Morgunblaðið - 24.03.2015, Side 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015
Kyrrðardagar eru
samvera fólks sem vill
leita Guðs í kyrrð.
Oftast eru kyrrð-
ardagar ein helgi, en
þó geta kyrrðardagar
verið allt að viku og
jafnvel tíu dögum.
Oftast er dvalið utan
skarkala borgarinnar,
en þó geta kyrrð-
ardagar verið t.d. einn
dagur í safnaðarheim-
ili eða kirkju bæði í borg og sveit.
Á kyrrðardögum talar fólk ekki
saman, slekkur gjarnan á símum
sínum og reynir að vera ekki á
samskiptamiðlum. Í Þýskalandi þar
sem kyrrðardagahefðin er mjög
sterk eru yfir 500 kyrrðarsetur, en
hér á Íslandi eigum við ekki neitt
sérstakt kyrrðarsetur, því miður.
Langflestir kyrrðardagar á Ís-
landi hafa verið í Skálholti, sem er
einstakur staður til að dvelja á í
kyrrð, í útiveru og við helgihald. Á
kyrrðardögum er gott að hafa
Biblíuna við höndina, blaða í henni
og lesa orð sér til uppbyggingar.
Þegar ég hef leitt kyrrðardaga
nota ég Biblíuna mikið við íhuganir,
sem eru nokkrum sinnum yfir dag-
inn. Mér finnst gott að nota orð úr
Davíðssálmum til að kyrra hugann
eins og t.d. orð úr 37 sálmi: „Ver
hljóð frammi fyrir Guði og vona á
hann“ eða eins og segir í sumum
erlendum þýðingum: „Vertu hljóð
frammi fyrir Guði og dokaðu við!“
Ein elstu íhugunarorð kristninn-
ar eru hin svokallaða Jesúbæn eða
bæn hjartans:
Jesús Kristur, Guðs sonur – mis-
kunna þú mér.
Í Markúsarguðspjalli er okkur
sögð sagan af því þeg-
ar Bartímeus, blindur
beiningamaður, sat við
veginn er Jesús fór
framhjá og hann hróp-
aði:
„Sonur Davíðs, Jes-
ús, miskunna þú mér!“
Jesús læknaði Bartí-
meus og sagði við
hann: „Far þú, trú þín
hefur bjargað þér.“
(Mark. 10.46-52.)
Auk þess að íhuga
einstök vers Biblíunnar
hef ég oft notað biblíusögur á
kyrrðardögum. Þá les ég söguna og
læt svo fólk taka þátt í sögunni og
lifa sig inn í ákveðnar persónur
hennar. Allt þetta er gert í kyrrð
og með lokuð augun svo einbeit-
ingin verði betri.
Á Hólum í Hjaltadal höfum við
lengi látið okkur dreyma um að
halda kyrrðardaga, en af því hefur
því miður ekki orðið enn. Nú stend-
ur til að hafa kyrrðardaga á þess-
um fornhelga stað síðustu helgina í
apríl. Hefjast þeir á föstudegi kl.
18:00 og verða fram yfir hádegi á
sunnudag. Góður og sérstaklega
hollur matur verður á boðstólum
allan tímann og gisting í uppá-
búnum rúmum. Þeim sem vilja taka
þátt í kyrrðardögum á þessum ein-
staka stað er velkomið að hafa sam-
band við mig, netfangið holab-
iskup@kirkjan.is. Auk þess sem
Hólar eru helgur staður þá er nátt-
úrufegurð þar einstök og göngu-
leiðir um skóginn hjálpa til við að
íhuga lífið og tilveru okkar í sköpun
Guðs.
Hvað eru
kyrrðardagar?
Eftir Solveigu Láru
Guðmundsdóttur
Solveig Lára
Guðmundsdóttir
» Á kyrrðardögum tal-
ar fólk ekki saman,
slekkur gjarnan á sím-
um sínum og reynir að
vera ekki á samskipta-
miðlum.
Höfundur er vígslubiskup
á Hólum í Hjaltadal.
Ég vil gera athugasemd við það að það gerist of oft hjá RÚV að þegar leikin
eru lög með kór og í laginu er einsöngur þá gleymist að geta nafns einsöngv-
arans. Sama er þegar lög eru spiluð inni í þætti, þá er ekki getið um flytj-
endur. Þetta finnst mér galli á annars góðri dagskrá hjá RÚV. Vona að þetta
verði tekið til greina.
Birgir Sveinarsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Ábending til RÚV
RÚV Það er útvarp allra landsmanna.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Krabbameinsfélag Ís-
lands hefur síðustu vikur
haldið uppi stanslausum
árásum á Bláa naglann
með aðstoð ýmissa stofn-
ana og félagasamtaka í
samfélaginu. Árásirnar
eru tilkomnar vegna
átaks Bláa naglans við
krabbameini í ristli þar
sem öllum þeim sem
verða 50 ára á næstu
þremur árum átti að senda ókeypis
EZ Detect-heimapróf sem auðvelt
er að nota. Í kjölfar árásanna blés
Krabbameinsfélag Íslands loksins til
sóknar gegn ristilkrabbameini –
sóknar sem Blái naglinn setti af
stað.
Í febrúar 2011 greindist ég með
krabbamein í blöðruhálskirtli – einn
af yfir 200 íslenskum karlmönnum
sem greindust það ár. Fimmtíu
þeirra létust. Ég var einn hinna
heppnu. Í mörg ár á undan hafði ég
átt í erfiðleikum með að pissa. Ég
hafði ekki hugmynd um að erf-
iðleikar við þvaglát væru eitt af
fyrstu einkennum á krabbameini í
blöðruhálskirtli.
Fljótlega eftir að ég greindist
ákvað ég að fylgjast með sjálfum
mér í ferlinu í átt að lækningu og tal-
aði við myndavélina um hvert skref
sem ég steig. Ég vildi vekja íslenska
karlmenn til vitundar um þennan
sjúkdóm sem fellir um fimmtíu karl-
menn á hverju ári. Þessar upptökur
urðu meginefnið í heimildarmynd-
inni Blái naglinn sem frumsýnd var
á RÚV 1. apríl 2012.
Eftir þessa reynslu ákvað ég að
vekja íslenska karlmenn og sam-
félagið allt til vitundar um krabba-
mein karla en samtals deyja u.þ.b.
104 karlmenn á Íslandi vegna
krabbameins í blöðruhálskirtli og
ristli. Ég get stoltur sagt að Blái
naglinn hefur sett af stað vitund-
arvakningu um karlmenn og
krabbamein, safnað peningum til
kaupa á lækningatækjum og til vís-
indarannsókna á krabbameini hjá
karlmönnum.
Allt mitt starf í kringum Bláa
naglann hef ég unnið
alfarið í sjálfboða-
vinnu. Ársreikninga
félagsins má finna á
www.blainaglinn.is
fimmtudaginn 26.
mars. Tugir ein-
staklinga hafa komið
að starfinu með ýms-
um hætti og gert
Bláa naglann að því
sem hann er í dag.
1. júní í fyrra fékk
ég fund með forstjóra
og formanni Krabba-
meinsfélags Íslands – sex vikum eft-
ir að ég óskaði eftir honum. Á fund-
inum kynnti ég meðal annars
málþing um krabbamein karla, sem
ég var að undirbúa og heimaprófin
EZ Detect. Bæði formaðurinn og
forstjórinn vissu því nákvæmlega
hvað til stóð hjá Bláa naglanum og
gátu því strax brugðist við. Þar var
samþykkt að grafa stríðsöxina. En
þau biðu þangað til átakið hófst og
þá voru byssurnar hlaðnar, miðað á
Bláa naglann og skothríðin hófst.
Það átti að kafnegla Bláa naglann.
Því er haldið fram að heimaprófið
EZ Detect sé ekki nægilega næmt
til að greina krabbamein í ristli. Í
bæklingi sem fylgir prófinu er skýrt
tekið fram að prófið komi ekki í stað
læknisskoðunar og geti gefið rangar
vísbendingar. Þær leiðbeiningar eru
þær sömu og Krabbameinsfélag Ís-
lands gefur konum sem þreifa sjálf-
ar á brjóstum sínum í leit að brjósta-
krabbameini. Á mannamáli þýðir
þetta að kona sem þreifar brjóst sín
og finnur ekki neitt sem bendir til
krabbameins þarf að fara í rann-
sóknir til að vera örugg. Ítrekuð
skilaboð Krabbameinsfélagsins um
sjálfsskoðun kvenna hefur aukið vit-
und kvenna um brjóstakrabbamein
og hvatt þær til að fara í skoðun. Á
sama hátt vildi Blái naglinn vekja at-
hygli á ristilkrabbameini þar sem
skilaboðin voru; taktu prófið en
farðu til læknis til frekari skoðunar
þrátt fyrir að prófið sýni neikvæða
niðurstöðu.
Landlæknisembættið var ein
þeirra stofnana sem Krabbameins-
félag Íslands setti á víglínuna en frá
embættinu kom harðorð yfirlýsing
sem sagði að ekki væri hægt að
treysta heimaprófi Bláa naglans.
Það vekur athygli mína að þessi
sömu heimapróf og embættið gagn-
rýnir eru seld í íslenskum apótekum.
Hvers vegna hefur Landlæknisemb-
ættið ekki bannað sölu á þessum
prófum?
Krabbameinsfélag Íslands er eitt
virtasta félag landsins og hefur unn-
ið þrekvirki með vitundarvakningu á
krabbameini hjá konum. Sú vitund-
arvakning hefur verið bleik. Blái
naglinn er grasrótarsamtök með
einföld markmið: Að vekja athygli á
krabbameini hjá körlum og hvetja
stjórnvöld til að hefja reglulega leit
að krabbameini hjá körlum líkt og
gert er hjá konum. Þess má geta að
ég var hvatamaður að þingsálykt-
unartillögu Jóns Gunnarssonar um
að hefja skimun fyrir blöðruháls-
kirtilskrabbameini.
Árásir Krabbameinsfélags Ís-
lands á Bláa naglann eru góðgerða-
pólitík af verstu sort – þar sem öllum
aðferðum er beitt til að ná í peninga
frá almenningi, fyrirtækjum og
stjórnvöldum. Skilaboðin eru ein-
föld; þið getið ekki treyst Bláa nagl-
anum – treystið okkur og gefið okk-
ur peninga.
Góðgerðapólitíkina upplifði ég í
fyrsta skipti á forsýningu heimild-
armyndarinnar Blái naglinn í Hörp-
unni í mars 2012. Þar voru nokkrir
félagar í Framför að selja Bláa nagl-
ann fyrir sýningu myndarinnar.
Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri
Krabbameinsfélags Íslands reiddist
þegar hún sá að verið var að selja
Bláa nagla í mottumarsmánuðinum
– þetta væri hennar mánuður. Ragn-
heiður hótaði því að ná í frú Vigdísi
Finnbogadóttur verndara Krabba-
meinsfélags Íslands og yfirgefa
Hörpuna ef ekki yrði hætt að selja
Bláa naglann á staðnum. Salan var
stöðvuð og frú Vigdís fékk að horfa á
forsýninguna.
Fjölmargir hafa síðustu daga
hvatt mig til að svara árásum
Krabbameinsfélags Íslands á Bláa
naglann og það hef ég nú gert. Ég
ætla að halda áfram að berjast fyrir
vitundarvakningu á krabbameini í
körlum og mun á næstu dögum óska
formlega eftir upplýsingum úr bók-
haldi Krabbameinsfélags Íslands um
það hvort og þá hvernig fjármunir
sem félagið safnar í nafni karlmanna
nýtist þeirra baráttu.
Ég óska Krabbameinsfélagi Ís-
lands alls hins besta í framtíðinni en
vona að þetta áhrifamikla og mik-
ilvæga félag stundi baráttu sína af
heiðarleika en ekki með árásum.
Reynt að kafnegla
Bláa naglann
Eftir Jóhannes V.
Reynisson » Það vekur athygli
mína að þessi sömu
heimapróf og embættið
gagnrýnir eru seld í ís-
lenskum apótekum.
Jóhannes V. Reynisson
Höfundur er frumkvöðull
Bláa naglans.
Lífrænt
Ríkt af Nitric Oxide og Sulforaphane
Rauðrófu-
og brokkolíduft
ásamt spínati, gulrótum, steinselju og káli
Fyrir eðaeftiræfingar
Mikil orkaognæring
Bragðgóðblanda
40 skammtar
Ein teskeiðhrist í vatneða safa
Fæst íapótekum,heilsubúðum,Krónunni,
HagkaupogNettó.Umboð:Celsus.
Frábærtí kúrinn!5:2