Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Qupperneq 6
Sumir hægrimenn í Bretlandisegja að ein helsta skýringiná vexti UKIP-flokksins sé ekki endilega andúð flokksins á Evrópusambandinu. Ástæðan sé ekki síður að fjölmörgu hvítu fólki finnist sem allt of mikið sé hlaðið undir minnihlutahópa og þjóðar- brot. Það finni sér ekki farveg hjá gömlu flokkunum sem hundsi það og viðhorf þess. Kalli það bara ras- ista. Aðrir megi tala um að það sé „í eðli hvítra að deila og drottna til að halda þannig völdum“ en þetta sagði Diane Abbott, þingmaður Verkamannaflokksins og blökku- kona, þegar hún ræddi um deilur vegna morðs á ungum blökku- manni, Steven Lawrence. Ef eitt- hvað álíka neikvætt væri sagt um svarta íbúa eða Asíumenn yrði hneykslunin gríðarleg. „Þorri Breta er ekki rasistar en þeir hafa áhyggjur af innflytj- endastefnunni og glæpum sem framdir eru af ákveðnum hlutum samfélagsins,“ segir Philip Hollo- bone, þingmaður Íhaldsflokksins. Guðinn sem brást Trevor Phillips er blökkumaður og var lengi mikil vonarstjarna í Verkamannaflokknum, hann segir einnig að UKIP sé merki um alvar- lega meinsemd í umræðunum, skort á heiðarleika. Tillitssemin við út- lendinga og aðra hópa en hvíta hafi gengið út í öfgar. Snúa verði taflinu við, allir verði að sætta sig við að fólk tjái sig opinskátt um kynþátta- mál þótt það geti stundum verið meiðandi fyrir einhverja hópa og þjóðarbrot. Allir verði að koma sér upp skráp. Þeir sem enn styðji fjölmenning- arhugmyndina, þá lausn að innflytj- endur fái bara að setjast að og halda fast í eigin menningu, trú og tungu, verði að viðurkenna að hún hafi brugðist. „Hvítir eru nýju blökkumenn- irnir,“ segir Phillips. „Það er öfug- snúið og var ekki ætlunin með til- raunum okkar til að auka virðingu fyrir fjölbreytni að stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn skuli vera orðnir dauðhræddir við að fjalla um mis- mun vegna kynþáttar og trúar- bragða.“ Phillips stýrði í nær áratug opinberum stofnunum sem tryggja áttu jafnrétti kynþáttanna en hefur frá 2009 verið vægast sagt umdeild- ur í eigin röðum. Sjálfur segist Phillips hafa upp- lifað misrétti eins og aðrir breskir blökkumenn. Hann sé stoltur af því að hafa barist gegn kynþáttamis- rétti og oft náð árangri. En hann óttist að skoðanir sem hafi á sínum tíma verið eðlilegar hafi leitt áköfustu stuðningsmenn þeirra afvega. Og þaggað nið- ur í öðrum. Allt of mörg tabú ráði ferðinni, hræðslan við rasistastimpilinn haldi aftur af fólki. Alls staðar séu hættur, ekki megi segja að of margir Rúmenar stundi vasaþjófnað, ekki segja að allt of margir Kín- verjar stundi smygl á fólki, að glæpatíðni sé há meðal ungra, breskra blökkumanna. Ekki segja að þótt margir breskir gyðingar séu fátækir séu gyðingarnir að meðaltali helmingi ríkari en aðrir Bretar. Ekki hafi mátt nefna að nær allir þátttakendur í svívirðilegri meðferð á ungum, hvítum táningsstelpum í Rotherham og víðar hafa verið ung- ir múslímar af pakistönskum upp- runa. Stúlkurnar voru lokkaðar upp í bíla og þeim nauðgað. Lögreglan sinnti ekki fjölmörgum tilraunum aðstandenda til að gera eitthvað í málinu – af ótta við ras- istastimpil. „Langur skuggi þræla- haldsins og Helfararinnar gerir okkur með réttu smeyk við hugsanaletina sem olli því að heilar þjóðir voru reknar út úr mannkyninu, þær gerðar ómanneskjulegar,“ segir Phillips. „En á sagan að koma í veg fyrir að við skiljum hvað greinir okkur að – jafnvel þótt slíkur skilningur gæti bætt líf okkar allra?“ Bent er á að margir innflytjendur lifi einangraðir í eigin hverfum, menningarlegum afkimum þar sem margs konar þröngsýni og afturhald ráði ríkjum. Vestræn gildi eins og jafnrétti kynjanna og tjáningarfrelsi séu þar hunsuð. Marxisti sammála gagnrýninni Einn af þekktari heimspekingum samtímans er marxistinn Slavo Zi- zek sem er Slóveni en kennari og skrifar mikið í öðr- um löndum, Þýska- landi, Frakklandi og Bandaríkj- unum. Hann hefur varað við pólitískri rétthugsun sem geti grafið undan umbótastefnu, menn hræðist að gagnrýna trúar- brögð og menn- ingu annarra en hvítra. Í viðtali við Der Spiegel fyrir skömmu ræddi hann umburðar- lyndi í nafni fjölmenningarhyggju. „Mesta hættan sem Evrópa tekst nú á við er sljóleiki hennar, flóttinn yfir í menningu sem gerir öllu jafn hátt undir höfði og almenna afstæð- ishyggju,“ sagði Zizek. Berjast verði gegn öllu afturhaldi, jafnvel þótt það sé hluti af menningu ákveðinna minnihlutahópa. ÞEIM SEM HAFA GAGNRÝNT NOTKUN Á HUGTÖKUM EINS OG RASISTI OG FASISTI Í INNFLYTJENDAUMRÆÐUM HEFUR BÆST ÓVÆNTUR LIÐSAUKI ÚR RÖÐUM ÞEKKTRA VINSTRI- MANNA. OG BRETINN TREVOR PHILLIPS ER EKKI BARA VINSTRISINNI, HANN ER LÍKA BLÖKKUMAÐUR. 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.3. 2015 HEIMURINN a a erinn si g á s pu st ipferðamenn. Fyrirtæki m ktekjsem er slæmt fyrir e BÚ NAY P u nafn M ),nm her landsins m l a , dsmanna til lýðræ um fyir 27 árum, a, getur hafnað demmá legtað RÍKIN ASHINGTONW amaaBar rsetidaBan kufluthefur ný mt tímataliæen nýtt ár er nú að he ur semlandsmanna. Í næstu v settur var ð Íran umí viðræðum kjarnorkuv Obama sagði að sa reytt samskiptum ar, enngja væru þó n En ef leiðtoga brautin til LLAND ðollenska útvarpsstöðin RT arnaflugskeyti áafi málmhlutur úr loftv gaþota hrapaði ísvæðinu þar sem malasísk farþe ir um borð, 298austurhluta Úkraínu í fyrra. All fórust. Allt bendi tilmanns, aðallega Hollendingar, er úr sprengjuhleðslunni, sþess að brotið, sem sennilega skri Buk-flaug. en AkkermansJero ð, fann brotið ir nokkrum mánuðum vi lnaðarsinnar sem sinn Hrabove. Rússar og aðskibæ lengi reynt að leikinnna úk rmraínskum ráðamönnum um ha k herþota hafi Á að þegja um staðreyndir sem geta gagnast rasistum? Joseph Harker hjá breska blaðinu Guardian segir að vissulega séu staðreyndir sem slíkar hlutlausar en vandinn sé túlkun þeirra. Hún sé alls ekki hlutlaus. Töl- ur sýni að ungir, svartir Bretar séu líklegri til að fremja afbrot en menn úr öðrum þjóðarbrotum. „En merkir þetta að allir/flestir ungir svartir menn séu glæpa- menn? Alls ekki. Samt sýna skýrslur að blökkumenn eru sex sinnum lík- legri en hvítir til að verða stöðvaðir af lög- reglu og að leitað sé á þeim.“ Breskur lögreglumaður. STAÐREYNDIRNAR *Og auðvitað hefur sú leið að mynda fjölmenningar-samfélag, lifa saman og njóta sambúðarinnar viðhina gersamlega brugðist. Angela Merkel Þýskalandskanslari Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is Barðir niður með rasismakylfunni Yfirbragð bresku þjóðar- innar hefur breyst mikið. Plakat sem stofnun Trevor P hillips dreifði, gert er gys að heilast ærð rasista. Hann segir plakatið e kki hafa snúið nokkrum rasista.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.