Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015
Vilníus. AFP. | Vytautas Lands-
bergis, fyrsti þjóðhöfðingi Lithá-
ens eftir að landið fékk sjálfstæði
frá Sovétríkjunum, hefur varað við
því að stórveldisstefna Vladimírs
Pútíns Rússlandsforseta geti leitt
til átaka í Eystrasaltsríkjunum.
Í gær voru 25 ár liðin frá því að
Litháen varð fyrsta sovétlýðveldið
til að lýsa yfir sjálfstæði frá
Sovétríkjunum sem leystust
seinna upp. Landsbergis segir að
leiðtogar lýðræðisríkja heimsins
hafi ekki gert sér fulla grein fyrir
umskiptunum sem hafi orðið á ut-
anríkisstefnu Rússlands eftir að
Pútín tók við völdunum af Borís
Jeltsín sem var forseti landsins á
árunum 1991-99. „Árið 2000 hófst
nýtt tímabil í sögunni, kallað
„stríð Pútíns“. Og þetta er aðeins
byrjunin,“ sagði Landsbergis í við-
tali við fréttaveituna AFP.
Pútín hefur lýst upplausn Sovét-
ríkjanna sem stórslysi og Lands-
bergis segir rússneska forsetann
hafa einsett sér að „endurreisa
sovéska stórveldið“.
Landsbergis skírskotar meðal
annars til innrásar rússneska
hersins í uppreisnarhéruð í
Georgíu árið 2008 og innlimunar
Krímskaga í Rússland fyrir ári.
Hermt er að Pútín hafi sagt við
Petro Porosénkó, forseta Úkraínu,
að rússneski herinn gæti ráðist
inn í höfuðborgir Eystrasaltsríkj-
anna, Póllands og Rúmeníu með
tveggja sólarhringa fyrirvara ef
hann fengi skipun um það.
Pútín tókst ekki að koma í veg
fyrir að Litháen, Lettland og Eist-
land fengju aðild að Atlantshafs-
bandalaginu árið 2004.
„Saga Hitlers hefur
endurtekið sig“
Landsbergis telur „mjög lík-
legt“ að Pútín láti reyna á stað-
festu NATO-ríkja með leynilegum
aðgerðum í Eystrasaltsríkjunum
líkt og austurhéruðum Úkraínu,
án þess þó að ganga svo langt að
beita hernaði sem myndi sjálf-
krafa leiða til viðbragða af hálfu
NATO á grundvelli ákvæðis Norð-
ur-Atlantshafssáttmálans um að
árás á eitt aðildarríkjanna jafn-
gildi árás á þau öll.
„Enginn getur verið fullviss um
að Vesturlönd fari í stríð fyrir
Eystrasaltsríkin,“ sagði Lands-
bergis. Hann bætti við að NATO-
ríkin þyrftu að gera meira til að
fyrirbyggja að Pútín léti til skarar
skríða í Eystrasaltsríkjunum.
Ekki dygði að senda skilaboð
„sem gefa gyllivonir um að banda-
lagið sé tilbúið að verja öll aðild-
arlönd sín“.
„Stefna Pútíns snýst ekki um
skilaboð eða merki, heldur stað-
reyndir og aðgerðir. Hann hlær
upp í opið geðið á vestrænum leið-
togum sem tala en aðhafast ekk-
ert, þegar hann grípur sjálfur til
aðgerða,“ sagði Landsbergis.
„Saga Hitlers hefur endurtekið
sig. Þegar við stöðvum ekki árás-
armann, ýtum við undir hneigð
hans, ósvífni og hegðun.“
Telur að Pútín ógni
næst Eystrasaltsríkjum
Landsbergis segir Pútín hafa hafið nýtt stríðstímabil
Gagnrýnir Gorbatsjov
» Landsbergis er gagnrýninn
á Mikhaíl Gorbatsjov, síðasta
forseta Sovétríkjanna, segir
hann bera ábyrgð á mann-
skæðum árásum sovéskra her-
manna sem gerðar hafi verið
til að „verja stórveldið“.
» Fjórtán óbreyttir borgarar
biðu bana og hundruð manna
særðust í árás sovéskra her-
manna í Vilníus 13. janúar
1991. Ólíkt Gorbatsjov viður-
kenndi Borís Jeltsín sjálfstæði
Litháens í júlí 1991.
AFP
Sjálfstæðishetja Landsbergis er
82 ára og situr nú á Evrópuþinginu.
Fyrrverandi lögreglumaður frá
Tétsníu, sem játaði á sig aðild að
morðinu að rússneska stjórnarand-
stæðingnum Borís Nemtsov, segir
að lögreglumenn hafi pyntað hann
til að knýja fram játningu.
Andrej Babushkin, sem á sæti í
Mannréttindaráði Rússlands, fékk
að ræða við lögreglumanninn fyrr-
verandi, Zaur Dadajev, í fangelsi í
Moskvu. Babushkin kvaðst hafa séð
sár á líkama fangans og þau bentu
til þess að hann hefði verið pynt-
aður.
Dadajev var ákærður á sunnudag
fyrir aðild að morðinu á Nemtsov
ásamt Anzor Gubashev, sem starfar
hjá einkareknu öryggisfyrirtæki í
Moskvu. Þeir og þrír aðrir eru í
haldi í tengslum við morðrannsókn-
ina.
Babushkin segir að Dadajev hafi
sagst hafa játað á sig morðið eftir
að hafa setið hlekkjaður með poka
á höfðinu í tvo sólarhringa. Dadaj-
ev var handtekinn í Norður-
Kákasushéraðinu Ingúsetíu í vik-
unni sem leið.
„Þeir öskruðu á mig allan tím-
ann: Þú drapst Nemtsov er það
ekki? Ég neitaði,“ hafði Babushkin
eftir Dadajev.
Fanginn kvaðst að lokum hafa
játað á sig morðið til þess að
tryggja að fyrrverandi starfsfélagi
hans, Ruslan Jusupov, yrði látinn
laus, en hann var einnig í haldi.
„Þeir sögðu að ef ég játaði yrði
hann látinn laus. Ég féllst á það.
Með þessu taldi ég að ég gæti bjarg-
að honum og að þeir flyttu mig lif-
andi til Moskvu.“
Nemtsov var einn helsti andstæð-
ingur Vladimírs Pútíns, forseta
Rússlands. Hann var myrtur
skammt frá Kreml 27. febrúar þeg-
ar hann var á göngu ásamt unnustu
sinni.
Líklega pyntaður til að játa
AFP
Ákærður Zaur Dadajev var dreginn
fyrir dómara á sunnudag.
Heilbrigðisyfirvöld í Japan hafa fargað hrefnu-
kjöti, sem flutt var til landsins frá Noregi, eftir að
í ljós kom að tvöfalt meira magn af skordýraeitri
var að finna í kjötinu en heimilt er.
Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðu-
neytinu í Tókýó fundust eiturefnin við reglubund-
ið eftirlit en sýni eru tekin úr hvalkjöti bæði áður
en það er flutt úr landi og eins við komuna til
Japans. Kjötið var flutt inn í apríl og júní í fyrra.
Talsmaður Matvælastofnunar Noregs sagði að
rannsóknir hefðu leitt í ljós að lítið væri af eitur-
efnunum í norsku hvalkjöti og óhætt væri að
borða það.
JAPAN
Hrefnukjöti fargað vegna eiturefna
Glamox Luxo
er leiðandi framleiðandi
LED lýsingarbúnaðar
og býður heildarlausnir fyrir
skrifstofuhúsnæði
Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum,
lýsingahönnuðum og arkitektum
Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta
meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi.
www.reykjafell.is
VERKFÆRI MEISTARANS Síðumúla 11 - 108 Reykjavík Sími 568-6899Netfang: vfs@vfs.is Netsíða: www.vfs.is