Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 ✝ Atli fæddist íReykjavík 10. júlí 1984, sonur hjónanna Breka Karlssonar og Fannýjar Heim- isdóttur. Hann lést á heimili sínu í Grafarvogi 2. mars síðastliðinn. Elst systkina Atla er Guðrún María, gift Stefani Sundberg. Börn þeirra eru Viktor og Óskar. Dóttir Guð- rúnar Maríu frá fyrra hjóna- bandi er Fanný Alva Forsman. Eldri bróðir Atla er Högni, giftur Þóru Kolbrúnu Þór- arinsdóttur og dóttir þeirra er Camilla Sif. Yngri bróðir Atla er Kári, í sambúð með Helgu Valgerði Snorradóttur. Atli ólst upp í Svíþjóð til ell- efu ára aldurs þegar fjöl- skyldan flutti í Grafarvog. Leiðin lá stuttu síðar til Nami- bíu þar sem fjöl- skyldan bjó á ann- að ár. Að þeim tíma liðnum flutti fjölskyldan aftur í Grafarvog. Atli gekk í leik- og grunnskóla í Eslöv á Skáni og síðar í grunnskóla í Húsaskóla og Namibíu. Atli stundaði síðan nám í Borgarholtsskóla. Hann var um nokkurra ára skeið í sambúð með Söru Kastbjerg Sveinsdóttur og bjuggu þau um tíma í Danmörku. Síðar bjó hann einnig um skeið með Sólborgu S. Borgarsdóttur. Hann vann við þjónustustörf en lengst af hjá Sorpu og und- anfarið rúmt ár hjá birgðastöð Landspítalans. Úför hans er gerð frá Grafarvogskirkju fimmtudag- inn 12. mars klukkan 13. Einföld orð fá ekkert tjáð. Við þökkum fyrir yndislegan dreng og ungan mann sem við fengum að hafa hér í 30 ár. Far í friði elsku sonur, við verðum alltaf saman. Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu? Þeir suður flugu brimótt yfir höf. Hvar eru blómin sæl frá sumri ungu? Und snjónum hvíla þau í vetrar gröf. Hvað er nú söngva? vindgnýr hærri og hærri um hvítnað land, en þung með drunu-hljóð, þar þögull sjófugl þyrpist brimströnd nærri, hinn þrúðgi gýmir kveður stirðan óð. Hvað er nú blóma? helblóm hörku viður, sem hrímhvít skarta frosnum rúðum á, og geislablóm, sem glitar máni niður á glerskyggð blásvell vetrarheiði frá. Nei, sönglíf, blómlíf finnst nú aðeins inni, þar andinn góður býr sér sumar til með söng og sögu, kærleik, vina-kynni á kuldatíð, við arin-blossans yl. Svo dvelji söngflug hver einn fyrir handan og hylji fönnin blómið hvert, sem dó; vér eigum sumar innra fyrir andann, þá ytra herðir frost og kyngir snjó. (Steingrímur Thorsteinsson) Mamma og pabbi. Nú er hann farinn frá okkur bróðir minn og minn gamli vin- ur. Það er sár missir og við munum öll sakna hans. Ég á erfitt með að festa á blað það sem er mér minnis- stætt um Atla en man samt svo margt. Því sit ég hljóður einn heima í stofunni og horfi út í veðrið. Það er grátt og þung- skýjað. Á meðan situr hann ein- hvers staðar uppi í skýjunum. Í huganum fer ég yfir allar þær minningar sem ég á um hann. Þá finn ég hvernig við getum talað saman í huga mínum. Saman veltum við þá fyrir okk- ur tímanum sem við áttum sam- an. Við rifjum upp þegar við fórum með mömmu á mið- aldahátíð í Svíþjóð, mátuðum brynklæði og fórum í víking með frændum okkar heima hjá Hörpu frænku, syntum saman í kristaltæru Malavívatni og þeg- ar við fórum í það sem okkur þá þótti ömurleg fjölskylduferð á Stykkishólm – þótt seinna höfum við þó auðvitað áttað okkur á hvað okkur þótti gam- an í þeirri fjölskylduferð. Nú rofar til og sólin gægist niður í gegnum skýjaborgirnar. Ég brosi og átta mig á því að þótt hann sé farinn frá okkur af jörðinni er hann enn hjá okkur í huga okkar allra. Kári Brekason. Elsku Atli. Af hverju er svona erfitt að koma orðum að tilfinningum mínum og hugsun- um? Þær flögra um og ég get ekki gripið þær. Ég á svo margar minningar um hann bróður minn en ekkert virðist merkilegt, ekkert verður mik- ilvægt þegar ég er enn að reyna að átta mig á því að ég hitti hann ekki aftur í þessu lífi. Hvernig kom hann? Hann valdi dag og kom með látum. 10. júlí. En ekki eins og gert var ráð fyrir rúmum þremur mánuðum síðar. Ég var ellefu ára og hafði aldrei upplifað aðra eins sorg og hræðslu fyrr – við vorum svo viss um að hann myndi ekki lifa. Hann barðist og við biðum. Atli sigraði og kom loksins heim til okkar. Það var ást við fyrstu sýn – fíngerður, bros- mildur drengur með stór, glitr- andi augu og ljóst hár. Hver var hann? Atli var hjartahlýr og blíður. Auðmjúk- ur og skynsamur hugsuður. Eins og aðrir ungir menn átti hann drauma um ævintýri og gott líf. Gott líf var í huga hans fjarri veraldlegum eignum, titl- um og öðru þessháttar – það snerist miklu meira um nægju- semi og andlega ríkidóma. Hann var viðkvæm sál í hörðum heimi. Hvernig fór hann? Hann valdi dag en fór í kyrrð. Lætin? Það erum við. Atli lifir áfram í minningunni, í erfiðleikanum að anda, í viljanum að halda áfram. Í snjókomunni, sólar- geislunum, vorinu sem bærist undir fönninni. Vorfuglar munu byggja sér hreiður – í hjarta mínu býr sorgarfugl. „Jag har varit med om dig. Jag kan aldrig förlora dig.“ Guðrún María Svansdóttir Sundberg. Það er erfitt að trúa því að Atli systursonur okkar hafi nú kvatt. Á sínum þrjátíu árum hafði hann tekist á við meiri og stærri áskoranir en margir reyna á langri ævi. En hann hafði líka ferðast víðar, lesið og upplifað meira en flestir hans jafnaldrar. Atli háði harða baráttu fyrir lífinu í upphafi sinnar ævi og hafði þá sigur enda þrautseigur og æðrulaus. Hann var næst- yngstur fjögurra systkina og ólst upp á líflegu heimili umvaf- inn kærleika og hlýju. Eins og eldri systkina er siður leituðust Guðrún María og Högni við að móta hann og leiða en litli bróð- irinn, Kári, leit upp til hans með skilyrðislausri virðingu og þeir voru nánir félagar. Mynd- ir af þeim bræðrum að leik sýna Atla gjarnan í forgrunni sem leiðtoga, gjarnan í vík- ingabúningi, en Kári heldur sig til hlés, horfir á stóra bróður og bíður eftir hans fyrirmælum um hvað skuli gera næst. Fallegra og broshýrra barn er vandfundið, ljóshærður með stór augu, full af forvitni og gleði. Myndir af honum sem ungum dreng sýna opinn og öflugan strák sem virðist vilja segja: „Veröld – hér kem ég“. Hann var einstaklega skapandi, teiknaði, skrifaði sögur og átti fjölda bangsa sem allir áttu sitt nafn – og jafnvel eftirnafn og allflókin fjölskyldutengsl. Seinna fékk hann áhuga á ljósmyndun, ýmiss konar margmiðlunar- tækni og, ekki síst, tónlist. Hann rappaði á tímabili og bjó til flotta texta sem hann hafði gaman af að flytja þótt eldri ættingjum þættu þeir kannski í grófara lagi. Atli hafði alla tíð mjög gaman af málinu, að setja saman skemmtilegan texta og gera tilraunir með málnotkun. Hann hafði næmt eyra fyrir blæbrigðum málsins og var mjög hnyttinn. Hann var ekki margmáll en mjög at- hugull og sá iðulega fyndnu hliðina á atvikum og aðstæð- um sem aðrir komu ekki auga á. Hæfileikar og áhugi Atla voru ekki einungis á sviði sköpunar – hann hafði líka mikinn áhuga á fjölbreytni mannlífsins, sögu og heim- speki. Hann aflaði sér þekk- ingar víða og velti fyrir sér ólíkum lífsháttum þjóðanna og ekki síður þeim fjölbreytileika sem felst í mannlífinu í okkar samfélagi. Þessum hugleiðing- um deildi hann gjarnan þegar þannig lá á honum og þeir sem hann þekktu geta vitnað um að þar fór fróður ungur maður sem gat boðið upp á einlægar samræður um þau málefni sem til hans höfðuðu. Atli var fríður sýnum en karlmannlegur og skartaði um tíma miklu rauðu skeggi. Hann var einstaklega hlýr og næmur og þessara eiginleika nutu börn í hans umhverfi í ríkum mæli, einkum systkinabörnin. Atli taldi ekki eftir sér að leika við þau tímunum saman, spjalla og rökræða um lífið og tilveruna. Þau eru lánsöm að búa að góðum minningum um ljúfan frænda. Nú hefur þessi rauðskeggj- aði víkingur, frændi okkar, ákveðið að kveðja í bili. Okkur finnst það allt of snemmt en þökkum fyrir að hafa fengið að njóta hans góða og trausta fé- lagsskapar í þrjátíu ár. Atli lif- ir í minningum okkar. Birna og María Heimisdætur. Fyrsta minningin um þig er ljóslifandi þótt röskir þrír ára- tugir séu liðnir. Fullkomlega skapað en agnarsmátt svein- barn á fyrsta áfangastað þess- arar tilveru, sem í þessu tilfelli var vökudeild Landspítalans. Þessi viðkomustaður var ekki samkvæmt hefðbundinni áætl- un en þú varst mættur til leiks í fyrra fallinu og við tók þriggja mánaða barátta með dyggri aðstoð þinna duglegu og þrautseigu foreldra. Þær voru margar hindranirnar sem þú þurftir að yfirvinna og oft vorum við í vafa um hvort þú ætlaðir að koma eða fara en þú hafðir sigur. Þú óxt og dafn- aðir við ástríki og gott atlæti þinna nánustu og varðst heil- brigður, forvitinn og kátur krakki. Þú varst líka ómót- stæðilega sætur og heillandi með stóru, fallegu og spyrjandi augun þín. Nóvember 1994 og allur krakkaskarinn á Flórída, þið voruð þar þrír frændur á sama árinu og þú oftar en ekki glað- astur meðal glaðra, uppátækja- samur fjörkálfur. Árin liðu og tími barnaafmæla leið hjá og samverustundirnar tóku á sig aðra mynd. Ég minnist þín sem fallegs ungs manns með þægi- lega og hlýja nærveru sem naut sín best í faðmi sinna nánustu. Þín er sárt saknað elsku Atli. Hugur minn dvelur hjá foreldr- um þínum og systkinum. Himinn yfir. Huggast þú, sem grætur. Stjörnur tindra, geislar guðs, gegnum vetrarnætur. Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfir mönnum vaka. (Stefán frá Hvítadal) Farðu vel, elsku frændi minn. Helga. Í mínum huga var það eink- um kímnígáfan sem einkenndi Atla. Hann hugsaði öðruvísi og hafði sérstakt lag á að skemmta fólki – eða setja það úr jafn- vægi – með hnyttnum athuga- semdum. Þennan eiginleika kann ég að meta og því e.t.v. ekki furða að við Atli eyddum jafnan töluverðum tíma saman þegar fjölskyldan hittist á mannamótum. Raunar er það svo að síðasta minningin sem ég á af frænda mínum er frá slíkri stund, árlegu jólaboði þar sem við sátum lengi með öðrum ættmennum og hlógum. Það verður söknuður að Atla meðal okkar. Það er ekki ofsögum sagt að Atli og bræður hans, Högni og Kári, hafi reynst mér ákaflega vel. Það hryggir mig að nú sé einum færra í þeirra hópi, ára- tugum of fljótt. Þeim Breka, Fanný og Guðrúnu Maríu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ari Ólafsson. Fyrir rúmum 30 árum lá litlum dreng svo mikið á að fæðast í þennan heim að hann stytti sér leiðina um þrjá mán- uði. Til að byrja með var hann svo agnarsmár að fáir fengu að sjá hann nema á ljósmynd. Fyrstu mánuðina varð hann að dveljast á vökudeild Landspít- alans til að braggast og bæta sér upp fljótræðið. Á meðan prjónuðu og saumuðu mamma hans og ömmur örsmá föt, peysu með bláu mynstri, húfu og skírnarkjól með bróderuðu berustykki. Í fyllingu tímans var drengurinn nefndur Atli. Ári síðar hittum við hann í fyrsta skipti í útilegu í Suður- Svíþjóð. Hann gægðist vökul- um augum upp úr dúðanum í bílstólnum og bræddi okkur öll með svolítið skökku brosi. Smám saman stækkaði stór- fjölskyldan og með öllum frændunum sem voru á svip- uðum aldri varð mikill vinskap- ur. Þegar þeir voru saman- komnir á Íslandi nutu þeir þess að dvelja hver hjá öðrum, leika sér saman og bralla margt bæði inni og úti. Í minningabrotum í hugskotinu eru þeir sætir sam- an með krikketkylfur á Þing- völlum, aurugir upp fyrir haus eftir bað í heitri uppsprettu vestur á Mýrum, klæddir lenda- skýlum úr leðri að hætti stein- aldarmanna og alls kyns öðrum leikbúningum. Oftar en ekki voru búningarnir hannaðir og útbúnir af Fannýju. Strákarnir elskuðu þessa leiki og á mynd- um í fjölskyldualbúminu „pósa“ þeir glaðir fyrir myndavélina. Fræg var för vestur í Bjarn- arfjörð á Ströndum til móts við frændur og frænkur. Þrátt fyr- ir bílveiki sem hrjáði mann- skapinn og tjald sem fauk út í veður og vind skín sól í minn- ingunni um þessa ferð. Það var buslað í lauginni, hlaupið, leikið og rennt fyrir fisk í harðri sam- keppni við selinn eins og síðar kom í ljós. Börnin urðu að unglingum og unglingarnir að mönnum. Fullorðinslífið tók við með öllu sem því fylgdi. Samskiptin breyttust, fundir við Atla urðu fátíðari og takmörkuðust að mestu við fjölskylduboð á stór- hátíðum. Þá var alltaf gott að hitta hann, sjá brosandi andlit- ið, heyra dillandi hláturinn og finna hlýjuna sem streymdi úr faðmlaginu. Næstu mannamót hjá fjölskyldunni verða öðru- vísi án hans. Þær stundir sem við höfum átt með góðum dreng munu lifa áfram í minn- ingunni. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Við sendum Fannýju, Breka og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gísli og Þorgerður. Frændi okkar og vinur Atli Brekason hefur kvatt þetta líf langt fyrir aldur fram. Þar er farinn á annað og betra til- verustig drengur góður. Atli var ljúfmenni með góða nær- veru. Íhugull og leitandi. Æðrulaus alltaf. Aldrei heyrði maður hann barma sér. Tók hlutunum eins og þeir komu. Kannski má rekja þessa per- sónueiginleika hans til þeirrar hörðu baráttu sem hann háði á fyrstu mánuðum ævi sinnar. Að Atla stóð samhent og ástrík fjölskylda. Í þeim hópi hitti maður Atla á heimavelli, glaðan, góðan dreng sem svo skemmtilegt var að spjalla við. Á seinni árum mætti Atli nokkru mótlæti. Aldrei bar hann það þó utan á sér enda harður af sér hið innra og við- mótið alltaf ljúft og hlýtt. Með þessum fátæklegu orð- um langar okkur feðga að kveðja Atla. Við biðjum góðan Guð að vera fjölskyldu hans stuðningur í sorginni og blessa minningu frænda okkar og vin- ar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Tryggvi Ófeigsson, Gísli Ófeigsson og Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson. Nú kveð ég vin minn og frænda. Í æsku lékum við Atli og Kári okkur mikið saman. Leikirnir voru yfirleitt hugar- smíð Atla sem var bæði hug- myndaríkur og uppátækjasam- ur. Mér er minnisstæður hræðsluklúbbur sem við stofn- uðum þar sem við horfðumst í augu við það sem átta ára drengir óttuðust mest eins og að halda klaka í lófa okkar eða ganga inn dimman gang. Í raun voru þrautirnar okkur alltaf mjög viðráðanlegar og yfirleitt hræddu þær helst Kára sem var yngstur, kannski spilaði þar inn í að við Atli átt- um hugmyndirnar að þrautun- um. Þegar fjölskylda Atla flutti til Namibíu, að miklu leyti fyr- ir tilstilli Atla, héldum við sam- bandi í gegnum tölvupóst. Ég prentaði þá út og þykir vænt um að eiga nú á pappír. Í seinni tíð dró eitthvað úr samverustundunum en þó kom okkur alltaf vel saman. Atli var frumlegur í hugsun og hafði sérstakt lag á að velta upp nýj- um hliðum á gömlum sannind- um. Þegar ég fer yfir minning- arnar erum við alltaf brosandi og hlæjandi saman. Ég sakna Atla en get þó ylj- að mér við góðar minningar um góðan frænda og vin. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir yfir honum. (Hannes Pétursson) Ég votta Breka, Fannýju, Guðrúnu Maríu, Högna og Kára mína innilegustu samúð. Grímur Gíslason. Það var okkur vinnufélögum Atla mikið áfall þegar fregnir bárust af fráfalli hans. Atli á að baki langa og harða baráttu við illvígan sjúkdóm, sem nú hefur lagt kæran vin að velli, og lang- ar okkur til að minnast hans í örfáum orðum. Atli kom til starfa á inn- kaupadeild Landspítala um miðjan ágúst 2013 og starfaði sem birgðavörður á birgðastöð spítalans til dauðadags. Atli féll strax vel inn í samhentan hóp starfsmanna birgðastöðvarinnar og skilaði hann starfi sínu vel og af samviskusemi frá fyrsta degi. Fljótlega kom í ljós hvaða mann Atli hafði að geyma en hann var dagfarsprúður og hvers manns hugljúfi, ávallt reiðubúinn til að rétta hjálp- arhönd. Atli var iðinn og dug- legur og leysti fljótt og örugg- lega úr öllum verkefnum sem honum voru falin. Atli gerði ekki mikið úr veikindum sínum og gerðum við okkur ekki grein fyrir alvarleika þeirra fyrr en á undangengnum vikum en hann mætti ávallt til vinnu á réttum tíma og skilaði starfi sínu í alla staði vel. Atla er sárt saknað en örlítil huggun felst í því að þrautagöngu hans skuli vera lokið og að hann hafi hlotið grið frá hinum illvíga sjúkdómi. Að lokum viljum við þakka Atla fyrir góð kynni og vottum foreldrum hans, systkinum og öðrum ættingjum samúð okkar og biðjum Guð að blessa ykkur öll og styrkja. Fyrir hönd starfsfólks inn- kaupadeildar Landspítala, Jakob V. Finnbogason. Við kynntumst Atla í Húsa- skóla þar sem við vorum saman í bekk. Hann var nýfluttur frá Svíþjóð þar sem hann hafði bú- ið með fjölskyldu sinni. Hann féll strax inn í hópinn og við kynntumst því hversu mikill snillingur hann var. Atli sá hlutina öðruvísi en við hin sem gerði leikina okkar saman skemmtilegri. Þetta lýsir Atla, fyndinn, uppátækjasamur og frumlegur. Atli var hæfi- leikaríkur og listrænn og ósjaldan var hann beðinn um að teikna eitthvað flott og fyndið fyrir okkur hin. Hann var mikill tónlistaraðdáandi og var alltaf stutt í heyrnartólin þar sem hann gat gleymt sér í heimi tónlistarinnar. Oftast var það Tupac sem hljómaði í eyrunum en hann var mikill aðdáandi hans. Við minnumst Atla með hlýju í hjarta sem góðhjartaðs og skemmtilegs stráks og teljum okkur heppin að hafa kynnst honum. Ávallt munum við hugsa fallega til hans. Fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur á þessari stundu. Við kveðjum hann með fal- legum texta úr laginu Kveðja: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði kæri vinur. Fyrir hönd árgangs ’84 úr Húsaskóla, Yrja Kristinsdóttir. Atli Brekason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.