Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 12. MARS 71. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Eiginkonan fylgir með í … 2. Kom í heiminn í sigurkufli 3. Biðu í flugvélunum í átta tíma 4. Böðullinn um 12 ára »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mottusafnari dagsins, Steinar Bjarki Magnússon, greindist með æxli í eista árið 2014. Ef ekki væri fyrir Mottumars hefði hann ekki átt- að sig á því. Steinar er mottusafnari nr. 1.186. Fylgstu með honum og fleiri söfnurum á mottumars.is. Hefði ekki gert sér grein fyrir meininu  Helgi Þorgils Friðjónsson er í góðum hópi sjö annarra myndlist- armanna á sýn- ingu sem verður opnuð í safninu Museo Civico di Sansepolcro á Ítalíu um helgina. Sýningarstjórinn Demetrio Paparoni stillir þar meðal annars upp verkum eftir hina kunnu Francesco Clemente, Tony Oursler og Mimmo Paladino. Helgi Þorgils og fleiri meistarar á Ítalíu  Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti heldur tónleika í Eldborg í Hörpu 16. júní nk. og verða það umfangsmestu tónleikar hans á Íslandi til þessa. Ás- geir mun koma fram með hljómsveit og blásara- og strengjasveit. Ásgeir er farinn að semja lög fyrir næstu plötu og fara upptökur fram í sumar. Stefnt er að því að gefa plöt- una út í mars 2016. Ásgeir heldur tónleika í Eldborg Á föstudag Vestlæg átt og víða lítilsháttar snjókoma fyrir hádegi en gengur í suðaustanstorm seinni partinn með rigningu, einkum á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 8 stig um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-15 m/s og slydda eða rigning, en hægari á Vesturlandi. Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á Suðausturlandi. 15-23 m/s á Suðurlandi seint í kvöld. Hlýnar. VEÐUR „Vonandi tekst okkur að styrkja liðið eitthvað en það er alveg ljóst að við er- um ekki á leið með opið tékkhefti í kapphlaup um leikmenn annarra félaga. Við ætlum að byggja upp lið- ið og félagið til lengri tíma án þess að setja það á hlið- ina,“ segir Viðar Örn Haf- steinsson, spilandi þjálfari Hattar á Egilsstöðum, sem leikur í úrvalsdeild karla í körfubolta næsta vetur. »4 Setjum ekki félagið á hliðina Mikil barátta er framundan um sæti í úrslitakeppninni í Dom- inos-deild kvenna í körfuknatt- leik eftir úrslit gærkvöldsins en þá var heil umferð leikin. Haukar unnu bikarmeist- ara Grindavíkur í Grindavík og nú eru Valur, Grindavík og Haukar með jafn mörg stig í 3.-5. sæti. Fjögur efstu liðin komast í úr- slitakeppnina. »2 Barátta framundan á milli þriggja liða „Við mættum í dag klárlega best spil- andi liðinu á þessu móti, og auðvitað ríkjandi heimsmeisturum, og það verður að segjast eins og er að við vorum skrefinu á eftir þeim að flestu leyti,“ sagði Sara Björk Gunnars- dóttir, landsliðskona í knattspyrnu, við Morgunblaðið eftir 0:2-ósigurinn gegn Japan í leiknum um 9. sæti Al- garve-bikarsins í Portúgal í gær. »3 Skrefinu á eftir ríkjandi heimsmeisturum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Pétur Haraldsson véltæknifræð- ingur, sem verður áttræður í haust, hefur hjólað nær daglega í vinnuna í um áratug en hefur orðið að nota bíl- inn undanfarna rúma þrjá mánuði vegna veðurs. „Ég hef ekkert komist á hjólið síðan löngu fyrir jól og man ekki eftir svona löngu stoppi. Þetta er þræl-andskoti fúlt,“ segir hann. Fyrir um áratug tók Pétur upp fyrri iðju og byrjaði að hjóla daglega í vinnuna nema hvað hann hjólar ekki í hálku. „Ég hef dottið tvisvar á hausinn og nenni ekki að standa í því aftur,“ segir hann. „Ég hjólaði mikið þegar ég var strákur,“ heldur Pétur áfram. Hann flutti með fjölskyldunni frá Vest- mannaeyjum og bjuggu þau fyrst í Norðurmýrinni. Þá byrjaði hann í Melaskólanum og hjólaði í skólann. „Ég er gamalreyndur hjólagaur,“ segir hann. Bætir við að gagnfræða- skólinn hafi verið í göngufæri og í raun hafi hann að mestu lagt hjólið á hilluna þar til hann fór í nám í Dan- mörku. „Þar voru vegalengdirnar talsvert lengri en hérna,“ rifjar hann upp. Eins og belja á svelli Pétur tekur daginn snemma og leggur af stað í vinnuna upp úr klukkan sjö á morgnana. Hann er það vel í sveit settur að hann þarf ekki að hjóla á götum í vinnuna held- ur heldur sig alfarið á hjólastígum. „Ég hjóla aldrei í umferðinni og það er mikill munur,“ segir hann. Líðandi vetur hefur verið erfiður fyrir alla sem eru á ferðinni. Snjó- koma hefur verið nokkur, og þar sem hreinsun gatna og stíga hefur ekki verið upp á það besta hafa margir átt erfitt með að komast leið- ar sinnar. „Þetta hefur verið djöf- ullegt,“ segir Pétur og bendir á að ekki sé hægt að treysta því að borið sé salt eða sandur á stígana. Hálkan sé eitt og svo séu svo mjó dekk á hjóli hans að ekki sé hægt að fá þau negld. „Það hefur hvarflað að mér að skipta og fá mér hjól með breiðari dekkjum, því í hálkunni er maður eins og belja á svelli.“ Ætti að banna Hjólakappinn áréttar að aðeins hálkan sé til trafala. „Rok og rigning skipta mig engu máli, eru bara hressandi. Maður lendir í mótbyr öðru hverju en líka meðbyr.“ Leiðindaveður undanfarna mán- uði hefur ekki sett Pétur út af laginu og hann sér til sólar. „Það ætti að banna svona óþverra en ég bíð áfram og þetta hlýtur að lagast um leið og lóan kemur, eftir um hálfan mánuð.“ Lagast þegar lóan kemur  Nær áttræður gamalreyndur hjólagaur Morgunblaðið/Golli Löng bið Pétur Haraldsson hefur beðið frá því fyrir jól eftir að komast á hjólið, en hefur ekki gefið upp alla von. Pétur Haraldsson býr í Kópavogi og vinnur í Garðabæ, gerir við kælitæki hjá Kælismiðjunni Frosti ehf. Lengst af hefur hann hjólað á „venjulegu“ hjóli og látið vel af, ekki síst í Danmörku. Hann fékk sér hjól með hjálparvél og segir að það sé töluverður munur að hjóla á því og venjulegu hjóli án vélar. „Maður svitnar mjög lítið eða ekk- ert,“ segir hann og bætir við að hann sé einnig mun fljótari í förum á rafmagnshjólinu en venjulegu hjóli. Hann sé til dæmis aðeins um 10 mínútur að hjóla í vinnuna. Hann er ekki forfallinn hjóla- maður, á sinn bíl og notar hann eftir þörfum. Hefur reyndar þurft að treysta á hann lengst af í vetur, en er farið að leiðast biðin eftir því að geta hjólað á ný. „Ég fór allt á bíl í mörg ár, en hef notað hjólið með hléum og nú samfellt síðan um 2005, þegar ég byrjaði að hjóla aftur til þess að auka hreyfinguna.“ Allt fyrir hreyfinguna PÉTUR HARALDSSON HJÓLAR ÚR KÓPAVOGI Í GARÐABÆ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.