Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.03.2015, Side 40
Tíska Ertu tilbúin frú forseti? opnuð á Akureyri *Sýningin Ertu tilbúin frú forseti? sem til sýnis var í Hönn-unarsafni Íslands hefur verið sett upp í minjasafninu á Ak-ureyri og verður opnuð formlega 21. mars næstkomandi. Sýningin varpar ljósi á verkefni, fatnað og fylgihluti frú Vig-dísar Finnbogadóttur á forsetatíð hennar. Ertu tilbúin frúforseti? er fjölsóttasta sýning sem Hönnunarsafn Íslands hef-ur sett upp. Sýningarnefndina skipa þær Ástríður Magn- úsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Guðrún Hildur Rosenkjær. Sýningarhönnuður er Systa Björnsdóttir. H vað heillar þig við tísku? Líklega hvað hún getur verið fjölbreytt. Það er eitt af því sem mér finnst svo sjarm- erandi við hana. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Dean og Dan – þeir eru klassískir en skera sig samt svo skemmtilega úr. Áttu þér uppáhaldsfylgihlut? Já, tvímælalaust sixpensarann og hann hefur verið það sl. 10 ár og því reynst sígildur. Hann virkar við flest. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Ég myndi aldrei klæðast Buffalo- skóm (aftur). Hvert sækir þú innblástur? Ég sæki innblástur til Napolí á Ítalíu en við fjölskyldan dveljum þar hluta árs- ins. Í Napolí finn ég mikið af flottum hönnuðum sem ég finn ekki annars staðar. Hvaða sumar-trend ætlar þú að tileinka þér? Ég er mjög hrifin af pastellit- unum og að blanda þeim við hvítt. Ætli ég falli ekki fyrir marsip- anlitnum og gulum í ár. Áttu þér uppáhalds- fatahönnuð? Þessi er auð- veld. Ýr Þrastardóttir er ein af mínum uppáhalds- hönnuðum, hún er framúrstefnuleg en sí- gild á sama tíma með augastað fyrir smáat- riðum. Það er kannski þess vegna sem við ákváðum að reka fyr- irtæki saman ásamt Hrefnu Sverrisdóttur. Ertu með eitthvert mottó þegar kemur að fatastíl? Þar sem stíll er tjáning þá myndi ég segja að vera ég sjálf. Hver er eftirlætisárstíð þín varðandi fatastíl og hvers vegna? Vorin og haustin eru mínar eftirlætis árstíðir hvað tísku varðar – háir hælar og léttir jakkar eru alltaf mjög heillandi. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Silk Oil of Morocco Brow enhancer og Silk-maskarinn er það sem ég mun alltaf eiga í töskunni ásamt gull pennanum frá YSL. HRÍFST AF PASTELLITUM Anna Lilja Johansen er alltaf flott til fara og heldur hún upp á six- pensarann enda er hann sígildur fylgihlutur sem passar við allt. Morgunblaðið/Golli Sjarmerandi fjölbreytileiki ANNA LILJA JOHANSEN ER FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍSLENSKA TÍSKUHÚSSINS ANOTHER CREATINON SEM HLAUT MIKLA ATHYGLI Á REYKJAVIK FASHION FESTIVAL UM SÍÐUSTU HELGI. ANOTHER CREATION BÝÐUR UPP Á FJÖLBREYTTA NOTKUNARMÖGULEIKA EN FLÍKURNAR ERU FRAM- LEIDDAR ÚR NÁTTÚRULEGUM EFNUM S.S. SILKI, ULL OG LEÐRI. ANNA LILJA ER MEÐ FLOTTAN STÍL OG HEILLAST AF FJÖLBREYTILEIKANUM SEM EINKENNIR TÍSKUHEIMINN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Maskarinn frá Silk er nauðsynlegur í snyrtitöskuna. Að baki Another Creation standa þær Anna Lilja, Ýr Þrastardóttir og Hrefna Sverrisdóttir. Sýningin hlaut mikla athygli á virtum er- lendum tískumiðlum. Tískutvíburarnir Dean og Dan Caten, yfirhönnuðir DSquared2, eru alltaf flottir. Í sumar ætlar Anna Lilja að njóta þess að klæð- ast pasellitum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.