Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015
Þegar ég hugsa
til uppvaxtarára
minna í Fíladelfíu er
Árni Arinbjarnar-
son órjúfanlegur
hluti af því umhverfi sem ég
kynntist þar.
Ég kynntist honum auðvitað
lítið þegar ég var barn, en ég man
vel eftir honum. Ég upplifði hann
alltaf sem hlýjan mann, rólegan
og yfirvegaðan. Maður þurfti ekki
að fylgjast lengi með honum til að
sjá að hann var mjög vandvirkur
og hafði metnað fyrir því að gera
vel.
Ég minnist þess ekki að hafa
nokkurn tíma heyrt talað öðruvísi
um Árna en af mikilli virðingu,
fólk leit upp til hans. Árni var
maður sem hefði getað litið stórt á
sig, hann afrekaði mikið og naut
mikils álits, en hann var svo ein-
læglega hógvær. Ég held að heil-
indi hans og karakter hafi ekki
síst verið það sem vakti virðingu
fólks.
Ég heimsótti Árna og Lydíu á
heimili þeirra örfá skipti eftir að
hann veiktist. Ef veikindin gerðu
eitthvað þá undirstrikuðu þau
hversu gegnheill hann var í trú
sinni, hann átti þennan frið sem er
æðri öllum skilningi, frið sem Guð
einn getur gefið. Ég fór alltaf burt
uppörvaður eftir samtöl mín við
Árni
Arinbjarnarson
✝ Árni Ar-inbjarnarson
fæddist 8. sept-
ember 1934. Hann
lést 1. mars 2015.
Útför Árna fór
fram 11. mars 2015.
Árna og Lydíu, þau
mættu hans alvar-
legu veikindum með
von, æðruleysi og
trú. Maður næstum
því gleymdi því að
hann væri veikur,
það sem stóð upp úr
eftir heimsóknirnar
voru okkar góðu
samtöl sem gáfu
mér líka svo mikið.
Það er með þakk-
læti og virðingu sem ég minnist
Árna Arinbjarnarsonar. Ég er
þakklátur fyrir það mikla og fórn-
fúsa starf sem hann vann í Fíla-
delfíu. Þegar ég fór svo að starfa
fyrir söfnuðinn fannst mér það
mjög dýrmætt að finna stuðning
frá Árna. Fyrir ungan mann sem
er að stíga inn í þjónustu í rót-
grónum söfnuði skipti það miklu
að stólpi á borð við Árna með
þéttu handtaki og fáum en vel
völdum orðum hvetti og uppörv-
aði.
Ég er þakklátur fyrir líf og
þjónustu Árna, vitnisburðinn um
Jesú Krist í lífi hans og það for-
dæmi sem hann gaf öðrum með
breytni sinni.
Ég votta Lydíu og börnum
þeirra mína innilegustu samúð.
Guð blessi minningu Árna Ar-
inbjarnasonar.
Helgi Guðnason.
Kveðja frá Nýja
tónlistarskólanum
Fyrsta minning mín af Árna
var í Tónlistarskólanum í Keflavík
fyrir um 45 árum. Ég var þá sjö
ára og beið ásamt fleiri krökkum
á ganginum eftir að fara í viðtal
hjá Árna og Ragnari Björnssyni
skólastjóra. Þeir félagar höfðu
þann háttinn á að beina öllum um-
sækjendum, sem höfðu gott tón-
eyra, í strengjadeildina, við litla
hrifningu kennara í öðrum deild-
um. Mér var tjáð, þegar þeir
höfðu látið mig syngja nokkrar
nótur, að ég væri með fiðluputta.
Strákurinn sem fór inn á eftir
mér, sem var aðeins stærri en ég
og árinu eldri, kom úr viðtalinu
með sellóputta.
Árni var óskaplega góður
kennari. Þolinmóður og aldrei
neinn æsingur í honum þótt
stundum hafi verið tilefni til, þeg-
ar undirritaður mætti illa eða
óæfður í tíma.
Leiðir okkar Árna lágu svo
saman aftur, mörgum árum
seinna, þegar ég hóf störf við
Nýja tónlistarskólann. Fyrst sem
kennari og svo skólastjóri. Mér
fannst hann lítið hafa breyst,
hvorki andlega né líkamlega.
Hann var sama blíðlega prúð-
mennið sem ég kynntist í æsku.
Ég man ekki eftir að Árni hafi
misst dag úr vinnu á meðan við
unnum saman. Hann var einn af
þessum ofurkennurum sem veikj-
ast eingöngu í fríunum. Eina dag-
inn sem hann vantaði í vinnu var
skólaslitadaginn, daginn áður en
hann lét formlega af störfum. En
þann dag var hann kallaður í
rannsókn sem síðan leiddi í ljós
hvað hafði verið að hrjá hann frá
því um haustið.
Árna hefur verið minnst hér í
skólanum síðustu vikuna, bæði af
kennurum og nemendum. Allir
hafa sömu sögu að segja af þeirra
samskiptum við hann. Indæll,
kurteis, skapgóður og glaðvær
listamaður.
Fyrir hönd starfsfólks Nýja
tónlistarskólans vil ég þakka
Árna fyrir samfylgdina í gegnum
árin og votta fjölskyldu hans okk-
ar dýpstu samúð.
Sigurður Sævarsson
skólastjóri.
„Þú þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur, þetta tekur bara
klukkutíma.“
Árið er 1980 í byrjun október.
Fyrsti vinnudagur ungrar konu
hjá SÍ. Upphafleg vinnuáætlun
gerði ráð fyrir upptökum á verk-
um eftir Schubert, sem unga kon-
an hafði undirbúið. Áætluninni
var hins vegar breytt með mjög
skömmum fyrirvara og ákveðið að
heimsækja einn grunnskóla borg-
arinnar og spila þar prógramm
sem æft hafði verið og flutt á tón-
leikum í september. Ungu kon-
unni var mjög brugðið þegar hún
á tónleikastað sá prógramm dags-
ins. Wilhelm Tell – Russland og
Ludmila – Eldfuglinn. Ekkert
þessara verka hafði hún leikið áð-
ur. Þá kom til sögunnar ljúfling-
urinn Árni, sem var sessunautur
hennar þennan dag. Hann var
mjög næmur og varð var við líðan
ungu konunnar. Með ljúfmennsku
sinni og gefandi orðum náði hann
að róa hana. Árni var mjög fær
fiðluleikari, eldfljótur að tileinka
sér ný verkefni og lék erfiðar lag-
línur af miklum léttleika. Betri
sessunaut hefði unga konan ekki
getað fengið, ekkert raskaði stó-
ískri ró Árna og unga konan verð-
ur honum ævinlega þakklát fyrir
umhyggjusemina. Nú, 35 árum
síðar, getur hún, þó örlítið eldri
sé, nýtt sér boðskap Árna þegar
mikið liggur við. Dætur Árna,
þær Pálína og Margrét, eru með-
limir SÍ og bera föður sínum svo
og móður fagurt vitni. Eftir
starfslok Árna var hann ásamt
Lydiu sinni fastagestur á tónleik-
um hljómsveitarinnar. Það var
ávallt notalegt að sjá þau meðal
tónleikagesta. Elsku Lydia og
fjölskylda. Ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Minningu Árna getum við best
heiðrað með því að rækta áfram
með okkur umhyggjusemi og
kærleika. Megi vinur minn Árni
hvíla í friði.
Rósa Hrund
Guðmundsdóttir.
Það var tíu ára gömul stúlka
sem árið 1995, þá nýflutt til lands-
ins eftir langa búsetu vestanhafs,
sóttist eftir inngöngu í Nýja tón-
listarskólann til áframhaldandi
náms á fiðlu. Ragnar Björnsson,
þáverandi skólastjóri, ákvað eftir
óformlegt inntökupróf og stutta
umhugsun að vísa stúlkunni til
Árna Arinbjarnarsonar. Átti það
eftir að reynast hin mesta gæfa.
Í þá litlu tilveru sem var stofa
10, heim sem laut engum ytri
kröfum líðandi stundar og tók
fáum breytingum eftir því sem ár-
in liðu, var vikulega horfið til að
nema hljóðfæraleik. Árni var góð-
ur kennari – hæglátur, ljúfur og
glettinn en umfram allt gerði
hann þá kröfu að náminu yrði
sinnt af staðfestu. Sjálfur var Árni
agaður og vandvirkur tónlistar-
maður og einlægur í öllum sínum
störfum. Líklega var það ekki síð-
ur mikilvæg lexía öll þessi ár og
öðrum fremur kenndi hann mér
að vinna vel. Fordæmi hans mun
ég ævinlega hafa að leiðarljósi.
Árni hafði þann fágæta hæfi-
leika að geta jafnan brugðið sér í
hlutverk meðleikarans sem hann
sinnti jafnt í kennslu og á tónleik-
um. Kom þó fyrir að hann baðst
undan og kaus fremur að njóta,
eins og hann sagði gjarnan. Þá
auðgaði hann líf okkar fjölskyld-
unnar með margvíslegum hætti
gegnum tíðina og minnumst við
sérstaklega brúðkaups okkar
hjóna og tónleika sem þau móðir
mín, Ragnheiður Linnet, héldu í
Laugarneskirkju árið 2003. Hafði
Sigurður Demetz heitinn síðar á
orði að fagur flutningur þeirra og
jafnframt meistaralegur leikur
organistans hefðu gert stundina
ógleymanlega.
Árni var alla tíð farsæll fiðlu-
og orgelleikari, söngstjóri og
kennari. Hann naut góðrar heilsu
lengst af og gat sinnt þessum
störfum þar til illvígur sjúkdómur
knúði dyra, þá 79 ára að aldri. Það
er líklega aldrei tímabært að
kveðja en um leið er margt sem
ber að þakka. Við minnumst Árna
sem hæfileikaríks tónlistarmanns
en einnig fyrir hans einstöku
hlýju og hversu vandaður maður
hann var.
Fennir í fótspor
ferðamanna,
svo í heimhaga
sem í hágöngum,
fljótt í sum,
seinna í önnur,
loks í allra eins.
Samt er í samfylgd
sumra manna
andblær friðar
án yfirlætis,
áhrif góðvildar,
inntak hamingju
þeim er njóta nær.
(Guðmundur Böðvarsson)
Að endingu er okkur efst í huga
þakklæti fyrir gjöful kynni. Við
sendum eftirlifandi eiginkonu
Árna, börnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að styrkja þau og blessa.
Minningu um góðan mann geym-
um við í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Hrafnhildur Linnet
Runólfsdóttir.
Elsku amma okk-
ar var mikill skör-
ungur og var aldrei
lognmolla í kringum
hana. Við vorum
mikið hjá ömmu og afa sem
krakkar og var alltaf mikið fjör á
Ránarslóðinni. Þar var alltaf nóg
að gera hvort sem það var að
skoða gamalt dót uppi á háalofti,
fara í golf með ömmu og afa,
keyra til Reyðarfjarðar í heim-
sókn eða fara í bústaðinn í Lóninu.
Á háaloftinu var skoðað gamalt
dót sem pabbi hafði átt (engu
mátti henda). Þar fundust bréf,
tímarit, frímerkjasafn og leikföng
og síðan klæddum við okkur í
gamlar flíkur og glæsikjóla, sem
oftar en ekki voru saumaðir af
ömmu, og fórum í allskyns leiki.
Jafnvel fermingarkjóllinn fannst á
háaloftinu og hjálpaði amma að
sníða hann að ungri og áhuga-
samri fermingarstúlku. Í Lóninu
áttum við margar góðar stundir
með ömmu og afa. Alltaf var hægt
að finna eitthvað skemmtilegt að
gera, fara í göngutúr upp í fjallið,
tína ber, finna góða laut og fara í
sólbað, fara niður að polli að veiða
síli, taka í spil og leggja kapal eða
lita í gestabókina. Ef leit út fyrir
að einhverjum færi að leiðast var
amma alltaf til í að gera eitthvað
skemmtilegt. Þau hjónin, Auður
og Björn, voru tíðir gestir á golf-
vellinum en við systur vorum líka
sendar á nokkur námskeið. Þótti
okkur þó skemmtilegra að hlaupa
á eftir ömmu og afa meðan þau
spiluðu hring. Enn skemmtilegra
var að fá hlutverk sem sjoppu-
dama í golfskálanum en amma sá
til þess að nóg væri að gera og allt-
af kæmu einhverjir að kaupa
nokkur súkkulaðistykki. Amma
Auður Jónasdóttir
✝ Auður Jón-asdóttir fædd-
ist 4. nóvember
1926. Hún lést 19.
febrúar 2015.
Útför Auðar fór
fram 2. mars 2015.
var sundkennari og
því skylda að fara í
sund að minnsta
kosti einu sinni á
dag, helst oftar. Allt-
af var hún til í að
koma með og kenna
okkur sund eða sitja
í pottinum og spjalla.
Hún vissi hvernig
ætti að dekra við
stelpurnar sínar en
innkaupakerran
breyttist töluvert þegar við vorum
í heimsókn. Súkkulaðiskyr með
miklum sykri og súkkulaðihne-
tusmjör var aðalmáltíðin hjá
ömmu. Amma var mikill heims-
flakkari og sagði okkur sögur frá
ferðalögum sínum erlendis, sýndi
okkur myndir og gaf okkur gjafir
eftir hverja ferð.
Ferðunum á Höfn fækkaði á
unglingsárunum en eigum við þó
báðar góðar minningar um heim-
sóknir á Ránarslóðina. Ýrr á
menntaskólaárunum þegar amma
reddaði sumarvinnu í frystihúsinu
á Höfn og í Kaupfélaginu í Skafta-
felli. Það var yndislegt að búa hjá
ömmu og afa, koma heim í ömmuf-
aðm í hádegismat, hlusta á gufuna
og leggja sig svo í afastól áður en
haldið var aftur í frystihúsið og
vinnudagurinn kláraður. Sumarið
sem Auður var í æfingaakstri fór
amma með nöfnu sinni út að keyra
á hverjum degi þar sem ungur og
óreyndur bílstjóri fékk tækifæri
að keyra um sveitirnar með ömmu
sem kenndi allt það helsta sem
hún vissi um bíla og umferðarregl-
ur.
Auður amma vissi best og vildi
okkur allt það besta. Sama hvort
það var með því að lauma að okkur
seðli hér og þar eða styrkja okkur
með kennslu í sundi, námi eða
hverjum þeim fróðleik sem hún
bar. Alltaf hugsaði hún fyrst og
fremst um okkur. Við kveðjum
elsku ömmu okkar með söknuði
og megi hún hvíla í friði.
Þín ömmubörn
Ýrr og Auður.
Auður mágkona mín hefur nú
yfirgefið þetta jarðlíf. Ég kynntist
henni fyrst sem sundkennara
fyrsta sumarið sem sund var
kennt á Höfn árið 1953, ég var þá
13 ára gömul. Það var ævintýri
líkast fyrir okkur krakkana að
geta farið ofan í heita laug og auk
þess lært að synda og svo fengum
við konu sem var lærður sund-
kennari til að kenna okkur. Og
hún mjög ákveðin í því að við gæt-
um öll lært að synda. Við sáum
strax að það þýddi ekkert að svíkj-
ast um. Auður skrifaði um þessa
reynslu sína í Skaftfelling árið
2005 undir nafninu „Upphaf sund-
kennslu á Höfn“. Hún hafði haldið
dagbók allt sumarið og studdist
við hana í þessum skemmtilegu
frásögnum í Skaftfellingi. Koma
Auðar sem sundkennara til
Hornafjarðar varð upphafið að
næstum hálfrar aldar dvöl hennar
hér, því hér fundu þau hvort ann-
að Auður og Bjössi bróðir eins og
ég kallaði hann alltaf, enda dekr-
aði hann mikið við litlu systur. Þau
hófu búskap og fluttu skömmu
seinna í nýbyggt hús sitt, sem þau
skírðu Ekru, en er nú Ránarslóð
4. Það var mikils virði fyrir fjöl-
skylduna á Grímsstöðum að hafa
þau svona nálægt sér og gleðin
varð enn meiri eftir að Geir bætt-
ist í fjölskylduna 1957. Á þessum
árum var ég í menntaskóla á vet-
urna, en notaði mér samt reynslu
Auðar í ýmsu sem ég tók mér fyrir
hendur. Ég fór sem kokkur á síld
eitt sumarið, sem mér hefði senni-
lega ekki dottið í hug ef Auður
hefði ekki gert það á undan mér
og sagt mér allt mögulegt um það
og annað sem hún gerði, þegar
hún var yngri. Hún var meðal
frumkvöðla í því starfi, það var
ekki ætlast til að konur væru á sjó.
Ég vitnaði oft í Auði á þessum ár-
um og skólasystur mínar öfund-
uðu mig af því að eiga svona
skemmtilega mágkonu. Það má
segja að hún hafi verið frum-
kvöðull í fleiru, því hún var fyrst
kvenna í Hafnarhreppi til að sitja
hreppsnefndarfund, það var 1958,
hún kom þá inn sem varamaður.
Auður kenndi við Hafnarskóla til
starfsloka sinna, oftast sem
bekkjarkennari, en tók hvaða
grein sem var ef á þurfti að halda,
oft komu handavinna og leikfimi í
hennar hlut og hún leysti allt vel
af hendi. Við Hreinn hugsum vel
til samverustunda okkar með
Auði á seinni árum og við vottum
Geir, Hlíf og fjölskyldu innilega
samúð. Hún átti góða að og henni
var mikils virði að vera í nágrenni
við þau eftir lát eiginmannsins.
Hún naut lífsins eins og hún gat
og þótt ýmislegt væri farið að gefa
sig síðustu árin fjallaði hún ekki
mikið um það, en hún sagði okkur
oft frá barnabörnunum, sem hún
elskaði mikið. Blessuð sé minning
Auðar Jónasdóttur.
Kristín Gísladóttir.
Auður fæddist 4. nóvember
1926 á Bakka við Reyðarfjörð,
yngst sjö systkina, elst var Guð-
rún móðir mín. Við andlát Auðar
er þessi myndarlegi systkinahóp-
ur horfinn á vit feðra sinna.
Ég var á fjórða ári þegar for-
eldrar mínir þurftu að dvelja í
Kaupmannahöfn í nokkra mánuði
og mér var komið fyrir í góðu at-
læti á Höfn í Hornafirði þar sem
ég eignaðist fast sæti við eldhús-
borðið og svefnpláss í litla her-
berginu sem snýr út á planið við
Sindrabæ. Til Auðar, Bjössa og
Geirs sótti ég síðan til sumardval-
ar og heimsókna við öll tækifæri
sem gáfust. Ég sat við eldhús-
borðið sem unglingur, lærði að
drekka kaffi og rakti garnirnar úr
móðursystur minni, skemmtileg-
ast þótti mér að heyra sögur af
þeim systkinum og ömmu og afa.
Afi, sagði hún, var með ríka rétt-
lætiskennd, verklaginn og með
gott verkvit, einstaklega fé-
lagslyndur og góður sögumaður.
Móðir hennar var merkileg kona
um margt, góður stjórnandi,
vinnusöm og vandvirk og hafði yf-
ir að ráða dýpri skilningi á hlut-
unum en flestir. Einkennum for-
eldra sinna hélt Auður á lofti og
bar til næstu kynslóðar.
Auður lauk kennaraskólaprófi
og prófi frá Íþróttaskólanum á
Laugarvatni. Á námsárunum í
Kennaraskólanum bjó hún hjá
Kristínu systur sinni og Geir
manni hennar. Það var aldrei leið-
inlegt í kringum hana, gítarinn oft
með í för og félagsskapurinn
skemmtilegur. Með námi var Auð-
ur skipverji á Snæfugli SU og
sótti sjóinn með bræðrum sínum
og frændum.
Heimili Auðar og Bjössa á Rán-
arslóðinni var fallegt og þau sam-
stiga, en ekki alltaf sammála. Mál-
efni líðandi stundar rædd; veðrið,
veiði Hornafjarðar- og Reyðar-
fjarðarbátanna og auðvitað póli-
tíkin, tekin virk afstaða í þjóðmál-
um og herinn skyldi burt.
Auður og Björn deildu aðdáun
og áhuga á landinu. Margar ferðir
voru farnar um hálendið og fá-
farnar slóðir. Það var pakkað í
jeppsterinn og haldið á vit ævin-
týranna, Auður kannaði veðurút-
litið og að kveldi var slegið upp
tjaldi á lækjarbakka. Þetta var
tímabil landkönnuða, nýjar slóðir
farnar, keyrt eftir áraurum,
ógrónum söndum eða í fjöruborði.
Björn las í landið og fann besta
vaðið á ánni en Auður fróð um
þjóðleg efni og einkar lagin að
finna sólríka laut þar sem hún dró
fram veislu úr farangrinum. Ég
minnist margra góðra ferðalaga á
fallega staði, best man ég þó hvað
margt var fyndið og hlægilegt og
hversu góður mér fannst fé-
lagsskapurinn. Þessar góðu ferðir
héldust lengi og minnist ég t.d.
ferðar inn á Lónsöræfi eftir að ég
var komin með fjölskyldu og Auð-
ur og Björn sinntu hlutverki afa
og ömmu. Björn féll frá árið 2001
og flutti Auður í bæinn fljótlega
eftir það.
Hún hafði alltaf tíma til að vera
með okkur og gefa af sér. Hún var
kærkominn gestur, kunni vel að
njóta og gleðigjafi í öllum veislum.
Ég minnist hennar sem jafningja
sem sýndi einlægan áhuga á störf-
um mínum og minna. Hún var vin-
kona mín, „mamma litla“, og börn-
um mínum hefur hún verið ástrík
amma. Fyrir allt þetta verðum við
henni ævinlega þakklát.
Ættarhöfðinginn, íþrótta-
drottningin og skvísan er öll.
Minningin lifir, hvíl í friði, elsku
frænka.
Fríða Björg Eðvarðsdóttir.
Það er alltaf erfitt að kveðja
fólk sem maður elskar. Þóra var
mamma Finns besta vinar míns
og kveður okkur nú eftir baráttu
við sjúkdóm. Ég á þessari góðu
konu mikið að þakka. Hún tók
mig að sér þegar ég gekk í gegn-
um erfiða tíma sem unglingur og
gaf mér annað heimili og öryggi
Þóra Haraldsdóttir
✝ Þóra Haralds-dóttir fæddist í
Reykjavík 26. sept-
ember 1947. Hún
lést í faðmi fjöl-
skyldu sinnar á
Landspítalanum við
Hringbraut 28.
febrúar 2015.
Útför Þóru fór
fram frá Fella- og
Hólakirkju 9. mars
2015.
sem ég þurfti þá. Ég
held ég geti fullyrt
að það er vandfund-
in manneskja sem er
eins hjartahlý og
góð við alla í kring
um sig eins og Þóra.
Hún var alltaf já-
kvæð og kát og gerði
allt til þess að láta
þeim sem hún elsk-
aði líða vel. Ég mun
ávallt búa að því að
hafa kynnst Þóru og fjölskyldu
hennar, og reyna að tileinka mér
þá óeigingirni og manngæsku
sem hún kenndi mér. Þóru verð-
ur sárt saknað af stórri fjölskyldu
og vinum, en minningin um ynd-
islega mömmu, ömmu en umfram
allt frábæran vin okkar allra lifir
alltaf í hjörtum okkar.
Ingvar Sverrisson.