Morgunblaðið - 24.03.2015, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
HEYRNARSTÖ‹IN
Beltone First™
Snjallara heyrnartæki
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004
Samfélagið gerir sí-
fellt meiri kröfur til
kennara. Allir foreldrar
vilja góða kennara fyrir
börnin sín og öll viljum
við góða skóla. Mennt-
un og störf kennara er
sá þáttur sem mest
áhrif hefur á gæði
skólastarfs. Með lögum
frá Alþingi árið 2008
varð nám kennara á öll-
um skólastigum lengt í fimm ára
meistaranám. Þar með skipuðu Ís-
lendingar sér í forystusveit í mennta-
málum á Norðurlöndum, ásamt Finn-
um.
Í takt við nýja tíma
Kennaranám við Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands (MVS) er
í stöðugri endurskoðun í takt við nýja
tíma. Kennarar dagsins í dag þurfa
að takast á við fjölbreytt viðfangsefni
í starfi sínu og vinna með margbreyti-
legum nemendahópum. Samvinna
kennara er nú meiri en áður og því
mikilvægt að í hverjum skóla starfi
saman fjölbreyttur hópur kennara
með ólíka styrkleika. Í vetur hefur
verið unnið að breytingum á námi
grunnskólakennara sem taka mið af
samfélagsþróun undanfarinna ára og
breytingum á starfi kennara.
Grunnskólakennaranám við MVS
er nú sveigjanlegra en áður, þannig
að nemendur hafa meira val og geta
sótt námskeið í öðrum deildum og
sviðum HÍ. Sem dæmi um sérhæf-
ingu í náminu má nefna
íslensku, samfélags-
greinar og list- og verk-
greinar. Í samræmi við
áherslu Háskóla Ís-
lands er nú í auknum
mæli lögð áhersla á
stærðfræðimenntun í
kennaranámi. Í grunn-
skólakennaranáminu er
lögð áhersla á að nem-
endur öðlist staðgóða
þekkingu á kenningum,
aðferðum og rann-
sóknum á sviði máls og
læsis. Færni í máli og læsi er mik-
ilvæg undirstaða í samfélagi nú-
tímans.
Auk þekkingar og færni sem nú-
tímafólki er nauðsynleg, eiga skólar
jafnframt ríkan þátt í að móta viðhorf
og gildi samfélagsins. Kennaranámið
tekur mið af þróun samfélags þar
sem líf og aðstæður barna hafa tekið
örum breytingum á skömmum tíma. Í
kennaranámi er lögð áhersla á að efla
vitund um gildi óformlegs náms og
samfellu í námi barna, þar sem virkni,
réttindi og þátttaka nemenda er í fyr-
irrúmi. Kennarar framtíðarinnar
þurfa að vera vakandi fyrir tækninýj-
ungum og samfélagsbreytingum en
um leið gagnrýnir á þau fjölmörgu
áreiti sem börn, foreldrar og skólar
standa frammi fyrir. Samhliða inn-
leiðingu kennsluaðferða sem taka mið
af flókinni tækni og þróun samfélags-
miðla er kennaranámið vettvangur
fyrir ígrundun og umræður.
Góðir atvinnumöguleikar
Í þeim löndum sem árangur nem-
enda er bestur skv. alþjóðlegum við-
miðum og þar sem jöfnuður og lífs-
gæði eru jafnframt hvað mest, er litið
á menntakerfið sem mikilvægan
áhrifavald. Við Háskólann í Tampere
í Finnlandi er kennaranám eftirsótt-
asta námið við skólann. Síðastliðið
haust sóttu um 1.500 manns um
grunnskólakennaranám en einungis
80 fengu inngöngu. Svipaða sögu er
að segja um leikskólakennaranámið.
Menntavísindasvið HÍ menntar
kennara fyrir leik-, grunn- og fram-
haldsskóla, auk annarra stétta sem
koma að menntun og uppeldi ungs
fólk, svo sem tómstundafræðinga og
íþróttaþjálfara. Í nýlegri könnun Fé-
lagsvísindastofnunar HÍ var haft
samband við brautskráða nemendur
ári eftir að þeir luku námi. Þar kemur
fram að 98% þátttakenda sem út-
skrifast höfðu frá MVS höfðu fengið
vinnu. Námið er fjölbreytt og at-
vinnumöguleikar að námi loknu góð-
ir.
Kennaranám í
nútímasamfélagi
Eftir Jóhönnu
Einarsdóttur » Samvinna kennara
er nú meiri en áður
og því mikilvægt að í
hverjum skóla starfi
saman fjölbreyttur hóp-
ur kennara með ólíka
styrkleika.
Jóhanna Einarsdóttir
Höfundur er forseti Mennta-
vísindasviðs Háskóla Íslands.
Viðskiptavinur
Dróma (áður Frjálsi
fjárfestingabankinn)
sem ég þekki til fékk í
síðustu viku, eftir
margra ára baráttu,
leiðréttingu á láni sínu.
Það var eftir að málið
var komið í héraðsdóm
og búið að tilkynna
það til Fjármálaeftir-
litsins.
Í aðdraganda leiðréttingarinnar var
viðkomandi búinn að leita álits fróðra
manna og leggja í talsverðan kostnað
en svo virðist sem lögfræðingar skila-
nefndar Dróma sem nú er Lög-
fræðistofan Kvasir hafi fengið að leika
lausum hala allt frá árinu 2009 í boði
norrænu velferðarstjórnarinnar.
Það verður að rannsaka hvernig
stjórnvöldum tókst að forklúðra þess-
um málum. (Athugið að sögnin að for-
klúðra er nýyrði frá Árna Páli.)
Hvernig í ósköpunum tókst að
skapa þetta umhverfi og koma fólki í
þessa stöðu? Var þetta vankunnátta,
skeytingarleysi eða heimska, eða hafði
þetta eitthvað með ESB að gera? Voru
kannski stjórnvöld á þessum tíma of
upptekin af öðru og gleymdu fólkinu í
landinu? Þetta minnir helst á leik-
fléttur í ljótum stríðsleik þar sem fólki
er haldið í gíslingu. Það er fólk, jafnvel
hundruðum ef ekki þúsundum saman,
sem hefur gefist upp fyrir þessu
Dróma-skrímsli og þessari mann-
vonsku því stjórnvöld á þeim tíma virt-
ust heltekin af öðrum málum.
Til hvers þarf þing-
menn ef þeir klúðra
svona einföldum málum?
Það er alveg kristalklárt
að það var hægt að fara
aðrar leiðir í lánamálum
heimilanna. Ég bendi á
leið Görans Person, Lilju
Mósesdóttur og Hags-
munasamtaka heim-
ilanna, en fleiri mætti
nefna. Það er alveg 100%
skýrt að þetta verður að
rannsaka því þótt aðeins
50% af því sem Sigurður G. Guð-
jónsson, Ólafur Arnarson og Víg-
lundur Þorsteinsson halda fram um
þessi mál sé satt og rétt þá er full
ástæða til rannsóknar. Nú langar mig
til þess að biðja RÚV, sem er jú í eigu
þjóðarinnar, að rannsaka SPRON og
Dróma-glæpinn frá upphafi og hvíla
aðeins þessar endalausu pælingar um
lögregluna, hríðskotabyssurnar og
einhver lekamál sem engu máli skipta.
Ég hvet RÚV til að standa með fólkinu
í landinu. Það þarf að taka strax á
þessu, og þótt fyrr hefði verið.
Að lokum, það tapa allir á því að
ekki var tekið strax af festu á lána-
málum heimilanna.
„Forklúður“ í
boði stjórnvalda
Eftir Halldór
Úlfarsson
Halldór Úlfarsson
»Hvernig í ósköp-
unum tókst að skapa
þetta umhverfi og koma
fólki í þessa stöðu?
Höfundur býr í Mosfellsbæ.