Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Farfuglarnir virðast halda sínu róli þótt það sé frost á Fróni og örli ekki á vori í lofti. Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur haldið skrá yfir fyrstu komur farfugla allt frá árinu 1998 þar til nú. Hann hefur einnig reiknað komudaga þeirra að með- altali á þessu tímabili. Sílamáfurinn sást nú fyrst 21. febrúar en hann hefur að jafnaði komið 25. febrúar. Álftin kom á svipuðum tíma nú og undanfarin tvö ár. Farálftir sáust hér 16. febr- úar í fyrra og 21. febrúar 2013. Brynjúlfur Brynjólfsson, fugla- áhugamaður á Höfn, sá einmitt 84 álftir í Lóni snemma í þessum mán- uði. Álftin hefur komið að meðaltali 4. mars. Það fréttist af tjöldum á Aust- fjörðum 8. mars en þeir hafa komið að meðaltali 7. mars og voru því á settum tíma. Skúmur sást á sjó út af Suðursveit 9. mars en hann hefur sést að meðaltali 6. mars. „Grágæsin á að vera næst. Hún á að detta inn eftir fjóra daga sam- kvæmt meðaltalinu,“ sagði Yann í gær. „Það eru ekki margar teg- undir komnar, en þær hafa allar verið á settum tíma.“ Styttist í heiðlóuna Farfuglarnir sjást yfirleitt fyrst á Suðausturlandi og svo á Suðvest- urlandi. Sílamáfur sést oftast fyrst á Suðvesturlandi og stundum heið- lóa einnig. Komudagur lóunnar er 22. mars að meðaltali. Yann sagði það þykja merkilegt að sjá heiðlóu á Norðurlandi fyrir 10. apríl. Ekki er óalgengt að farfuglar sjáist 2-3 vikum síðar á Norðurlandi en á Suðurlandi. Sumar tegundir virðast birtast í flestum landshlutum á svipuðum tíma. Yann sagði ekki gott að fullyrða um hvað réði því hvenær farfugl- arnir legðu af stað til Íslands. „Ef það kemur meðvindur á réttum tíma, hvort sem það er birtulengdin eða annað eitthvað sem ræður rétta tímanum, þá nýta þeir meðvindinn þótt ekki sé bullandi vor hér. Það er ótrúlegt hvað þessar tegundir koma á svipuðum tíma á sömu staði,“ sagði Yann Kolbeinsson. Brynjúlfur á Höfn er einn að- standenda fuglavefjarins fuglar.is. Þar eru sagðar fréttir af flækings- fuglum en einnig farfuglum. Hann sagði að sér virtist allt með eðlileg- um hætti hjá farfuglunum, enn sem komið væri. Fyrir miðjan febrúar fór hettumáfum og stormmáfum að fjölga við Höfn en Brynjúlfur sagði lítið talað um þá sem farfugla. Eins sagði hann að brandendur sem sáust við Selfoss hefðu líklega verið farfuglar, þótt það væri ekki öruggt. Farfuglarnir halda sínu striki Morgunblaðið/RAX Farfuglar Skúmurinn er meðal þeirra farfugla sem eru mættir til landsins.  Fáar tegundir komnar en allar á settum tíma  Grágæsin ætti að koma til landsins á næstu dögum 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ábendingarhnappur, líkt og Per- sónuvernd úrskurðaði í lok febrúar að væri ólöglegur hjá Trygginga- stofnun (TR), þekkist víða um heim og er algengur á heimasíðum syst- urstofnana Tryggingastofnunar. Um 10% allra mála sem stofnunin fær inn á borð til sín um tryggingasvik hafa komið í gegnum hnappinn, sam- kvæmt upplýsingum frá TR. Hnappurinn hefur nú verið fjar- lægður af heimasíðu TR. Persónu- vernd úrskurðaði að fyrirkomulag hnappsins sem hefði verið á vefsíðu Tryggingastofnunar samrýmdist ekki lögum. Ekki mætti kvarta nafn- laust um annan einstakling án þess að sá sem kvartað væri yfir fengi að vita hver það væri sem væri að kvarta undan honum. „Við fengum þennan úrskurð, sem kom okkur nokkuð á óvart, en við tókum hnappinn strax úr sambandi og nú þurfum við að setjast niður og skoða hvort eitthvað sé tiltekið í úr- skurði Persónuverndar um fram- haldið,“ segir Sigríður Lillý Bald- ursdóttir, forstjóri TR. Sigríður segir ennfremur að nafn- leysi hafi ekki verið algengt við að tilkynna bótasvik hjá stofnuninni en þó hafi það komið fyrir eins og í mál- inu sem Persónuvernd úrskurðaði um. „Svona ábendingarhnappur um hugsanleg bótasvik þykir lýðræð- islegt tæki úti í hinum stóra heimi en nú þarf að búa þannig um hnútana að allir séu sáttir og svo sjáum við til hvað gerist hjá okkur. Svona hnappur er þekktur hjá systurstofnunum okkar víða erlendis og þar gilda samskonar persónu- verndarlög og hér á landi,“ segir hún. Hnapparnir eru víða Árið 2013 var vátryggingafélaginu VÍS úrskurðað óheimilt að nota upp- lýsingar um meint tryggingasvik sem bárust í gegnum svikahnapp sem var á forsíðu vefsíðu VÍS. Hjá Vinnumálastofnun og skattrann- sóknarstjóra er slíkur hnappur starfræktur þar sem hægt er að til- kynna svik. Hefur hnappurinn verið við lýði síðan 2009. Slíkur hnappur var á forsíðu embættis sérstaks sak- sóknara þegar vefsíða um embættið fór í loftið sama ár en hann hefur nú verið fjarlægður. Mikil aukning varð í ábendingum um illa meðferð á dýrum eftir að sér- stakur ábendingarhnappur var sett- ur inn á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem hægt er að senda ábend- ingar undir nafni eða nafnlaust. Þá kemur mikið af upplýsingum um meint fíkniefnabrot til lögreglunnar í gegnum tilkynningasímann 800 5005. Oft er það í gegnum nafnleysi, en enginn sérstakur hnappur er þó á síðu lögreglunnar samkvæmt upp- lýsingum frá því embætti. Ábendingar- hnappur þekkt- ur víða um heim  Ekki lengur hægt að tilkynna nafnlaust um meint bótasvik til TR Morgunblaðið/Golli Nafnleysi Ekki má benda nafnlaust á svik samkvæmt Persónuvernd. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Vatnslosandi, örvandi, vöðvastækk- andi og heilahreinsandi. Yfir þessum og fleiri eiginleikum er orkudrykk- urinn Amino Energy sagður búa og það vakti ýmsar spurningar hjá Ragnheiði Rafns- dóttur, skóla- hjúkrunarfræð- ingi í grunn- skólanum á Hornafirði, eftir að hún frétti að drykkurinn væri vinsæll hjá eldri nemendum skól- ans. Í kjölfarið sendi hún for- eldrum þeirra tölvupóst þar sem hún bendir á að takmarka ætti neyslu barna á slíkum drykkjum. Umboðsaðili drykkjarins hér á landi segir að á honum sé merking sem segi að drykkurinn sé ekki fyrir yngri en 18 ára. „Ég frétti að það væri töluvert um að krakkarnir væru að drekka þessa drykki,“ segir Ragnheiður. „Ég er ekki að banna neinum að drekka orkudrykki, en ég er að biðja fólk um að vera gagnrýnið.“ Afeitrar heilann „Með þessum skilaboðum til ykk- ar er ég að vekja athygli ykkar á þessu málefni, að þið séuð gagnrýnin á það sem börnin ykkar eru að láta ofan í sig, fyrir utan að þessir drykk- ir eru óþarfir eru þeir yfirleitt dýrir. Það myndi örugglega mörgum bregða ef börnin færu að drekka nokkra kaffibolla fyrir æfingu eða fyrir skóla,“ skrifar Ragnheiður í tölvupóstinum til foreldranna. Hún segist vita til þess að börn allt niður í 13 ára neyti drykkjarins reglulega. Þá sé nokkuð um að 14-15 ára stúlkur drekki talsvert magn, stundum sé það ekki í tengslum við neina íþróttaiðkun. Þegar hún hefur spurt unglingana hvers vegna þau séu að neyta orkudrykkja er svarið að þau vanti orku. „Af hverju telja 13 ára unglingar sig þurfa orku sem þessa? Ég kynnti mér innihaldsefnin og leiðbeiningarnar sem fylgja drykknum. Í honum eru m.a. vatns- losandi efni og koffein sem örvar taugakerfið. Ég veit ekki um neinar rannsóknir sem sýna að drykkurinn hafi verið prófaður eða rannsakaður á börnum og þess vegna vitum við ekki hvaða áhrif þessi efni hafa á börn og unglinga.“ Ragnheiður segir að í leiðbein- ingum með drykknum segi m.a. að hann afeitri heilann. „Hvað þýðir það – að þau séu með eitraðan heila? Það er ýmislegt fullyrt og ég vildi vekja athygli foreldra á þessu. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð og þakklæti frá þeim.“ Ekki fyrir yngri en 18 ára Perform.is er innflytjandi og dreifingaraðili Amino Energy hér á landi. María Guðbjartsdóttir, versl- unarstjóri Pure Performance í Kópavogi, sem er verslun Per- form.is, segir að á umbúðum drykkjarins standi að hann sé ekki ætlaður þeim sem séu yngri en 18 ára. „Þannig að það ætti að vera á hreinu að hann er ekki ætlaður börn- um,“ segir María. Hún segir talsvert um að ungmenni og foreldrar þeirra hafi samband við fyrirtækið og spyrjist fyrir um á hvaða aldri sé óhætt að neyta fæðubótarefna. „Við svörum því að það sé ekki fyrir þá sem eru yngri en 16-18 ára og leggj- um alltaf áherslu á að fæðubótarefni séu viðbót við hollan og fjölbreyttan mat,“ segir María. Morgunblaðið/Þórður Orkudrykkir Skólahjúkrunarfræðingur segir að áhrif neyslu þeirra á börn og ungmenni hafi ekki verið rannsökuð. Vöðvastækkandi, örv- andi og heilahreinsandi?  Skólahjúkrunarfræðingur gagnrýnir orkudrykkjaneyslu Drykkurinn er seldur víða, m.a. í matvöruversl- unum. Öfugt við marga orkudrykki er hann syk- urlaus, hann er í duftformi og blandar neytandinn hann sjálfur samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Í auglýsingu fyrir drykkinn segir m.a. að hann inni- haldi náttúrulega orkugjafa sem „færi þér bæði kraft og úthald til að takast á við krefjandi verkefni í skóla eða starfi“ og drykkurinn er sagður nauð- synleg kraftblanda til að takast á við öll meiri- og minniháttar átök. „Þarna er ansi sterkt til orða tekið og ég skil vel ungling sem les svona auglýsingu og langar í fram- haldinu til að drekka þennan drykk,“ segir Ragn- heiður. Þarna er árangri lofað og auðvitað langar krakkana til að standa sig vel í því sem þau taka sér fyrir hendur.“ „Nauðsynleg kraftblanda“ SEGIR ÁRANGRI LOFAÐ Amino Energy Er auglýstur víða.Ragnheiður Rafnsdóttir Öryrkjabandalagið sendi í kjölfar úrskurðar Persónuverndar frá sér yfirlýsingu enda naut hinn grunaði svikari liðsinnis þess. Í yfirlýsingunni kom fram að í úr- skurðinum hefði verið tekið fram að samkvæmt lögum um per- sónuvernd ætti hinn skráði rétt á vitneskju um vinnslu persónu- upplýsinga um sig og einnig rétt á því að vita hvaðan upplýsing- arnar kæmu. Í ljósi þess að hægt var að senda inn ábendingar án þess að gefa upp nafn eða net- fang sendanda kæmi það í veg fyrir að hinn skráði gæti notið réttinda sinna. Ánægð og glöð YFIRLÝSING ÖBÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.