Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Þau eru víða vandamálin,brotnu heimilin, afbrotin.Sumir ná að brjótast útúr óláninu og feta hinn góða veg en aðrir eru fastir í fen- inu, sjá enga framtíð í því sem telst eðlilegt líf og halda sig á slóð afbrotanna. Spennusagan Dansað við björninn eftir Roslund og Thunberg varpar ljósi á þetta um- hverfi og höfundarnir leika sér með mismunandi byrði sem ein- staklingarnir bera. Dansað við björninn er fyrst og fremst saga þriggja bræðra og vinar þeirra í Svíþjóð. Þeir leiðast út á afbrotabrautina og brotum þeirra er lýst af mikilli nákvæmni í bland við tog- streitu innan fjölskyldunnar. Við lesturinn má ætla að skrifin séu ekki aðeins til þess að koma spennandi sögu á framfæri held- ur ekki síður með kvikmynd í huga. Bókin er mjög vel skrifuð og spennandi en lokin snemma fyr- irsjáanleg og í raun er sagan alltof löng, um 700 blaðsíður. Persónu- lýsingar eru góðar og samtölin sérlega trúverðug. Sálarástandi helstu persóna er vel lýst, draum- um þeirra og þrám, en einnig kemur berlega í ljós hvað þeir eiga erfitt með að ná fótfestu í líf- inu. Sagan byggist á sönnum atburð- um. Það vekur ýmsar spurningar um öryggi og öryggisgæslu, ekki aðeins í Svíþjóð heldur einnig þar sem afbrot, eins og hér er lýst, geta gerst. Líka á Íslandi. Það gerir áhugaverða sögu enn áhuga- verðari. Morgunblaðið/RAX Höfundarnir Roslund og Thunberg, höfundar Dansað við björninn. Harðsvíraðir glæpa- menn á fleygiferð Spennusaga Dansað við björninn bbbbn Eftir Anders Roslund og Stefan Thun- berg. Íslensk þýðing: Halla Kjart- ansdóttir. Kilja. 697 bls. Veröld 2015. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR að himnaríki, eins og því er lýst á vef kvikmyndahússins. Jack fjallar um ungan dreng úr fátækri fjöl- skyldu sem glímir við ýmsa erf- iðleika og er kvikmyndin sögð áreynslulaus og fordómalaus saga um kjark og ábyrgð. Das finstere Tal er austurrísk-þýskur vestri og framlag Austurríkis til Óskarsverð- launanna í ár. Dularfullur knapi kemur að litlum bæ í Alpafjöllum. Enginn veit hver hann er eða hvaða erindi hann á í bæinn og eru bæj- arbúar ekki sáttir við veru þessa ókunnuga manns í bænum. Frekari upplýsingar um mynd- irnar og sýningatíma má finna á bioparadis.is. helgisnaer@mbl.is Opnunarmyndin Die geliebten Schwestern er byggð á ævi Friedrichs Schillers (1759-1805) og segir af systrum sem voru ástfangnar af skáldinu. Ástir húshjálpar Í Das Zimmermädchen Lynn fjallar um húshjálpina Lynn sem fellur fyrir Chiöru sem er drottnunargjörn ung kona. Heimanám, stuttmynd eftir tvo unga kvikmyndagerðarmenn, Birni Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson, var valin í keppni á stuttmyndahá- tíðinni Courts des Ilês sem hófst 9. mars sl. á Tahítí og lýkur á sunnu- daginn. Myndin keppir í flokki fyrstu mynda leikstjóra og er önnur íslensk mynd einnig í honum, Eylien eftir Gunnar Gunnarsson. Í flokki stuttra teiknimynda er svo mynd Einars Baldvins Árnasonar, The Pride of Strathmoor. 146 myndir komust í forval hátíð- arinnar og á endanum voru 47 valdar úr, þar af 10 í flokk fyrstu mynda leikstjóra og 11 í flokk stuttra teiknimynda. Heimanám fjallar um strák sem reynir að læra heima en á erfitt með að einbeita sér og ímyndunarafl hans gerir penna að sígarettu einka- spæjara, pappírskúla verður að körfubolta og sjávarháski verður í vatnsglasi, að því er fram kemur í tilkynningu um keppnina. Heima- nám vann stuttmyndahátíð Kópa- vogs, Gullmolann, sl. sumar og voru hátíðin og myndin hluti af verkefni Elmars og Birnis í Skapandi sumarstörfum Kópavogsbæjar. Birnir er 21 árs og Elmar 22 ára. Íslenskar myndir á Courts des Ilês Ímyndunarafl Elmar Þóarinsson í stuttmynd þeirra Birnis, Heimanámi.  Keppa í flokki fyrstu stuttmynda leikstjóra Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum Ný sending af Bertoni jakkafötum fyrir töffara á öllum aldri herraskór Oban Tanton Taddley Besta leikkona í aðalhlutverki Ertu Duff eða ertu töff? www.laugarasbio.is Sími: 553-2075 SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.