Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2015, Blaðsíða 1
Í febrúar síðastliðnum varð kúvend- ing í kynjahlutföllum í málum tengd- um þjófnaði hér á landi. Alla jafna eru karlar í meirihluta þeirra sem teknir eru fyrir þjófnað eða um 60 prósent karla á móti 40 prósentum kvenna. Í nýjustu Afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra má sjá kynja- hlutföll í þjófnaði síðustu tólf mán- uðina en konur voru í meirihluta í af- brotum tengdum þjófnaði í febrúarmánuði. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og sérfræðingur í af- brotafræðum við Háskóla Íslands, segir þessar breytingar á kynja- hlutföllum vera mjög áhugaverðar en þær megi án efa rekja til breyttr- ar hegðunar hjá körlum. Hann segir að atferli karla hafi tekið hraðari breytingum hvað afbrot varðar en konur standi í stað. Eftir sem áður verma karlmenn efstu sætin í fjölda alvarlegri brota hér á landi og einnig víða annars staðar. Ein ástæða er til dæmis sú að karlmenn eru oftar í stöðu þar sem þeir telja sig komast upp með alvar- lega glæpi á borð við auðgunarbrot. Þeir eru oftar viðriðnir ofbeldis- glæpi og stærri auðgunarbrot en konur. Mun fleiri karlmenn eru í fangelsum en konur og segir Helgi að konur séu að jafnaði um 6-8% fanga. »15 Fleiri kon- ur stela en karlar  Sérkennileg breyt- ing á kynjahlutföllum Klefi Konur eru 6-8 prósent fanga. Málsvarnarlaunin og þóknanirnar renna eingöngu til verjenda í saka- málum bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Starfsmenn ákæruvalds- ins fá ekki þessar greiðslur. „Þetta eru málsvarnarlaun, sem þýðir að þeir sem eru verjendur í opinberum málum þ.e.a.s. í saka- málum fá þetta greitt en ríkið á síðan endurkröfurétt á hendur þeim sem eru sakfelldir, ef þeir eru borgunarmenn fyrir því,“segir Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands. Endurkröfuréttur á sakfellda MÁLSVARNARLAUN OG ÞÓKNANIR VERJENDA Í SAKAMÁLUM Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  70. tölublað  103. árgangur  EDDIE IZZARD KEMUR TIL ÍSLANDS ÞOTUBÍLL Á BRAUTINNI Í SUMAR MIKIL FJÖL- BREYTNI Á FYRSTA KVÖLDI BÍLAR MÚSÍKTILRAUNIR 38VIRTUR OG VINSÆLL 41  Eftir því sem lengur er beðið með viðhald vega, þeim mun kostnaðarsamari verður aðgerðin. Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundi um- hverfis- og sam- göngunefndar í gær um ástand gatnakerfisins. Vegna niður- skurðar hefur gatnakerfinu ekki verið haldið við sem skyldi síðustu árin og nú stefnir í rándýra fram- kvæmd sem þegar hafa verið lagð- ar tæpar 900 milljónir í. Kostnaðarsamur niðurskurður Vegir Mikið fjár- magn þarf í viðhald.  Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir sviptingar í íslenskum stjórnmálum á síðustu misserum hafa þrengt að Samfylkingunni og sóknarfærum hennar. „Haldi aðrir flokkar í kringum miðjuna áfram umtalsverðu fylgi verður erfitt fyrir Samfylkingu að ná 25-30%, eins og hún gerði 1999- 2009. Síðustu áratugi hefur fylgi ungs fólks við stjórnmálaflokka gjarnan breyst milli kosninga – þeir eru venjulega hreyfanlegustu kjós- endurnir,“ segir Ólafur. Spurður hvað skýri undirölduna í íslensku samfélagi – og að Píratar skuli nú mælast stærsti stjórnmála- flokkur landsins – segir Ólafur að enn sé uppi pólitísk og félagsleg kreppa eftir hrunið. Fjallað er um sviptingar í stjórnmálum síðustu ár í Morgunblaðinu í dag. »16 Umrótið í íslenskum stjórnmálum gerir Samfylkingu erfitt fyrir að ná fyrri styrk Morgunblaðið/Ómar Alþingishúsið Mikið umbrotaskeið hefur verið í stjórnmálunum frá árinu 2009. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Málsvarnarlaun og þóknanir verj- enda og réttargæslumanna í saka- málum hafa verið hækkuð með ákvörðun dómstólaráðs. Þetta kemur fram í tilkynningu dómstólaráðs um viðmiðunarreglur fyrir héraðsdóm- stólana, sem birt var í lok janúar sl. Tímakaup verjenda hækkar úr 10 þúsund kr. í 16.500 kr. eða um 65% og tekið er fram í reglunum að máls- varnarlaunin skuli aldrei vera lægri en 78.000 kr., sem er hækkun úr 46.700 kr. Þá hækkar lágmarksþókn- un verjenda og réttargæslumanna fyrir að mæta við fyrirtöku hjá lög- reglu eða dómara úr 20.000 kr. í 52.000 kr., sem er um 160% hækkun. Standi fyrirtaka lengur en í tvær klukkustundir greiðist hver byrjuð klukkustund fram yfir það með 16.500 kr. samkvæmt viðmiðunar- reglum dómstólaráðs. Þessar fjárhæðir hafa verið óbreyttar í mörg ár og hafa lögmenn lengi talið knýjandi þörf á að þær verði leiðréttar að sögn Ingimars Ingasonar, framkvæmdastjóra Lög- mannafélags Íslands. Að sögn hans stóð til að hækka tímagjaldið fyrir all- mörgum árum en í kjölfar hrunsins gekk það ekki eftir og voru þessar fjárhæðir lækkaðar árið 2009 með reglugerð sem þáverandi innanríkis- ráðherra setti. ,,Þetta hefur verið óbreytt frá þeim tíma eða þar til núna,“ segir hann. „Þetta er margra ára leiðrétting sem er að koma þarna í einum pakka,“ segir hann. Ingimar segist gera ráð fyrir að þarna sé uppreiknuð hækkunarþörf leiðrétt fyrir allt þetta tímabil. Lög- menn hafa margítrekað bæði við ráðuneytið á sínum tíma og með ábendingum til dómstólaráðs að eðli- legt væri að leiðrétta þessar fjárhæð- ir að sögn Ingimars. Reglugerðin sem ráðherra setti árið 2009 var felld úr gildi í fyrra og síðan þá hefur dóm- stólaráð farið með vald til að ákveða viðmiðunarreglurnar og fjárhæðirnar sem nú hefur verið gert. 65% hækkun málsvarnar- launa verjenda  Dómstólaráð hækkar málsvarnarlaun verjenda  ,,Margra ára leiðrétting“ MHækkað í samræmi »2 Gærdagurinn heilsaði höfuðborgarbúum með sólargeislum og þá var vind- ur lítill. Margir stukku til og sóttu hjólin í geymsluna, settu buffið á höfuðið og hjálminn á. Brunuðu út í blíðviðrið með aukahlut sem hefur ekki verið algengur að undanförnu, sólgleraugun. Í dag er spáð slyddu eða rigningu á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, hvössustu við sjávarsíðuna. Morgunblaðið/Kristinn Stormað yfir stífluna í logni Reiðhjólin komin úr geymslum  Fundur hverfisráðs Laugardals og íbúasamtaka Laugardals um for- tíð, nútíð og framtíð hverfisins var haldinn í gærkvöldi. Fundurinn var fjölsóttur og voru fjörugar pall- borðsumræður að framsögum lokn- um, að sögn Sigurðar Þórðarsonar, varaáheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallavina, sem sat fundinn. „Flestir fundarmenn voru sammála um það að fyrst og fremst ætti dal- urinn að nýtast til útivistar og íþrótta,“ sagði Sigurður og bætti við að stíga yrði varlega til jarðar. Mikil umræða skapaðist einnig um áætlaða byggð norðan við Suð- urlandsbraut sem talin er breyta ásýnd dalsins og framtíðarnotum hans töluvert, að mati Björns Jóns Bragasonar sagnfræðings, eins framsögumanna fundarins. »6 Íbúar Laugardals funduðu um fortíð, nútíð og framtíð hverfisins Morgunblaðið/Kristinn Framtíð Íbúar og aðrir áhugamenn um Laugardalinn fjölmenntu á fundinn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.