Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 39

Morgunblaðið - 24.03.2015, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2015 Nú standa Músíktilraunir í Hörpu, tvö undankvöld búin og í kvöld er það þriðja. Alls skráðu 39 hljóm- sveitir sig til leiks að þessu sinni, en keppnin er nú haldin í 33. sinn. Undankeppnin fer fram í Norður- ljósasal Hörpu og hefst kl. 19.30. Tíu hljómsveitir takast á í kvöld um sæti í úrslitum sem haldin verða næstkomandi laugardag en í undanúrslitum velur salur eina hljómsveit og sérstök dómnefnd aðra. Keppt er um hljóðverstíma að vanda auk fleiri verðlauna, en fyrstu verðlaun eru tuttugu hljóð- verstímar í hljóðverinu Sundlaug- inni með hljóðmanni, önnur verð- laun tuttugu tímar í Stúdíó Paradís ásamt hljóðmanni og þriðju verðlaun tuttugu tímar í Aldingarðinum ásamt hljóðmanni. Úrslitakvöldið velur salur líka Hljómsveit fólksins og fær sú upp- tökutæki frá Tónastöðinni meðal annars. arnim@mbl.is Þriðji í Músíktilraunum C A L I C U T Auðunn Lúthersson og Þórdís Björk Þor- finnsdóttir skipa C A L I C U T. Auðunn er 22 ára og úr Hafnarfirði en Þórdís 24 ára, úr Reykjavík. Þau segjast undir áhrifum nútíma R&B, raftónlistar og og hip hop. Sara Mosfellingurinn Sara Geirs- dóttir kemur ein fram syngur og vélar um tölvur. Hún er 21 árs göm- ul og segist hafa verið ástfangin af tónlist frá því hún man eftir sér. MSTRO Reykvíkingurinn Stefán Páll Ívarsson, er allt í öllu í MSTRO; syngur og spilar á gítar, MIDI- hljómborð og -pad og Apogee Duet 2. Stefán er 24 ára. Fjöltengi Fjöltengi er hljómsveit fjögurra sautján til nítján ára félaga úr Kópavogi, skipuð þeim Aðalsteini Sigmarssyni, Þorgeiri Björnssyni, Hugin Goða Kolbein- syni og Fannari Pálssyni. Þeir segjast spila pönk. Stígur Hljómsveitin Stígur leikur lög Árna Freys Har- aldssonar við texta langafa hans. Með Árna í sveitinni eru Dávur í Dalí, Gunnlaugur Atli Tryggvason, Ingi- björg Aldís Hilmisdóttir og Ingimundur Óskar Jónsson. Frenzy Tríóið Frenzy er úr Reykjavík og Hafnarfirði, skipað þeim Nökkva Gíslasyni, Magna Frey Þórissyni og Degi Bjarka Sigurðssyni hljómborðsleikara. Dagur er tvítugur en Nökkvi og Magni 25 ára. Hughrif Liðsmenn hughrifa eru Hörður Alexander Egg- ertsson, Sóley Sævarsdóttir Meyer , Kristján Gíslason, Axel Örn Sæmundsson, Þórir Gauti Pálsson , Guðjón Axel Jónsson Njáll Laugdal Árnason. SILVER KILLER Alt-rokksveitin SILVER KILLER er úr Grafarvoginum skipuð þeim Árna Sigurjónssyni, Árna Frey Þorsteinssyni, Elvari Þór Elvusyni og Kristbjörgu Láru Gunnarsdóttur. Þau eru 24 og 25 ára. John Doe Skagasveitina John Doe skipa Sævar Snorra- son gítarleikari og söngvari, Arnar Freyr Sævarsson gítarleikari, Helgi Sigurðsson bassaleikari og Hannes Marvin Óðinsson trommuleikari. Þeir eru 25 ára. Sykurpúðarnir Sykurpúðarnir eru úr Rangárþingi og heita Birta Rós Hlíðdal, Karítas Björg Tryggvadóttir, Hilmar Úlfarsson, og Þormar Elvarsson. Þormar er fimmtán ára, en hin eru sextán. Bandarískan gítarstjarnan Al Di Meola verður meðal gesta á Guitar- ama-hátíð Björns Thoroddsen gítar- leikara í Háskólabíói þriðja október í haust. Di Meola hefur í áratugi verið meðal þekktustu gítarleikara sam- tímans, með rætur í djassi, fjúsjón og latínó tónlist, og á hann sér fjölda aðdáenda víða um lönd. Meðal annarra gesta er mjög þekktur bandarískur blúsgítarleik- ari, Robben Ford, sem hefur verið tilnefndur til fimm Grammy- verðlauna, Ítalinn Peo Alfonsi og þá leikur blúsarinn Brynhildur Odds- dóttir á gítar fyrir hönd Íslands, auk gestgjafans, Björns. „Mikill viðburður“ Björn hefur á undanförnum árum staðið fyrir Guitarama-hátíðum í Kanada, Bandaríkjunum og Noregi, við sívaxandi vinsælldir, og njóta gestir þess að sjá slynga gítarista með bakgrunn í ólíkum tegundum tónlistar leika af fingrum fram. Björn segir sífellt auðveldara að fá stór nöfn úr heimi gítarleiksins til að taka þátt í dagskránni og er stað- festing á fyrstu komu Di Meola til Íslands dæmi um það. „Þetta er mikill viðburður, að Di Meola leikur hér á landi. Þeir Ford eru báðir miklar kempur,“ segir Björn. Hann hefur stýrt gítarhátíð í Winnipeg sem nýtur þar mikilla vin- sælda og er uppselt á árlega. „Ég hef líka gert þetta í Denver í Banda- ríkjunum, í Noregi og um miðjan apríl verð ég með hátíð í Edmonton. Ég hitti ýmsar stjörnur á þessum uppákomum, þetta kom upp á borðið og þeir Ford og Di Meola eru báðir spenntir fyrir því að koma til Ís- lands.“ Björn segir að á Guitarama leiki menn ekki saman heldur er hver með sitt prógramm. „Þetta er skemmtun og mikill léttleiki yfir efn- isskránni,“ segir hann. „Mitt trúboð er að sýna fram á hvað gítarinn er geggjað hljóðfæri! Á hátíðinni kem- ur fram fólk með allskonar bak- grunn, trúbadorar sem aðrir, svo sem djass- og blúsleikarar.“ Þess má geta að Björn og Al Di Meola sendu báðir frá sér disk með Bítlalögum á síðasta ári. efi@mbl.is AFP Gítarstjarna Al Di Meola hefur um langt árabil verið meðal vinsælustu gítarhetja, ekki síst í heimi samtímadjassins. Hann er eftirsóttur einleikari . Al Di Meola kemur fram á Guitarama  Góðir gestir á gítarhátíð Björns Björn Thoroddsen Robben Ford Billy Elliot (Stóra sviðið) Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fös 8/5 kl. 19:00 Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Fim 23/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fös 24/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Sun 26/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fim 30/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Sun 3/5 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Þri 5/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fim 7/5 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Lau 11/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Þri 24/3 kl. 20:00 aukas. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Mið 25/3 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 26/3 kl. 20:00 3.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Fös 27/3 kl. 20:00 4.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Sun 29/3 kl. 20:00 aukas. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Sun 17/5 kl. 20:00 Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Þri 24/3 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.