Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 11
Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Ekki missa af áhugaverðum þætti um
uppgang í verslun við bændur sem
spáð er miklum vexti á næstu árum
ATVINNULÍFIÐ
Uppgangur
og tækifæri í
landbúnaði
í þættinum Atvinnulífið
sem er á dagskrá Hringbrautar
kl. 21.00 í kvöld
Heimsókn til Jötunn véla á
Selfossi, Akureyri og Garðabæ
• Ör vöxtur í starfsemi lítils fyrirtækis
á landsbyggðinni
• Áhugaverð starfsmannastefna
sem vakið hefur athygli
• Hvernig er að aka dráttarvél af nýjustu gerð?
• Heimsókn að Móheiðarhvoli á Rangárvöllum
Á dagskrá
Hringbrautar
í kvöld kl. 21.00
tónlistarstjóri er Stefán Steinar
Jónsson og ljósateyminu stjórnar Jó-
hanna Ása Einarsdóttir.
Leikarahópurinn samanstendur
af 35 manns á aldrinum 15-75 ára.
Þegar leikararnir fóru í gegnum
prufur höfðu þeir ekki hugmynd um
hvaða leikrit yrði sett upp því þau
höfðu ekki fengið handrit í hend-
urnar. „Það var mjög skemmtilegt og
kom vel út, leikstjórinn var í skýj-
unum með hópinn og pössuðu allir vel
í hlutverkin sín því breiddin er svo
mikil,“ segir Steingrímur.
Bættu við sönglögum
Þó nokkuð af sönglögum er í
leikritinu en Ísfirðingarnir gerðu sér
lítið fyrir og bættu við nokkrum lög-
um til viðbótar. Það fellur vel að
áhugasviði Steingríms en hann kom
upphaflega inn í Litla leikklúbbinn í
gegnum tónlistina árið 2011. Hann
söng einsöng í verkinu „Vegir liggja
til allra átta“ með tónlist systkinanna
Villa Vill og Elly, leikstjóri var Elfar
Logi Hannesson og Guðmundur
Hjaltason var tónlistarstjóri.
„Ég féll alveg fyrir leiklistar-
stússinu, stressinu og gleðinni sem
fylgir þessu,“ segir Steingrímur en
hann hefur verið í stjórn félagsins frá
árinu 2011. „Við höfum einbeitt okk-
ur að því að snúa starfseminni úr
mínus og í plús og það hefur tekist.“
Leikklúbburinn nær að halda veg-
lega upp á afmælið á árinu án þess að
þurfa að borga með uppsetningunni
og segir Steingrímur það nokkuð vel
af sér vikið. Steingrímur segist sjálf-
ur hafa gaman af því að fara aðeins á
svið og fíflast en hann hafi þó ekki
eins mikinn áhuga á leiklistinni og
margir aðrir í leikklúbbnum. „Það er
gott að formaður sinni leiklistinni
ekki of mikið því það er svo margt
annað sem þarf að gera í kringum
starfið,“ segir þessi kraftmikli Ísfirð-
ingur en hann er borinn og barn-
fæddur þar og hefur búið þar alla tíð
fyrir utan stutta búsetu á Akureyri
og í Reykjavík.
Leikfélagið er mjög virkt og hef-
ur að jafnaði sett upp tvær sýningar á
ári. Annað hvert ár er barnasýning
sett upp.
Dugleg að fá ungt fólk inn
„Við erum dugleg að fá ungt fólk
inn í starfið og erum í miklu sam-
starfi við grunnskólann en stór hluti
hópsins sem keyrir ljós og hljóð á
sýningum er á grunnskóla- og
menntaskólaaldri,“ segir Stein-
grímur, spurður hver sé galdurinn á
bak við öflugt starf áhugaleikfélags á
landsbyggðinni. Þá bendir hann á að
þegar settar eru upp barnasýningar
þá er oftast löng biðröð af börnum
sem vilja fá að leika í leikritunum því
þau eru mjög vinsæl.
Á afmælisdaginn, 24. apríl nk.,
verður opnuð sögusýning Litla leik-
klúbbsins í Safnahúsinu í gamla
sjúkrahúsinu á Ísafirði. Þar verða t.d.
til sýnis gamlir búningar, leikmyndir
að ógleymdum ljósmyndum úr starf-
inu. Sýningin verður opin fram í júní.
Á sama tíma kemur út veglegt af-
mælisrit um sögu Litla leikklúbbsins.
„Það er á leiðinni í prentun núna og
höfum við unnið að ritun bókarinnar
síðustu tvö ár.“
Þá er í deiglunni að setja upp ís-
firska revíu í haust. „Skáldin á staðn-
um hafa setið sveitt við skriftir und-
anfarið.“ Það verður á einhvers
konar fjáröflunarkvöldi en vinnuheit-
ið á henni er kvöldstund með LL. Að
öllum líkindum verður matseðillinn í
anda ársins 1965.
Afmælishringurinn klárast með
uppsetningu á barnaleikritinu Línu
langsokk árið 2016, en það var fyrsta
leikritið sem Litli leikklúbburinn setti
upp. Steingrímur er bjartsýnn á fram-
tíðina en bendir á að leikhúsið þurfi að
keppa aðeins við sófann sem vilji toga í
fólk en upp til hópa séu Vestfirðingar
duglegir að sækja leiksýningar í leik-
húsinu enda skemmtunin sem þar
býðst í hæsta gæðaflokki.
Búningar Hluti leikaranna í Litla leikklúbbnum með búninga í uppfærslunni á Kallarðu þetta leikrit?!
Æfing Leikararnir á æfingu.
„Við erum dugleg að fá
ungt fólk inn í starfið og
erum í miklu samstarfi
við grunnskólann.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Gripur marsmánaðar á Þjóðminja-
safni Íslands er sólskífa frá fyrri
hluta 19. aldar frá Núpum í Ölfusi.
Þetta er trékringla með látúns-
skífu þar sem markaðar eru stundir
sólarhringsins. Henni er skipt í 24
geira sem síðan voru helmingaðir og
aftur skipt til helminga. Fuglsmynd,
svokallaður „flugdreki“, er efst á
teini sem gengur upp úr skífunni og
gegndi hlutverki áttavita. Sjálfur
teinninn varpaði skugga á skífuna og
sagði til um tíma dagsins.
Sólskífan er alla jafna á grunnsýn-
ingu safnsins en er núna og fram til
10. maí á sýningu Kristins E. Hrafns-
sonar, Á veglausu hafi, í Bogasalnum.
Þar varpar listamaðurinn fram hug-
myndum um það hvernig maðurinn
hefur ávallt reynt að staðsetja sig í
umhverfinu.
Til að mæla það afstæða fyrirbæri
sem nefnist tími hefur fólk frá önd-
verðu skoðað samspil ljóss og
skugga, notast við stundaglös með
sandi í og búið sér til vatnsklukkur og
sólskífur.
Gripur mánaðarins
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands
Sólskífa Gripur frá fyrri hluta 19. aldar.
Samspil ljóss
og skugga