Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Qupperneq 30
Matur og drykkir Glútenlaus bakstur *Þegar bakað er glútenfrítt er gott aðauka aðeins við germagn eða bæta viðeggjum ofan á áætlað magn til að gerabaksturinn loftmeiri og mýkri.Eins og Kristjana Stefánsdóttir bendirsvo á að neðan er tveggja daga gamallbakstur alls ekki síðri þegar sneitt er hjá glúteni því kökurnar mýkjast strax eftir 1-2 daga. M ig langaði að bjóða heim í kaffi- boð til heiðurs ömmu minni heitinni og nöfnu, Kristjönu Hrefnu Guðmundsdóttur sem var alltaf kölluð amma í Tanga en húsið hennar hét Hrefnutangi. Ég ákvað að bjóða heim konum í lífi mínu sem eru mér afar nánar og baka kökurnar sem amma bauð alltaf upp á með kaffinu,“ segir Kristjana Stefánsdóttir söngkona. Boðið var haldið á æskuslóðum Kristjönu, á heimili móður hennar, og gamla stell ömmunnar að sjálfsögðu notað. Farið var í uppskriftabækur og furstakakan svokallaða sem enginn hafði smakkað í 15 ár bökuð nema að baksturinn var hollari en var í þá daga. Þá var uppskrift að annarri mikilli uppáhaldsköku frá ömmu hennar grafin upp. „Ég er sjálf með glútenóþol og þoli því illa hveiti til dæmis og ég fann staðgengla í allar uppskriftirnar og því getur fólk bæði gert þessar uppskriftir upp á gamla mát- ann eða notað það sem ég notaði. En það er annars lítið mál að skipta út hráefni fyr- ir glútenfríar vörur í bakstri. Gott er til dæmis að miða við að minnka mjölið bara um 30% þegar glútenið er sett inn. Mamma er sykursjúk svo að ég gerði líka tilraunir með að nota kókospálmasykur í staðinn og sukrin gold og það heppnaðist mjög vel og hún gat fengið sér að smakka af öllu. En ég mæli með því að þegar fólk er að baka án þess að nota glúten að gera það með góðum fyrirvara. Það er alls ekki verra af hafa kökurnar tveggja daga gaml- ar, þær eru nefnilega þéttari í sér og verða einhvern veginn ljúffengari ef þær fá aðeins að standa. Þessu hef ég komist að í gegnum tíðina.“ Allir hjálpuðust að og dóttir Kristjönu, Ragnheiður Lóa, 12 ára, lagði líka sitt á vogarskálarnar og úr varð yndisleg stund að sögn söngkonunnar þar sem andi ömmu hennar sveif yfir vötnum. „Þessar konur eru mínar nánustu konur, bæði vinkona, mágkona, móðir, systir mín og dóttir og þetta var ógurlega skemmti- legt. Það fóru allir í hálfgert nostalgíukast og bragðlaukarnir fóru með okkur í ein- hverjar minningartraðir. Það var eins og amma hefði verið með okkur. Ef við hefð- um tekið þetta alla leið að hætti ömmu hefðum við líka boðið upp á sérrí eða líkjör og smávindla. En ég gerði eitt, ég hafði svolítið af rósum því hún var alltaf með rósir í vösum. Hún og afi voru með gróðurhús og afi færði henni bæði rósir þaðan á sumrin og svo bara úr blómabúð- um á veturna.“ Amma Kristjönu hafði sínar skemmtilegu hefðir. Það var alltaf grjónagrautur í há- deginu á laugardögum og svo voru bakaðar lummur í kaffitímanum upp úr grautnum. En er Kristjana með mikinn áhuga á bakstri og eldamennsku? „Já, þetta er eitt mínum stóru áhuga- málum og dóttir mín deilir þessum áhuga með mér, er mjög flink og efnileg. Best þykir mér að gera hlutina alveg frá grunni og við reynum að baka eitthvað saman reglulega. Þetta er alveg aukaviðbót í góða samveru að dunda saman í eldhúsinu.“ Morgunblaðið/Malin Brand KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR BAUÐ TIL KAFFIVEISLU Gamlar uppskriftir frá ömmu KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR SÖNGKONA BAUÐ KONUNUM Í LÍFI SÍNU HEIM TIL SÍN OG SAMAN SKELLTU ÞÆR Í KAFFIHLAÐBORÐ AÐ HÆTTI ÖMMU OG NÖFNU SÖNGKONUNNAR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Kristjana og dóttir hennar, Ragnheiður Lóa, 12 ára, eiga ákaflega góðar stundir saman við bakstur og alls kyns matargerð í eldhúsinu. Með þeim er systursonur Kristjönu, Arnold Falk Gíslason. Borðið var einkar fallegt og ekki laust við páska- tilhlökkun í lofti. 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.