Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 ✝ BergþóraHeiðrún Guð- laugsdóttir fæddist á Þverá, Norður- árdal, Vindhæl- ishreppi, Austur- Húnavatnssýslu 5. nóvember 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Hlévangi Reykja- nesbæ 25. febrúar 2015. Foreldrar hennar voru Rakel Þorleif Bessadóttir, f. á Ökrum, Haganeshreppi, Skagafirði 18.9. 1880, d. 30.10. 1967, og Guðlaugur Sveinsson, f. á Æg- issíðu á Vatnsnesi, 27.2. 1891, d. 13.10. 1977. Heiðrún var yngst sjö systk- ina, sem öll eru látin. Þau eru Emilía Margrét, f. 11.9. 1911, d. 29.7. 1999, Þorlákur Húnfjörð, f. 26.8. 1912, d. 1.4. 2001, Jó- hanna Guðrún, f. 30.12. 1913, d. 13.3. 1998, Vésteinn Bessi Hún- fjörð, f. 21.4. 1915, d. 16.3. 2009, Kári Húnfjörð, f. 3.7. 1918, d. 29.10. 1952, og Einar Þorgeir Húnfjörð, f. 30.3. 1920, d. 1.4. 2008. Heiðrún giftist 23.6. 1950 Katli Jónssyni, f. í Höfnum á Reykjanesi 27.8. 1921, d. 5.11. á Þverá í Norðurárdal, Austur- Húnavatnssýslu, þar sem nú kallast Þverárfjall. Frá ung- lingsaldri var hún í vinnu- mennsku á vetrum og sinnti bú- störfum á Þverá á sumrin. Hún útskrifaðist frá Kvennaskól- anum á Blönduósi vorið 1946. Hún fór til starfa á Reykja- nesi og kynntist þar manni sín- um, Katli Jónssyni frá Hvammi í Höfnum. Þau settust að í Keflavík og bjuggu lengi vel í Sóltúni 3. Heiðrún sinnti ýmsum störf- um meðfram heimilishaldi, fyrst í fiskvinnslu og síðar í Ragnarsbakaríi, í mötuneyti varnarliðsins og í mötuneyti Sparisjóðsins í Keflavík. Tæplega sextug að aldri byggðu þau sér heimili í Heið- arbóli 57. Þegar heilsu Ketils hrakaði sinnti Heiðrún honum af mikilli natni, þá sjálf á átt- ræðisaldri. Ketill lést árið 2001. Heiðrún var mikil hann- yrðakona og eftir hana liggur mikið af fallegum munum, sem bera handbragði hennar gott vitni. Hún prjónaði og saumaði, málaði í silki og postulín og mótaði nytjamuni úr leir. Heiðrún var heilsuhraust fram á síðustu ár og hélt heim- ili þar til hún var komin hátt á níræðisaldur. Dvaldi um tíma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og síðustu tvö árin á Hlévangi. Útför Heiðrúnar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 12. mars 2015, kl. 13. 2001. Foreldrar hans voru Sigríður Magnúsdóttir, f. 1.1. 1891, d. 15.7. 1946, og Jón Jóns- son, f. 5.5. 1883, d. 12.12. 1956. Börn Heiðrúnar og Ket- ils eru: 1) Sigríður Rakel, f. 27.12. 1949, gift Guð- mundi Björnssyni, f. 20.6. 1949. Börn þeirra eru a) Ketill Heiðar, f. 23.10. 1971, maki er Kristín Konráðsdóttir, f. 9.5. 1974, þau eiga þrjú börn. b) Jón Elvar, f. 5.5. 1976, maki er Berglind Salka Ólafsdóttir, f. 4.1. 1977, þau eiga þrjú börn. c) Birna, f. 15.5. 1979, maki er Raquelíta Rós Aguilar, f. 7.10. 1984, þær eiga tvö börn, en annað er lát- ið. 2) Bergþóra Karen, f. 20.6. 1954, gift Þorsteini Inga Sig- fússyni, f. 4.6. 1954. Börn þeirra eru a) Davíð Þór, f. 16.4. 1980, maki er Helena Eufemía Snorradóttir, f. 1.9. 1983, þau eiga eitt barn. b) Dagrún Inga, f. 10.10. 1988, maki er Marteinn Ingi Smárason, f. 13.9. 1986. c) Þorkell Viktor, f. 23.7. 1992. Heiðrún fæddist og ólst upp Þverá stendur efst í Norður- árdal, þar er snjóþungt og víð- sýnt. Heiða ólst upp í faðmi fjalla og frelsis, yngst sjö systkina. Þarna mótuðust eiginleikar og skapgerð, tryggð, þrautseigja og tengsl við náttúruna. Ung kona fór Heiða til vinnu- konustarfa á Reykjanesi og fór svo að Heiða ílentist þar syðra. Ketill Jónsson, frá Hvammi í Höfnum, nældi sér í eiginkonu til farsælla 50 ára. Heiða og Ketill áttu sinn bú- skap í Keflavík. Sumarfríunum var varið í heyskapnum á Þverá og alltaf tilhlökkunarefni að komast norður. Þau hjónin höfðu yndi af útiveru. Oft var farið í bíl- túra út á Reykjanes og fjaran gengin. Stundum voru systkini Heiðu og börn þeirra með í för og þá var alltaf glatt á hjalla. Heiðu var mikið í mun að ungt fólk aflaði sér menntunar. Hún fékk sjálf takmarkaða kennslu farandkennara sem ferðaðist um sveitina og útskrifaðist einnig úr Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún hvatti yngri kynslóðir til mennta og fylgdist áhugasöm með árangrinum. Hún óskaði þess að allir fengju að njóta sín og að allir gerðu sitt besta. Var sjálf með afbrigðum minnug fram á síðasta dag. Heiða var glæsileg kona, bar sig vel, dökk á brún og brá. Íslensk, sjálfstæð kona með sterkar skoðanir og á sama tíma gjafmild og gestrisin. Þegar við systurnar komumst á legg nutum við hjálpsemi og velvildar foreldra okkar í hví- vetna. Ég fór að heiman 15 ára og þau leigðu herbergi í Reykja- vík til að ég gæti sótt mennta- skólanám. Eftir stúdentspróf tók við níu ára dvöl erlendis. Eflaust hefur það verið erfitt fyrir for- eldra að sjá að baki unglings- barni sínu að heiman og alltaf voru þau stoð og stytta dóttur og tengdasonar. Tugir bréfa sem fóru milli og mörg eru varðveitt, sýna hversu náin tengslin voru og oft mikill söknuður. Í Heiðarbólinu áttu þau hjón sín efri ár og nutu þeirra þar. Sinntu trjárækt og blómarækt og ekki gleymdust fuglarnir. Heiða fóðraði fugla himinsins og lá við að það skyggði fyrir sólu þegar hópurinn þyrptist í garð- inn þeirra. Hún hélt uppteknum hætti þegar hún síðar varð til heimilis á Hlévangi og fékk sínu fram í matargjöfum til fuglanna. Ömmu- og afabörnin hafa öll notið samvista við ömmu og afa. Heiða og Ketill hafa sett sitt mark á hvert og eitt þeirra og virðing þeirra og ást gagnkvæm. Þegar halla fór undan fæti í heilsu Ketils hlúði Heiða að hon- um, þá á áttræðisaldri. Hún var svo lánsöm að geta búið áfram í Heiðarbólinu eftir að Ketill féll frá og það er ekki síst systur minni og manni hennar Guð- mundi að þakka. Þau hafa verið óþreytandi í að haga hlutunum þannig að foreldrar okkar gátu búið sjálfstætt í ellinni og Heiða þangað til hátt á níræðisaldri. Þeirra verk verður seint full- þakkað. Fyrir tveimur árum flutti Heiða að hjúkrunarheimilinu Hlévangi. Þar naut hún einstakr- ar hlýju starfsfólks. Hún eign- aðist nýja vini sem hlustuðu á tónlist, sinntu handavinnu og sungu saman. Hún naut þess að geta setið úti og leið best undir berum himni. Hún saknaði garðsins síns, göngutúra, sveit- arinnar og yljaði sér við minn- ingar um farsælt líf, frelsi, ilm- inn af gróðri, fjallasýn, fuglana og golu sem kyssti kinn. Að leiðarlokum er margs að minnast um stórbrotna konu sem hélt sinni reisn til hinstu stundar og umfram allt var ein- stök móðir, tengdamóðir, amma og langamma. Elsku mamma, þakka þér fyr- ir lífið sjálft og það að hafa feng- ið að deila því með þér. Þín Bergþóra, Þorsteinn Ingi, Þorkell Viktor, Dagrún Inga, Marteinn, Davíð Þór, Helena og Alexandra Karen. Hún Heiða okkar, móðir og tengdamóðir, er látin. Við syrgjum og söknum þess- arar góðu konu sem lokið hefur lífsgöngu sinni og kvatt þennan heim. Það er margs að minnast og gefandi fyrir okkur að líta til baka þar sem aldrei bar skugga á þau miklu samskipti sem við áttum við hana og hennar góða eiginmann meðan hans naut við. Náin tengsl við hana og þau hjónin voru ómetanleg fyrir okk- ur og ekki síður börnin okkar á uppvaxtarárum þeirra. Hún var góð mamma og ein- stök amma. Konan mín og yngri systir hennar ólust upp við bestu að- stæður hjá umhyggjusömum for- eldrum þar sem Heiða naut sín vel í móðurhlutverkinu við upp- eldi dætra sinna í samstarfi við frábæran föður. Hún sýndi þeim mikla alúð og hafa dæturnar ætíð búið að því uppeldi og þeim góðu gildum sem þeim voru innrætt í bernsku. Við fyrstu kynni upplifði ég strax góðlegt viðmót hennar sem eining einkenndist af glaðværð og gestrisni. Allt frá þeim tíma höfum við notið velvildar og hjálpsemi þessarar dugmiklu konu. Hún var dugnaðarforkur sem alltaf vildi skila verkum sínum vel og vandlega. Hún var mótuð af vinnusemi í uppeldinu á æsku- heimili sínu á afskekktum bæ í Norðurárdal í Húnavatnssýslu þar sem lífsbaráttan var oft hörð. Hún var kröfuhörð á sjálfa sig og gat verið það gagnvart öðrum líka sem birtist í því að hún vildi gjarnan drífa það af sem gera þurfti. Oft vitna dæturnar til æsku- heimilis Heiðu í dalnum fyrir norðan því þangað var oft farið til sumardvalar um lengri eða skemmri tíma til ömmu og afa sem þar bjuggu. Veran þar á af- skekktum bæ í einfaldleika til- veru þess tíma er enn í fersku minni og virkar sem ómetanlegt innlegg í uppvaxtarárin þeirra. Þegar við eignuðumst börnin okkar og hún barnabörnin kom fljótt í ljós hversu góð amma var þar á ferð. Hún var boðin og búin að líta til með þeim hvenær sem á þurfti að halda og víst var að við gátum verið áhyggjulaus um afdrif þeirra meðan þau voru í umsjá ömmu sinnar á heimili þeirra mætu hjóna. Hún var í eðli sínu sveitakona sem hafði mikið yndi af nátt- úrunni og naut sín hvað best við ýmiss konar útivist. Hún fann sig vel í sumarbú- stað sem þau hjónin áttu og undi sér vel í ýmsu amstri á litla sveitabænum sínum þar og oft fengu börnin okkar að njóta samvista við ömmu sína og afa á þeim ágæta stað. Við verðum ævinlega þakklát fyrir þá miklu gæsku sem hún gaf af sér til barnanna okkar alla tíð. Þegar árin liðu og hún var orðin ein og langaði til að búa áfram í húsinu sínu fengum við tækifæri til að endurgjalda henni að einhverju leyti hjálpsemina sem hún hafði látið í té svo lengi. Hún vildi halda öllu í góðu lagi eins og vant var og hafði unun af því að rækta garðinn sinn og gefa fuglunum, vinum sínum, að borða. Hún bjó lengst af við góða heilsu þótt hin síðari ár drægi mikið úr líkamlegum þrótti hennar. Að því leyti skertust lífs- gæði hennar mikið á löngu ævi- kvöldi en andleg heilsa hennar var einstaklega góð allt þar til yfir lauk. Að leiðarlokum óskum við henni Guðs blessunar og kveðj- um hana með virðingu og þökk fyrir allt það góða sem hún gaf okkur. Rakel og Guðmundur (Mummi). Bless amma mín. Ég hefði ekki getað óskað mér betri ömmu til þess að ganga með svo stóran hluta lífsleiðarinnar sem raunin varð. Þó að ég kveðji með trega er ekki annað hægt en að gleðjast með þér yfir því að fá að kveðja sátt, með þeirri reisn og dugnaði sem ávallt einkenndi þig. Að þú skulir hafa náð að hálfklára vettling á yngsta barn- ið mitt sömu helgi og þú veiktist þannig að göngunni lauk segir í raun allt sem segja þarf. Barnsminningin er af ömm- unni sem alltaf var hægt að heimsækja, sem var jafnöflug með steikingarspaðann, hjólbör- ur og skóflu, sem ekki var hægt að vinna í sjómann fyrr en sem hálffullorðinn unglingur. Í seinni tíð er það minningin um þá merkilegu konu sem var vand- ræðalega ánægð með allt sem ég tók mér fyrir hendur, hversu vit- laust sem það var, og hafði til að bera styrk og dugnað til að kom- ast í gegnum hverja raun. Ég hef fáum kynnst ærlegri eða duglegri. Ef ég næ að koma þeim eiginleikum til skila hjá börnum okkar Sölku er það sennilega besta veganesti sem hægt er að veita þeim. Þótt ró hafi nú ekki verið þín sterkasta hlið í lifanda lífi óska ég þess að þú hvílir rótt þótt ef- laust finnir þú einhver verk að vinna. Jón Elvar. Hörkutól og dugnaðarforkur. Þessi orð koma meðal annarra upp í huga mér þegar ég hugsa um ömmu mína. Amma gafst ekki upp, svo einfalt var það. Amma var líka hetja. Amma hugsaði um afa í veikindum hans og hafði hann heima þar til það var orðið algerlega útilokað að hafa hann þar áfram. Sjálf orðin gömul og þreytt, en heima vildi hún hafa hann og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að það væri hægt. Gerði það líka vel. Þrautseigja er annað orð sem lýsir ömmu. Sjálf vildi hún vera heima á Heiðarbóli þar til yfir lyki. Þar bjó hún ein lengi vel og stóð sig vel í því sem öðru. Að sjálfsögðu gerði hún það með hjálp foreldra minna seinustu ár- in, en á Heiðarbólinu leið henni best. Þangað var líka gott að koma, í kotið til ömmu. Amma var ótrúleg. Á níræð- isaldri var hún enn að baka, enn prófaði hún nýjar uppskriftir og hafði gaman af. Skemmtilegast fannst henni samt að gefa okkur, þeim sem komu í heimsókn til hennar, að smakka, helst mikið. Amma skildi þó að ég var sérvit- ur, og bauð mér epli eða appels- ínu í stað bakkelsis – gamla kon- an þekkti stelpuna sína. Amma var orðin líkamlega slöpp, en kýrskýr í hugsun. Amma bjó á Hlévangi síðustu tvö árin og var þar komin í fal- legt herbergi. Þar prjónaði hún vettlinga á öll barna- og barna- barnabörnin, og eins og annað, þá gerði hún það ótrúlega vel. Amma var prjónandi alveg þar til undir það síðasta, engum mátti verða kalt. Á Hlévangi bauð hún líka upp á kræsingar, mér bauð hún hnetur og rúsínur, en öðrum bauð hún bakkelsi sem mamma hafði fært henni. Alltaf til í að gefa. Sem barn var ég mikið hjá ömmu og afa. Amma gerði líka besta fiskinn og tók þátt í vit- leysunni með manni. Þegar ég svo varð eldri gátum við spjallað um allt milli himins og jarðar. Amma hafði líka lúmskt gaman af stelpunni sinni og öllum uppá- tækjunum – „það gerist alltaf eitthvað þegar þú kemur“ sagði hún eitt sinn við mig og hló þeg- ar ég kom heim til Íslands á námsárum mínum erlendis. Amma var dúlla og elskaði alla jafnt. Nú er hún komin til afa sem ég veit að hefur tekið vel á móti henni, tilbúinn að fá Heiðu sína. Ég elska þig amma. Þín Birna. Þegar Þorsteinn bróðir og Bergþóra Karen felldu hugi saman snemma á áttunda ára- tugnum eignuðumst við kefl- víska fjölskyldu: Heiða og Ketill, Rakel og Mummi og börn þeirra. Þetta einstaklega glæsilega fólk sýndi okkur mikla vináttu og hlýju. Á þessum árum varð það að föstum lið að þegar Þorsteinn og Begga komu í frí úr námi er- lendis fór stórfjölskyldan á flug- völlinn að taka á móti þeim. Þá fylgdi ávallt móttökuveisla á hlý- legu heimili Heiðu og Ketils í Keflavík. Heiða, glæsileg og sí- brosandi kona með suðrænt útlit og Ketill, í minningunni einn há- vaxnasti maður sem við hittum og alltaf á mjög stórum amerísk- um bílum. Þau hjón voru ein- staklega gestrisin og tóku þess- um barnaskara úr Reykjavík opnum örmum. Gestrisni og vin- arþel hafa alla tíð síðan verið að- alsmerki dætranna, Beggu og Rakelar, og fjölskyldna þeirra. Við sendum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minning Heiðu lifa. Árni, Gylfi, Margrét, Þór og Sif Sigfúsarbörn. Bergþóra Heiðrún Guðlaugsdóttir ✝ HrafnhildurValdimars- dóttir fæddist í Reykjavík 12. febrúar 1931. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 6. febrúar 2015. Hún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Vilhjálms- dóttur, f. 1901, d. 1935 og Valdimars Stefánssonar, f. 1896, d. 1988. Systkini hennar voru Þráinn, f. 1923, d. 2007, Hörður, f. 1925, d. 2006, Vil- hjálmur, f. 1926, Stefán, f. 1926, d. 1927, Ásdís f. 1927, Erla f. 1929, Stefán f. 1934, Haukur f. 1935, d. 1935 og Sverrir f. 1935, d. 1935. Hrafnhildur ólst upp með tveimur systkinum sínum í Reykjavík hjá föð- ur sínum. Hún giftist Edward Murnane árið 1954 og fluttu þau til Bandaríkjanna. Þau eignuðust tvo syni, Valdimar Lawrence Murnane, f. 1962, d. 1992 og Stefan Edward Murnane, f. 1963. Hann er gift- ur Lisa Nething Murnane og eiga þau eina dóttur, Macken- zie Meagan Murnane, f. 2005. Fyrir átti hann tvær dætur, Melissa Margaret Buck, f. 1984, og Cortney Michelle Murnane, f. 1989. Stefan á tvö barnabörn, Morgan Michelle Buck, f. 2012, og Robert Ryan Buck, f. 2014. Hrafnhildur vann ýmis skrifstofustörf í Bandaríkjunum auk þess að sinna heimili og börnum. Hún og Edward skildu 1974. Hrafn- hildur flutti heim til Íslands árið 1992. Bjó hún hér til ævi- loka. Útförin fór fram í kyrrþey. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar Hebba frænka og fjöl- skylda komu í heimsókn til Ís- lands frá hinni stóru Ameríku. Fyrir okkur krakkana á Korn- brekku voru útlönd sveipuð ævintýraljóma og Hebba sem var einstaklega falleg var eins og kvikmyndastjarna. Á heimilinu var þá auk íslensku töluð enska (útlenska), en tungumálaörðug- leikar komu ekki í veg fyrir leik okkar barnanna við frændur okkar, Val og Steve. Þeir frænd- ur Skúli Haukur, Val og Steve bjuggu til sitt eigið tungumál sem enginn hinna fullorðnu skildi. Hebba og fjölskylda bjuggu víðs vegar um Bandaríkin vegna vinnu Eds, voru því alltaf á far- aldsfæti og kynntust hinum ýmsu fylkjum Bandaríkjanna. Þegar Ed og Hebba skildu flutti hún til San Francisco og bjó þar með syni sínum Val þar til hann lést árið 1992. Hún flutti þá heim til Íslands þar sem hún naut samvista við systkini sín og fjöl- skyldur þeirra eftir tæplega 40 ára dvöl erlendis. Hebba bjó sér fallegt heimili á Íslandi þar sem hún naut þess að lesa bækur, gera krossgátur, horfa á útsýnið og fuglana út um gluggann hjá sér. Hún hafði yndi af því að ferðast um Ísland og naut þess að fara með okkur í sumarhús. Minnisstætt er eitt skiptið þegar norðurljósin léku um himininn og hún gat ekki hugsað sér að fara að sofa og missa af þessu magnaða sjónarspili sem hélt bara áfram og áfram. Hebba var mikill dýravinur og vildi helst alltaf hafa hund eða kött í sambýli við sig. Hrafninn var hennar uppáhaldsfugl og síð- ustu dagana sem hún lifði stóð hún við gluggann á Borgarspít- alanum skellihlæjandi að hátt- erni hrafnahóps sem þingaði fyr- ir utan. Hebba var alltaf sjálfri sér nóg og sinnti sjálfri sér og heim- ilinu af alúð. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóð- félaginu og hafði skýrar lífsskoð- anir. Í október 2014 veiktist hún og varð aldrei alveg frísk eftir það. Svo merkilegt sem það er fyr- ir konu af hennar kynslóð þá lærði hún að fljúga á sínum yngri árum í Bandaríkjunum og elsk- aði það. Við trúum því að hún sé nú á ferð og flugi með vini sínum Hrafninum og minnumst hennar með þökk og hlýju. Við viljum þakka starfsfólki á deild A7 og gjörgæslunni á Landspítalanum í Fossvogi fyrir einstaka alúð og umhyggju í garð frænku okkar Hrafnhildar. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Hrafnhildur (Hebba), Hansína (Hansí) og Skúli Haukur. Hrafnhildur Valdimarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.