Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 ✝ Jóhann Bjarna-son fæddist á Árbakka í Land- sveit 18. apríl 1942. Hann lést 28. febr- úar 2015. Foreldrar hans voru Elínborg Sig- urðardóttir, f. 20.5. 1909, d. 19.12. 2003, og Bjarni Jó- hannsson, f. 16.9. 1908, d. 2.2. 2002, þau voru bændur á Árbakka. Systkini Jóhanns eru: Guðríður, f. 4.3. 1934, Jóhanna Helga, f. 23.5. 1939, d. 23.2. 1941, Sigrún, f. 15.6. 1944, d. 22.10. 2006, og Pálmi, f. 26.11. 1949. Jóhann kvæntist Kristbjörgu Sigurjónsdóttur frá Efri- Holtum, f. 21.4. 1941, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, f. 14.4. 1963, eiginkona hans er Guðný Rósa Tóm- asdóttir, f. 3.5. 1961, þeirra börn eru: a) Birta Huld, f. 1979, sambýlismaður Þorsteinn Darri, þau eiga fjögur börn, b) Sunna Björg, f. 1987, sambýlismaður Guðlaugur Karl, og c) Birna Borg, f. 1989, sambýlismaður börn. 3) Þorleifur Kristján Arn- arson, f. 7.7. 1968, sambýliskona hans er Lene Harbo Sørensen, hann á einn son. 4) Hjálmar Örn Arnarson, f. 6.4. 1974, eig- inkona hans er Ída Björg Unn- arsdóttir, þau eiga þrjú börn. Jóhann vann hjá Kaupfélag- inu Þór á Hellu á árunum 1963- 68. Þá hóf hann eigin verktak- arekstur við ýmsa jarðvinnslu og vegagerð. Samhliða var hann um tíma sölumaður hjá Globus og var umboðsmaður Al- mennra trygginga. Eftir að hann hætti eigin rekstri árið 1997 vann hann ýmis störf, m.a. við verkstjórn hjá Hitaveitu Rangæinga, var vélavörður hjá Sláturfélagi Suðurlands og við útkeyrslu hjá Sláturhúsinu á Hellu. Frá árinu 2004 vann hann hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar til hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Hann var virkur félagi í Lions- klúbbnum Skyggni á Hellu í um 20 ár. Hann var einn af stofn- félögum Harmonikufélags Rangæinga, starfaði mikið fyrir það síðustu ár og spilaði víða á samkomum um allt land. Útför hans fer fram frá Oddakirkju í dag, 12. mars, kl. 14, jarðsett verður í Árbæj- arkirkjugarði í Holtum. Þórður, þau eiga eina dóttur. 2) Guð- jón, f. 4.5. 1969, sambýliskona hans er Anna Erla Valdi- marsdóttir, f. 13.12. 1973, þeirra börn eru: a) Sóldís Anna, f. 1999, b) Sigurður Heiðar, f. 2003, og Kristbjörg Jóna, f. 2010. 3) Þórunn, f. 18.1. 1971, eiginmaður hennar er Gissur Snorrason, f. 13.1. 1970, þeirra börn eru: a) Aron Rafn, f. 1995, Fannar Gauti, f. 1998, og Ívar Orri, f. 2003. Eftirlifandi eiginkona Jó- hanns er Elsa Þorbjörg Árna- dóttir, f. 6.8. 1946, þau hófu sambúð 2002 og gengu í hjóna- band 1.4. 2011. Foreldrar henn- ar voru Árni Halldórsson, f. 9.3. 1919, d. 21.5. 2011, og Stefánný Níelsdóttir, f. 1.4. 1923, d. 20.8. 2006. Börn Elsu eru: 1) Árný Vaka Jónsdóttir, f. 4.8. 1965, hún á þrjár dætur. 2) Anna Að- alheiður Arnardóttir, f. 6.5. 1967, sambýlismaður hennar er Gísli G. Jónsson, þau eiga fimm Elsku besti pabbi, það er erfitt að kveðja þig. Þú varst okkur svo mikils virði. Þú varst kletturinn okkar sem við gátum alltaf leitað til. Minningarnar þjóta um í hug- anum, um þig, sem við munum geyma sem fjársjóð, og deila með börnum okkar og barnabörnum. Þú varst góður og yndislegur faðir, þó þú virtist kannski hafa haft hrjúft yfirborð út á við, þá vissum við og fundum fjölskyldan sem stóðum þér næst þínar mjúku og yndislegu hliðar. Alltaf gátum við leitað til þín með okkar mál eða fengið hjá þér föðurlegar ráð- leggingar hvernig best væri að snúa sér í hinum ýmsu málum sem upp koma hjá öllum á lífsleið- inni og alltaf fannst þú bestu lausnina og gast ráðlagt okkur hvað best væri að gera. Eftir að ég, Bjarni, lauk minni skólagöngu fór ég að vinna með þér í þínu fyrirtæki, og unnum við saman hlið við hlið í 15 ár. Þótt önnur störf hafi síðan tekið við hjá okkur héldum við áfram alltaf góðu sambandi. Þegar aldurinn færðist yfir hjá þér kom að því að þú varst farinn að leita til okkar með ráðlegging- ar og fá hjálp við hin ýmsu verk- efni sem þú varst að sýsla við og það þótti okkur mjög vænt um. Þú kallaðir það stundum að þú værir að kvabba í okkur, sem það var auðvitað aldrei, heldur bara gleði. Við fundum líka hvað það veitti þér mikla ánægju að koma til okk- ar og hjálpa okkur þegar við vor- um í einhverjum framkvæmdum. Á seinni árum fórst þú að huga æ meir að tónlistinni, spilaðir á harmonikuna með félögum þínum og samdir lög. Þetta veitti þér mikla gleði og ánægju sem gaman var að fylgjast með. Síðan voruð þið Elsa farin að ferðast um á hús- bílnum ykkar um allt land á sumr- in, sem veitti ykkur ekki síður gleði og ánægju. Það verður erfitt framundan að geta ekki hringt, komið í kaffi, far- ið saman í bústaðinn að dytta að, fá þig ekki lengur í heimsókn í vinnuna eða hittast á fjölskyldu- stundum. Þér var umhugað um þitt fólk og að öll börnin ykkar Elsu þekktust og kæmi saman. Við munum vera til taks fyrir Elsu, því hennar missir er mikill eins og okkar allra. Takk fyrir allt, elsku pabbi, sem þú hefur gefið okkur í lífinu. Börnin þín, Bjarni, Guðjón og Þórunn. Það er yfirþyrmandi og óraun- verulegt að setjast niður og reyna að setja á blað nokkrar línur í minningu míns kæra tengdaföður. Við höfum fylgst að í meira en 30 ár eða frá fyrstu kynnum okkar Bjarna þíns. Við höfum alla tíð haft þig í nærumhverfi okkar, okkur til halds og trausts. Ráð- leggingar þínar, hjálp og úrlausn- ir allar, hugsanir og umhyggja hafa alltaf umvafið okkar fjöl- skyldu alla. Þér þótti alltaf mjög vænt um ef við báðum þig um að- stoð, svo gott að geta orðið til gagns eins og þú orðaðir það. Hvort heldur var við viðgerðir ýmiss konar, lappa upp á gamla kerru eða tjaldvagn, lána okkur bústaðinn ykkar, húsbílinn og svo margt annað því vissulega vorum við oft hjálparvana. Ég sagði stundum við þig, hvað það hefði nú verið gott ef Bjarni hefði feng- ið meira af þessu verkviti og fram- kvæmdagleði sem þú alltaf hafðir. Hjá þér voru engin vandamál, bara lausnir. Ég á eftir að sakna heimsókna þinna hingað á Heiðvanginn til okkar Bjarna, án nokkurs erindis því þið voruð ekki bara feðgar heldur líka miklir félagar. Og nú hljóma samræður ykkar um veðr- ið bara notalega í huga mér. Ég var svo oft hissa á hvernig hægt var að ræða eins mikið um veður og þið Bjarni gerðuð. Hvernig veðrið væri búið að vera, hvernig það er og hverju spáði. Það er heldur ekki hægt að minnast þín nema fyrir eyru beri harmoniku- hljóm og ég sé þig fyrir mér, allan á iði, slá taktinn með öllum lík- amanum, skælbrosandi og fullan af fjöri. Þannig ætla ég að muna þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Að lokum þakka ég þér sam- fylgdina elsku Jói. Þín tengdadóttir, Rósa. Elsku afi Jói. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Þú varst alltaf svo fjör- ugur og því var kallið bæði óvænt og ótímabært. Þér var alltaf um- hugað um hagi okkar, varst mjög barngóður, stoltur af fólkinu þínu og varst boðinn og búinn að að- stoða þegar þurfti. Hvort sem það var í vegavinnu hjá Vinnuvélum Jóa Bjarna, á landsmóti harmonikuunnenda, í árlegri grillveislu, á nammirúnti og svo mætti lengi telja þá nutum við nærveru þinnar og hlýju. Þú hvattir okkur til að nota bústaðinn ykkar Elsu og það gerðum við, það var þér svo mikils virði að öll fjölskyldan nyti góðs af honum. Þú varst vinnusamur og greiðvik- inn, vinmargur og alls staðar var fólk sem kannaðist við Jóa Bjarna. Það sem einkenndi þig þó allra mest var harmonikan, dálæti þitt á tónlist og einstök lagni þín við að orða hlutina á góðri ís- lensku. Takk fyrir allt elsku afi Jói, minningarnar munu lifa áfram í hjörtum okkar. Þínar Sunna Björg, Birna Borg, Birta Huld og fjölskyldur. Sorg og reiði hefur heltekið huga minn síðustu daga, enda- lausar spurningar; hvað gengur þér til Guð að taka Jóa okkar til þín núna, svo skyndilega og alltof snemma? Kannski ræður Guð engu um hver fer og hvenær. Ég trúi því samt að þeir sem trúa á hið góða fái stuðning frá almætt- inu til að lifa í kærleika og gefa af sér elsku og umhyggju til sam- ferðafólks. Jói var svo sannarlega einn af þeim sem almættið hefur stutt og nutum við hans nánustu endalausrar gæsku hans og það ber að þakka og þess vil ég minn- ast. Glettið bros, dillandi hlátur, þétt og traust faðmlag er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín elsku Jói, hugulsamur, hjálpsamur með ein- dæmum og svo mikill gleðigjafi. Kletturinn hennar mömmu og okkar allra. Það er ólýsanlega erf- itt að hugsa til þess að geta ekki séð þig aftur eða heyrt röddina þína en ég vona innilega að þú haf- ir fundið fyrir bænum mínum og hvatningu áður en þú kvaddir. Sorgin er mikil og margir eiga erfitt, þitt skarð verður aldrei fyllt, en mikið þakka ég vel fyrir þann tíma sem ég fékk að þekkja þig og eiga að. Elsku Jói, megi all- ar góðar vættir vaka yfir þér, elsku mömmu og okkur öllum sem sakna þín og syrgja. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi) Minning þín mun lifa. Þín Árný Vaka. Elsku Jói. Stundum skil ég alls ekki hvað almættinu gengur til. En í mínum huga er eiginlega nokkuð ljóst að það hafi verið far- ið að vanta vinnufúsar hendur þarna í efra. Ég er búin að vera sorgmædd og reið síðustu dag og spyr mig aftur og aftur af hverju þú núna? En svörin eru fá. Hjálp- samur og vinnufús varstu með eindæmum og bara ef þú fréttir af því að einhvern vantaði aðstoð þá varstu mættur ef þú hafðir tök á. Eitt sumarið þegar þú varst í sumarfríi og fréttir af því að Gísla vantaði að manna flutningabílinn í nokkrar vikur þá sagðir þú „ég kem“ og ekki þýddi neitt að malda í móinn með það að þú værir nú í sumarfríi og ættir að njóta þess, en þú hélst því fram að það væri nægur tími seinna til að liggja með tærnar upp í loft. Þannig að þú mættir niður í Þorlákshöfn á hverjum degi, keyrðir flutninga- bílinn í bæinn og til baka og keyrðir svo upp í Gunnarsholt til mömmu og taldir það ekki eftir þér. Þú fréttir af því að ég ætti í vandræðum með að hengja upp myndir og dót þegar við fluttum til Þorlákshafnar og Gísli að vinna úti á landi, þá mættir þú með bor- vélina og græjaðir það fyrir mig. Ótal ferðir með afa- og ömmu- prinsessuna milli Hellu og Þor- lákshafnar þegar hún var að koma í heimsókn til ykkar og stundum var jeppinn stútfullur af prins- essudóti því ekki mátti skilja neitt eftir sem hugsanlega væri hægt að nota í afa- og ömmubæ. Eitt sinn komstu með harmon- ikkuna og spilaðir undir í afmæl- inu hennar því hana langaði að hafa undirspil í afmælissöngnum. Enda er hér lítil afastelpa sem saknar þín óskaplega mikið og við hin líka. En nú verðum við dugleg að rifja upp góðar og skemmtileg- ar minningar með henni um afa og allt sem hann gat og gerði fyrir hana og okkur, lagaði dúkkuna þegar hún handleggsbrotnaði og ekki einu sinni heldur tvisvar og í seinna skiptið þá sagði sú stutta við frænku sína sem braut hand- legginn á dúkkunni: „Þetta er allt í lagi, hann afi minn á Hellu kann að laga hana!“ Svoleiðis var það; alltaf hægt að treysta á afa þegar eitthvað þurfti lagfæringar við. Mér finnst við mikið rík að hafa fengið að kynnast og eiga með þér þessi síðustu ár í lífi þínu. Elsku Jói, þú komst svo sann- arlega fram við okkur systkinin, maka okkar og börn sem við vær- um þitt eigið hold og blóð, enda- laus gæska í okkar garð verður seint þökkuð. Allar minningar mínar um samverustundir okkar mun ég geyma í hjarta mínu og rifja upp um ókomna tíð. Við mun- um hugsa vel um mömmu og við vitum líka að hún á góða að á Hellu sem eru búnir að halda vel utan um hana síðustu daga og munu gera áfram. Megi allar góðar vættir vaka yfir okkur öllum sem söknum þín. Hvíl í friði. Þín Anna Aðalheiður. Elskulegur bróðir minn Jó- hann Bjarnason lést 28. febrúar sl. Hann fæddist á Árbakka í Landsveit 18. apríl 1942. Þar ólst hann upp við leik og störf. Man ég bústinn dreng sem vappaði um hlaðvarpann. Hans góði leikfélagi í æsku var Sigrún systir okkar. Þegar þau komust á unglingsárin fóru þau spila á harmonikur og léku oft fyrir dansi. Bæði sömdu þau lög og störfuðu með UMF Merkihvoli. Nú eru þau bæði lát- in. Með harmonikufélagi Rang- æinga átti Jóhann margar góðar stundir og var þar formaður í mörg ár. Þá var hann lengi félagi í Lionsklúbbnum Skyggni. Verk- taki var hann og starfaði sjálf- stætt lengst af, en síðustu árin vann hann hjá Landgræðslunni í Gunnarsholti. Það var gott að leita til Jóhanns ef maður þurfti einhvers með. Eftir að hann hætti störfum vegna aldurs hjálpaði hann til við kornrækt sér til mikillar ánægju. Hann kunni betur við að hafa eitt- hvað fyrir stafni, enda ósérhlífinn og duglegur. Næstum alla ævi átti hann heima nálægt Ytri-Rangá, fyrst á Árbakka og um 50 ár á Hellu. Ég þakka ástkærum bróður samfylgdina og bið Guð að styrkja eftirlifandi eiginkonu og börnin hans öll. Guð blessi minningu þína elsku bróðir minn. Guðríður Bjarnadóttir. Kær félagi og samstarfsmaður er fallinn frá, að mér finnst langt um aldur fram. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg 55 ára sam- skipta okkar Jóhanns, eða Jóa Bjarna eins og ég nefndi hann ætíð, eins og svo margir aðrir. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir áratuga vinsamleg samskipti og heilladrjúgt sam- starf. Jói Bjarna var vaxinn upp í jarðvegi landbúnaðarins, því hann var fæddur og alinn upp í sveit og kominn af góðu, traustu og heið- virðu bændafólki. Fyrstu minn- ingar mínar um Jóa eru frá þeim tíma er ég var sumarstrákur í Gunnarsholti. Þá kynntist ég lít- illega strákpeyja sem var búinn að fá lánaða, til að eignast síðar, hvíta David Brown-dráttarvél ásamt jarðtætara og var í farand- vinnu við jarðvinnslu fyrir bænd- ur og Sandgræðsluna. Mér fannst hann áræðinn og taldi hann vinna allan sólarhringinn. Aðstæður þá voru gjörólíkar því sem við þekkj- um í dag. Við landbúnaðarstörfin var unnið myrkranna á milli, sér- staklega á vorin og oft sá ekki út úr augum fyrir moldfoki á Rang- árvöllum, en áfram var haldið við að rækta landið. Þegar ég hugsa til Jóa kemur fyrst upp í hugann óþrjótandi eljusemi hans. Það hefur löngum verið gæfa Landgræðslunnar að hafa í þjónustu sinni ósérhlífna og trúa starfsmenn. Þar hefur verið að verki sú framvarðasveit sem ótrauð axlaði erfiði og baráttu við óblíð náttúruöfl og lagði grunn að betra og fegurra Íslandi. Jói kom til starfa hjá Sandgræðslunni þegar mikið lá við, bæði haust og vor, og við unnum t.d. saman við kornuppskeru haustin 1961 og 62. Þá var unnið sleitulaust meðan þurrt var og fleygt sér þegar rigndi. Þegar ég axlaði svo mitt núverandi starf, snemma á átt- unda áratugnum, reyndi ég mikið að ráða Jóa til að gegna ráðs- mannstörfum á stórbýlinu í Gunn- arsholti. Engan vissi ég þá sem ég treysti betur til þeirra verka. En forlögin höguðu því þannig að ára- tugir liðu áður en hann kom aftur til starfa í Gunnarsholti þar sem hann starfaði síðustu starfsæviár- in til sjötugs. Þá lagði hann gjörva hönd á plóginn við fjölbreytt land- græðslustörf eins og sáningar, melskurð, girðingarvinnu, fræ- uppskeru, jarðvinnslu og margt fleira. Alls staðar var hann jafn- vígur og hörkuduglegur til allra verka. Samstarfsfólk hans í Gunn- arsholti minnist hans fyrir kraft- inn og orkuna sem geislaði af hon- um, hvar sem hann fór. Það var heiður fyrir Landgræðsluna að hafa hann í þjónustu sinni. Jói kom til dyranna nákvæm- lega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust. Jói var hvers manns hugljúfi og kom sér afar vel hvar sem hann fór. Hann var svo sannarlega samur við háa sem lága. Að leið- arlokum er mér efst í huga sökn- uður og þakklæti fyrir áralangt samstarf, drengskap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Kveðja frá Landgræðslu ríkisins. Sveinn Runólfsson. Horfinn er af heimi einn eftir- minnilegasti samferðamaður, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Að kveldi hins 31. janúar sl. hringdi móðir mín í mig og sagði mér lát Jóa Bjarna, vinar okkar á Ægis- síðu til margra áratuga. Mér brá að vonum illa við þessa frétt, enda stutt síðan ég hitti Jóa á förnum vegi, glaðan og reifan, með spaugsyrði á vörum eins og hon- um var tamt. Ég minnist hans fyrst, þegar ég var enn á barns- aldri, en hann var tíður gestur á heimili foreldra minna og milli hans og föður míns var náin vin- átta, sem entist alla tíð, meðan þeir báðir lifðu. Fermingarárið mitt bauð Jói mér sumarvinnu í litlu jarðverktakafyrirtæki, sem hann hafði nýlega stofnað. Ég var mjög upp með mér af þessu, því það var ekki algengt að sveitap- jakkar á þessum aldri ættu þess kost að komast í launavinnu. Sum- arið það var fljótt að líða í hópi skemmtilegra vinnufélaga. Enda fór það svo að sumrin hjá Jóa Bjarna urðu mun fleiri. Fyrst í stað voru vinnutæki mín af léttara taginu, eins og gafflar og skóflur og ég varð að láta mér nægja að horfa á stóru strákana hendast um á traktorunum. Síðar kom svo að því að mér var treyst fyrir ein- um slíkum með jarðtætara aftan í. Jói var um tíma með þrjá slíka í umferð og vann flög og nýræktir um alla sýsluna, enda ekki al- gengt í þá daga að bændur ættu slík tæki eins og síðar varð. Við tætarapeyjarnir lentum í ýmsum ævintýrum á ferðum okkar um héraðið eins og gengur. Unnir Jóhann Bjarnason Við eigum minningar um brosiðbjarta, lífsgleði og marga góða stund, um mann sem átti gott og göfugt hjarta sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir) Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar og Guð blessi minningu þína. Þín barnabörn, Aron Rafn, Fannar Gauti, Ívar Orri, Sóldís Anna, Sigurður Heiðar og Kristbjörg Jóna. Ástkær fósturmóðir mín, systir og frænka, MAGNEA S. MAGNÚSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Hömrum, áður Lágholti 4, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 9. mars. Jarðarförin auglýst síðar. . Jakob Þór Haraldsson, Elísabet S. Magnúsdóttir, Elísabet M. Kristbergsdóttir, Halldóra Kristbergsdóttir, Magnús G. Kristbergsson, Ólafur Pálsson, Gunnar Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.