Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2015 Þjónusta VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hlíðasmára 14 | S: 588 2122 www.eltak.is Ýmislegt Palacký University í Olomouc í Tékklandi heldur inntökupróf í tannlæknisfræði og læknisfræði 20. maí nk. í Reykjavík. Við útskrift frá skólanum fá nemendur full starfsréttindi í EB og EEA. Einnig í flestum öðrum löndum. Olomouc er 110 þúsund manna háskólabær í austurhluta Tékklands. 20.000 nemar eru í ýmsum fögum í Palacký University. www.medicineinolomouc.com og www.upol.cz Uppl. í s. 5444333 og s. 8201071 kaldasel@islandia.is Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 Síðan 1956 Mikið úrval • Margir litir Áður Nú 70x100 9.995 7.995 70x150 15.900 12.900 70x200 19.900 15.900 Plastmottur Ný sending Ný munstur Tilboð             !!"#$          Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Litir: grænt og ljósbrúnt. Verð: 22.300. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Verð: 17.900. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 36-40. Verð: 22.500. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 36-41 Verð: 19.985. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 27-42. Verð: 17.785. Vandaðir dömuskór úr mjúku leðri, fóðraðir. Stærðir: 37-42 Verð: 17.785. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílar NÝR RAFMAGNSBÍLL NISSAN LEAF TEKNA Árg.2015,lúxus útfærsla - leður, bakkmyndavél ofl, sjálfskiptur. Er á staðnum. Verð 4.590.000. Rnr.126469. Bílalíf - Bílasala Sími 562 1717 Smáauglýsingar 569 1100 Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Málarar Viðhalds- og málningarvinna Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð góð umgengni. Tilboð/ tímavinna. Lítið Mál ehf. Sigurður GSM: 896 5758, malid@internet.is. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is ✝ TheódóraSverrisdóttir Thoroddsen fædd- ist á Akureyri 27. október 1929. Hún lést 10. febrúar 2015. Foreldrar Theó- dóru voru Sverrir Skúlason Thorodd- sen, f. 1904, d. 1982, og kona hans Helga Laufey Eyj- ólfsdóttir, f. 1905, d. 1983. Theódóra var næstelsta barn þeirra hjóna. Systkini hennar eru Katrín, f. 1928, d. 2012, Guðmundur Hrafn, f. 1936, d. sama ár, Guðmundur Hrafn, f. 1937, Kristín Ólína, f. 1940, d. 2013 og Helga Ragnhildur, f. 1944. Eiginmaður Theódóru var Gísli Halldórsson, f. 1927, d. 1998. Börn þeirra eru: 1. Theó- dóra, f. 1950, maki Matthías Halldórsson. Dóttir þeirra er Theódóra, f. 1979, maki Atli Rúnar Sigurþórsson. Dóttir þeirra er Arney Lilja Atladóttir, f. 2013. 2. Halldór, f. 1952, d. 2013. Hann kvæntist Steinunni Þórarinsdóttur, f. 1955. Þau skildu. Hann kvæntist Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, f. 1956. Þau skildu. Börn þeirra eru Björn, f. 1983, og Valgerður, f. 1985. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Sóley Stefánsdóttir, f. 1973. Sonur hennar frá fyrra sambandi er Andri Sigurður Haraldsson, f. 1997. 3. Sverrir, f. 1957, maki Kristbjörg María Bl. Birg- isdóttir. Synir þeirra eru Gísli, f. 1983, og Ragnar, f. 1989. Börn Gísla eru Tori Lynn, f. 2005 og Brandur Óli, f. 2007. Sambýliskona Ragnars er Halla Victorsdóttir, f. 1989. Útför Theódóru hefur farið fram. Amma Dóda er dáin. Svo einstakur karakter var hún að ég get ekki annað en skrifað nokkur orð til minningar um hana. Amma lét nú ekkert sérstaklega mikið með mig þeg- ar ég var lítil. Ég á langflestar minningarnar af mér með afa að sýsla í skúrnum, í leikhúsinu eða að borða sviðasultu undir notalegu barði. Við amma urð- um góðar vinkonur þegar ég var orðin stálpaðri og frá þeim tíma og fram á fullorðinsár á ég margar góðar minningar af samverustundum okkar. Dýrmætustu stundirnar okk- ar ömmu tengjast ferðalögum um Ísland og til útlanda. Mikið er ég heppin að hafa erft ferða- bakteríuna frá ömmu Dódu og afa Gísla. Amma bauð mér oft með í ferðir með gönguhópnum sínum, Náttúrufræðifélagi Ís- lands eða öðrum góðum félags- skap. Þar kviknaði meðal ann- ars áhugi minn á náttúrufræði, sem ég hef svo lifað og hrærst í. Þeir eru ófáir skálarnir á há- lendi Íslands sem við amma höf- um heimsótt saman. Ég minnist þó sérstaklega vikunnar sem við dvöldum í tjaldi í Vík í Mýrdal í slagveðursrigningu og hávaða- roki að gæða okkur á geimfara- fæðinu sem amma tók með í nesti (hrökkbrauð og kæfu í túpum) og soðnu vatni með viskílögg og kandís fyrir hátt- inn. Á meðan naut restin af ferðahópnum lífsins á hótelher- bergjum í nágrenninu. Ekki leiddist okkur ömmu þó vistin því svona vildum við hafa þetta. Þar átti sannarlega við hið sí- endurtekna orðatiltæki ömmu Dódu: „Það er alltaf eitthvað veður“. Það eru mörg orðatiltækin sem munu lifa áfram eftir að amma Dóda hefur kvatt. Þar á meðal má nefna: „Bara nógu mikið vesen“ og „það þýðir ekki að bjóða mér neitt, ég þigg allt“. Það er einmitt þetta hugarfar sem varð kveikjan að enn fleiri ferðalögum okkar Theódóranna. Hvort sem ég bjó í Hrauneyj- um, Búrfelli, Húsavík eða Eng- landi. Amma kom í heimsókn. Hún vílaði til dæmis ekki fyrir sér að rúnta með mér til Ak- ureyrar einn góðan veðurdag og fljúga svo beinustu leið heim. Amma var nefnilega ekki mikið fyrir að dvelja lengi á sama stað, hvað þá að tala löngum stundum í símann. Ég gleymi því ekki þegar hún hljóp með símtólið til afa eins og lífið væri að leysa svo hún þyrfti nú ekki að spjalla of lengi við manneskjuna á hinum endan- um. Mér skilst á vinkonum mín- um að ég hafi að einhverju leyti erft þennan æðibunugang. Ég hef oft hugsað: „ó nei, ég er orð- in eins og amma Dóda“. En þeg- ar ég hugsa til baka, til þess- arar skemmtilegu konu sem kenndi mér svo margt og hafði svo mótandi áhrif á mig, þá er það svo sannarlega ekki leiðum að líkjast. Theódóra Matthíasdóttir (Theó). Theódóra Thoroddsen Elsku amma í sveitinni. Það er alltaf sárt að kveðja en ég er þakklát fyrir hvað þú áttir langt og gott líf og fékkst að fara eftir stutt veik- indi. Þú gafst mér margt og varst einstök í alla staði. Seinasti dagurinn sem við áttum saman á spítalanum, áður en þú veiktist meira, var mér dýrmætur. Þú spjallaðir við bumbubúann okkar og áttir skemmtilega stund með litlu skottunni okkar, Valey Rún, sem klifraði upp í rúm til þín og lagðist hjá þér. Seinustu jól eru mér líka of- Guðrún Jónsdóttir ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist 26. desember 1923. Hún lést 18. febr- úar 2015. Útför Guðrúnar fór fram 27. febrúar 2015. arlega í huga. Ég er glöð að þú treystir þér í sveit- ina og áttir með okkur yndislegt að- fangadagskvöld. Ég heyrði það líka á þér hversu ánægð þú varst með kvöldið, ánægð að geta eytt jólunum heima. Ég á alltaf eftir að minnast þess hversu gott var að koma í sveitina til þín. Við sungum, lékum okkur, bökuð- um, elduðum, töluðum við blóm- álfana í gróðurhúsinu, vökvuð- um rósirnar og gæddum okkur á vínberjum beint af trénu á haustin. Þú skildir eftir gott hjarta í húsinu okkar og það er ánægju- legt að halda uppi minningu þinni með rósunum og vínberja- trénu í gróðurhúsinu. Eyrún Jóna Reynisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.