landinu frá árinu 2010 er í ferðaþjónustu. Til að setja stærð- argráðuna í samhengi er þessi helmingur, sem telur um 4.600 störf, nokkru fleiri en allir íbúar Seltjarnarness að börnum með- töldum. Öll vitum við að launþegar þessa lands borga skattana sína, enginn kemst upp með annað. Skattþrep tvö hefst við 290 þús- und króna mánaðarlaun og tekju- skattsprósentan er 37,3%. Hlið- artekjur ríkins af ferðaþjónustu eru þannig mjög miklar. Fleira mætti upp telja í þeim efnum. Hvort tekjur ríkisins ættu að vera meiri má lengi velta fyrir sér. Leiðirnar eru margar og mismun- andi sem hægt væri að fara. Hættum að karpa um leiðir Umhverfisáhrif ferðaþjónust- unnar þarf að skoða sem umhverf- ismál, en ekki bara sem ferðamál. Náttúran getur ekki beðið á meðan fólk karpar um leiðir. Nefnd eru komugjöld, gistinátt- agjöld, náttúrupassi og hver bend- ir á annan í umræðunni. Ef við skoðum þetta í stærra samhengi og tökum dæmi úr öðrum atvinnu- greinum, s.s. sjávarútvegi og land- búnaði, þá er ríkið að leggja þeim atvinnuvegum til býsna mikið fé. Í ferðaþjónustunni er það hins veg- ar alls ekki svo. Áliðnaðurinn er þriðji stærsti atvinnuvegurinn í landinu. Þar ku ekki greiddir skattar, heldur hagnaður fluttur úr landi með gerviskuldsetningu og ráðamenn standa ráðalausir. Opinberar tölur sýna að enginn atvinnuvegur í landinu hefur haft jafnlítið rannsóknarfé og ferða- þjónustan. Við/skattgreiðendur berum kostnaðinn af rannsóknum fyrir sjávarútveginn, það eru ekki bara eigendur sjávarútvegsfyrir- tækjanna sem borga þær og það sama á við um rannsóknir í land- búnaði. Styrkjakerfi landbúnaðar- ins kostar okkur líka skildinginn. Við/skattgreiðendur berum kostn- aðinn af rekstri ráðherraembætta, ráðuneyta og annarra tilheyrandi stofnana fyrir sjávarútveg og landbúnað. Umhverfisráðuneyti var hins vegar lagt niður og ráðu- neyti ferðaþjónustu hefur aldrei verið til. Við sem samfélag þurfum að gera ráðstafanir í þessum efnum, viðurkenna í verki að við öll ber- um ábyrgð á náttúrunni okkar. Næsta verkefni væri að koma á sanngjarnari skiptingu milli at- vinnuvega úr tekjustofnum rík- issjóðs. Náttúran getur ekki beðið Eftir Mörtu B. Helgadóttur Marta B. Helgadóttir »Umhverfisáhrif ferðaþjónustunnar þarf að skoða sem um- hverfismál en ekki bara sem ferðamál. Við höf- um skyldur við náttúr- una og komandi kyn- slóðir. Höfundur er leiðsögumaður og verkefnastjóri. Sumir næring- arfræðingar halda því fram að maturinn í dag hafi breyst svo mikið síðustu 50 árin að úti- lokað sé að fá öll lífs- nauðsynleg lífefni eins og vítamín og steinefni úr honum eingöngu. Því sé nauðsynleg við- bót vítamína og bæti- efna. Framboð slíkra hjálparefna er ofboðslegt og ærir óstöðugan. Matvælaiðnaðurinn legg- ur mesta áherslu á næringarorku og geymsluþol en skeytir minna um að varðveita lífefni matvæla sem eru jafnnauðsynleg til þess að við getum melt og notað sykrur, fitu og prótín til hámarkslíkamsstarfsemi. En það er líka munur á tilbúnum eða efna- smíðuðum og náttúrulegum vítam- ínum. Þau síðastnefndu eru fáanleg í ýmsum skömmtum einangruð úr náttúrulegum uppsprettum. Nátt- úruleg vítamín eru örugg. Af efna- smíðuðum vítamínum er C-vítamínið talið næstum jafngilt náttúrulegum og þá helst í stórum skömmtum. Einfaldast er að taka máttúruleg bætiefni eins og lýsi með A-, D-, E- og F-vítamínum (línólsýra, línól- ínsýra og örlítið af arakídonsýru) auk EPA- og DHA-fitusýranna sem við þurfum þá ekki að búa til sjálf; pressuger eða ölger er með flestöll B-vítamínin sem eru á þriðja tug o.fl. lífefni; þari eða þaramjöl er með öll steinefnin þar á meðal joð o.fl.; þá er sjávarsalt líka góð upp- spretta steinefna; kald- pressuð óhreinsuð jómfrúrólífuolía með E-vítamín o.fl. lífefni. Þá er ótalin lambalifur með mikið og mörg líf- efni eins og allur inn- matur yfirleitt. Er ég var í námi vann ég að efna- smíði ýmissa lífrænna efna, sum voru lyf, en vandamálið var oftast að mörg önnur efni mynduðust líka. Síðan var reynt að hreinsa þau burt eins mikið og hagkvæmt taldist gagnvart aðalefninu sem tapaðist meir og meir við hreinsunina. Það eru þessi aukaefni sem geta valdið ýmsum aukaverkunum því að þau hafa sína eiginleika. Á sama hátt er efnasmíði vítamína háð þessum tak- mörkunum og betra að reiða sig á hrein náttúruleg vítamín eða öllu betra á vel valin náttúruleg bætiefni sem neyta þarf tiltölulega lítið af með máltíðum. Varðandi mataræðið er líklega einfaldast að telja það upp sem helst bæri að forðast eða takmarka til að fá sem allra mest af lífefnunum úr sjálfum matnum: Sykraðir gosdrykkir, kaffi og te. Betra væri að neyta jurtates og fersks ávaxtasafa, steinefnaríks vatns (t.d. 30 ml af sjó í einum lítra gvendarbrunnavatns sem hefur svo sorglega lítið af steinefnum), 15 ml af 5% eplaediki í vatnsglas með ör- litlu hunangi í köldu vatni (200 ml), mysu o.fl. Hvítur sykur, hvítt hveiti og pól- eruð hrísgrjón og allar vörur með þessu í mætti reyna að forðast al- veg. Gæta hófs varðandi flest krydd auk matarsalts. Niðursuðuvörur og velflestar unnar matvörur, nema þá ferskar án viðbótarefna. Hreinsaðar og verksmiðjuunnar jurtaolíur og öll hert fita. Þá þarf að gæta sín á að útvatna ekki burt steinefnum og vítamínum matarins í matseldinni auk óþarfa oxunar næringarefna með of mikl- um hita. Allt sem er borðað hrátt og er ferskt er af hinu góða og mætti vera mun meira af því í fæðu okkar. Um vítamín og bætiefni Eftir Pálma Stefánsson »Er ég var í námi vann ég að efnasmíði ýmissa lífrænna efna. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur. mbl.is alltaf - allstaðar Tilboðsverð á sýningarbílum frá 8.490.000 kr. Komdu í dag og skoðaðu þennan magnaða jeppa, við tökum gamla bílinn uppí. Það er kominn nýr meðlimur í Jeep fjölskylduna Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - www.isband.is - Opið alla virka daga frá 10-18, laugardaga 11-15 Frumsýnum stórglæsilegan Jeep Cherokee, litli bróðir mest verðlaunaða jeppa í heimi Jeep Grand Cherokee. Alvöru jeppi, hlaðinn lúxus og tæknibúnaði t.d. leggur sjálfur í stæði, adaptive cruise control og blind spot detection. Brostin trú? Skiptir trú einhverju máli í dag? Veltir þú fyrir þér tilvist Guðs? 13. mars: Ópíum almúgans eða almætti Guðs? 14. mars: Fjarska fallegur eða kunnugur þjáningum? 15. mars: Bráðlát reiði eða reynt til þrautar? 16. mars: Harka dómsins eða miskunnsemi hjartans? 17. mars: Vernd frá vættum eða tilgangslaus tilbeiðsla? 18. mars: Boðberi verka eða birta kærleikans? Boðunarkirkjan Álfaskeiði 115, 220 Hafnarfirði www.bodunarkirkjan.is Sími 555 7676 Erindin hefjast kl. 8 hvert kvöld Dr. Þröstur Steinþórsson, PhD, er löggiltur viðskipta- fræðingur, vígður sóknarprestur, og víðfarinn ævintýra- maður með greinargóða framsetningu og skýr svör við stórum spurningum lífsins. Erindi hans munu hjálpa þér að skilja vandamál tilverunnar, sársauka manna og tilveru Guðs. Ef þú hefur einhvern tíma spurt sjálfan þig hvort trúin sé raunveruleg, og hvort Guð sé hæfur til að takast á við vandamál nútímans, eru þessi erindi fyrir þig. Ekki missa af þeim! Dr. Þröstur ólst upp í Vestmannaeyjum og Akureyri og þjónar nú sem prestur í Bandaríkjunum og kennir við guðfræðideild Andrews University í Michigan. Hann var einn af frumkvöðlum að stuðningshópum fyrir syrgjendur á Íslandi og hefur rannsakað áhrif sorgar á vinnuafköst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.