Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 4

Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdastjóri Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi telur að flugklasinn Air 66N þurfi að lág- marki 200 milljónir til að markaðs- setja Norðurland fyrir erlendar ferðaskrifstofur og veita flugfélög- um sem vilji hefja flug til Akureyr- ar markaðsstyrki. Ef þetta verði ekki gert þurfi menn að bíða þol- inmóðir eftir árangri í framtíðinni. Unnið er að því að hleypa nýju lífi í flugklasann Air 66N á Norð- urlandi. Ráðinn hefur verið starfs- maður sem helgar sig verkefninu. Klasinn stefnir að því að fá reglulegt millilandaflug um Akur- eyrarvöll allt árið til þess að beina erlendum ferðamönnum beint inn á svæðið. Unnið hefur verið að þessu verkefni í nokkur ár án þess að mikill árangur hafi náðst, að sögn Arnheiðar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi sem haft hefur umsjón með flugklasanum. „Við erum að halda starfinu áfram með því að markaðssetja svæðið fyrir flugfélög og á sama tíma að byggja upp innviði svæð- isins svo við getum verið tilbúin,“ segir hún. Ýmislegt þarf að gera, að mati Arnheiðar, svo unnt verði að taka á móti ferðafólki allt árið. Eitt er að tryggja að ferðafólk komist að helstu náttúruperlum Norður- lands. „Það þarf að breyta áherslum í markaðssetningu landsins í heild. Dreifa ferðafólki meira um landið og fylgja eftir fögrum orðum. Við viljum að ríkið sjái að það eru hagsmunir fyrir landið allt að opn- uð sé ný gátt inn í landið. Litið verði á það sem krísuástand að fjölgun ferðamanna til landsins skili sér ekki til Norður- og Aust- urlands. Setja þarf peninga í að laga það, með aukinni markaðs- setningu og framlagi í sjóð sem ætlaður er til stuðnings við mark- aðsstarf flugfélaga sem eru að hefja flug til nýrra áfangastaða.“ Opna þarf nýja gátt inn í landið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Flugvöllurinn getur annað 5-7 meðalstórum millilandavélum á viku.  Fjölgun ferðamanna skilar sér ekki til Norður- og Austurlands  Flugklasinn á Air 66N vill aukið fé til markaðssetningar og til stuðnings við flugfélög sem vilja hefja millilandaflug til Akureyrar Færeyska trúboðsskipið Juvel II mun heimsækja hafnir á Austur- landi dagana 2.-12. maí næstkom- andi. Skipið fer í sumar til Græn- lands þar sem það mun sigla á milli hafna, líkt og undanfarin sjö sum- ur. Skipið hefur einnig farið til Hjaltlands, Suðureyja og Orkneyja. Jógvan Purkhús er tengiliður skipsins hér á landi og verður túlk- ur í heimsókninni. Hann sagði að um borð yrðu um 14 manns, karlar og konur. Flest eiga þau forfeður sem veiddu fisk við Austurland. Fólkið er úr Bræðrasöfnuðinum, fjölmennu kristnu trúfélagi í Fær- eyjum. Það er systursöfnuður Sjónarhæðarsafnaðarins hér á landi sem m.a. rekur sumarbúð- irnar á Ástjörn í Kelduhverfi. Juvel II var áður danskt varð- skip. Þegar það var boðið til sölu keypti hópur Færeyinga skipið og breytti því í trúboðsskip. Það er um 160- 170 tonn að stærð og rúmar 14 manna áhöfn. „Juvel II kemur til Hafnar í Hornafirði laugardaginn 2. maí. Það er eini staðurinn þar sem skip- ið verður í tvo daga,“ sagði Jógvan. Þaðan verður siglt til Djúpavogs og svo áfram til Breiðdalsvíkur, Stöðv- arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Reyð- arfjarðar, Eskifjarðar, Neskaup- staðar og Seyðisfjarðar ef veður og aðstæður leyfa. Færeyskt trúboðsskip til Austfjarða Juvel II kemur hingað til lands í maí og siglir við Grænland í sumar Jógvan sagði að búið væri að undirbúa móttökuathöfn á hverjum stað þar sem skipið og áhöfnin verða boðin velkomin. Fólki á hverjum stað verður boðið um borð þar sem sýndar verða myndir frá Færeyjum og Grænlandi. Einnig verður færeysk menning kynnt. Börn sem heimsækja skipið verða leyst út með færeyskri bókagjöf. Áhöfnin mun halda samkomu í kirkju eða samkomuhúsi á hverjum stað. Í áhöfninni verða hljóðfæra- leikarar og munu þeir leika á gít- ara og harmónikkur undir almenn- um söng á færeysku og íslensku. Þá munu ræðumenn úr áhöfninni tala á samkomunum. gudni@mbl.is Juvel II Skipið var áður danskt varðskip. Þegar það var selt keypti hópur Færeyinga skipið og breytti í trúboðsskip. Alls óvíst er hvort stórtónleikar á borð við þá þegar Justin Timberlake kom til landsins í fyrra, verði í ár að sögn Ísleifs Þór- hallssonar, mark- aðsstjóra Senu. „Við erum samt alltaf að tala við umboðsmenn, alveg stanslaust, en í 90% tilvika verður ekkert úr samn- ingum,“ segir Ísleifur. Hann segir að afskaplega margt þurfi að smella saman svo hægt sé að fá listamann af slíkri stærð- argráðu til Íslands. Hann segir þó ekkert skorta á að áhugi sé fyrir hendi hjá listamönnunum. „Það eru allir tilbúnir að koma til Íslands, en það þarf að láta dæmið ganga upp fjárhagslega og við þurfum að vera tilbúin að borga það verð sem sett er upp en það er ekkert alltaf sem Ísland ræður við það. Þetta gekk með Justin Timberlake, en við get- um ekki borgað slíkar upphæðir fyrir hvern sem er. Þetta er svaka- leg áhætta sem þarf að taka,“ segir Ísleifur. Óvíst með aðra stór- tónleika  Vantar ekki upp á áhuga listamanna JT Justin Timber- lake vakti lukku. Það háir markaðssetningu nýrra áfangastaða að Akureyrar- flugvöllur og Egilsstaða- flugvöllur eru ekki reknir í hagn- aðarskyni eins og Keflavíkur- flugvöllur. Þeir eru reknir samkvæmt þjónustusamningi Isavia við innanríkisráðuneytið og í þeim er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til markaðs- starfs. Ríkið þarf að breyta skil- greiningu sinni, að mati Arn- heiðar, svo hægt sé að leggja meiri áherslu á verkefnið. Ný skilgreining BREYTINGA ÞÖRF Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Við sem búum hérna á þessum að- alferðamannastöðum höfum mikinn skilning á fjölgun ferðamanna í gegnum árin en það er bara enginn að gera neitt í þessu,“ segir íbúi í Bláskógabyggð um mikinn ágang ferðamanna á svæðinu og hve lítið hafi verið gert af hálfu sveitarfé- lagsins til að koma til móts við íbúa svæðisins. Tekur hann sérstaklega fram að umferð þyrlna á leið með ferðamenn í útsýnisflug eða upp á hálendi sé stöðug yfir húsi sínu og nærliggjandi býlum sem valdi truflun bæði á dag- legu lífi og búskapnum „Þær eru að koma þéttar og neðar, það neðarlega að maður sér flugmanninn,“ segir íbúinn. Við vitum ekki hvar þær lenda eða hvort þyrlupallar séu til staðar sem leyfi sé fyrir,“ segir hann og bætir við að eðlilegra væri ef mál af þessu tagi væru tekin fyrir í sveit- arstjórninni og rædd við íbúana. Afkoma margra á svæðinu bygg- ist á búskap og hefur þessi öra fjölg- un ferðamanna áhrif á búreksturinn. „Umferðin er til dæmis svo þétt og þung að það er gríðarlega hættulegt að reka féð yfir veginn. Það er bara upp á líf og dauða,“ segir íbúinn og að beðið hafi verið um rör undir veg- inn til að koma til móts við þessar þarfir en ekkert hafi enn gerst. „Þetta eru ekki stór mál en þau hafa mikil áhrif á líf okkar hér.“ Verður tekið til greina Helgi Kjartansson, oddviti Blá- skógabyggðar, segir það hlutverk löggjafans að setja reglur um lend- ingarstaði þyrlna og flug þeirra. Bætir hann við að verið sé að vinna að aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem þessi mál verði tekin til skoð- unar þannig að allir aðilar geti lifað saman í sátt og samlyndi. Segir hann sveitarfélagið vera mjög meðvitað um málið og í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það þarf bara að marka ákveðna stefnu í þessum málum því fjölgun ferða- manna eykst stöðugt og það þurfa sömu reglur að gilda fyrir alla alls staðar,“ segir Helgi. Sönnunarstaðan erfið Páll S. Pálsson, framkvæmdar- stjóri flugsviðs hjá Samgöngustofu, segir aðspurður að þyrlur megi ekki fljúga neðar en 500 fet, rúmlega 150 metra, utan þéttbýlissvæða en 1.000 fet yfir þéttbýli. Fari menn á svig við þær reglur er að finna refsiákvæði í lögum um loftferðir sem taka á slík- um brotum. „Sönnunarstaðan er hins vegar mjög erfið í slíkum kæru- málum,“ bætir hann við. Varðandi lendingar þyrlna utan flugvalla segir hann ekkert banna þær svo lengi sem svæðið sé nothæft til lendinga og landeigendur heimili þær. Tíð þyrluflug með ferðamenn trufla íbúana  Vill að komið sé til móts við íbúa vegna fjölgunar ferðamanna Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Mikil fjölgun ferðamanna hefur áhrif á umhverfi sitt og íbúa landsins. Íbúi Bláskógabyggðar vill að sveitarfélagið taki mið af því. Páll S. Pálsson Helgi Kjartansson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.