Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 voru langir vinnudagar og fyrir kom að nætursvefni væri sleppt til að komast á ball á laugardags- kveldi. Jói var mjög naskur að veiða upp úr okkur allt sem á dag- ana dreif og morgunkaffitíminn á mánudögum gat verið erfiður, þegar karlinn var að yfirheyra okkur um ævintýri nýliðinnar helgar og dró hvergi af sér við það. Nokkrar eftirminnilegar vinnuferðir voru farnar í verkefni á hálendinu á þessum árum. Ég minnist sérstaklega einnar, sem við Jói fórum tveir með vörubíl og gröfu inn í Landmannahelli til að grafa fyrir nýjum leitarmanna- skála. Við gistum þarna eina nótt í gömlum kofa, ásamt nokkrum smiðum, sem annast áttu smíði skálans. Þegar verið var að ganga til náða um kveldið urðu menn varir við að Jóa gekk eitthvað illa að koma sér fyrir, sem ekki var skrýtið, þar sem hann hafði í mis- gripum haft með sér svefnpoka eins barna sinna og sá náði honum ekki nema í mitti. Upphófst nú mikill lestur úr koju Jóa á kjarn- yrtri íslensku, þar sem ákallaðir voru til skiptis himnafaðirinn og sá í neðra. Einum smiðanna varð að orði: „Jæja, nú er Jói að fara með kvöldbænirnar sínar.“ Það verður þó að segjast eins og er að þessar bænir er líklega hvergi að finna í guðsorðabókum. Jói Bjarna hafði skemmtilega nær- veru. Hann var glaðsinna, fyndinn og meinstríðinn. Hann var sannur vinur vina sinna og ætíð fljótur að rétta hjálparhönd þegar eitthvað bjátaði á. Nú við leiðarlok vil ég þakka Jóa samfylgdina. Ég votta Elsu konu hans, börnum hans og fjölskyldum þeirra samúð mína. Guðmundur Einarsson. Það var í byrjun árs 2007 sem ég fyrst hitti Jóa Bjarna eins og hann var gjarnan kallaður. Þá var hann að vinna hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og ég var að byrja að þróa kornrækt á ökr- unum þar í kring. Fljótt kom í ljós að kornræktin átti hug og hjarta Jóhanns og var hann vakinn og sofinn yfir ræktunninni jafnvel þótt hann væri sjálfur í öðrum störfum hjá Landgræðslunni. Áð- ur en ég byrjaði að rækta á þess- um ökrum sá Jói um þá ræktun fyrir Landgræðsluna og var hann afar ánægður með að kornrækt- inni yrði haldið áfram. Enda byrj- aði Jói sína starfsævi sem vinnu- maður hjá félagi sem stóð að stórfelldri kornrækt á Rangár- völlum í kringum 1956 þá rétt um 16 ára gamall. Það var kornrækt sem Árni Gestsson í Glóbus o.fl. stóðu að. Og var þetta eitt það skemmtilegasta sem hann komst í, að yrkja jörðina og uppskera að hausti það sem til var sáð og unnið að vori. Eftir að Jóhann hætti hjá Landgræðslunni 70 að aldri kom hann að máli við mig um haustið um hvort ég gæti haft not af ein- um gamlingja við uppskerustörf- in. Ég hélt það nú enda kom á daginn að hann var ómetanlegur viskubrunnur bæði í því sem sneri að vélum og stillingum á þreskivél og mati á kornökrunum. Síðustu ár hefur hann verið fastur starfs- kraftur í ræktuninni bæði vor og haust og í raun allt sumarið því ávallt var hægt að hringja í hann og fá að vita hvernig staðan væri á ökrunum. Oftar en ekki var Jó- hann þá nýkominn úr eftirlitsferð eða að fara. Þegar leið að hausti og fuglinn fór að láta sjá sig var ekki að spyrja að því; Jóhann fylgdist vel með öllu, setti upp flögg eða annað til að fæla fuglinn burt. Ef það gekk ekki keyrði hann bara á eftir þeim og rak þá upp með látum enda spurði afa- strákurinn hans Jóhanns einu sinni að því hvort hann væri að leika fuglahræðu. Vorið í vor verður vissulega öðruvísi nú þegar Jóhann er far- inn en við vorum vissulega farnir að skipuleggja vinnu vorsins og leggja drög að metuppskeru. En ég veit að Jóhann mun fylgjast gaumgæfilega með öllu og leggja sitt af mörkum þótt það verði vissulega með öðru sniði en áður. Þín mun verða sárt saknað. Björgvin Þór Harðarson og fjölskyldan í Laxárdal. Kveðja frá Harmonikufélagi Rangæinga Góður félagi er farinn, allt of snemma. Jói var einstakur maður, mikill tónlistarmaður og óhætt að segja að harmonikan hafi átt hug hans allan. Ósérhlífni og metnað- ur einkenndu störf hans fyrir Harmonikufélag Rangæinga þar sem hann var formaður. Hann var vel skipulagður og framsýnn í for- mennskunni og stýrði félaginu af miklum myndarbrag og dugnaði. Jói átti frumkvæði að því að fara með harmonikuna inn í leik- skólana og kynna hljóðfærið fyrir æsku landsins og hefur sá háttur verið tekinn upp í öðrum harm- onikufélögum víða um land. Jói var alltaf tilbúinn að vinna í þágu samfélagsins og félagsins og var vinnan með honum að landsmót- um og ýmsum viðburðum tengd- um harmonikunni ógleymanleg, þar vann hann af kappi og metn- aði og segja má að landsmótið á Hellu 2011 hafi heppnast frábær- lega undir hans forystu. Jói var alltaf léttur og kátur þegar harm- onikan var annars vegar og alltaf stutt í glettnina, góðan húmor og skemmtilegar sögur. Harmoniku- félag Rangæinga fór undir góðri forystu Jóa í skemmtiferðir þar sem hann keyrði og er ferð sem félagið fór upp á Snjóöldu (930 m) á rútu sérstaklega eftirminnileg en þar voru nikkurnar þandar. Harmonikufélag Rangæinga sér eftir öflugum félagsmanni, því segja má að hann hafi verið hjart- að í félaginu. Victorian hans Jóa er þögnuð en ekki efumst við um að allir verði í stuði hjá Guði nú þegar hann er mættur á svæðið. Fjölskyldu Jóa og Elsu sendum við innilegar samúðarkveðjur, minning um góðan dreng lifir. F.h. Harmonikufélags Rang- æinga, Guðrún A. Óttarsdóttir, Auður Fr. Halldórsdóttir, Tryggvi Sveinbjörnsson og Haraldur Konráðsson. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga, Jóhann Bjarnason eða Jóa Bjarna, eins og hann var alltaf kallaður innan raða harmoniku- unnenda. Hann var maður sem var alltaf tilbúinn að leggja Sambandi ís- lenskra harmonikuunnenda (S.Í.H.U.) lið og var hann formað- ur landsmótsnefndar þegar lands- mót sambandsins var haldið á Hellu á Rangárvöllum árið 2011, og er hægt að fullyrða að það var eitt hið glæsilegasta landsmót sem haldið hefur verið á vegum sambandsins. Hann var sannur leiðtogi í starfi Harmonikufélags Rangæinga til margra ára og for- maður þess félags um árabil. Jóa Bjarna verður sárt saknað og vill stjórn sambandsins þakka honum fyrir ómetanleg störf í gegnum árin. Um leið og við þökkum Jóhanni Bjarnasyni samfylgdina sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur til eiginkonu Jóhanns, Elsu Þorbjargar Árnadóttur og fjölskyldu. F.h Sambands íslenskra harmonikuunnenda, Gunnar Kvaran, formaður. Kveðja frá lionsklúbbnum Skyggni Ég vil með nokkrum orðum minnast Jóhanns Bjarnasonar sem var um árabil félagi í lions- klúbbnum Skyggni. Jóhann var mjög öflugur lionsfélagi meðan hann starfaði í Skyggni, sem sást best á því að hann gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn. Í viðbót við formennsku ásamt öðrum stjórnar- og nefnd- arstörfum í Skyggni var hann um tíma svæðisstjóri á svæði þrjú í umdæmi 109A. Á því svæði voru þá sex lionsklúbbar; á Hellu, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri, Nesjum og tveir klúbbar á Höfn í Hornafirði. Þegar umræða fór fram um að breyta skipan svæð- isins, svo ekki yrði þetta langt á milli klúbba innan sama svæðis, lagðist Jóhann hart gegn því, enda átti hann marga góða vini og kunningja í öllum þessum klúbb- um. Hann sagði gjarnan í þessari umræðu að það væri ekki tiltöku- mál að skreppa í kaffi austur á Hornafjörð. Eftir að Jóhann minnkaði störfin fyrir Skyggni og hætti síðar í klúbbnum var þó eitt mál sem hann hélt áfram að sinna á hverju ári. Félagar í Skyggni hafa um árabil haldið jólahug- vekju á Hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Lundi á Hellu á aðvent- unni. Þar sá Jóhann alltaf um tónlistina á þessum kvöldum, fékk góða félaga með sér til að spila undir söng og jafnvel dansi þegar svo bar undir. Við lionsfélagar í Skyggni stöndum í þakkarskuld við Jóhann og hans góðu félaga fyrir þetta sjálfboðastarf sem varði árlega í um það bil 25 ár. Persónulega á ég Jóhanni heil- mikið að þakka í gegnum tíðina fyrir utan lionsstarfið. Við vorum nágrannar með okkar fyrirtæki um tíu ára skeið og var hann alltaf boðinn og búinn til aðstoðar þegar þörf var á. Ég minnist hans líka með þakklæti frá því ég lenti í slæmu bílslysi fyrir um 16 árum, fyrir tilviljun var Jóhann fyrstur á slysstað og hlúði að mér þar til björgunarmenn komu á vettvang. Við félagar í lionsklúbbnum Skyggni sendum Elsu, eiginkonu Jóhanns, og öllum hans aðstand- endum okkar innilegustu samúð- arkveðjur við þetta ótímabæra fráfall. Þar er skarð fyrir skildi. Óli Már Aronsson, form. lionsklúbbsins Skyggnis. Fallinn er frá góður vinur og félagi til margra ára, Jóhann Bjarnason. Hann var ættaður úr Landsveitinni, okkar kæru sveit, en þangað á ég einnig rætur mín- ar að rekja. Ræddum við oft sam- an um sveitina okkar og marga af þeim höfðingjum og kynlegu kvistum sem þar bjuggu, höfðum við gaman af því að rifja upp ýms- ar góðar og skondnar sögur frá gamalli tíð. Jói hafði yndi af því að spila á harmoniku og byrjaði mjög ungur að spila á dansleikjum bæði í Brú- arlundi í Landsveit og fleiri sam- komuhúsum, ásamt margs konar öðrum uppákomum, oftast með Sigrúnu systur sinni, en mjög kært var á milli þeirra systkina. Sigrún lést árið 2006. Jói var alla tíð mikill dugnaðar- maður og vinnuþjarkur, það kom glöggt fram í þeim verkefnum sem hann tók að sér fyrir Sam- band íslenskra harmonikuunn- enda en þar var hann oftast fremstur í flokki þegar taka þurfti til hendi við hin ýmsu krefjandi verkefni, einnig var hann fundar- stjóri á flestum aðalfundum sam- bandsins sem ég man eftir, og naut virðingar allra fundarmanna. Jói var formaður Harmoniku- félags Rangæinga til margra ára og aðaldriffjöðrin í þeirra starfi. Félagið hefur blómstrað og dafn- að í hans höndum. Hafa þeir fé- lagar komið fram með ýmsar nýj- ungar, t.d. með því að færa harmonikutónlist markvisst inn í kirkjustarfið, spila við messur og aðrar kirkjulegar athafnir. Harmonikan var hans líf og yndi, einnig var hann góður laga- höfundur og held ég að flestir harmonikuleikarar á Íslandi spili lögin hans Hillingar og Nesja- vallapolkann og fleiri lög mætti eflaust upp telja. Þegar ég var formaður Harmonikufélags Reykjavíkur áttu félögin okkar mjög gott og farsælt samstarf, það voru ánægjulegir tímar og fyrir það vil ég þakka alveg sér- staklega. Kæra Elsa og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur, ég veit að sorg ykkar er mikil, guð styrki ykkur og varðveiti. Spilafélögum í Harmoniku- félagi Rangæinga sendi ég mínar bestu kveðjur og vona að félagið haldi áfram að blómstra og dafna í anda Jóhanns Bjarnasonar. Ég kveð þig nú Jói, minn kæri vinur, með þakklæti fyrir góða vináttu og samspil gegnum árin. Ég veit að þú munt búa í haginn fyrir okkur harmonikufólk og taka vel á móti okkur af þinni al- kunnu gestrisni þegar þar að kemur, líklega spilandi eitthvað af fallegu lögunum þínum, t.d. Vögguvísuna þína sem er svo fal- leg. Guðrún Guðjónsdóttir, Harmonikufélagi Reykjavíkur. Mig langar að minnast vinar míns og félaga Jóhanns Bjarna- sonar sem var þriðji í röð þriggja formanna Harmónikufélags Rangæinga sem var stofnað 1985 og er félagið því 30 ára á þessu ári. Fyrstur var Valdimar Auð- unsson er lést 1990. Annar var Sigrún Bjarnadóttir frá 1988- 1997. Sigrún lést langt um aldur fram 2006. Jóhann tók við af syst- ur sinni er hún var orðin formað- ur S.Í.H.U. Ég vona að þeir sem fóru á vegum félagsins í lengri eða styttri ferðir með Jóa sem bíl- stjóra (yfirleitt með bílum frá Guðm.Tyrfingssyni) geri sér grein fyrir þeim sparnaði sem fólst í launalausum bílstjóra, á bíl á bestu kjörum. Á fyrri árum var oftar en ekki farin hópferð á landsmót, heimsóknir til annarra félaga auk styttri ferða. Margs er að minnast úr starfi og leik. Of- arlega eru tvær ferðir á vegum fé- lagsins. Sú fyrri til Færeyja (ásamt Dalamönnum) og svo Danmerkurferð. Báðar frábærar. Það fylgdi formanni að vera fulltrúi á landsfundum, oftar en ekki með Grétar Geirs til fylgdar. Hef ég fyrir satt að þeir félagar hafi sett sitt mark á þessa fundi. Jói oft sem röggsamur fundar- stjóri. Eitt af mestu afrekum í formannshlutverki Jóa var að standa fyrir, ásamt harðsnúnu liði félaga sinna, Landsmóti að Hellu 2011. Að mínu áliti eitt besta mót- ið og arðsamast fyrir Landssam- bandið og okkar félag. Eftir að Jói lét af föstu starfi við 70 ára mörkin nutu margir góðs af atorku og þekkingu Jóa á vélum og viðgerðum hvers konar. Áttu mörg tækin viðkomu í rúm- góðum og vel búnum bílskúrnum að Borgarsandi 9, þar á meðal húsbíllinn minn og kerran. Ekki verra að stutt var í góðan kaffi- sopa hjá Elsu. Við Unnur munum sakna þess að heyra ekki oftar létt bank á eldhúshurðina sem opnaðist með hægð og kunnugleg rödd sem segir „þetta er bara ég“. Hvíl í friði og ró, vinur. Þú ert búinn að vinna til þess. Kær kveðja til Elsu og allra aðstand- enda. Bragi Gunnarsson og Unnur Þórðardóttir. Samúðarskreytingar •Útfaraskreytingar Blómasmiðjan Grímsbæ | S. 588 1230 Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, KRISTINS ANTONSSONAR, Glæsistöðum. . Guðmundur Antonsson, Ástþór Antonsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KATRÍN PARMESDÓTTIR, Hallbjarnarstöðum 2, Tjörnesi, lést á dvalarheimilinu Hvammi fimmtudaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 14. mars kl. 14. . Hreinn Sæmundsson, Guðný Jóhannesdóttir, Dagný Bjarkadóttir, Helga Svava Bjarkadóttir, Björn Hauksson, Karl Bjarkason, Ragna Kristjánsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, bróðir og mágur, JÓN GÍSLASON, er látinn. Útförin verður fimmtudaginn 19. mars kl. 10.30 í Fossvogskapellu. Blóm og kransar afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samhjálp. . Diljá Heba, Úrsúla Ósk, Hjörtur Gíslason, Helga Þórarinsdóttir, Arnfríður Gísladóttir, Páll Gíslason, María Gísladóttir, Ari Þorsteinsson, Soffía Gísladóttir, Páll Valdimarsson, Guðrún Gísladóttir, Jón B. Indriðason, Ingibjörg Gísladóttir, Christopher Yerian. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNLAUG MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, lést 6. mars. Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju mánudaginn 16. mars kl. 11. . Jónína Sigrún Bjarnadóttir, Grétar Jónsson, Gunnar Stefánsson, Helga Á. Sigurjónsdóttir og barnabarnabörn, Stefán Þór Bjarnason, Álfheiður Arnardóttir, Anita Dögg Stefánsdóttir, Benedikt Ö. Eymarsson, Sigurbjörg Eva Stefánsd., Stefán Örn Guðmundsson, Bjarni Þór Stefánsson og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir mín, KOLBRÚN HERMANNSDÓTTIR, Iðufelli 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Aðalbjörg Jónsdóttir, fjölskylda og vinir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR, Lilla, Bakkaseli 9, Reykjavík, sem lést föstudaginn 6. mars á hjúkrunarheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 17. mars kl. 13. . Sævar Karlsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Haraldur R. Karlsson, Abbie Lee Kleppa, Guðrún J. Karlsdóttir Forberg, Ståle Forberg, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.